Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 8
8 - Miðvikudagur 15. janúar 1997 IDagnr-Œmmm PJÓÐMÁL iDagra'-Œtmmrt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Marteinn Jónasson Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Þverholti 14, Reykjavík Símar: 460 6100 og 5631600 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Hvar á að vinna fiskinn? I fyrsta lagi Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Útgerðarfélags Akur- eyringa, kom með enn eitt innleggið í sjávarútveg- sumræðuna á dögunum. Þróunin í fiskvinnslu leiðir til þess sama og í útgerð: tilfærslur og samruni vinnslu- eininga hafa bein áhrif á það hvar er lífvænlegt að búa í landinu. Hann sagði hreint út að millistór fiskvinnslu- hús sem hafa borið uppi atvinnulíf í hinum hefð- bundnu sjávarþorpum myndu eiga undir högg að sækja. Hann vakti - óbeint - athygli okkar á því að það eru ekki bara kvótatilfærslur sístækkandi útgerða sem skipta máli, heldur ekki síður hvernig þær kjósa að vinna aflann, eða hvort. öðru lagi Fjórðungur af bolfiski er nú unninn um borð beint úr hafinu. Þetta er mikil aukning á fáum árum. Okkur er sagt að þarna séu að verki þau öíl sem leiti mestrar hagkvæmni. Út frá hvaða forsendum? Stórfyrirtækin sem blanda veiðum og vinnslu fá ekki aðeins úthlutað ókeypis aflaheimildum heldur líka niðurgreidd laun starfsmanna á hafi úti. Þetta er mikil forgjöf. Margoft hefur verið bent á að frystiskipin nýti hráefnið ekki jafn vel og fiskverkandi sem verður að kaupa hvern ugga og sporð fuliu verði. Og þó þau fái gott verð á mörkuðum, fá þau endilega besta hugsanlega virðis- aukann fyrir fiskinn? þriðja lagi Forstjóri ÚA ítrekaði þau margsögðu sannindi að „full- vinnsla" væri það sem skipti meginmáli. Að auka virði vörunnar sem mest áður en hún færi úr landi. Ætli geti ekki verið að ástæðan fyrir því hve skammt við eru komin á leið sé einmitt sú að hvatann til þess skortir. Veiðar, vinnsla og sala vöru eru samtvinnuð í sístækk- andi fyrirtækjum. Hvetur það til hámarks hagkvæmni og frumkvæðis á öllum stigum? Það þarf alls ekki að vera. Allra síst á tímum aukinna aflaheimilda. Hvers vegna að taka áhættu í vinnslu? Hvers vegna leita snjallræða í sölu? Þegar nægir að sjófrysta fiskinn sem kemur á silfurfati. Stefán Jón Hafstein. Sp utó Er tímaskekkja að standa upp fyrir forseta fslands og titfa hann „herra“? (T.d. voru ráðherrar fyrir nokkrum árum ætíð þéraðir) Nei. Mér finnst við þurfa að eiga eitt embætti sem við sýnum tilhlýðilega virð- ingu og ég vil ekki leggja þennan sið af. Þetta er góður og fallegur siður sem fyrst og fremst til- heyrir þessu embætti. Hallgrímur Hólmsteinsson markaösstjóri Sjónvarps Já, það er túna- skekkja. Ég var á landsleik um daginn og þar stóð t.d. ekki nokkur maður upp þegar hann marséraði í salinn. Ekki einn. Þetta hefur ekkert með virðingu fólks fyrir embættinu að gera. ♦ Logi Már Einarsson kosningastjóri Ólafs Itagriurs Gímssonar á Akureyri Mér er alveg ná- kvæmlega sama hvort menn titla forsetann eða ekki, svo framarlega sem þeir sýna honum sömu virðingu og öðrum mannskepnum. Hvort menn rísa úr sæt- um eða ekki þegar forset- inn gengur í salinn hlýtur að vera persónuleg skoðun hvers og eins. Og svo eru til einhverjir í samfélaginu sem geta það hreinlega ekki, þótt þeir vildu gjarnan. Sigurður Líndal lagaprófessor Embætti þjóðhöfð- ingja er sýnilegt tákn um fullveldi þjóðar og einingu og með því að sýna embættinu virðingu sýnir þjóðin sjálfri sér virðingu. Það er alltaf álitamál hvaða form skuli notað, en þetta er gömul hefð og mér finnst hún ekki óeðlileg. Þetta er einfaldur og lát- laus virðingarvottur og ég sé ekkert betra sem gæti leyst þetta af hólmi. „ Virðist líða ákaflega illa ..." „Honum virðist líða ákaflega illa aumingja manninum, og ég verð bara að vona að hann taki gleði sína með hækkandi sól... Því miður er alltaf eitthvað um það að fólk fari út í listir sem ekki hefur þroska til að taka gagnrýni. Það er í rauninni ekki höfuðverkur gagnrýnandans heldur er það vandi þess fólks sem hefur farið út í þetta á röngum forsendum," - sagði Jón Viðar Jónsson, leiklistar- gagnrýnandi Dagsljóss, í viðtali við Mbl. vegna harðorðra ummæla þjóð- leikhússtjóra um gagnrýnandann, m.a. um „dauðans hönd“ og „eiturúða". Andlaust og klisjukennt..... „Verkinu stendur helst fyrir þrifum hvað það er andlaust og klisjukennt... Verst er