Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 7
!£ktgur-'2EmTOtrt Miövikudagur 15. janúar 1997 - 7 ERLENDAR F R É T T I R Kýpur Friðargæsluliðar Sameinuðu þjóðanna á Kýpur: Þeir gætu lent þar á milli tveggja elda fyrr en varir. Rússneskar flaugar verða deiluefni Baksvið Dagur Þorleifsson Með Kýpur er það eitt- hvað álíka og ísrael og Palestínumenn, að stundum er sagt að ekki sé nema steinsnar í „pólitíska lausn“, en svo sýnir sig að allt er líkt og var eða hefur jafnvel versnað. Gríska ríkið á Kýpur, sem nær yfir suður- og meirihluta eyjarinnar og hefur um 600.000 íbúa, hefur fest kaup á rússneskum eldflaugum af gerðinni S-300. Af því tilefni hótar lýrkland árás á Grikkja- Kýpur. Höfuðverkur fyrir ESB og NATO Áður höfðu Kýpur-Grikkir keypt franskar Exocet-flaugar og eitt- hvað af rússneskum skriðdrek- um af nýjustu þarlendum gerð- um. Vera kann að Grikkja-Kýp- ur njóti við þessi innkaup stuðnings frá Qársterkum grísk- um aðilum erlendis. Kýpur-Grikkir segja vígbún- að þennan óhjákvæmilegan til varnar gegn Týrklandi, sem hefur um 30.000 manna her og hundruð skriðdreka á Týrkja- Kýpur (norður- og minnihluta eyjarinnar, sem er að nafninu til sjálfstætt ríki, en algerlega háður Týrklandi). Rússnesku flaugunum sé ætlað að tryggja að tyrkneski flugherinn sé ekki einráður yflr eynni. Þetta mál er höfuðverkur fyrir bæði Evrópusamband og NAT0. ESB hefur lofað Grikkja- Kýpur (sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar), er komast vill í sambandið, að heíja við stjórn hennar viðræður um hugsan- lega ESB-aðild ekki síðar en hálfu ári eftir að yfirstandandi ríkisstjórnaráðstefnu ESB lýkur. Að því gæti komið eftir svo sem ár. Loforð þetta var gefið að kröfu Grikklands, sem neitaði að öðrum kosti að samþykkja að ESB gerði tollabandalag við Týrkland. „Rússinn“ og „TVrkinn“ saman? Tyrklandsstjórn krefst „pólit- ískrar lausnar", er viðunandi sé að hennar mati, á deilum þjóð- arbrotanna á Kýpur; að öðriun kosti muni hún ekki samþykkja að Kýpur gangi í ESB og inn- lima Tyrkja-Kýpur, sem hefur um 200.000 ibúa. Heyrst hefur að Tyrkland muni ekki sam- þykkja fleiri ríki inn í NAT0, nema því aðeins að Kýpurdeil- an verði leidd til lykta svo að Tyrkjum líki sæmilega. Ný að- ildarríki komast ekki í NATO nema með samþykki allra þeirra ríkja sem fyrir eru í bandalaginu. Ekkert lát á fjand- skap Grikkja og lyrkja. Er lyrkland að snúa baki við Vestrinu? Þar með eru komnar líkur á því að „Rússinn“ og „Tyrkinn" þoki sér saman gegn Vestur- löndum. Hvað Tyrkjum viðvíkur þarf það ekki að koma á óvart. Tyrkland slóst í Uð með Vestur- löndum eftir síðari heimsstyrj- öld og gekk í NATO af því að þá stundina óttaðist það Rússa meira en Vesturlönd, en ekki af því að grundvallarmunur væri á afstöðu Tyrklands til fylking- anna tveggja í kalda stríðinu. Hins vegar má ætla að Rúss- land hafi ekki selt Kýpur- Grikkjum umræddar flaugar í gróðaskyni eingöngu. Síðan Sovétríkin og austurblokk hrundu eru Rússar aftur farnir að óttast Týrki. Stríðshætta út af Eyjahafi „Heimssamfélagið," eða réttara sagt Vesturlönd, hafa undanfar- ið hert viðleitni sína til þess að fá kýpversku ríkin tvö til að sameinast, en með það gekk frekar aftur á bak en áfram s.l. ár. Átök og manndráp urðu á landamærum ríkjanna. Og með eldflaugakaupunum frá Rúss- landi verða deilurnar á eynni og út af henni enn erfiðari úr- lausnar. Kýpur-Tyrkir óttast að á sameinaðri Kýpur myndu Grikkir þar ráða öllu og e.t.v. sameina eyna Grikklandi. Það var út af horfum á því sem Tyrkir gerðu innrás á eyna 1974 og hertóku norðurhluta hennar, sem síðan