Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Reykjavík - 15.01.1997, Blaðsíða 6
6 -Miðvikudagur 15. janúar 1997 |Dítgur-‘2Iferóm FRÉTTIR Smáþjóðaleikar Hundruð hlaupa með „ólympíu“eld umhverfis landið Smáþjóðaleikar eru smátt nafn á risastóru verkefni, íþróttaleikum undir-einni-milljón þjóðum Evrópu. Júlíus Haf- stein, formaður Ólympíunefndar íslands, er formaður framkvæmdanefndar Smáþjóðaleikanna. Hann segir þetta skemmtilegasta verkefni sem hann hefur unnið að tii þessa. Mynd: Hilmar Þór. Jón Birgir Pétursson skrifar Smáþjóðaleikar íslands, An- dorra, Lúxembúrgar, Mó- nakó, Möltu, San Marino, Liechtenstein og Kýpur eru eins konar Ólympíuleikar hinna fólksfáu landa Evrópu. Lönd í Evrópu með minna en eina milljón íbúa eiga kost á að taka þátt. Stærri lönd hafa áhuga, til dæmis írar. Greinilegt er að leikamir draga dám af alvöru Ólympíuleikum. Undir það tek- ur Júlíus Hafstein, formaður framkvæmdanefndar Smá- þjóðaleikanna. Meira að segja „ólympíueld- ur“ verður tendraður á Laugar- dalsvelli, eftir að hundruð vaskra hlaupara hefur farið með eldinn umhverfis landið í boðhlaupi. Eftir Smáþjóðaleik- ana verður hlaupið að nýju frá Reykjavík tU Borgarness með eldinn, og þar lifir hann áfram á Landsmóti ungmennafélag- anna. „Þannig tengjum við saman íþróttahreyfinguna í þéttbýli og dreifbýli," sagði Júlíus Hafstein í gær. Um 800 sjálfboðaliðar víða að af landinu munu taka þátt sem starfsmenn Smáþjóða- leika, og nemar í Matvælaskól- anum í Kópavogi munu annast um kokkamennsku og þjónustu við gestina. Erfiðar síðustu krónur Kostnaðurinn við að halda Smáþjóðaleikana er 88 tU 90 milljónir króna. Júlíus Hafstein sagði í gær að nefndin væri bú- in að tryggja sér drjúgan hluta þessa Qár, eða um 75 milljónir lcróna. Talsverður hluti þess kemur erlendis frá. „En síðustu krónurnar eru alltaf erfiðastar, og við það glímum við núna að fá þær í kassann," sagði Júlíus í samtah við Dag- Tímann. „Þetta eru stærstu íþrótta- leikar sem íslendingar hafa ráðist í til þessa og það skiptir höfuðmáli að vel takist til hjá okkur um þessa framkvæmd, og við erum ákveðin í að svo verði,“ sagði Júlíus Hafstein, formaður Ólympíunefndar og forseti framkvæmdanefndar Smáþjóðaleikanna, sem hefjast í Reykjavík 4. júm næstkom- andi. Fjöldi íþróttamanna og forysta Ólympíu- hreyfingarinnar Hingað til lands koma 1.100 keppendur frá átta smáþjóðum Evrópu, auk aðstoðarfólks og annarra gesta. Umfang þessara leika er gífurlegt, og að fram- kvæmdinni hefur unnið galvösk sveit, 17 manna framkvæmda- nefnd, sem hefur haft í mörg horn að líta. Það er ekld einungis að gestafjöld frá öðrum löndum gisti ísland dagana 3. til 7. júní vegna Smáþjóðaleikanna. Hér á landi verður haldinn stjórnar- fundur heimssambands ólymp- íunefnda í tengslum við leikana og fer fundurinn fram 2. júm' í Reykjavík. „Þarna mæta fulltrúar allra heimsálfanna sem sitja í heims- stjóminni, fulltrúar 30 þjóða, fimm frá hverri heimsálfu, und- ir stjórn forseta Alþjóðaólymp- íuhreyfingarinnar, Samaranch, sem verður viðstaddur leikana. Hér má reikna með að verði staddir fulltrúar 40 til 50 ólympíunefnda úr veröldinni. Og það er nokkuð sem ég full- yrði að gerist ekki nema einu sinni á íslandi. Þetta er stærsti viðburður í sögu íslenskrar íþróttahreyfingar,“ sagði Júlíus Hafstein í gær. Siglingar og skotfimi á Islandi Júlíus segir að opinberir aðilar hafi tekið vel í aðstoð við verk- efnið Smáþjóðaleika. Ríkis- stjómin styrkir verkefnið með 20 milljón króna framlagi, Reykjavíkurborg með 6 milljón- um, Kópavogsbær styrkir verk- efnið ennfremur, sem og Reykjanesbær. Fyrir forystulið Smáþjóða- leikanna blasir við umfangs- mikil keppni í 10 íþróttagrein- um, - í tveim þeirra fer í fyrsta skipti fram alþjóðleg keppni, í siglingum og skotfími. „A Heiði út með Höfnum er verið að byggja upp myndar- lega skotaðstöðu utanhúss, hina fyrstu á íslandi. Keppt verður með loftrifílum og loft- byssum í íþróttahúsinu í Njarð- vík,“ sagði Júlíus um þessa ný- stárlegu keppnisgrein. „Mér virðist að undirbún- ingur standi nú þannig að öll íþróttaaðstaða og mannvirki séu í lagi. Það er margoft búið að yfirfara þessa hluti af tækni- stjóra okkar, Ara Bergmann. Það hafa allir staðið sig vel í