Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Síða 15
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 45 afgreiðslugjald, skatt á gjaldeyris- viðskipti og ferðalög til útlanda, vörugjald, tolla og vörugjald af byggingarefni og búnaði (til að auð- velda innflutning húsa og innrétt- inga), launaskatt á að fella niður, lækka söluskatt og fella niöur aö- stöðugjöld sem renna til sveitarfé- laganna, en bæta þeim það síðan upp aö hluta. Ljóst er að ofangreindar aögerðir koma versluninni í landinu einni til góða, sérstaklega innflutningsversl- uninni. Þær leiddu til stóraukins inn- flutnings, meiri gjaldeyriseyðslu og enn hærri erlendra skulda. Þær gengju mjög nærri islenskum land- búnaði og sjávarútvegi og öörum þeim atvinnu- og úrvinnslugreinum sem tengdar eru höfuöatvinnu- vegunum. I framtíðarsýn frjálshyggjupostul- anna er hinsvegar bent á hvað á að taka við i atvinnulífi landsmanna. Þar er efst á blaði stóriöja í sam- vinnu við erlenda aðila, meira frjáls- ræði í verslun innanlands og treyst erlend fríverslun með afnámi tolla og aðflutningsgjalda. Um by ggöastef nuna er sagt að hún hafi að verulegu leyti einkennst af óarðbærum fjárfestingum sem hafi sogaö fé frá arðbærum atvinnu- rekstri og þjóðhagslega hagkvæm- um f ramkvæmdum. Pólitískir samherjar Það virðingarverða við þessa skýrslu viðskiptaþings er að hún er sett fram af hreinskilni og fullri einurð og ekkert undan dregið. Þetta er meining þeirra, sem að skýrslunni standa, og þeir ætlast til aö hugmynd- unum sé fylgt fram eftir pólitiskum leiðum. Fyrsta skrefið í þá átt eru kosningar og valdataka nýrrar ríkis- stjómar sem hefur sömu pólitísku markmið að leiðarljósi. I þvi er ein- mitt hættan fólgin að þetta eru ekki einungis hugmyndir nokkurra kaupahéðna. Frjálshyggjudrengirn- ir, sem nú eru hver af öðrum að hefj- ast til metorða í Sjálfstæðisflokkn- um, hafa nákvæmlega sömu skoðan- ir og eru hvenær sem færi gefst tilbúnir til að reyna efnahagsundur ömurleikans á Islendingum. íslensk leið En auðvitað eru til skynsamlegar leiðir til lausnar á efnahagsvanda og viðskiptahalla. Islenskar leiðir sem hæfa íslenskum aðstæðum. Sú fyrsta er gömul og góð og sára einföld, að lifa ekki um efni fram. önnur er sú t.d. að auka útflutning þannig að hann verði meiri en inn- flutningur og víst ber að leggja allt kapp á að útflutningstekjur þjóðar- innar aukist og verði verðmætari. I þeim efnum þarf að standa dyggi- lega að baki útflytjendum, ekki síst í sambandi við lánamál. Þar skipta vaxtakjör og gengisskráning veru- legu máli. Eðlileg rekstrarlánafyrir- greiðsla og sérstök útflutningslána- fyrirgreiðsla er nauðsynleg. Aukning útflutnings er langtíma markmið, sem skeður ekki í einni svipan, allra síst i því samdráttar- og kreppu- ástandi sem nú ríkir í flestum viðskiptalöndum okkar, en þar eru ýmsir ónýttir möguleikar sem ötul- lega þarf að vinna aö að nýta. Þriðja leiðin er aö minnka innflutn- ing til að rétta við viðskiptahallann. Til þess er hægt að nota margar aðferðir, sem bitna tiltölulega lítið á öllum almenningi, en koma þeim mun verr niður á fáum útvöldum sem græða á innflutningnum. Frjáls verslun virðist vera trúarjátning margra í þessu þjóöfélagi. En auðvitað eru innflutningshömlur í einhverri mynd þau ráð, sem allar þjóðir grípa til, þegar koma þarf í veg f yrir efnahagsleg áföll. Fjórða leiðin er að draga úr inn- flutningi f rá þeim löndum sem kaupa minna af okkur en við af þeim. Nú er t.d. verið að flytja inn hús í heilu lagi frá Dönum sem við kaupum 7 sinn- um meira af en þeir af okkur. Hvað er það annaö en innflutningur á at- vinnuleysi? Efling íslensks iðnaðar og hugar- farsbreyting alls almennings gagn- vart íslenskri framleiðslu er atriði sem getur haft geysimikla þýðingu í