Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 12
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 12 DAGBLAÐlÐ-VSSiR Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjdmarformaðurog útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON'. Framkvæmdastjóri og útgáfustjéri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLLSTEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA12—14. SÍMI 86611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjórnar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plöfugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. Prentun: ÁRVAKUR HF„ SKEIFUNNI19. .Áskriftarveröá mánuði 180 kr. Verð í lausasölu 15kr. Helgarblað 18 kr. Kosningabaráttan hafín Þá er framboðsfrestur liðinn og kosningabaráttan hafin. Hún mun væntanlega verða stutt en snörp. Upplausn í stjórnmálum og öngþveiti í efnahagsmálum mun gera þessa kosningabaráttu hatramma og spenn- andi, enda gera kjósendur sér grein fyrir því að stjórn- málin standa á tímamótum í fleiri en einum skilningi. I fyrsta lagi ríkir algjör óvissa um það hvaða flokkar nái saman um stjórnarmyndun eftir kosningar. Hið ein- kennilega stjórnarmynstur, sem núverandi ríkisstjórn er byggð á, verður ekki endurtekið, en hefur óneitanlega opnað leið til allra átta.Hins vegar hafa skilin orðið skarpari milli flokkanna og hinar ískyggilegu horfur í efnahagsmálum hafa magnað upp andstæður þeirra leiða, sem velja verður á milli. Róttækra aðgerða er þörf, en þær valda því að erfiðara verður fyrir stjórnmálaöflin að ná saman. Nú verður ekki lengur hægt að semja um það í stjórnarsáttmála að allt verði slétt og fellt. I öðru lagi eru stjórnmálaflokkarnir að berjast fyrir lífi sínu. Árangurs- og úrræðaleysi við stjórn landsins, ásamt með þreytandi og einskisnýtum þrætum milli stjórnar og stjórnarandstöðu hefur leitt til þess að mjög hefur dregið úr virðingu Alþingis og trú fólks á getu stjórnmálaflokk- anna til að leiða þjóðina út úr kreppunni. Þetta er sameig- inlegt vandamál flokkanna allra. Að þeim er sótt, tiltrúin á þeim dvínar, bil hefur myndast milli fólks og flokka. I komandi kosningabaráttu reynir á, hvort stjórnmála- flokkunum tekst að sannfæra kjósendur um hlutverk hefðbundinna stjórnmálaflokka, og þá ekki síður að gera kjósendum grein fyrir að máli skiptir, hver fari með völd, þessi flokkurinn eða hinn, þessi stefnan eða hin. í þriðja lagi hafa skotið upp kollinum ný framboð utan við stóru og gömlu flokkana. Þar er bæði kvennaframboð og Bandalag jafnaðarmanna, sem setja kunna strik í reikninginn, svo og sérframboð óánægðra sjálfstæðis- manna á Vestfjörðum og óánægðra framsóknarmanna á Norðurlandi vestra. Ennfremur hafa verið stofnuð sam- tök lýðræðissinna, sem að vísu bjóða ekki fram, en eru angi af sama meiði. Þau eru enn ein vísbendingin um að flokkaskipanin sé að riðlast. Sumir halda því jafnvel fram, að breytingar á kjördæmaskipan og kosningum til Alþingis séu undanfari þess að núverandi flokkaskipan líði undir lok. Að vísu hefur það áður gerst að nýir flokkar hafa boðið fram, og klofningur átt sér stað, en sennilega hefur sú alda aldrei risiö hærra en nú, og ef tala má um undiröldu, þá bærist hún innan allra flokkanna, spannar frá vinstri til hægri. Þessum hræringum standa stjórnmálaflokkarnir andspænis. I kosningunum í apríl kemur í Ijós, hvort alda uppreisnarinnar gegn flokkunum brotnar hljóðlega í fjöruborðinu eða verður að holskeflu, sem brýtur núver- andi flokkaskipan