Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1983, Blaðsíða 41
DV. FIMMTUDAGUR 24. MARS1983. 41 Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Valt er veraldar- gengið ogþó... Þegar Dewi Sukarno, fyrrverandi forsetafrú í Indónesíu, neyddist til aö fara í útlegð áriö 1966, vissi hún lítið um hvaöa framtíö biöi hennar. Sukarno forseti andaöist áriö eftir og frúin varö eftir í París, ásamt dótt- urinni Kartiku. Það var fyrst haustiö 1981 sem hún fékk leyfi til aö heimsækja heimaland sitt aö nýju og frá 1982 hefur hún verið búsett þar og rekur fasteignasölu. Frú- in hefur semsé endurheimt aö nokkru sína fyrri stööu.... Skákaö í skjóli Framsóknarfbkks Hún byrjar snemma pólitíska þráskákin. Hér sjáum við hvar Æskulýðsfylking Alþýöubandalagsins og Samband ungra sjálfstæöismanna leiða saman riddara sína. Allaballarnir höfðu betur í þetta skiptið. Það vakti mikla athygli manna að engar kvartanir bárust til yf irdómara vegna lýsingar, stóla, kaffibrúsa, dulspekinga, jóga eða jógúrtar. Æskulýössamband Islands hélt fyrir nokkru sveitakeppni í skák í húsnæði Framsóknarflokksins að Hamraborg 5 í Kópavogi. Sex sveitir tóku þátt í keppninni sem þótti takast meö ágætum. Mótið var mjög spennandi og úrslit réöust ekki fyrr en eftir síöustu umferöina, þegar tvær efstu sveit- irnar tefldu. Þaö voru sveitir Landsambands mennta- og fjöl- brautaskóla og Ungmennafélags Islands. Þessari viöureign lauk meö sigri ungmennafélagsins og hlaut sveit þeirra alls 17,5 vinninga á mótinu. I öðru sæti varö svo Landssamband mennta- og f jölbrautaskóla og þriöja sætiö kræktu ungir framsóknarmenn sér í. Viö látum hér fylgja tvær myndir sem teknar voru á mótinu. -JGH. Og hér er það sigursveit Ungmennafélags íslands. Talið frá vinstri, fremri röð: Þröstur Einarsson Kópavogi, Björgvin Jónsson Keflavík. Aftari röð frá vinstri: Þorvaldur Logason Neskaupstað, Elvar Guðmundsson Garðabæ og Einar Már Sigurðsson Neskaupstað. Leikið fyrir dansinum. Þótti hápunktur kvöldsins að íslensk hljómsveit skyidí birtast á sviðinu, slíkt gerist ekki á hverju blóti. Islendingafélagið í Chicago hélt hið árlega þorrablót sitt þann 5. mars síðastliðinn og var hljómsveitin Pónik fengin vestur til að leika fyrir dans- inum. Var Einar Júlíusson söngvari meöíförinni. Um 110 manns voru viöstaddir blótiö og var þorramatur fluttur alla leiö frá Islandi. Flugleiðir gáfu frítt far fyrir hljómsveitina, hljóöfærin og matinn. Var gerður góöur rómur aö leik hljóm- sveitarinnar, enda er hún ein sú elsta og reyndasta á landinu. Um það bil 80 fjölskyldur taka virkan þátt í starfsemi Islendinga- félagsins í Chicago en 250 fjölskyldur eru á lista félagsins. Islendingafélagið heldur einnig 17. júní skemmtun og aðalfund í október ár hvert. Formaöur félagsins er Ása Þorsteinsdóttir. UTU TVÍBUR- INNÁ SIGNU- BÖKKUM Hversu margir Parísar- farar hafa veitt þessu eftir- tekt? Þessi litla systir amerísku frelsisstyttunnar stendur á Signubökkum, eins og sjá má. Þegar Frakkar gáfu Bandaríkjamönnum hina raunverulegu frelsisstyttu fyrir síöustu aldamót, tóku sig til nokkrir þakklátir Bandaríkjamenn í París og létu gera þessa litlu eftir- mynd. Sú litla mun vera fjórðungur af stærð hinnar amerísku. PÓNIK í CHICAGO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.