Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 10
10 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Útlönd Útlönd ' Útlönd Útlönd Stefna amerískir indíánar að að- skilnaði við USA ? Fri samningafundi fulltrúa Bmndarikjasljómar við indiinana við Wounded Knee 1973. Lengst tH vinstri ar Russeii Means. Russell Means, einn af forvígismönnum indíánahreyfingarinnar í Bandarikjunum, viiisegja skilið við Bandaríki Norður-Ameriku. Barátta indíána í Bandaríkjunum fyrir réttindum sínum og erfðatil- kalli til veiöilenda forfeðra þeirra hefur tekiö nýja stefnu undir forystu eins herskáasta forvígismanns þeirra. Hann hvetur nú til þess aö þeir lýsi yfir s jálfstæði sínu. „Viö skulum veröa sjálfstæö þjóö,” segir Russell Means, sem er í framboðitil forseta Oglala Siouxætt- bálksins, en hann hefur á stefnuskrá sinni aöskilnaö indíána og Banda- ríkjanna. Lesendur minnast kannski Russel Means (43 ára) úr fréttafrásögnum af umsátrinu um Wounded Knee 1973. Hann er einn af forvígismönn- um indíánahreyfingarinnar í Amer- íku (AIM) og átti stórar þátt í aö skipuleggja mótmælaaðgeröir indí- ánanna viö Wounded Knee. Undir vopnum settust þeir aö á sveitasetri viö þennan forsögulega staö. Wound- ed Knee er í Suöur-Dakóta og er frægt í sögunni af því aö riddaralið murkaði þar lífiö úr um 300 Sioux- indíánum áriö 1890. Russell Means og indíánar hans buöu byrginn þjóövaröliðinu og létu sig ekki fyrr en gengið haföi veriö til samninga viö þá eftir 71 dags umsátur. Tveir menn létu lífiö í umsátrinu. Eftir þessa atburði hefur Means veriö þekktasti baráttumaður indí- ánahreyfingarinnar sem áöur haföi staðið fyrir fjölmennum kröfugöng- um til Washington, án þess aö uppskera mikiö í réttindabaráttu sinni. Means varö aö afplána fangelsis- dóm fyrir „uppþot” vegna aðgerð- anna viö Wounded Knee og hefur veriö undir eftirliti lögregluyf irvalda siöan. Honum hefur nokkrum sinnum veriö sýnt banatilræöi. Hjá Sioux-indíánum er um þessar mundir aö hefjast undirbúningur fyrir kosningu forseta þeirra. For- kosningar veröa ekki fyrr en í janúar á næsta ári og sjálfar forsetakosn- ingarnar fimm vikum síðar. Means er sá eini sem boðið hefur sig fram enn sem komið er. Núverandi forseti, Joe American Horse, segist þó senn munu gera kunnugt hvort hann gefi kost á sér til endurkjörs eöa ekki. Fleiri kunna síðar að koma fram. „Þaö kemur út á eitt hver verður í framboöi gegn mér. Eg er í rauninni aö bjóöa mig fram gegn Banda- ríkjum Noröur-Ameríku,” segir Russell Means sem í útliti leynir ekki uppruna sínum. Með svart sítt hár, haldiö saman af hárbandi að rauð- skinnahætti og hringi í eyrum. „Viö erum orönir þreyttir á að gefa Bandaríkjunum tækifæri til þess aö koma fram eins og siðmenntaö ríki,” segirhann. Einn af aðstoðarmönnum indíána- forsetans American Horse (Ameríski hestur, svo að þýtt sé nafn hans) heitir Robert Fast Horse (Frái hestur) og er lögfræðingur aö mennt. Hann ólst upp meöal Oglala Sioux- indíána á friöaða svæðinu í Suöur- Dakóta. Hann segir um Means: „Viö fögnum framboöi hans. Eg er viss um að hann verður litríkur fram- bjóðandi. — En sjálfstæðishugsjónin er átjándu aldar hugsunarháttur og á ekki viö þegar við þurfum aö laga