Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 11
,®aguT-®ímtraT Miðvikudagur 15. janúar 1997 -11 H E S T A R Fjórðungsmót á Vesturlandi Opin gæðingakeppni stóðhesta Undirbúningur að fjórð- ungsmótinu sem haldið verður á Vesturlandi er nú kominn í fullan gang. í síð- ust viku var Grettir B. Guð- mundsson í Búðardal ráðinn framkvæmdastjóri mótsins, en formaður framkvæmdanefndar er Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði. Mótið verður haldið á Kald- ármelum dagana 26. til 29 júní. Kalármelasvæðið hefur verið byggt upp fyrir stórmót og þjón- ar Vesturlandi og Vestíjörðum. Það eru 9 félög sem standa að þessu móti. Mótið verður hefð- bundið Qórðungsmót og það síðasta í gamla mótakerfinu, en eins og lesendur vita er að því stefnt að fella niður fjórðungs- mót á Suður- og Norðurlandi ef landsmótum verður ljölgað. Því kann svo að fara að ljórðungs- mótin heyri sögunni til eftir þetta mót á Kaldármelum. Ný keppnisgrein Uppi munu vera hugmyndir um nýjungar á þessu móti og sú helst að boðið verði upp á opna gæðingakeppni fyrir stóðhesta í A og B flokki. Stóðhestar myndu þá ekki keppa sem gæð- ingar í almennu keppninni sem þýðir að félögin hafa ekki leyfi til að senda stóðhest í þá keppni sem sinn fulltrúa. A síðasta ári var mikil um- Qöllun um keppni stóðhestanna í almennri gæðingakeppni og sýndist þar sitt hverjum. Þessi tilraun Vestlendinga er athygh- verð og gæti orðið vísir að nýj- um keppnisflokki. Þessi keppni er hugsuð sem hlutí af kvöld- dagskrá. Einnig mun í bígerð að hafa opna töltkeppni sem þá væntanlega yrði lflca kvöld- keppni og þannig yrði séð fyrir góðri skemmtun bæði á föstu- dags- og laugardagskvöld og slíkt myndi laða að fleiri áhorf- endur. Öll nýbreytni í þá veru er af hinu góða, en þeim atrið- um þarf að sjálfsögðu að fylgja eftir af fullum metnaði. Tamningar og þjálfun hrossa Skorri frá Gunnarsholti er sonur Orra frá Þúfu sem nú er eftirsóttastur meðal stóðhesta. Hamur frá Þóroddsstöðum með hæstu einkunn og hæsta kynbótamat 4ra vetar stóðhests 1996. er nú að komast á fullan skrið og nóg að gera hjá þekktum tamningamönnnum á svæðinu svo sem Gísla Gíslasyni í Stang- arholti, Lárusi Hannessyni í Stykkishólmi, Ragnar Alfreðs- HESTA- * Wk MÓT Kári Arnórsson syni í Grundarfirði svo einhver nöfn séu nefnd og trúlegt er að Reynir Aðalsteinsson og fjöl- skylda láti ekki sitt eftir liggja. Stefnt með tvo hesta til heiðursverðlauna Þá munu hrossaræktendur á svæðinu hugsa gott til glóðar- innar enda ástæða til að sýna það sem best er á svæðinu af ræktunargripum. Á fjórðungs- mótinu á Austurlandi 1995 þá komu ræktendur á óvart með mjög sterka sýningu og þess er að vænta að ræktendur á Vest- urlandi og Vestfjörðum standi sig ekki síður. Vestlendingar eiga mikið af góðum stóðhest- um og þess vegna ættu þeir að geta sýnt álitlegan hóp af- kvæma. Það mun vera í athug- un að sýna Kolfinn frá Kjarn- holtum og Stíganda frá Sauðár- króki til heiðursverðlauna. Kol- finn vantar 6 afkvæmi til að ná í þennan flokk og Stíganda vantar 7 afkvæmi. Báðir standa þeir hátt í kynbótamatinu, Kol- finnur með 129 stig og Stígandi með 131 stig. Þá hafa Vestlendingar fest kaup á tveimur ungum stóð- hestum. I haust keyptu þeir 1/3 í Ham frá Þóroddsstöðum, en hann stóð efstur 4ra vetra hesta í sumar leið. Hamur er undan Galdri frá Laugarvatni og Hlökk frá Laugarvatni. Þá hafa þeir ásamt Dalamönnum og Vestur-Húnvetningum keypt Skorra frá Gunnarsholti. Skorri er undan Orra frá Þúfu og Skruggu frá Kýrholti. Líklegt er að Hamur og Skorri komi báðir til dóms á fjórðungsmótinu. Hrossaræktendur á svæðinu eru flestir komnir með hross í þjálfun og mun Sigmundar- staðabúið vera þar stórtækast, en frést hefur að milli 30 og 40 hross séu þar á járnum. Nú fer að verða hver síðastur að sjá afkvæmi Ófeigs frá Hvanneyri en yngstu afkvæmi hans eru á Vesturlandi og vafalaust kemur eitthvað fram af þeim í sumar. Það mun vera í athugun að halda sýningu á Reykjavíkur- svæðinu til kynningar