Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 19
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 19 Menning_____ Menning Menning Menning Menning verið í allskonar gögnum, jafnt ís- lenskum sem erlendum. Þetta hefur tekist mjög vel eins og verkiö ber meö sér. Miklar og haldgóöar upp- lýsingar eru í bókinni og er hún hin þekkilegasta að öllu leyti. Þessi skipa ritnefndina: Ingibjörg Böövarsdóttir, Axel Sigurösson og Áslaug Hafliöadóttir. Vel að bókinni staðið Bókin er vel út gefin, prófarka- lestur ágætur og hefur hann örugg- lega verið tímafrekur og krafist mikils samanburðar. Höfundar eöa ritaefnd hefur þurft aö kanna fjöldann allan af heimildum, bæði hér á landi rekja skyldleika lyfjafræðinganna. Þaö hefur mikla þýöingu og er til mikils gagns fyrir þá er nota bókina í f ræðilegum tilgangi. Skilgreining bókarinnar á elstu lyfjafræðingunum er mjög vel gerö. Þar kemur greinilega fram aö þeir sem fyrstir hér á landi fóru í lyfja- fræðinám voru alþýðumenn, fróö- leiksfúsir og unnandi nýjumgreinum vísinda í samtíö sinni, sérstaklega náttúruvísindunum. Líklegt er að þar hafi aö nokkru gætt áhrifa frá Bjarna landlækni Pálssyni en hann var merkur maður á því sviði. Akur- yrkjutilraunir Björns Jónssonar, fyrsta lyfsalans í Nesi viö Seltjöm, Lyf jafræðingatal — Lyf jafræö- ingar á Islandi 1760—1982 er í alla staöi merkilegt rit. Það er mikill fengur aö því aö fá slíkt rit útgefið fyrir allan almenning í landinu en langtum mestur fyrir þá er stunda ættfræði og annan persónusögulegan fróöleik, þar aö auki er mikiö af almennri sögu i riti eins og þessu, haldgóöri og réttri. Af öllum þessum ástæöum er þessi bók hin merkasta aðöllu leyti. Þaö er mikiö afrek fyrir samtök eins og Lyfjafræöingafélag Islands að gefa út svona ítarlega bók. Það er ábyggilega mikil fómfýsi sem rit- nefndin leggur á sig aö safna saman Svona lltu apótekln út i gamla daga. Það er af sem áður var. Sýning á verkum barna um Línu Langsokk stendur nú yfir í Þjóðleik- húsinu; innra and- dyri og Kristalsal. Hér er um að ræða 54 myndir eftir börn í Mynd- listarskólanum i Reykjavík. „Pla- kat" var gert eftir mynd Guðmundu Smáradóttur, 11 ára, og fékk lista- maðurinn viður- kenningu fyrir og erlendis, sérstaklega í Danmörku og Vesturheimi. Þaö vekur furöu mína hve miklu hefur veriö bjargað á land af persónulegum upplýsingum í Lyfjafræöingatali. Lyfjafræöinga- tal er vel skipulögð bók og hefur marga góða kosti. Þann tel ég þó allra mestan, hve mikilli vinnu hefur veriö fórnað í þaö að segja frá og vöktu mikla athygli og fékk hann heiðurspening frá danska land- búnaöarfélaginu. Nokkrar skrár em í bókinni. Skrá yfir lyfjabúöir á Islandi í aldursröð, prófár lyfjafræðinga í aldursröö og erlenda lyfjafræðinga. Nafnaskrá er mjög ítarleg aftast í bókinni og er húnmjög vel unnin. öllum þeim fróðleik, sem saman er kominn í bókinni. Slíkt ber aö þakka og verður aldrei gert eins og vert er. Bókin er í alla staöi vel gefin út, smekkleg að ytri búningi, myndir vel geröar og vel prentaðar. Bókin er 366 blaðsíður, prentuö á myndpappír og bundin inn í gott og traust band. J.G. verkið. Hér er Lína Langsokkur (Sigrún Edda Björnsdóttir) með mynd Guðmundu í auglýsingaum- gjörðinni. Sýning- in verður opin næstu vikurnar. -FG./DV-mynd: Bj. Bj. L \bfAs WðfltEIKHCnri ^ myndum. Sú bókaútgáfa er í ömm þroska og hvergi nærri fullvaxta að því er best verður séö, og líklegast aö hún vaxi flestum öörum greinum bókageröar hér á landi alveg yfir höfuð áöur yfir lýkur — og er þó sagður drjúgur vöxtur í mörgum öömm bálkum prentmáls. Þessi bók, Siglufjaröarkirkja 1932—1982, rúmar 300 blaðsíður aö stærö — er ekki einvörðungu saga veglegs kirkjuhúss sem aö líkum lætur, heldur fremur þess trúar- og félagslífs sem