Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 9
íOagnr-Œmtmrt PJÓÐMÁL Miðvikudagur 15. janúar 1997 - 9 Atvinna og álver á Grundartanga Kristjánsson Jólin og áramótm eru liðin, hversdagsleikinn er tekinn við á ný og ferðin inn í nýtt ár hafin. Nokkur íjölmiðlamál hafa komið upp. Salan á Guð- björginni á ísafirði, staðsetning álvers á Grundartanga, fjár- hagsvandræði Leikfélags Reykjavíkur, strandhögg Stövar 3 í starfsmannahóp Stöðvar 2. Petta eru málin sem hæst hafa borið í íjölmiðlum á fyrstu dög- um ársins. Það er oft svo með fjölmiðlaumræðuna að hvert mál á sitt skeið og síðan ijarar það út og gengur ef til vill aftur í öðru formi síðar. Svo er með sjávarútvegsumræðuna. Hún heldur alltaf áfram í einhverri mynd, því ástandið er þannig að það er verið að skammta stórum og afkastamiklum flota aflaheimildir og hver breyting hefur áhrif á lífsafkomu íjölda fólks. Hitt verður að segja eins og er að oft vantar samhengið í þessa umræðu, og tilhneyging er mikil til að blanda öllum málum sem upp koma í sjávar- útveginum saman við kvóta- kerfið. Það er vissulega stærsti áhrifavaldurinn í atvinnugrein- inni, en þeir sem muna aftur fyrir það kerfi muna eftir harð- vítugum átökum um sölu skipa milli byggðarlaga þegar hafið var frítt fyrir alla. Sverasta stoðin Það er engin furða þótt að um- ræður í sjávarútvegsmálum séu heitar. Fiskveiðar og vinnsla eru undirstaða atvinnu og mannlífs í fjölmörgum byggðar- lögum og sjávarafurðir eru al- gjör undirstaða útfiutningstekn- anna. Það sem af er þessum áratug hefur hlutfall þeirra ver- ið frá 71-80% af útflutningi landsmanna. Árið 1995 voru fluttar út sjávarafurðir fyrir 83.8 milljarða króna. Þarna er því sverasta stoðin. Næstar koma vörur frá orkufrekum iðnaði upp á 15.5 milljónir króna, og á því ári voru fram- leiðsluvörur almenns iðnaðar ásamt öðru fluttar út fyrir 13.1 milljarð króna, en það ár óx út- flutningur verulega í þessum flokki, sökum vaxtar í almenn- um iðnaði. Atvinnuh'f okkar saman- stendur af fleiri þáttum en þeim sem hér hafa verið nefndir. Ferðaþjónusta færir okkur miklar gjaldeyristekjur og fjöldi starfa er í þjónustugreinum sem tengjast allri atvinnustarf- serni. Opinber þjónusta hefur verið vaxandi þáttur í atvinnu- lífinu, en á síðustu tveimur ára- tugum hefur fjölgað urn 13.000 manns í þeirri starfsgrein. Þess má geta að á síðustu 10 árum hefur störfum fækkað um 4000 í almennum iðnaði. Atvinnustefnan Umræður um staðsetningu ál- vers á Grundartanga hafa vakið upp umræður um atvinnu- stefnu. Því er haldið fram af andmælendum að það eigi að láta þessa atvinnustarfsemi sigla sinn sjó og leita á önnur mið sem eru byggð á hreinleika lands, smærri iðnaði, þar á meðal handverki svo eitthvað sé nefnt. Atvinnulíf iðnvæddra ríkja byggist í ríkum mæli á erlend- um fjárfestingum og hreyfing- um fjármagns og eftirsókn eftir þessu er mikil. Svo virðist sem sjónir erlendra fjárfesta beinist helst að iðnaði byggðum á orkukaupum, þegar sjávarút- veginum sleppir, en hömlur eru á fjárfestingum útlendinga í honum. Þessi eftirspurn hefur leitt til stækkunar 30 ára gam- als álvers við Straumsvik og Nýtt álver mun auka þjóðartekjurnar og breikka undirstöður atvinnulífsins og skapa ný störf. Þess vegna hef ég verið jákvæður gagnvart þeim áformum sem uppi eru á Grundartanga. þeirrar umræðu sem nú er um áiver á Grundartanga. Ég er ekki þeirrar skoðunar að við Islendingar eigum að taka hér inn álver í stór- skömmtum. Atburðarásin hefur heldur ekki verið þannig til þessa. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að við komumst ekki hjá því að h'ta til þessa iðnaðar þegar hugsað er til þess að skjóta fleiri sverum stoðum undir útflutningsiðnaðinn. Við erum ekki á því stigi að þetta þurfi að útiloka annað, svo sem uppbyggingu í almennum iðn- aði, handverki, ferðamennsku og landbúnaði eða úrvinnslu matvæla. Þvert á móti þarf að sinna þessum málum af kost- gæfni. Til þess að vera gildandi á öllum þessum sviðum þarf að huga að öllum þáttum umhverf- ismála og barátta andmælenda álversins er einkurn rekin á for- sendum umhverfisverndar. Að þrífa garðinn sinn Ég er tilbúinn að hlusta á æs- ingalausa umræðu urn um- hverfismál og kröfur í því sam- bandi. Mér finnst skipta öllu rnáli að skýrar kröfur séu gerð- ar í þessu efni og þeim sé um- svifalaust framfylgt. Ilollustu- vernd hefur lagt málið þannig fyrir að miðað við aðstæður hér á landi séu gerðar fullnægjandi mengunarkröfur á Grundar- tanga. Ég er alveg tilbúinn að hlusta á mótrök í því, ef þau eru sett æsingalaust fram og rökstudd. Ég held hins vegar að inn í þá umræðu og umræður um skuldbindingar okkar í um- hverfismálum þurfi