Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Síða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Síða 35
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 35 Sandkorn Sandkorn Sandkorn Stjörnulert Þær fréttir berast frá Bandarikjunum að þar séu fulltrúar SÁA að leita dauða- leit að DaUas-stjörnum tU að koma fram í sjónvarpsdag- skránni sem gera á í tUefni af söfnuninni miklu. Ekki hefur leitin gengið með öUu áfalla- laust en þó fundu þeir TeUy Savaias á bar og svo hana NeUy litlu þar sem hún kom út úr húsinu á sléttunni. Svo fundu þeir Grýlurnar, þá ágætu hljómsveit, í HoUy- wood og réðu þær á staðnum tU að koma fram í sjónvarp- inu. Þetta er nú kaUað að leita langt yfir skammt! Gengur illa? SÁÁ-söfnuuin mun vist ekki hafa gengið sem skyldi. Nú hafa aldursmörkin verið lækkuð og karlmenn niður að tvítugsaldri beðnir um fram- lög. Því er hvíslað að það sem inn hefur komið til þessa geri ekki meira en að greiða þókn- unina tU Frjáls framtaks sem annast framkvæmdina. En það er þó von tU að úr rætist'. Söfnunin á að standa tU 5. júni. Tvö fyrir ríkið, eitt fyrir Ál- Hér fyrir nokkrum dögum var þeirri spurningu varpað fram í Sandkornum hversu mörg árslaun verkamanna hinn nýi bUl forstjóra Álfélagsins kostaði. Taina- glöggur maður hefur nú reiknað þetta út. BUl sömu gerðar er seldur og gengur kaupverðið, 350 þúsund, upp í verö nýja bUsins. Þá eru eftir 500 þúsund. MeðaUaun verka- manna í Straumsvík eru um 1 25 þúsund á mánuði, aUt taUð, j svo verð nýja bUsins nemur tæplega tvennum árslaunum verkamanns. Hinn talnaglöggi sérfræð- ingur reyndist einnig vel að sér í toUafræðum og skyldum greinum þvi að hann benti á að af verði nýja bUsins rynnu tveir þriöjungar tU ríkisins en það nemur tvennum árslaun- um verkamanns í Straums- vík og eru það gleðilegar fréttir fyrir stjórnvöld á þessum erf iðleikatímum. • Úr stefnuskrá ÓKflokksíns Sökum fjölda áskorana verður hér skýrt frá höfuð- inntaki stefnuskrár ÓK- flokksins sem kynntur var í Sandkorns-dálkinum í gær. Við grípum hér niður í stefnu- skrána, en þar kennir margra grasa og er þar að finna flóknar lausnir á cinföldum vandamálum. Nefna má tvær kröfur sem flokkurinn mun setja á odd- inn. t fyrsta lagi krefst ÖK- flokkurinn þess að miðaverð á bíó verði niðurgreitt þau kvöld sem sjónvarpað er, eða útvarpað, frá Álþingi. Og i öðru lagi mun flokkurinn gera þá kröfu til þingmanna sinna að þeir geri aldrei grein fyrir atkvæði sínu. Að lokum má geta þess að jaðarstjórn ÓK-flokksins hefur skorað á ákveðna kjósendur að óákveða hug sinn og segja skilið viö sex- flokkana. Auglýst eftir leikara Á dögunum auglýsti Þjóðleikhúsið eftir leikara. Július Brjánsson, sem leikur í barnaleikritinu Línu Lang- sokk, var vinsamlegast beð- inn að koma sér í leikhúsið. Þar biðu blessuð börnin, hávaðinn cins og í fuglabjargi og sýningin gat ekki hafist þvi að einn ieikarann vantaði. Á meöan sat Júlíus í bíl sínum og beið þess að timi kæmi til þess að fara i leikhúsið þvi hann hélt að sýning ætti að hefjast klukk- an fimm. En það hafði veríð rokkað svo mikið til með sýningartimann að hann hafði ekki frétt af siðustu ákvörðun, sem var sú að sýning skyldi hefjast klukkan þrjú. Áf tilviljun hafði hann kveikt á útvarpinu og heyrði auglýsinguna. Hann flýtti sér auðvitað á staðinn og sýning- in hófst, en ekki fyrr en klukkutíma of seint. Það hefur eflaust verið strembið að halda börnunum rólegum þennan klukkutíma. Umsjón: ÓlafurB. Guðnason Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Meingallað myndverk Tónabíó, Fimm hörkutól (Force Five): Stjórn: Robert Clouse. Handrit: samkvœmt sögu eftir Emil Farkas og Georgo Goldsmith. Kvikmyndahandrit: Robort Clouso. Kvikmyndun: Gil Hubbs. Aöalhlutverk: Sam Lewis og fleiri. Tónlist: William Goldstein. Framleiðandi: Fred Weintraub. Það er alltaf jafngrátlegt að sjá þegar ágæt hugmynd aö kvikmynd er eyðilögö í úrvinnslunni. I þá ömurlegu gryfju