á ijórð- ungsmótinu, en ekkert er þó ákveðið enn í þeim efnum. Stóðhestarnir Oddur frá Sel- fossi, Geysir frá Gerðum og Gustur frá Hóli eru allir í eigu Vestlendinga að hluta. Séu þessir garpar í þjálfun myndu þeir draga verulega að og gleðja augað. Ef Vestlendingar halda vel á spöðunum til vors mun margt glæsihrossið prýða Kaldármel- ana í sumar. HESTAMÓT munu flytja nán- ari fréttir af undirbúningi þegar nær dregur. Dauft yfír hestamennskunni Nú er sá tími að venjulega er búið að taka þau hross á hús sem menn ætla að vera með í þjálfun og tamningu. En í vetur virðist sem menn fari hægar í sakirnar en oft áður. Á Reykjavíkursvæð- inu hefur verið óvenju dauft yfir hestamennskunni og um ára- mótin var t.d. mun minna um að vera í hesthúsabyggð Fáks en oftast áður. Tíðarfarið hefur verið gott um allt land og kann það að spila inn í hve seint er tekið. Engu er þó líkara en menn ætli sér að fara hægar í sakirn- ar hér syðra vegna þess að ekk- ert stórmót er framundan á Suðurlandi. Það er kannski eðlilegt að lægð verði í tamn- ingum og þjálfun eftir góða ver- tíð. Síðast liðin ár hefur mikið verið umleikis á Suður- og Suð- vesturlandinu. Það var lands- mót á Hellu 1994 og svo leið eitt ár þar til íjórðungsmót var haldið sem var nánast lands- mótsígildi. Á þessum tíma voru allir tamningamenn sem til náðist eftirsóttir og nánast allt á fullu. í fyrra var talið að á Suðurlandi einu væru um 100 stóðhestar í tamningu og þjálf- un og hryssurnar skiptu hundr- uðum. Hrossum hefur þó ekki fækkað Hross sem nauðsynlegt er að temja á þessu ári eru þó ekki færri en áður því ekki hefur hrossaeign hægt svo á sér. En líklegra er að menn reyni nú sjálfir að vinna meira með sín hross til að draga úr kostnaði við að gera hross að söluvöru. Verðið er enn lágt og ekki má miklu kosta til ef framleiðand- inn á eitthvað að hafa fyrir sinn snúð. í fyrra bar á því að þekktir tamningamenn sóttust eftir efnilegum hrossum til þjálfunar og tamninga og var nánast slegist um sum þeirra. Ekki veit ég hvort menn hafa boðið niður verðið til að fá þessi hross, en hitt skiptir miklu máli að tamn- ing og þjálfun annarra hrossa líði ekki fyrir keppnina um toppana. Þess verður í vaxandi mæli vart að kaupendur gera meiri og meiri kröfur um góða tamningu. Góð tamning ætti að hækka verðið á hrossunum og það á auðvitað að vera metnað- armál okkar að við getum selt vel frambærilega vöru og verð- lagt hana þá samkvæmt því. Þeir tamningamenn sem ekki hafa verið í toppbaráttunni, en lagt hafa sig eftir að frumtemja hross og gera þau reiðfær flestu venjulegu hestafólki hafa oftast nóg að gera og hjá þeim eru sveiflur milli ára ekki miklar enda ekki verið að stfla upp á keppnishross. Keppnishrossin þurfa eðli- lega sérþjálfun og með reynslu verða menn sérfræðingar í meðferð shkra gripa. Nokkrir menn hafa skapað sér slíkt nafn og þeir eiga ekki að þurfa að vera að slást innbirðis um hrossin. Þeir eiga líka að geta verðlagt sína vinnu þannig að þeir þurfi ekki að taka að sér allt of mörg hross. En svona at- vinna verður sveiílukennd þannig að almenna markaðn- um í tamningum verða shkir menn trúlega alltaf að sinna meðfram. Á öðrum stað hér á síðunni er sagt frá undirbúningi fjórð- ungsmóts á Vesturlandi. Þar hafa menn verið rólegir í tíðinni eru nú að komast í fullan gang. Annars staðar á landinu hafa líka verið rólegheit hvað tamn- ingar snertir. En það er ekki langt í næsta landsmót og ástæða til að fara að undir- byggja þau hross sem þar er ætlað að vinna til afreka. Það er gott að hafa á því góðan fyrir- vara. Oft hefur mönnum hætt til að gera miklar kröfur til hrossa sinna á skömmum tíma og und- irbúningurinn því verið mun lakari en skyldi. Þetta ættu menn að hafa í huga hvað varð- ar keppnishrossin. Þau þurfa mikla þjálfun til að ná fullum styrk. En nú fer daginn að lengja og með hækkandi sól er þess að vænta að menn snú sér af fullri alvöru að hrossunum.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.