Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 4
4 - Miðvikudagur 15. janúar 1997 |Dagur-®mTÍmt F R E T T I R Vestur-Húnavatnssýsla S: ijl FjaUskilamál notuð sem rök gegn sameinmgu I veitarstjórnir Hvamms- l tangahrepps, Þverár- 'hrepps, Kirkjuhvamms- hrepps, Þorkelshólshrepps, Fremri-Torfustaðahrepps og Staðarhrepps samþykktu skömmu fyrir jól að ganga til frekari viðræðna um sameiningu þessara hreppa í Vestur- Húna- vatnssýslu í eitt sveitarfélag. í þessum sveitarfélögum eru 1.116 íbúar en Ytri-Torfustaða- hreppur stend- ----------------- ur utan við um- ræðuna, en þar eru íbúar 222 talsins. Hvert sveitarfélag skipaði fulltrúa í viðræðunefnd og var fyrsti fundurinn haldinn 8. janúar sl. eftír fund undibún- ingsnefndar. í henni áttu sæti ________________ Þorvaldur Böðvarsson á Hvammstanga, Þorsteinn Helgason Fremri- Torfustaðahreppi og Konráð Jónsson í Þverárhreppi. Til- færsla reksturs grunnskólanna til sveitarfélaganna er ein af ástæðum þess að þessar umræð- ur eru komnar af stað, en með stærri sveitarfélagi eykst hag- kvæmni skólastarfsins. Sérstak- lega hefur verið rætt um sam- einingu Grunnskóla Hvamms- tanga og Laugarbakkaskóla í Miðíirði, en í skólunum eru um 100 nemendur og nú þegar tölu- vert um samkennslu. Alls eru Alveg Ijóst að hvort sem þessar viðræður leiða til sameiningar og stofnunar nýs sveitarfé- lags eða ekki verður eitthvað að gerast í skólamálum í sýslunni, segir Þorvaldur Böðv- arsson á Hvamms- tanga. Qórir grunnskólar á svæðinu. Nemendur á Hvammstanga hafa einnig í auknu mæli nýtt íþrótta- húsið að Laugarbakka sem tekið var í notkun í fyrra. Einnig veg- ur það þungt að ljóst er að fram- lag frá Jöfnunarsjóði sveitarfé- laga mun aukast um 16 milljón- ir króna, komið verði á aukinni hagræðingu í stjórnsýslunni með því að fækka í héraðsnefndum og byggðasamlögum. .............. Skipaðar hafa verið- þijár nefndir til að vinna að framgangi málsins. Það er nefnd sem flallar um þró- un íjármála sveitarfélag- anna á undan- förnum árum og í hvað stefn- ir á næstu ______________ misserum og árum. Sú út- tekt miðar bæði við óbreytt ástand og eins við breyttar for- sendur við hugsanlega samein- ingu, m.a. breyttar útsvarsálög- ur. Önnur nefnd skoðar íjallsk- ilamál en þau virðast stöðugt vera bitbein og hefur óvissa í þeim málum m.a. verið notuð sem rök gegn sameiningu. Þriðja nefndin mun íjalla um skólamál. Nefndirnar munu svo gera grein fyrir sínum störfum á sameiginlegum fundi sveitar- stjórnanna 4. febrúar nk. „Það er alveg ljóst að hvort sem þessar viðræður leiða til AKUREYRARBÆR Verkstjóri í Plast- iðjunni Bjargi Laust er til umsóknar starf verkstjóra í Plastiðj- unni Bjargi og þarf viðkomandi að geta hafi störf sem fyrst. Megin hlutverk Plastiðjunnar er að þjálfa og undir- búa fatlaða einstaklinga fyrir störf á almennum vinnumarkaði. Jafnframt er það stefna fyrirtækisins að bjóða upp á ún/al samkeppnishæfra plastafurða og plastefna. Verkstjóri ber ábyrgð á daglegri verkstjórn í vinnusal fyrirtækisins, auk þess sem hann ber ábyrgð á framleiðslu- og lagerstýringu. Krafist er iðnmenntunar og/eða að viðkomandi hafi reynslu af verkstjórn. Einnig er æskilegt að verk- stjóri hafi reynslu af s.tarfi með fötluðum einstakling- um. Laun eru skv. kjarasamningi STAK og Launanefnd- ar sveitarfélaga. Upplýsingar um starfið, kaup og kjör, veita forstöðu- maður Plastiðjunnar í síma 461 2578 og starfs- mannastjóri í síma 462 1000. Umsóknareyðublöð fást í starfsmannadeild Akureyr- arbæjar í Geislagötu 9. Umsóknarfrestur er til 23. janúar nk. Starfsmannastjóri. Frá Hvammstanga. sameiningar eða ekki verður eitthvað að gerast í skólamálum á svæðinu. Það varð ekki sam- komulag um eina Skólaskrif- stofu í kjördæminu, heldur er ein á Blönduósi fyrir Húnvetn- inga, önnur á Sauðárkróki fyrir Skagfirðinga og sú þriðja á Siglufirði. Það kerfið er því aug- ljóslegra dýrara en það hefði þurft að vera,“ sagði Þorvaldur