Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 5 Sljómmál Deilur um prófkjörskjörskrá Framsóknar í Reykjavík: Hundrað utanbæjar menn mega kjósa Einn frambjóðenda í próíkjöri Fram- sóknarflokksins í Reykjavík vegna þingkosninga, Haraldur Ólafsson al- þingismaður, telur það óveijandi og siðlaust að fólk úr öðrum kjördæmum fái að taka þátt í prófkjörinu. Um 100 manns í Félagi ungra framsóknar- manna eiga lögheimili annars staðar. Kjömefnd vísar til laga FUF og ák- vörðunar fulltrúaráðs. Haraldur hefur ekki lagt málið fyrir ráðið. Nú em 1226 félagsmenn í FUF -í Reykjavík en vom 886 fyrir skemmstu. Hallur Magnússon, formaður félags- ins, telur að um 10% félaganna séu með lögheimili annars staðar á landinu. Hann vísar til spenvolgra laga Framsóknarflokksins um að fé- lagsaðild fari eftir búsetu. „Ég mun ekki ótilneyddur svipta þetta fólk rétt- indum, margt af því sem starfar best í félaginu. Eg minni Harald Ólaf'sson og aðra sem em á sömu skoðun á það að þingmenn flokksins em kjömir til þess að þjóna allri þjóðinni en ekki einungis afmörkuðum kjördæmum," segir Hallur. Formaður stjómar fulltrúaráðsins, Steinþór Þorsteinsson, segir að Har- aldur hafi ekki lagt þetta mál fyrir ráðið. „Ef einhver brögð em að því að fólk sem á kosningarétt í öðrum kjördæmum geti tekið þátt í prófkjör- inu hér, ef það til dæmis gæti ráðið úrslitum, þá er það auðvitað brotalöm og óæskilegt. Okkur hefur ekki borist neitt erindi um þetta en við munum athuga málið ef slíkt erindi berst.“ Upphaflega vakti Haraldur Ólafsson athygli kjömefhdar á þessari skipan mála. Kjömefnd vísar, eins og fyrr segir, til laga og samþykkta stofiiana flokksins. Eiríkur Tómasson, formað- ur kjömefndar, sagði það ekki á hennar valdi að ákveða neitt annað. Hún væri einungis til þess að fram- kvæma ákvarðanir sem fyrir lægju. Á kjörskrá í prófkjöri framsóknar- manna í Reykjavík em nú um 4.200 manns. Ýmist em það flokksmenn eða stuðningsmenn sem undirrita yfirlýs- ingu um að þeir séu ekki í öðrum stjómmálaflokki. -HERB Hallur Magnússon með undirritaðar stuðningsyfirlýsingar og inntökubeiðnir vegna þátttöku í prófkjörinu i Reykjavik. Em margir stuðningsmenn annarra fiokkar þar á meðal? mmm ^ ■■ * „Folk ur öðmm flokkum kýs í próf- kjörinu“ „Mér finnst það alvarlegt mál að fólk sem ömgglega er flokks- bundið í öðrum stjómmálaflokk- um er nú skráð til þátttöku í prófkjöri okkar framsóknar- manna,“ segir Hallur Magnússon, formaður FUF. „Ég veit um þón- okkra einstaklinga sem koma úr öðrum fiokkum í prófkjörið hjá okkur,“ segir Haraldur Ólafsson alþingismaður, einn frambjóðenda. Hann segist hafa vakið athygli kjörstjómar á þessu. „Ég veit að það er erfitt að eiga við þetta. Ef fólk hefur undirritað stuðnings- yfirlýsingu við flokkinn og að það sé ekki í öðrum flokkum, getur auðvitað verið að það hafi snúið fra villu síns vegar. Það er þá auð- vitað ágætt,“ segir Haraldui4. Hallur sagði að dæmi væm um fólk sem hefði afturkallað yfirlýs- ingar sínar þegar gengið hefði verið á það um hvort það væri í öðrum flokki. „Þetta em fyrst og fremst sjúlf- stæðismenn,“ segir Hallur, „í sumum tilfellum em það einungis makar þekktra sjálfstæðismanna, sem allir vita þó að hafa fylgt Sjálf- stæðisflokknum." -HERB Kjördæmin í slag um vara- flugvöllinn Þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra hafa lagt fram á Alþingi þingsá- lyktunartillögu um varaflugvöll fyrir millilandaflug á Akureyri. Vilja þeir að ríkisstjómin láti fara fram svo fljótt sem kostur er rækilega úttekt á mögu- leikum þess að Akureyrarflugvöllur þjóni sem varaflugvöllur. Með þessari tillögu hafa þingmenn Norðurlandskjördæmis eystra opin- berlega hafið slag um staðsetningu varaflugvallarins. Búast mú við að þingmenn Norðurlandskjördæmis vestra komi til með að berjast fyrir því að Sauðárkrókur verði fyrir val- inu. Þingmenn Austurlands munu trú- lega einnig hella sér út í slaginn og beijast fyrir því að næsta flugvallar- gerð verði nýr flugvöllur við Egils- staði. Nefrid, sem samgönguráðherra skip- aði fyrir nokkrum árum til að gera áætlun um framkvæmdir í flugmálum, hefúr lagt til að Sauðárkróksflugvöll- ur verði varaflugvöllur millilanda- flugs. Með tillögunni um Akureyrarflug- völl fylgir meðal annars grein frá Sigurði Aðalsteinssyni, framkvæmda- stjóra Flugfélags Norðurlands, en í henni segir: „Ég tel breyttar forsendur í blind- aðflugstækni og þá góðu reynslu, sem þegar er orðin af núverandi blind- aðflugi úr suðri að Akureyrarflugvelli, gera að litlu helstu rökin sem hafa orðið til þess að Sauðárkróksflugvöll- ur er nú af mörgum talinn verðandi varaflugvöllur fyrir millilandaflugið.“ -KMU Kjósendur geti krafist atkvæða- greiðslu „Sveitarstjóm er skylt að láta fara fram atkvæðagreiðslu um einstök mál ef tíundi hluti kjósenda óskar þess eða þriðjungur sveitarstjómar. I sveitarfé- lögum með færri en 1.000 íbúa skal þó miða við fjórðung kosningabærra manna," segir í lagafrumvarpi sem María Jóhanna Lárusdóttir, varaþing- maður Kvennalista, hefur flutt um um mál breytingu á sveitarstjómarlögum. „Slík atkvæðagreiðsla telst bindandi fyrir stjóm sveitarfélagsins ef tveir þriðju hlutar kjósenda taka þátt í henni og skal þá meirihluti ráða. At- kvæðagreiðslan skal fara fram sam- hliða næstu almennu kosningum í sveitarfélaginu,“ segir ennfremur í frumvarpinu. -KMU URVALIÐ ER ÓVENJU MIKIÐ Og verðið? Þú getur sleppt Glasgowferðinni. GLASGOW- FARAR - GERIÐ VERÐSAM ANBURÐ Þú borgar ekki farmiða FATALAND. Opið föstud. 10-21, laugard. 10-18. Smiðjuvegi 2, Kópavogi Símar 79866, 79494

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.