Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 5
JlaguÆmrám Miðvikudagur 15. janúar 1997 - 5 Ríkið veiti 50 millj. kr. til vetraríþróttastarfs „Áætlun gerði ráð fyr- ir meiri peningum. Eigi að síður erum við mjög ánægðir." Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að sam- þykkja tillögu mennta- málaráðherra um að ganga frá samningi við Akureyrarbæ á þeim grundvelli að árlega verði lagt fram fé úr rikissjóði næstu fimm árin, 10 milljónir kr. ár- lega, samtals 50 milljónir kr. Fyrsta greiðsla fari fram árið 1998. „Fyrirkomulagið er að sjálf- sögðu háð samþykki Alþingis en þetta er tillaga að samningi sem ég tel nauðsynlegt að Ak- ureyrarbær og menntamála- ráðuneytið geri núna með aðild fj ármálar áðuneyt- isins og byggist bka á því að bæjar- ráðið á Akureyri hafi samþykkt að Akureyrarbær leggi 100 millj. kr. í verkefnið," sagði Bjöm Bjarnason menntamálaráð- herra í samtali við Dag-Tímann í gær. Viljayfirlýsing þessu lútandi mun liggja fyrir af hálfu bæjarins. A Akureyri er starfandi vetr- aríþróttamiðstöð skv. reglugerð sem sett var 18. mars 1995. „Þar er tekið fram að um sam- vinnuverkefni sé að ræða milli menntamálaráðuneytisins, Ak- ureyrarbæjar og iþróttahreyf- ingarinnar. Við erum hér að tala um framlag ríkisins til þessarar uppbyggingar sem síðan er ákveðin á vegum Akur- eyrarbæjar,“ sagði mennta- málaráðherra. Eiríkur Björn Björgvinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Akureyrarbæjar, fagnaði í gær þessari ákvörðun rikisstjórnar- innar. Sama gilti um Hermann Sigtryggsson, framkvæmda- stjóra stjórnar Vetraríþrótta- miðstöðvarinnar. „Það er þó ljóst að við verðum að setjast niður í stjórninni vegna þess að okkar áætlun gerði ráð fyrir töluvert meiri peningum. Eigi að síður erum við mjög ánægð- ir. Á Akureyri eru það skíði og skautar sem gefa helstu mögu- leikana, Skautasvell Akureyrar og Hlíðarfjall. Aðstæðin- frá landfræðilegu sjónarhorni eru hér sérlega góðar,“ sagði Her- mann Sigtryggsson. BÞ Björn Bjarnason menntamálaráðherra „Tíllaga að samningi, en byggist á að bœjar■ ráð Akureyrar sam- þykki 100 millj. kr. Jramlag til uppbygg- ingarinnar. “ Þrír sækja um varaslökkvi- liðsstjóra Skýrsla Hrólfs Jónssonar, slökkviliðsstjóra í Reykja- vík, sem unnin var fyrir Framkvæmdanefnd Akureyrar- bæjar, hefur verið þar til um- ræðu undanfarin misseri og munu ýmsar breytingar verða gerðar á rekstri Slökkviliðs Ak- ureyrar í samræmi við niður- stöður hennar. Á gamlársdag rann út umsóknarfrestur um starf varaslökkviliðsstjóra og bárust þrjár umsóknir. Þær eru frá Birgi Finnssyni á Akureyri, sem hefur nýlokið námi í brunatæknifræði; frá Jóni Guð- mund Knútsen, slökkviliðs- manni á Akureyri, og Þorbirni Haraldssyni, slökkviliðsmanni í Reykjavík. Sú breyting verður gerð á því embætti að vara- slökkviliðsstjóri mun ekki ganga vaktir en gengið verður frá ráðningu innan skamms. Hann mun hins vegar fá aukin verkefni, sem ekki voru á veg- um Slökkviliðs Akin-eyrar. GG Akureyri Perfect? Sale? Hvaða land? Sjávarútvegur Fiskvinnsla í vöm Fiskvinnsla í landi verður að fá spil eins og útgerð- in,“ segir Kristinn Péturs- son saltfiskverkandi og fyrrv. alþingismaður. Hann segir að fiskvinnslan sé að færast út á haf frá landverkafólki því frysti- torgararnir fái forskot. „Við megum ekki eiga kvóta til að tryggja okk- ar hag,“ segir Kristinn um fiskverkendur í landi, „ef við fengjum t.d. úthlutað 25% af kvótanum væri þetta allt annað mál.