okkur aö árinu 1983 og öörum tíðar- anda og hugmyndum.” En Means sagöi nýlega í blaöa- viötali aö í Suöur-Dakóta ríkti hugs- unarháttur landnámsáranna og upp úr honum sprytti kynþáttakúgun sem minnti hann á Suður-Afríku. „Þeir eru enn að ofsækja indíána í Suður-Dakóta,” sagöi hann. „Þeir teljaokkurógnun.” Friöaða indíánasvæöið „Furuöxl” í suðvesturhluta fylkisins Suöur- Dakóta er um 12 þúsund ferkíló- metrar. Þar búa um 18 þúsund Oglala-indíánar. Þetta er einn fátæk- asti hluti Bandaríkjanna. Atvinnu- leysiö er 72% samkvæmt því sem forseti indíánanna, American Horse, heldurfram. Bandaríkjastjórn undirritaöi samninga viö Sioux-indíána í Laramie-virki 1868 en eftir því sem Means heldur fram hefur stjórnin síöan stoliö af indíánum 98% þess landsvæöis sem þeim var heitið. Þar á meðal eru hin helgu Svörtu- fjöll, sem á indíánamállýsku heita Paha Sapa. — í fyrra dæmdi hæsti- réttur Bandaríkjanna átta Sioux-ætt- bálkum 100 milljón dollara bætur fyrir landtökuna á Svörtufjöllum, en sumir Sioux-indíánar — þar á meöal Oglalar — höfnuöu peningagreiðsl- um og sóttust heldur eftir ööru landi í staöinn. „Viö afturköllum rétt Bandaríkja Noröur-Ameríku til lögsagnar yfir landi okkar. Viö gefum Bandaríkja- stjórn hálfs árs frest til þess aö verða á brott og síðan lokum viö landa- mærum okkar,” segir hinn róttæki Means. Hann fullyrðir að þrátt fyrir fátækt þessa landshluta, Furuaxlar, muni hiö nýja indíánaríki, sem hann sér fyrir sér, veröa efnahagslega bjarg- álna þar sem allir geti fengiö vinnu sem vilja. Þó muni ekki settur upp iönaður sem spillt geti umhverfinu. Means fer þó ekki nánar út í hvernig indíánaþjóðin muni brauðfæöa sig. Means segist öruggur um kosningasigur, nema ef hann veröi drepinn eöa hnepptur í fangelsi. Aðspurður hvernig hann teldi aö Bandaríkjastjóm mundi taka kosn- ingu hans sagðist hann vonast til þess aö hún mundi virða sjálfstæöi indíánaþjóðarinnar. „Ef þeir fyrir augum umheimsins ráöast á vamar- lausa og óvopnaöa þjóð sanna þeir aö þaö er enginn munur á Bandaríkjun- um og Sovétríkjunum gagnvart Afghanistan,” sagöi Sioux-indíáninn. Sameinuðu þjóðirnar kosta sex sinnum minna en hundar og kettir í Bandaríkjunum Sameinuöu þjóöimar vilja nú reka af sér það orö, sem farið hefur af meintum fjáraustri samtakanna og bruöli með yfirborgunum starfs- manna og fleim. Kominn er út á vegum þeirra fjögurra síöna bækl- ingur, þar sem Sameinuðu þjóöimar reyna aö „bjarga andlitinu” eins og Austurlandabúar mundu oröa það. Bæklingur þessi er skrifaöur í formi spuminga og svara. I inngangi hans er sagt að meö honum sé ætlun- in aö „leiörétta almennt útbreiddan misskilning” um fjárreiður Samein- uöu þjóöanna, launagreiðslur og starfsmannahald. Áliti þessara samtaka 157 landa hefur hrakaö nokkuö á seinni árum. Einkanlega hefur boriö á gagmýni á Vesturlöndum á rekstri „báknsins” og ásökunum um aö ekki sé gætt nægilegsaðhalds. I bæklingnum er geröur saman- buröur á fjárlögum Sameinuöu þjóöanna 1981 og rekstri ýmissa annarra stofnana. Rekstur Samein- uðu þjóðanna kostaöi 683 milljónir dollara þaö ár. — I bæklingnum er bent á aö rekstur New York-lögregl- unnar hafi kostaö meira en því nam. Sagt er þar aö þeir fjármunir, sem