þessum efnum. Þá er búið að gera samninga við hótelin um gistiaðstöðu og nokkur fyrirtæki hafa gert samninga við okkur vegna leikanna, til dæmis Bún- aðarbankinn og VISA. Undir- búningurinn hefur gengið vel, en auðvitað er margt eftir. Með- al kynningarstarfa má nefna að við erum í sambandi við 150 fjölmiðla og fréttastofur í 20 löndum og kynnum Smáþjóða- leikana og ísland. Það er sama hvar við drepum niður fæti, okkur hefur verið tekið frábær- lega vel,“ sagði Júlíus Hafstein. Áríðandi að vel takist til „Það er áríðandi að íslending- um takist vel tU með fram- kvæmdina. Auðvitað er það mikið undir íþróttahreyfingunni sjálfri komið hvernig til tekst. Það verður horft á ísland af stórum hluta íþróttaheimsins, menn munu fylgjast með hvern- ig okkur tekst tU. Verði þetta já- kvætt þá munu forystumenn ýmissa íþróttasamtaka segja sem svo að það sé allt í lagi með litla ísland, þeir geti þetta. Þetta er þýðingarmikið fyrir íþróttirnar, og einnig fyrir land og þjóð,“ sagði Júlíus. -Stefnum við á að halda Ólympíuleika? „Nei, þeir eru auðvitað of stór framkvæmd fyrir okkur. Stokkhólmur hefur sótt um leikana 2004 og eru sterkt inni í myndinni í hópi 12 stórborga,“ sagði Júlíus, „en það eru fleiri stórmót en ÓlympíiUeikar og einhverjir shkir viðburðir kynnu í framtíðinni að koma hingað tU lands, takist okkur vel upp með Smáþjóðaleikana.“ Sundmenn synda úti Sundmenn á íslandi gerðu tals- vert múður út af slakri aðstöðu til sundiðkunar. Þeir fóru fram á byggingu yfirbyggðrar 50 metra sundlaugar fyrir Smá- þjóðaleikana og sem framtíðar keppnis- og æfingaaðstöðu. Þeir töluðu fyrir daufum eyrum en höfðu stór orð um að draga sig til baka úr Smáþjóðaleikunum. Það verður ekki, og sundmenn munu synda í Laugardalslaug, vonandi í góðu veðri, og tU sig- urs! „Sundíþróttin hefur gert ákveðna kröfu um 50 metra yfirbyggða laug. Það hallar mjög á sundíþróttina varðandi keppnisaðstöðu hér á landi. Op- inberir aðilar voru ekki tilbúnir að fara í þessa framkvæmd núna, en eflaust mun verða ráðist í hana síðar. Það er stað- reynd að íslendingar hafa skar- að fram úr á Smáþjóðaleikum í sundinu. Það sýnir að sundfé- lögin standa sig vel þrátt fyrir aðstöðuleysi," sagði Júlíus Engar HM-væntingar um ferðamenn HM í handbolta 1994 varð mönnum til sárra vonbrigða. Búist hafði verið við þúsundum handboltafikla, sem síðan létu ekki sjá sig. Eru væntingarnar miklar nú hvað þetta varðar? „Það verða engin vonbrigði sem þessi núna. Við höfum sagt allan tímann að það komi ekki margir fylgifiskar með íþrótta- fólkinu. En þarna eru stórir hópar, 1.100 íþróttamenn, en síðan vitum við um kannski hundrað manns til viðbótar sem koma með íþróttafólkinu. Þetta mun standa. Við erum ekki með nein yfirboð í þessum efnum. Handknattleiksforystan féll í þá gryflu að vera með of miklar væntingar varðandi gesti á HM. Ferðaþjónustan varð ekki vör við þá gesti á hótelum og veit- ingahúsmn. Þarna var yfirmat á aðstæðum sem varast ber. En að hér verði á annað þúsund manns vegna leikanna er ár- angur út af fyrir sig. Enginn má draga lappirnar Júlíus sagði að lokum að fram- kvæmdanefnd leikanna ynni vel að því að skapa góða Smá- þjóðaleika. Hann kvaðst vonast til að öll íþróttahreyfingin, allir íþróttamenn landsins, tækju virkan þátt í að allt gengi upp, enda mikið í húfi. „Hér er um að ræða stærsta íþróttaviðburð sem fram hefur farið á íslandi. Þetta getur því aðeins tekist ef öll íþróttahreyf- ingin stendur saman að því að gera leikana glæsilega. Ef ein- hver er að draga lappirnar í þessu máli þá er það ekki bara óþægilegt fyrir Ólympíunefnd- ina, heldur getur það skaðað alla íþróttahreyfinguna. Þess vegna vona ég að enginn af þeim sem koma ekki beint að framkvæmdinni sem slíkri láti hjá líða að veita okkur styrk. Við þurfum frið, stuðning og já- kvæða umijöllum um þetta risa- stóra verkefni,“ sagði Júlíus Hafstein að lokum. Keppnisgreinar á Smáþjóða- leikum eru 10 talsins, Frjálsar íþróttir, körfubolti, fimleikar, júdó, borðtennis, siglingar, skotfimi, sund, tennis og blak. Aðrar íþróttagreinar sækja á og vilja inn á leikana, meðal ann- ars handknattleiksmenn þjóð- anna og fulltrúar fleiri greina. -JBP

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.