þó upp- hafsatriðið þar sem hvorki nýt- ur sviðsmyndar eða tónlistar, veikur texti og óbjörgulegur leikur leggjast á eitt um að gera þetta að vandræðalegustu stund sem undirritaður hefur lifað í leikhúsi," - úr leiklistargagnrýni um Fögru ver- öld - nei ekki Jóns Viðars í Dagsljósi, heldur Sveins Haraldssonar í Mbl. Fullnýtt jólatré......... „Á síðasta ári hafi síðasta jóla- tréð frá árinu 1995 verið hirt á Þorláksmessu (1996), en þá fyrst hafði eigandinn komið því í verk að skutla því fram af svölunum," - hefur Mbl. eftir Inga Arnarsyni, deildarstjóra hreinsunardeildar Reykj avíkurborgar. Stefnulaus skanunsýni egar farið var að leggja vegi um landið þótti bændum rnikil búbót að fá þjóðveg við túnfótinn. Enn betra var að vegurinn lægi um túnið og þeir sem fengu veginn lagðan um hlaðið, helst milli bæjardyra og fjóssins, voru komnir í eins æskilegt samband við umheiminn og hugsast gat. Þeir þingmenn sem gátu teygt vegagerðina um sem flest bæjarhlöð voru í miklum metum sem bjargvættir byggðarlaga. Þegar strætisvagnaferðir hófust um Reykjavík þótti heldur betur flott að fá strætóleið um sína götu. Og fínast af öllu var að strætisvagninn stoppaði við inn- ganginn, eða sem allra næst honum. Þess ber að gæta að þegar mikill akk- ur þótti að því að fá þjóðveg um bæjar- hlöð og strætisvagnaumferð í seilingar- færi við stofugluggann, var umferðar- þunginn hvergi nærri eins þrúgandi og heilsuspillandi og síðar varð. Og enginn sá fyrir að óbúandi yrði við umferðaræð- ar. Flugvellir í miðbæjum þóttu einnig sjálfsagðir, og þykja jafnvel enn. Miðbæjarstóriðja Þegar farið var að reisa verksmiðjur seint og um síðir, var sami hugsunargangurinn uppi og voru þeim valdir staðir af svip- aðri framsýni og vegastæðin og strætis- vagnaleiðir voru ákvarðaðar í frum- bemsku nútíma samgöngukerfa. Á Akranesi var afkastamikilli se- mentsverksmiðju valinn staður í miðbæn- um. Baneitruðu efnaverksmiðjuferlíki var plantað niður í Gufunesi af fagurkerum sem Utuðu Esjuna gula. Þar harmónerar hún prýðilega við ohu- birgðastöðina í Örfi- risey, sem er annar útvörður athafnasem- innar við Sundin blá. Þegar fyrsta stóra málmbræðslan var reist báru menn gæfu til að velja henni stað í nokkurri fjarlægð frá miðbæjarkjarna. Samt nýtur staðsetn- ingin hagkvæmni þéttbýlis. Þegar næst átti að reisa málmbræðsl- ur var rifist um allt land, því flestir vildu fá slík dýrindi í sína sveit. Var framtíð þjóðlegrar byggðastefnu talin felast í því að hver sveit og hvert þorp fengi sína málmbræðslu. Voru og eru furðumargir tilbúnir að leggja sín bæjarhlöð og nán- asta umhverfi undir stóriðju. Þegar Norðmenn voru búnir að brenna sig illilega á málmbræðslum inni í fjörðum og dölum fóru íslenskir fjarða- og dalbúar hamforum til að fá verksmiðj- ur í sína dalbotna. Er það einhver undar- legasta kröfugerð í íslenskri pólitík og er það samt um stórskrýtinn garð að gresja, þar sem margt illgresið grær. Bændur farnir að sjá Málmblendi í fögru landbúnaðarhéraði er ósmekkleg pólitík og kemur orkunýtingu og stóriðju sem slíkri ekkert við. Að fara að bæta við málmbræðslum þar er aðeins framhald sömu pólitíkur. Orkunýting og stóriðja á að geta kom- ið öllum landsmönnum til góða, þótt ekki sé verið að dreifa verksmiðjum um allt land og setja þær niður sem síst skyldi. Kaupskapur skammsýnna pólitíkusa um staðaval er engum bjóðandi, hvorki fjár- festum né þeim sem gert er að þola ferl- íkin í nágrenni. Reykjanesið er fyrir margra hluta sakir tilvalinn staður fyrir margs konar orkufrekan iðnað. Þar eru mikil svæði strjálbýl eða óbyggð með öllu. Vindar og hafstraumar eru kröftugir og samgöngu- skilyrði góð. Dalir, firðir og landbúnaðar- héröð eru vondir kostir fyrir stóriðju. Þegar tímar líða munu menn átta sig á því, að fáir muni kjósa búsetu í ná- munda við mikilvirkar málmbræðslur, fremur en að fá umferðarþunga þjóðveg- ar við stéttina sína. Stóriðja getur því allt eins virkað þannig að fólk flytur á brott frá verksmiðjunum, öfugt við það sem lýðskrumarar nútímans halda fram af óþarflega mikilli þröngsýni. Bændur á Hvalfjarðarströnd og í Kjós eru að byrja að átta sig á einföldum stað- reyndum, sem liggja ljóst fyrir í öllum þróuðum iðnríkjum, og hafa gert lengi. Ef orkufrekur iðnaður er ekki annað en bitbein kjördæmapotara er affara- sælla að afskrifa hann alveg. OÓ (Vddwt

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.