í mél. Enginn segir að það sé eilíft og ævarandi lögmál, að kjósendur eigi að skipa sér undir merki fjögurra flokka. Sumir þeirra eru óneitanlegá tímaskekkja. En þá er átt við að þeim mætti fækka en ekki fjölga, og víst er um það að ekki eykur það á festu og styrk í stjórn landsmála þegar þingmenn skiptast í fleiri og smærri fylkingar. Á örlagatímum, sem nú ríkja, er vonin einmitt fólgin í því að sterkt og samhent stjórnmálaafl komist til valda, sem geti gengið á hólm viö verðbólgudrauginn, sameinað en ekki sundrað. 1 þeim efnum ræður fólkið en ekki flokkarnir. Þess dörnur verður kveðinn upp í komandi kosningum. ebs Gengið af sviði Þá hefur forsætisráðherrann okkar gefið yfirlýsingu um það að hann ætli ekki í framboð í komandi alþingis- kosningum. Segja raunar sumir að þetta sé fyrsta afdráttarlausa yfirlýs- ing hans sem forsætisráðherra. Hvort sem það er nú rétt eða ekki þá hefur lengi verið beðið eftir því að hann tæki af skarið með hvað hann ætlaðist fyrir. Grand Exit Vissulega er útganga forsætisráð- herrans af sviöinu með glæsibrag, Grand Exit eins og það er stundum kallaö. Stuðningsmenn hans hafa safnað undirskriftum með áskorun til hans um aö fara í framboð. Fáir vita í raun hver árangurinn af undirskrifta- söfnuninni varð, og satt best að segja varðar engan um það. Forsætis- ráðherrann og stuöningsmenn hans geta fullyrt aö hún sýni að þingsæti liggi á borðinu, enginn mun mótmæla því þó ekki væri nema til þess að styggja ekki það lið sem bak við ráöherrann stendur — og enginn skyldi gera of lítið úr því. Það verður vissulega gaman að lesa sum þau blöð á næstunni sem ekki hafa nú alltaf vandað Gunnari Thoroddsen kveðjumar. Blaö allra landsmanna mun eiga í stökustu vandræöum því mikið liggur við að styggja engan sem hugsanlega gæti stuðlað að því að sjöundi maður ónefnds lista kæmist á þing. Líklega verður þetta ónefnda blað að fjalla um brottför mikilhæfs stjórnmálamanns af sviðinu, manns sem kunni jafnt aö berjast og slíðra sverðið og hefur með eftirbreytni sinni gert samflokksmönnum sínum ljóst að um flokkinn og einingu hans beri að standa dyggan vörð. Sennilega verður ekkert fjallað um kveöjuhögg fyrir neðan belti en þeim mun meira f jallaö um það frjálslyndi og víðsýni sem ríkja þurfi í flokki allra stétta, hver veit nema dáindislega lagleg eftirmæli um stjómmálamanninn Gunnar Thor- oddsen birtist í viðtali viö ónefndan flokksformann áður en lýkur. Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjarnf reðsson Fer sigurvegari af sviði? En að öllu gamni slepptu er ekki' óeðlilegt að menn spyrji sig að því hvort forsætisráðherrann hverfi í raun af sviðinu sem sigurvegari eftir setu sína í forsætisráðherrastóli eöa hvort hann hafi orðið fyrir vonbrigðum. Hinu síöarnefnda getur auövitað enginn svaraönemahann Lítum aðeins á fyrra atriðið. Vissu- lega hefur Gunnar Thoroddsen baðað sig í dýrðarljóma hluta þess tíma sem hann hefur gegnt embætti forsætisráð- herra. Honum tókst það sem enginn trúði, að brjótast úr flokksviðjum og knésetja þann mann sem hafði allt valdakerfi Sjálfstæöisflokksins í hendi sér og sat í því sæti sem Gunnar hefði gjarna sjálfur viljað sitja í. Leiftrandi gáfur hans og persónutöfrar gerðu hann að vinsælasta manni landsins og ótvíræðum sigurvegara augnabliksins, þegar hann myndaöi stjóm sína og þá sem gegn honum böröust aö aulum. Skoðanakannanir sýndu að stór hluti flokks hans stóð með honum. Á öllu þessu var samt einn galli. Ríkisstjómin átti