heimurinn ver árlega til vopna og hergagna, gætu staðiö undir rekstri samtakanna í rúma öld. Vitnað er í sænskan sendiherra semáaöhafasagt: „Þaðmundiekki kosta meira en sem svarar sjö nýjum sprengiflugvélum að standa undir ársreikningi SÞ.” — Sami diplómat er sagöur hafa bent á að kjörbúðir í Bandaríkjunum hafi áriö 1979 selt hunda- og kattamat fyrir 3,2 milljaröa dollara en á sama tíma mikli menn fyrir sér fjárútlát Sameinuðu þjóöanna. Þessi fóðurkostnaður gæludýra í Banda- ríkjunum heföi getaö staöiö undir sex ára rekstri Sameinuðu þjóöanna. Höfundar bæklingsins hnykkja á því að ársreikningar samtakanna hafi hækkaö um 37% á árunum 1978 til 1981. Bera þeir þaö saman viö eyöslu þess opinbera í ríkjum eins og Sovétríkjunum (17% hækkuná sama tíma),Bandaríkjunum (50% hækkun á sama tímabili) og ítalíu (91% hækkun). Stærsti framfærandi Sameinuðu þjóöanna eru Bandaríkin,en framlög þeirra nema 25% af heildarfjárveit- ingum aöildarríkja til samtakanna. Sovétríkin koma næstmeö 10,54%. — En þessar tölur eru tíndar til í bækl- ingnum til þess aö sýna fram á aö önnur ríki seilist dýpra í veskið í framlögum til samtakanna. Þegar taldar eru saman fjárveit- ingar til Sameinuðu þjóöanna og allra stofnana þeirra, ráöa og nefnda og hjálparáætlana, námu þæi 3,8 milljöröum dollara árið 1980. Sé þessu deilt niöur á hvern íbúa þeirra ríkja, sem látið hafa af hendi rakna til SÞ, reynast Norðmenn vera rausnárlegastir. Þeirra framlög nema sem svarar 800 krónum á hvern Norðmann. Noregi er þó ekki ætlað að standa undir nema sem svarar 0,51% af árlegri útgerö Sam- einuöuþjóðanna. Á sama mælikvaröa veröa framlög Bandaríkjanna um 85 krónur á hvern Bandaríkjamann en framlög Sovétríkjanna aðeins um 13 krónur á mann. Reiknimeistarar Sameinuöu þjóðanna seilast enn lengra í bækl- ingnum í samanburði sínum og vangaveltum. Þeir bera saman framlög hvers aðildarríkis til SÞ miðaö við hvem íbúa og síðan þjóðartekjur viökomandi ríkis, eftir aö þeim hefur veriö jafnað niöur á hvert mannsbam. Kemur þá í ljós aö þaö er Djibouti sem hefur fært stærstar fómirnar til samtak- anna. — Samkvæmt þeim útreikn- ingum lagöi hver íbúi fátækari ríkja Afríku sem nam 0,636% af árstekjum sínum til SÞ, en framlög þessara ríkja em þó aöeins 0,01% af heildar- fjárlögum Sameinuöu þjóöanna (miöaö viö áriö 1980). En 85 króna til- lag Bandaríkjamannsins er ekki nema 0,039% af þjóðartekjum á mann. Um launastefnu Sameinuöu þjóöanna sem atvinnurekanda er sagt í bæklingnum aö allsherjar- þingiö hafi fyrir iöngu ákveöiö aö miöa við laun opinberra starfs- manna, eins og þau gerast best hjá aöildarríkjunum, og þaö er í Banda- ríkjunum. Þetta mun raunar vera upprannið hjá Þjóðabandalaginu á þriöja áratug aldarinnar. — Á launaskrá hjá Sameinuöu þjóöunum eru yfir 23 þúsundir manna. I bæklingnum er sagt að annaö hafi ekki þótt koma til greina því aö Sam- einuðu þjóöimar, eins og aörir atvinnurekendur, þurfi aö keppa á hinum almenna vinnumarkaði um vinnuafliö. Eigi launþegi sér hærri launa von hjá því opinbera í eigin landi, hvað ætti þá að laða hann til þess aö yfirgefa fööurlandiö til starfa hjá Sameinuöu þjóöunum?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.