fellur kvikmyndin Force Five, Fimm hörkutól. Það þarf ekki aö horfa lengi á myndina til aö sjá hvaöan hugmyndin aö gerö hennar er fengin, nefnilega frá starf- semi ofsatrúarmannsins Moon og heilaþvegnum söfnuöi hans. Þaö eitt að ætla sér að gera kvikmynd um starfsemi moonista eöa álíka ofsa- trúarhópa er ekki aðeins ágætt og vel til fundið heldur einnig löngu tímabært. Reyndar ætti fólk aö vera oröið hvumsa yfir því aö ábyggilegur kvikmyndaleikstjóri skuli ekki vera búinn aö vinna slíka kvikmynd. En snúum okkur að Fimm hörkutólum. Sagan segir okkur af síra Rhee (gæti veriö kóreanskur eftir útlitinu að dæma, vel aö merkja, samanber uppruna Moon) semhefur safnaö um sig söfnuöi heittrúarmanna er telja hann hvorki meira né minna en Messías endurborinn; slík er ofsa- trúin. Rhee þessi leitast einkum viö aö gera ungt fólk sem á efnaða for- eldra sér háð og láta þaö afsala sér eignum sinum (í nafni guðs vitanlega). Ýmsum stendur hins vegar stuggur af starfsemi Rhees og reyna aö finna á hann sakir, en hann er erfiður viðureignar, af því aö hann hefur aöalbækistöð sína á eyju nokkurri sem er utan lögsögu allra ríkja. Og þótt ýmsir komist þangaö — svo sem áhangendur hans — er erfiðara aö sleppa þaöan aftur lífs. Meðal lærisveina þessa prests er Cindy, dóttir Lesters nokkurs, efnaðs manns, sem hefur áhyggjur af vel- ferð hennar. Hann fær vin sinn, Forester öldungadeildarþingmann sem hann hefur veitt stuðning, til aö fara könnunarleiöangur til eyjar Rhee. Ekki er gert ráö fyrir aö Rhee þori aö neita aö taka á móti senator þar sem slíkt gæti vakið grunsemdir um vammleysi hans. Forester fær Martin karatekappa til liðs við sig. Hann segir honum að í einkalífverði Rhee séu um fimmtíu manns og spyr hve marga hann þurfi. Martin svarar stutt og laggott: „Fimm hörkutól.” Síðan safnar hann liði sínu saman, því aö vinir hans eru dreifðir víða, en síöan er lagt upp. Þaö sem eftir lifir myndarinnar fer síöan í þaö aö svipta hulunni af blekkingarstarfsemi Rhee sem auövitað tekst á endanum, eftir nokkrar karatesveiflur og allra handaslagsmál... Það er flest sem hrópar á móti gæðum þessarar myndar. Sögu- þræðinum, sem tekinn er upp úr bókverki tveggja manna, er snúið upp í hjákátlega karatemynd eins og þær gerast óvandaðastar. Þetta á greinilega að vera spennumynd, en einhvern veginn hefur tekist að safna spennunni allri í síöustu fimm minútur myndarinnar þannig að stígandi atburöarásarinnar afmynd- ast og skekkist. En helsti ókostur Fimm hörkutóla er ónefndur. Undir- ritaður minnist þess ekki að hafa séð jafnmarga menn leika jafnilla í einni og sömu kvikmynd og hefur þó séö marga vafasama „leikara” á gagn- rýniferli sínum. Þetta er C-grúppu mynd sem nær ekki einu sinni því takmarki að vera sæmileg afþreyingarmynd. Til þess eru óvönduð vinnubrögð of augljós í henni. Sigmundur Ernir Rúnarsson. Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndir Kvikmyndatakan í slagsmalaatriðum myndarmnar Fimm borkutól er léleg, og a það bætist að klipping þeirra at- riða er flausturslega unnin. Hér á myndinni ætti svo að sjást dæmi um hryllilega leikstjórn. Á meðan mennirnir tveir í forgrunni slást, situr hinn þriðji, sem þegar hefur fengið högg, í makindum og bíður þess að hann eigi að standa upp og verða sleginn niður aftur.. . Tónabíó: Fimm hörkutól BREIÐHOLTI SÍMI76225 MIKLATORGI SÍMI 22822 Fersk blóm daglega. PLÖSTUN PLÖSTUM VINNUTEIKNINGAR, ^ VERKLÝSINGAR, VOTTORÐ, MATSEÐLA, VERÐLISTA, KENNSLULEIÐBEININGAR, TILBOÐ, BLAÐAÚRKLIPPUR, VIÐURKENNINGARSKJÖL, UÓSRITUNAR- FRUMRIT OG MARGT FLEIRA. STÆRÐ: BREIDD ALLT AÐ 63 CM. LENGD ÓTAKMÖRKUÐ. OPIÐ KL. 9-12 OG 13-18. LÆKJARGÖTU 2, NÝJA-BlÖHÚSINU S 22680 GÖNGUSKÍDASETT ! Göngu-skíði -skór -stafir -bindingar Þetta sett bjóðum við á aðeins kr. 2.500,- Eigum einnig úrval af gönguskíðaf atnaði. Sportborg Hamraborg 6 Kópavogi, sími 44577. V Péstsendum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.