þessu sambandi. Með því næst a.m.k. þrefaldur árangur. Viðskipta- hallinn minnkar, íslenskur iðnaður eflist og fleira fólk fær störf við arð- bæra framleiöslu. Þannig mætti lengi telja. Valið er einfalt Við framkvæmd efnahagsaðgeröa verður einnig að gæta þess vel að þær bitni ekki á landsbyggðinni sem stendur nú mjög höllum fæti gagn- vart þéttbýlinu við Faxaflóa. Aðstöðumun fólks eftir búsetu verður að leitast viö að jafna. Það er ekki nóg að jafna atkvæðisrétt. Valið er einfalt. Höfnum „Efna- hagsundri ömurleikans”. Veljum íslenska leið út úr efnahagsvanda og aðsteöjandi kreppu. Þóröur Skúlason sveitarstjóri Hvammstanga. A „Frjálshyggjudrengirnir, sem nú eru hver af öðrum að hefjast til metorða í Siálfstæðisfinkknum,.......eru, hvenær sem færi gefst, tilbúnir tÚ að reyna efnahagsundur ömurleikans á íslendingum.” með öllu saman, vinnutapi, sjúkra- húslegum, örorku og fl. Hlutfall strætóárekstra miðað við einkabílinn Eg gerði það að taka saman úr skýrslum Umferðarráðs síðustu 20 ára, hlutfall strætisvagnaslysa miöað við önnur slys i umferðinni. Það skal strax tekið fram að tölur þessar eru unnar upp úr öllum lögregluskýrslum sem gerðar eru. En sem kunnugt er slæðist alltaf eitt- hvað fram hjá lögreglunni í þessu. En það er líklega jafnt hlutfall af því hjá strætisvögnum sem öðrum bíl- um, svo að það ætti ekki að koma að mikilli sök. — En hvað um það, töl- umar eru hrópandi. Af öllum slysum á landinu voru strætisvagnar aðeins að meðaltali með 0,45% slysa þessi árin. Og miöað við áætlun þróunar- stofnunar Reykjavíkurborgar (heit- innar), fara rúmlega 20% allra ferðalaga innan borgarmarka Reykjavíkur fram í strætisvögnum. Að meöaltali eru um 40.000 til 50.000 farþegar með SVR einum saman á dag, (um 13 milljónir á ári), en heildarferöalög innan borgarinnar em um 200.000 til 230.000 ferðir á dag. Strætisvagn er langörugg- asti kosturinn og ódýrasti Af þessu sést að strætó sem flytur yfir 20% allra „borgarferðalaga”, hefur samt aðeins 0,45% allra slysa á landinu! Eða hlutfallið milli einka- bílismans og strætó í slysum er því: fyrir hvern 1 árekstur eða slys hjá strætó eru, lauslega áætlaö, aö meðaltali 52 slys og árekstrar milli einkabíla. 1 hjá strætó /52 hjá einka- bifreiðum, þegar hlutfall hvors fyrir sig í flutningunum hefir verið reiknað. — Hér er að minnsta kosti ein leið til að fækka slysunum. Það er svo aftur önnur saga hvers vegna engin borgarstjórn í Reykjavík hefir komið auga á þetta hlutfall, og þessa leið, rauð borgarstjóm eða blá, eða bara græn eða gul, og hvort sem keisarinn heitir Davíö eðaSigurjón. Nei, því segi ég: áfram verölags- stjóri. Fyrst Reykvíkingar hafa ekki borið gæfu tU að velja sér borgar- stjóm sem hugsar betur um velferð þegnanna sinna. Og hér bætist við sú pólitíska staðreynd að yfir 70% allra strætófarþega em börn, gamal- menni, unglingar og námsmenn. Það var einmitt hópurinn til að okra á núna, þegar að kreppir vegna lækk- aðra fasteignagjalda. Það virðist alveg hafa farið fram hjá Davíð borgarstjóra, þótt hann sé greindur maður og fróður, lögfræðingurinn sjálfur, að Reykjavík sem aðrir aðUar í þjóðfélaginu verða að hUta lögum. Hvort sem þau em verðlags- lög eöa bara lög um verndun eigna- réttarins eða eitthvað annað. Magnús H. Skarphéðinsson, vagnstjóri SVR. BREIÐHOLTI SÍMI 76225 Fersk blóm daglega. miklatorgi SÍMI 22822 indeville Ráðgjafi frá Mandeville of London verður þessa viku hér á iandi á eftir- tö/dum stöðum: REYKJA VIK: fíakarastofan Klapparstig, sími 12725', föstud. 25. mars., laugardag 25. mars og mánud. 28. mars. AKUfíEYfíl: Jón Eðvarð, rakarastofa, Strandgötu 6, simi24408, þriðjudag 29. mars. KEFLAVÍK: Klippotek, Hafnargötu23, sími3428, miðvikudag30. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.