Böðvarsson. íbúum Vestur-Húnavatns- sýslu fækkaði um 4,5% á árinu 1996 sem er mun meira en í kjördæminu öllu, en þar fækkaði íbúum um 2,2%. Mesta fækkun í Vestur-Húnavatnssýslu var á Hvammstanga, 5,5% og eru íbú- ar þar nú 649 talsins. GG Hungur- verkir þrýsta á samstöðu Enn og aftur reynt að hvetja til samstöðu innan verkalýðs- hreyfingar til að bæta kjörin. „Hungurverkirnir eru orðnir sárari," segir Sig- urður T. Sigurðsson for- maður Verkamannafélags- ins Hlífar í Hafnarfirði að- spurður hvort eitthvað hafi breyst sem gefur tilefni til að ætla að meiri samstaða verði innan verkalýðs- hreyfingar en verið hefur. í ályktun samninga- nefndar félagsins er skorað á öll aðildarfélög Verka- mannasambands íslands og önnur stéttarfélög lág- launafólks að standa sam- an sem órofa heild til að bæta kjör launafólks í landinu. Þar er jafnframt harðlega átalinn seina- gangur við gerð nýs kjara- samnings. Verði ekki breyt- ing þar á hljóti að stefna í átök á vinnumarkaði. -grh Akranes/Borgarfjörður Viðbrögð við náttúru- hamíorum kortlögð Stjórn Hitaveitu Akra- ness og Borgarfjarðar (HAB) hefur falið fram- kvæmdastjóra að gera drög að tillögum um viðbrögð við náttúru- hamförum. Ml agnús Oddsson fram- kvæmdastjóri HAB -sagði í samtali við Dag- Tímann að vakin hefði verið at- hygli á því í sjónvarpsfréttum nýlega að rörin sem flytja vatnið frá Deildartunguhver væru úr asbesti og gætu því brotnað í jarðskjálftum. „Við höfum kann- að þetta, t.d. eru leiðslur úr sama efni á Húsavík. Á því svæði komu töluvert miklir skjálftar eftir að lögnin var lögð, en það varð ekki neitt tjón, eng- in brot vegna jarðskjálfta.“ Magnús segir eiginlega ekki hægt að segja að vinnan við til- lögugerðina sé komin mikið af stað. „Við erum farnir aðeins að spá í hlutina, hvað gæti gerst. En við teljum reyndar að hættan á jarðskjálftum sé ekki mjög mikil á þessu svæði.“ Landinu er skipt í álagssvæði með tilliti til jarðskjálfta. Mest er hættan á svæði 4, en minnst á svæði 1 sem eru Vest- firðir og Austfirðir. Akranes er á álagssvæði 2, en hluti hitaveitu- lagnarinnar í ofanverðum Borg- arfirði er á álagssvæði 3, en nokkur jarðskjálftavirkni var í Borgarfirði um miðjan áttunda áratuginn. „Svo eru vatnsflóð líka, en það er búið að vatna nokkuð vel frá leiðslunni þar sem slíkt gæti komið upp,“ segir Magnús. Hann segir nokkrar skemmdir verða á leiðslunni vegna jarð- vegssigs á hverju ári en það sé bara hlutur sem menn hafi reiknað með frá upphafi. -ohr Sudur-Þingeyjarsýsla Útlánaaukning bóka rúm 50% á milli ára Nú liggja fyrir tölur um útlán frá Bókasafni Suður-Þingeyinga á Húsavík fyrir árið 1996 og kemur í Ijós að um- talsverð aukning hefur átt sér stað. Að sögn Jóns Sævars Bald- vinssonar forstöðumanns bókasafnsins er aukning- in á útlánum rúmlega 52% frá árinu 1995 til 1996. Saman- burður milli ára síðustu tíu ár þar á undan leiðir í ljós mun minni sveiflur í útlánum. Ástæð- urnar fyrir þessari miklu aukn- ingu nú, segir Jón Sævar að séu nokkrar. Opnunartími safnsins hefur verið lengdur mjög mikið, opið er alla virka daga auk laugardaga og þá megi nefna að endurskipulagning hafi átt sér stað á safninu þar sem auk bóka er hægt að lána geisla- diska, myndbönd, hljóðbækur, hljómsnældur og margmiðlun- ardiska. Þá er einnig sú ný- breytni að skólafólk og aðrir áhugamenn um tölvur og Inter- net fá aðgang að tölvu á safn- inu. Hefur þessi nýbreytni mælst mjög vel fyrir. Upplýsingaþjónusta fyrir ferðamenn hefur verið rekin með bókasafninu undanfarið ár til reynslu. Segir Jón Sævar þá tilraun hafa komið ágætlega út, mest aðdráttarafl hafi hvalaskoðunarferðir á Skjálf- andaflóa og skipulagðar skoðunarferðir til Dettifoss og Ásbyrgis. Samkvæmt tölum frá síðastliðnu sumri komu í upp- lýsingaþjónustuna 2204 ferða- menn á tímabilinu júní-ágúst og flestir þeirra voru að leita að dægradvöl á Húsavík og ná- grenni. GKJ

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.