við þaö er tengt. Að baki efnissöfnunar og ritunar hennar er augsýnilega mikið starf, unnið í samvinnu margra manna sem lagt Bókmenntir Andrés Kristjánsson hafa skerf sinn af mörkum undir verkstjórnsóknamefndar, semsíöan kemur öllu heim og saman; að því er virðist með vandvirkni og myndar- skap. Viö fáum því í hendur haldgóða leiösögn um kirkjulegt starf í tiltölu- lega litlu en grónu og afskekktu bæjarfélagi á Islandi og það hlýtur að vekja aðdáun og furöu hve mikill og f jölgreíndur stofn þaö er í mann- lífi byggðar viö ysta haf. Þessi bók minnir okkur líka vel á þá staöreynd aö menning getur líka átt rætur og blóma í einangmn og fámenni. En Siglufjörður stendur nú á gömlum merg. Bókin hefst á ítarlegu ágripi af kirkjusögu Siglufjarðar allt frá kristnitöku eftir Þ. Ragnar Jónsson en síðan ritar Sigurjón Sigryggsson byggingarsögu þess húss sem afmælisbókin er við kennd og ýmsir aðrir leggja steina í þá vöröu í sérstökum þáttum. Þriöji hluti bókarinnar fjallar um kirkjulega starfið. Þar minnist Olafur Þ. Þor- steinsson fyrst séra Bjama Þor- steinssonar tónskálds, mikilhæfasta leiðtoga í íslenskri endumýjun kirkjutónlistar í nýjum siö á rótum sögunnar. Þá koma æviágrip Siglu- fjarðarpresta, meöhjálpara og hringjara, tal sóknarnefndarmanna og fleiri fróöleikur. Sönglífiö í kirkj- unni á líka sinn þátt eftir Pál Helga- son, og kirkjugarðurinn fær sína umsögn. Sagt er frá starfi systra og bræöra, æskulýðsstarfi og skóla- starfinu á kirkjuloftinu, sem er merk saga, kirkjuklukkunni og hátíðum ýmsum. Síðasti efniskaflinn er safn endur- minninga ýmissa Siglufjarðarpresta á síðari áratugum. Þar skýtur upp hýrlegum minningamyndum. Þessar frásagnir em laðandi lestrar- efni. Á bókarkápu er mynd af altaris- töflu Siglufjarðarkirkju, málverki eftir Gunnlaug Blöndal um Jesú gangandi á vatninu og skelfda sjómenn í bát. Það er gaman að sjá að þeir em allir í sjóstökkum eða olíubumm og flestir með suðvesta á höfði en það höfuðfat var varla al- gengt á Genesaretvatni forðum tíð. Þarna er Jesús því í fylgd með siglfirskum sjómönnum og er það vel. I fljótu bragði mætti virðast að hér væri á ferð rit sem lítið erindi ætti til annarra en grónustu Siglfirðinga eða væri best komiö í hillu þar sem þeir gætu gripið til þess, er þeir vildu rif ja eitthvað upp, en sannleikurinn er sá að þarna er lesefni sem höfðar til miklu fleiri, sumt jafnvel notaleg- ur lestur þeim sem lítt þekkja til en þó er þarna fyrst og fremst að finna haldgóða og lýsingamikla mynd af góðu gildi íslensks kirkjustarfs á liðnum áratugum — gott fróðleiksrit. Helst má að því finna að bókarfeður gera nokkuð smátínt — birta til að mynda á mörgum síðum dagskrár frá ýmsum samkomum eða lög kirkjukórsins og fleira af því tagi. Það er nú heldur mikið af svo góðu. Ytri gerð bókarinnar er vönduð vel. Andrés Kristjánsson. HENTUGAR FERMINGARGJAFIR HVÍT GJAFAVARA Þessir sérstöku munir eru svokallað pokadót sem nú er mikid í tísku. Lampinn kostar kr. 647, myndarammi kr. 790, pokar kr. 225 og sparibaukar kr. 193. Komið og lítið á hið mikla úrval af hvítri gjafavöru. FURUKOMMÖÐUR Mikið úrval af dönskum furukommóðum. Þcer eru til með mismörgum skúffum. Kommóður með fimm skúffum kosta kr. 1.896, með sex skúffum kr. 2.082. Verslunin á von á minni kommóðum. FURUSVEFNBEKKUR SKRIFBORÐ Mikið úrval af dönskum furuhúsgögnum. Hér á myndinni má sjá fururúm á kr. 2.425, með skúffu. Skúffan er seld sér á kr. 974. Verðið er ekki miðað við að rúmið sé með dýnu. Bókahillan á myndinni kostarkr. 1.710. Þetta fallega danska furuskrifborð er kjörin gjöf fyrir fermingarbarnið, hvort sem það er strákur * eða stelpa. Verðkr. 2.866. Hamraborg 12, Kópavogi Sími 46460 Sendum í póstkröfu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.