allt of mikið af vinsældum sínum því að þakka að menn töldu fullreynt að enginn annar kostur hefði verið sjáanlegur, enginn annar stjómmálamaður heföi getað höggvið á þann hnút sem íslensk stjórnmál voru komin í. Allt of fáir voru þeirrar skoðunar að búið væri að mynda sterka og úrræðagóða ríkis- stjórn og skoðanakannanir sýndu áfram þetta sama viðhorf, „það er ekki völ á ööru” var viðkvæöi allt of margra sem sögðust styöja stjómina. Það kom líka fljótt í ljós að ríkis- stjómin var þess ekki megnug að snúa viö þeirri óheillaþróun í efnahags- málum sem hér hefur verið undanfarið. Forsætisráðherrann sagði sjálfur að vilji væri allt sem þyrfti. Hafi hann ekki vantað þá hefurkjarkinn skortþví verkin sýna merkin. Ég er hræddur um að dómur sögunn- ar um þá ríkisstjórn sem nú er að renna sitt skeið á enda verði ekki átfa „Og Sjálfstæðisflokkurinn hefur glutrað ™ niður gullvægasta tækifærinu til sigurs, sem hann hefur nokkurn tímann fengið.......” Ferðamál Sjálfskaparvítín Hugmynd mín er að skrifa nokkra þætti um ferðamál á tslandi, fara í þeim hringferð um landið og tína til eitt og annað sem á hverju svæði getur orðið ferðamálunum til gagns og aukið tekjur af þeim. Allt þetta verður frá mínum eigin bæjardyrum séð, margt mínar hugmyndir en sumt kannski mál sem rædd hafa verið áður. Slík upptalning verður þó engan veginn tæmandi. Áður en að þessu kemur verð ég þó að ræða betur um ýmis almenn atriði sem höf uðmáli skipta. Eru ferðamenn æskilegir? Það er í sumra augum æskilegt að sitja ein að íslandi og fá sem fæsta í heimsókn. Þeir hinir sömu vilja þó ekki að við sjálf hættum að ferðast erlendis eða hættum að selja afurðir okkar út um allan heim, enda vilja þeir ekki hverfa áratugi eða aldir aftur í tímann. Þaö er augljóst að slíkur hugsunarháttur stenst ekki. Við erum orðin vön lífsþægindum, meira að segja miklum lífsþægindum sem ekki fást nema með samskiptum við aðrar þjóöir. Viö eigum miklar ónýttar orkulindir í fallvötnum, jarðhita og hugsanlega seinna í sjálfum eldfjöllun- um en til virkjana þarf vélar, hráefni og umfram allt fjármagn. Við rekum okkurfljótt á, að við hvorki viljum né getum lifað ein og óháð öllum og samt haldið lífsstíl okkar. Einar Þ. Guðjohnsen I fyrri grein nefndi ég höfuðat- vinnuvegina sem ekki geta lengur full- nægt þörfum okkar. Við eyðum meiru en við öflum og söfnum erlendum skuldum. Annaöhvort er þá aö draga úr eyðslunni og herða sultarólina eða að hafa fleiri jám í eldinum. Mér sýn- ist augljóst að við bókstaflega veröum að bjóða heim meiri stóriðju og snúa okkur í alvöru að ferðamálunum sem tekjulind meö reisn og góðri þjónustu en ekki af neinum undirlægjuhætti. Sumt gerum við sjálf en i ýmsum verk- efnum getum við haft samvinnu við erlendaaðila. Keflavíkurflugvöllur og skatturinn Flugið er ferðamáti nútímans fyrir okkur Islendinga og það er augljóst að langmestur hluti aukins ferðamanna- straums til landsins verður um Kefla- víkurflugvöll. Núverandi flugstöð er ófullnægjandi á allan hátt og ný og fullkomin flugstöð verður að koma svo sem áætlanir liggja fyrir um að byggð verði. Því fyrr því betra. Or- tölumennirnir eru fáir þótt háværir séu og þeir eiga ekki að ráða ferðinni. Flugvallarskatturinn hér er meðal Mh „Mér sýnist augljóst að við bókstaflega verðum að bjóða heim meiri stóriðju og snúa okkur í alvöru að ferðamálunum sem tekjulind með reisn og góðri þjónustu en ekki neinum undirlægjuhætti.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.