“ Hann segir að margt við núverandi kerfi bitni óþarflega á landvinnslu, þar með flytjist vinna frá fólkinu. Kristinn tekur sem dæmi að við vinnslu skemmist allt að 5% af hráefn- inu. „Þennan fisk kaupum við, en frystitogararnir láta hann bara í úrgang og það kemur ekkert niður á þeirra kvóta." Þá segir hann að áhafnir við fisk- vinnslu úti á hafi fái skattaaf- slátt, en fólk sem yinni sam- bærileg störf í landi ekki. Svo bætist við mikil spenna á kvótamarkaði nú þegar út- hafsveiðin fer undir stjórn, þar með byrji upp- boð sem hækki verðið til verk- enda. „Við fáum ekki sömu spil,“ segir Kristinn og segir að þetta valdi því að vinnan færist úr landi út á sjó. Útgerðin nýtur for- réttinda sem bitnar á landvinnslu, segir Kristinn Pétursson. Vesturiand Jafnaðarmenn snúa bökum saman í flestum bæjanna ^^ameining jafnaðar ^^^manna er hvergi lengra ^b^komin en á Vesturlandi að mati Gísla S. Einarssonar, alþingismanns Alþýðuflokks- ins. Slíkt samstarf eða samvinna eins og það er orðað af mikilli varkárni, kemur frá grasrót flokkanna fjögurra, sem telja sig eiga flest sameiginlegt í pól- itíkinni. „Umræðan um samstarf og sameiningu, sameiginlegt fram- boð í bæjarstjómarkosningum og síðar í þingkosningum, er af- ar jákvæð í okkar kjördæmi. Ég tel að það sé ekki stætt á öðru en að fara af stað með sam- vinnu okkar í milli,“ sagði Gísli S. Einarsson í gær. Vesturlandsblaðið, blað Al- þýðubandalagsins, og Skaginn, blað Alþýðuflokksins í Vestur- landskjördæmi, komu í gær út sameiginlega sem eitt blað með greinum Alþýðuflokks- og Al- þýðubandalagsmanna, auk Kvennalistakvenna og Þjóð- vakafólks. Helsti hvatamaður að útgáfu blaðsins var Jóhann Ársælsson, fyrrverandi alþingis- maður Alþýðubandalagsins, nú formaður framkvæmdastjórnar þess. Blaðið er bókstaflega löðrandi í sameiningar- eða samvinnuhugmyndum jafnað- armanna í kjördæminu í kosn- ingum sem fram fara vorið 1998. Á Vesturlandi er fullur vilji til sameiginlegra framboða jafnaðarmanna í komandi kosningum á flestum stöðum. Nánast er ákveðið að efna til sameiginlegs framboðs jafnað- armanna í Borgarnesi, í Stykk- ishólmi hefin- slíkt framboð ver- ið ákveðið, og allt stefnir í slíkt í Snæfellsbæ. Þá er Akranes eftir, en þar er Alþýðubandalagið í meirihlutasamstarfi með Sjálf- stæðisflokknum. Sameiginlegt framboð er engu að síður sterk- lega í umræðunni þar í bæ og mun sú umræða fara talsvert fyrir brjóstið á sjálfstæðismönn- um. Sameiginleg framboð jafn- aðarmanna í sveitarstjórnar- kosningum 1998 og Alþingis- kosningum 1999 eru þegar í umræðu víðar. Ekki síst er mik- ið skrafað og skeggrætt í Kópa- vogi og víðar í Reykjaneskjör- dæmi. Þar hafa menn þó ekki gengið eins langt, til dæmis með sameiginlegri blaðaútgáfu eins og Vestlendingar gera nú. -JBP Einelti Jafn algengt hjá strák- u m og stelpum Umtalsverður hópur nem- enda í 10. bekk grimn- skóla hefur orðið fyrir of- beldi, einangrun og þjófnaði í skólanum eða á skólalóðinni á einu ári, eða samtals átta prósent. Þetta kemur fram í rannsókn sem Rannsóknastofn- un upeldis og menntamála hefur gert á ofbeldi og einangrun í skólanum. Rannsóknin var gerð í fyrra og náði til 90 prósenta barna í 10. bekk. „Þarna er á ferðinni vanda- mál sem þarf að gefa gaum. Við verðum að reyna að skipuleggja skólastarfið þannig að nemend- m- seu öruggir í skólanum. Hins vegar eru þessar tölur ekki háar miðað við það sem við heyrum erlendis frá eða miðað við fjöl- miðlaiunræðuna eins og hún hefur verið á undanfömum mánuðum," segir Þórólfur Þór- Undsson, forstöðumaður Rann- sóknastofnunar uppeldis og menntamála. Þórólfur segir að gera þurfi skýrari greinarmun á alvarlegu ofbeldi og tuski, pústrum og spörkum sem alltaf séu til stað- ar - krakkar haldi jú alltaf áfram að fljúgast á. Gæta verði þess að skilgreining á ofbeldi sé ekki of þröng. Alls hafa 5,4 prósent nem- enda í 10. bekk lent í einelti, stríðni eða útilokun, í skólanum eða á skólalóð tvisvar sinnum eða oftar síðustu tólf mánuði áð- ur en rannsóknin var gerð. Þetta bendir til að einelti sé jafn al- gengt meðal stráka og stelpna. „Þarna teljum við að sé um að ræða hóp sem á mjög erfitt uppdráttar. Þegar menn eru úti- lokaðir og við bætist stríðni og eitthvað fleira þá teljum við að málið sé orðið alvarlegt,“ segir Þórólfur.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.