að taka aðra þætti með líka, til dæmis hin gegndarlausa einkabílisma hér á landi, jeppaæðið og hvers konar sóðaskap sem viðgengst í umgengni við náttúruna. Ég fór í stillunum um áramótin í gönguferð í Skerjafirðinum og gekk inn í þykkan mökkinn við Reykjanesbrautina, nú er sunn- an áttin búin að blása þessu öllu upp í Kjós eða Hvalfjarðar- strönd. Við greiðum ekki skuld okkar við umhverfið með því að stöðva uppbyggingu í orkufrek- um iðnaði og halda svo áfram að menga umhverfið með h'fstfl okkar á öðrum sviðuin. Eins og áður segir er ég hins vegar reiðubúinn að hlýða með athygli og taka tillit til umræðu um hvaða lærdóm má draga af þriggja áratuga starfsemi ál- versins í Straumsvík á sviði um- hverfismála, og hvernig má tryggja það að umhverfisáhrif nýrra álvera verði sem minnst. Byggðamálin Þó að mengunarþátturinn sé veigamikill varðandi álver, þá hugsa ég til fleiri þátta. Ég leyni því ekki að ég hef áhyggjur af byggðamálaþættinum ef svo miklar framkvæmdir í jaðri höf- uðborgarsvæðisins verða að veruleika. Ég er þeirrar skoðunar að það þurfi sérstak- lega að huga að mótvægi ann- ars staðar á landinu. Mér er kunnugt um að iðnðarráðherra og hans rnenn hafa fullan hug á því að aðstoða eins og í þeirra valdi stendur við uppbyggingu og markaðsleit fyrir almennan iðnað, en vissulega þarf að halda vöku sinni í þessum efn- um. Hins vegar mun nýtt álver auka þjóðartekjurnar, breikka undirstöður atvinnulífsins og skapa ný störf beint og óbeint. Ég get ekki horft fram hjá því og þess vegna hef ég verið já- kvæður gagnvart þeim áform- um sem uppi eru á Grundar- tanga. Möðruvellír Fátækt er staðreynd Björn Grétar S komandi kjarasamningum hefur Verkamannasamband íslands markað sér þá stefnu að hækka lægstu taxta í 70.000 krónur á tveimur árum, á meðan önnur laun hækka minna. Þróun tekna síðustu ára í íslensku samfélagi hefur verið í átt að auknum tekjumun, þeir ríku verða ríkari og þeir fátæku fátækari. Með framsetningu á fyrrgreindri kjarakröfu er hugs- unin sú að reyna að sporna við ójöfnuði og fátækt. Fátækt á ís- landi er staðreynd og er smán- arblettur á samfélagi okkar. Meingölluð og illa útskýrð „símakönnun" Félagsvísinda- stofnunar sýnir fækkun á fjölda einstaklinga undir fátækramörk- um, á meðan aðrar tölur benda á að fátækt og skuldir heimil- anna séu að aukast. Að vísu má vel vera að fátækum einstakling- um hafi ekki fjölgað á síðasta ári, en örbirgð þeirra sem ekki tekst að ná endum saman er án efa meiri en áður. Það er Ijóst að sá efnahagsbati sem núverandi rflcisstjórn státar sér af hefur einungis að litlu eða engu skilað sér í buddu hinna efnaminni einstaklinga þjóðfélagsins, á meðan þeir tekjuhærri fá ætíð rneir í sinn hlut. Ríkisstjórn og atvinnurek- endur halda á lofti tölum um að kaupmáttur ráðstöfunartekna hafi aukist mikið að meðaltali á síðustu þremur árum. En hvað þýðir það? Samkvæmt þjóð- hagsstofnun þýðir það að ráð- stöfunartekjur hjóna sem voru 122.641 kr. að meðaltali á mán- uði 1993 voru 125.250 kr. í lok árs 1995, aukning í krónum tal- ið upp á 2.609. Á sama tíma voru önnur hjón sem höfðu 328.183 í ráðstöfunartekjur að meðaltali á ári 1993 að fá aukningu á sínum ráðstöfimar- tekjum í 346.333 kr., eða í krónum talið 18.150. Það má leiða getur að því að sú kaup- máttaraukning sem hefur átt sér stað hafi að mestu farið í buddu þeirra sem mestar tekj- urnar hafa, enda hafa þeir hagnast vel á hlutabréfum á síðustu tveimur árum. í kom- andi kjarasamningum er nauð- synlegt að kaupmáttur lægstu tekna aukist meira en hjá öðr- um, því sú staðreynd er því miður sönn að ójöfnuður fer ört vaxandi. í kröfugerð sinni hefur Verkamannasambandið sett fram launakröfur, sem taka mið af því að viðhalda stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Ég fullyrði að kröfur Verkamannasam- bandsins eru ekki verð- bólguhvetjandi, öfugt við það sem atvinnurekendur hafa haldið fram í fjölmiðlum. Óða- verðbólga, gengisfellingar og háir vextir gera þeim efnaminni og skuldugu ekkert gagn. Það er hins vegar ljóst að í komandi kjarasamningum verður að tryggja að sú launa- hækkun sem mun nást á lægstu launataxta muni ekki leiða til sambærilegra prósentuhækk- ana fyrir alla aðra launþega, því annars tekst aldrei að minnka þann tekjumun og ójöfnuð sem er í þessu landi. Við undirskrift samninga á al- mennum vinnumarkaði verður að tryggja að aðrir hópar muni ekki fá eða taka sér meiri hækkanir í kjölfarið. Þannig mun verkafólk á íslandi ekki sætta sig við það að ráðherrar, þingmenn og aðrir embættis- menn taki upp á því að skammta sér laun umfram aðra eins og gerðist á síðasta ári.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.