Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Síða 16
16 DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. Spurningin Hvernig líst þér á nýja byggingarsvæðið í Grafarvogi? Svavar Karlsson, starfsmaður DV: Mér líst mjög vel á þetta svæði. Ég gæti vel hugsað mér að búa þar. Guðni Þórarinsson leigubílstjóri: Eg hef ekkert kynnt mér máliö. Ingólfur Ágústsson verkfræðingur: Eg vil ekkert um það segja. Nú, ég hugsa að það gæti orðið ágætt að búa þar. Haukur Hauksson, atvinnulaus: Éghef nú bara enga hugmynd um það og er ekki farinn að hugsa svona langt. Þórunn Finnbogadóttir húsmóðir: Mér líst ekki illa á það en helst viidi ég nú búa áfram í Reykjavík. Karl Eiriksson ellilífeyrisþegi: Eg hef ekki hugmynd um það, ég hef svo lítið fariðþama um. Símnotandi: „Bíð lengi og kem inn í samtöl” 6197—9476 hringdi vegna símans: Þegar ég þarf að hringja verð ég oft að bíða lengi og kem inn í samtöl þannig að línumar eru ekki hreinar. Mig lang- ar til að spyrja yfirverkfræðing símans. Er fræðilegur möguleiki á að síminn slitni ekki strax eftir að ég legg á heima hjá mér? Ef það er ekki, hvemig stendur þá á þessu? Þorvarður Jónsson, yfirverk- fræðingur hjá Pósti og síma, svarar: 1) Komið inn í samtöl. Svar: Orsök þess að komiö er inn í samtöl er bilun á sjálfvirkum símstöövum og er mjög æskilegt að notandi tilkynni slíkt í síma 05, bilanatilkynningar, og segi hvenær hringt var og hvernig þetta atvikaöist til þess að auðvelt sé að finna 6197—9476 varpar fram nokkrum spurningum um simabilanir sem Þorvarður Jónsson, yfírverkfræðingur hjá Pósti og sima, svarar. viðkomandi bilun. Sé ekki kvartaö getur svona bilun verið lengi virk. 2) Bíða lengi eftir sóni. Bið eftir sóni er oftast nær vegna mikilla anna í sím- stöðvunum og þar af leiöandi vöntun á þeim tækjum sem taka á móti valupp- lýsingum. Skrefmæling aö degi til var meðal annars sett til að jafna þessa notkun meira yfir daginn. 3) Er fræðilegur möguleiki að siminn slíti ekki strax? Það er möguleiki við bilun á línu notandans að bilunin haldi sam- bandinu eftir að notandinn hefur lagt á. Þá verður notandinn var við þetta vegna annarra truflana, sem sama bilun veldur, og kvartar væntanlega fljótlega. Þetta er t.d. þegar jarðstrengir fá leka til jarðar. Þá myndast tenging á milli viranna sem virkar á svipaðan hátt og sími sem ekkierlagðurá. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Áhangendur Liverpool hafa fagnað fímmtán bikurum fri þvi 1973 á sama tfma og áhangondur United hafa fagnað tvisvar sinnum. Hvað hefur Man. United afrekað? — til að vera kallað stórveldi í ensku knattspyrnunni? Sigbjörn Gunnarsson hringdi frá Akureyri: Við erum hér nokkrir áhugamenn um enska knattspyrnu sem erum orðnir leiðir á því að endalaust sé verið að hamra á því aö „stórliðin” í Eng- landi,Liveipool og ManchesterUnited, mætist á Wembley í úrslitaleik ensku deildabikarkeppninnar (Milk Cup). Það er hægt að segja með sanni að Liverpool sé stórveldi í Englandi. Arangur liðsins undanfarin ár hefur sýnt þaö. Aftur á móti er ekki hægt að segja það sama um strákana frá Old Trafford. Hvaö hafa þeir af rekað sL tíu ár á móts við Liverpool? Manchester United varð 2. deildar meistari 1975 og félagið vann bikarinn enska 1977. Þetta er ekki afrek til að vera að básúna. Það er ekki endalaust hægt að velta United upp úr fomri frægðfrá árunum í kringum 1960. Hvað er afrek United miöað við ár- angur Liverpool sl. tíu ár? Liverpool hefur þrisvar sinnum orðið Evrópu- meistari, 1977, 1978 og 1981. Félagið hefur sex sinnum orðið Englands- meistari eða 1973,1976,1977,1979,1980, 1982 og það má segja að titillinn sé þess 1983. Félagið hefur unnið deilda- bikarinn tvisvar sinnum, eða 1981 og 1982. Liverpool varð bikarmeistari 1974 og félagiö varð sigurvegari í keppninni um nafnbótina besta félags- lið Evrópu 1977. Þá vann Liverpool UEFA-bikarkeppnina 1973 og 1976. Þegar þessi árangur Liverpool er hafður til hliðsjónar er ekki annað hægt að segja en Manchester United sé „smálið” en ekki „stórlið”. DV áskrifandi úti á landi: Fékk meira en 200 síður í einu 7833—2751 hringdi: Mig langar til að kvarta yfir ójö&i- uði milli landsbyggðar og þéttbýlis. Áskrifendur DV í Reykjavík fá blaðið daglega. Eg sem bý úti á landi varð hins vegar að sætta mig við það, mánudaginn 14. mars, að fá blaðiö frá mánudeginum 7., föstudeginum 11., laugardeginum 12. og mánudeg- inum 14. mars í einu lagi. Þetta eru samtals yfir 200 síður. Ég fékk blöðin frá 8.—10. mars hinsvegar send sér. Ekki er ég viss um að allir í Reykja- vík myndu sætta sig við þetta. Umboðsmaður DV, Sauðárkróki, svarar: Þetta tilvik sem Iýst er í‘ bréfinu er einstakt. Þannig var að það töpuðust 100 blöð af mánudeg- inum 7. mars. Við hringdum suðurog kvörtuðum og grennslast var fyrir um þetta hjá flugfélaginu. En blöðin voru gufuð upp. Þau höfðu farið af stað en einhvers staðar horfið á leið- inni eða lent annars staðar. Reynt var að fá afgangsblöð frá Akureyri en það var ekki nándar nærri nóg. Við urðum því að fá aðra sendingu að sunnan. Þetta er ástæöan fyrir því að 7833—2751 fékk blaðið frá mánudeg- inum 7. og mánudeginum 14. mars í samapakka.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.