Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 40
40 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið STRAKUR- sem vakið hefur heimsathygli „Þegar ég var innan í ÉT leið mér dásamlega. Ég var að gera nokkuö sem ég vissi að enginn annar gæti gert,” sagði Matthew DeMeritt, 12 ára strákur sem hefur vakið mikla athygli fyrir leik sinn í myndinni ET. Hann er einn þriggja sem fóru inn í Hór leikur hann sór á sórutbúnu hjólabretti. Og i lyftingum. Matthevu lyftir hór 40 kHóum i bekkpressu. Slegið I hornabolta (baseball). Matthew getur slegið jafnlangt og jafnaldrar hans. Þannig stingur Matthew sér til sunds, spilar „baseball” og eltist við fótbolta. Sagt er að kunningjum hans í Kalifomíu finnist Matthew eins og risi á meðal þeirra vegna þess hvað hann i raun getur. Svo mikið afrekar Matthew að móðir hans hefur sagt að þaö sé ekki fötlunin, sem hái honum, heldur hæðin. Matthew þykir auk þess ótrúlega skemmtilegur strákur. Hann á gott með að vera innan um annað fólk og er sífellt í góðu skapi. Vegna leiks síns í ET hefur hann þó vakið heimsathygli og dugnaður hans og viljastyrkur farið víða. „Ég er hamingjusamur. Með mömmu, bróður mínum og systur og öllum vinum minum finnst mér ég í raun vera hamingjusamasti maður á jörðinni,” segir Matthew brosandi. Sannarlega kraftur og bjartsýni í þessum 12 ára gamla pilti sem nú er einn sá umtalaðasti í Bandaríkjunum. / fótboha. Þó það virðist öfugsnúið spilar Matthew fótbolta með vinum sínum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.