varð „ríki“ undir vernd Tyrklands. Margir Týrkir frá Týrklandi hafa sest að á Týrkja-Kýpur síð- an 1974 og af hálfu Kýpur- Grikkja er það skilyrði fyrir sameiningu að nýbúar þessir flytji tilbaka. Vandræðin á Kýpur hafa enn aukist vegna versnandi sam- komulags Grikklands og Týrk- lands yfirleitt. S.l. ár var stund- um talin hætta á stríði milli ríkjanna út af mörkum yfir- ráðasvæða þeirra á Eyjahafi. Jafnframt þykjast ýmsir sjá merki þess að Týrkland leggi vaxandi áherslu á að nálgast ís- lamska heiminn, ekki síst íran, í stjórn- og efnahagsmálum, og skeyti að sama skapi minna um samböndin við Vesturlönd. Þeirrar tilhneigingar hefur einkum þótt gæta síðan í sumar er Necmettin Erbakan, leiðtogi flokks sem vill efla íslam í Tyrk- landi á ný, varð forsætisráð- herra þar. Hann var varafor- sætisráðherra er Týrkir gerðu innrásina 1974 og vildi þá að Týrkir tækju Kýpur alla. Auglýsing um umferð á Akureyri Samkvæmt heimild í 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 og að fenginni tillögu bæjarstjórnar Akureyrar eru hér með settar eftirfarandi reglur um umferð á Akureyri: Hafnarstræti norðan Kaupvangsstrætis og suðurhluti Ráð- hústorgs verða vistgata og gilda því ákvæði 7. gr. umferðar- laga nr. 50/1987 um alla umferð í götunni. Einstefnuakstur er heimilaður um Hafnarstræti til norðurs frá Kaupvangsstræti að Ráðhústorgi og þaðan austur Ráðhús- torg, sunnan torgsins, að Skipagötu. Umferð norðan og vest- an Ráðhústorgs er einungis heimil fötluðum svo og vegna vörulosunar og skal aðkoma vera frá Skipagötu og brottakst- ur um Brekkugötu. Þrjú bifreiðastæði verða framan við Hafnarstræti 99-101 og verða tvö þeirra merkt fyrir fatlaða en eitt fyrir gesti heilsu- gæslustöðvar og önnur þrjú verða framan við Hafnarstræti 107 og verða tvö merkt en eitt almennt með 10 mínútna há- marksstöðutíma. Ákvörðun þessi er tímabundin og gildir frá 15. janúar 1997 til 30. maí 1997. Akureyri 3. janúar 1997, Sýslumaðurinn á Akureyri, Björn Jósef Arnviðarson. Menntamálaráðuneytið Stuðningur við listastarfsemi í fjárlögum 1997 er, eins og undanfarin ár, fjárveitingarlið- ur sem ber yfirskriftina „Listir, framlög". Að því leyti sem skipting liðarins er ekki ákveðin í fjárlögum ráðstafar mennamálaráðuneytið honum á grundvelli umsókna til ýmissa verkefna á sviði lista og annarrar menningarstarf- semi. Árið 1997 er gert ráð fyrir, að ákvörðun um framlög af þessum lið verði tekin upp í febrúar, maí og október með hliðsjón af umsóknum sem fyrir liggja hverju sinni við upphaf þessara mánaða. Þetta er hér með tilkynnt til leiðbeiningar þeim sem hyggj- ast sækja um styrk af framangreindum fjárlagalið. Menntamálaráðuneytið, 14. janúar 1997. Húsbréf Innlausnarverð húsbréfa Frá og með 15. janúar 1997 hefst innlausn á útdregnum húsbréfum í eftirtöldum flokkum: 1. flokki 1991 ■ 3. flokki 1991 ■ 1. flokki 1992 2. flokki 1992 1. flokki 1993 ■ 3. flokki 1993 1. flokki 1994 ■ 1. flokki 1995 1. flokki 1996 2. flokki 1996 3. flokki 1996 20. útdráttur ■ 17. útdráttur 16. útdráttur 15. útdráttur ■11. útdráttur ■ 9. útdráttur ■ 8. útdráttur ■ 5. útdráttur 2. útdráttur 2. útdráttur ■ 2. útdráttur Innlausnarverðið er að finna í Morgunblaðinu, miðvikudaginn 15. janúar. Upplýsingar um útdregin húsbréf liggja frammi í Húsnæðisstofnun ríkisins, á Húsnæðis- skrifstofunni á Akureyri, ( bönkum, sparisjóðum og verðbréfafyrirtækjum. cSo HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS Lj HÚSBRÉFADEILO • SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SfMI 569 6900

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.