Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. Utlönd Bengt Westerberg, leiðtogi Þjóðarflokksins sænska, ber forsætisráðherranum á brýn að taka undir málflutn- ing kommúnista og hefur skorað á Carlsson til kappræðueinvígis. Carisson segist draga í efa að Westerberg hafi hæfileika til þess að gegna formennsku sænsks stjórnmálaflokks. Ingvar Carlsson, forsætisráherra og formaður sænska jafnaðarmanna- flokksins, hefur ekki enn tekið áskorun hins „vanhæfa fiokksformanns". Westerberg vill hleypa lífi í sænsk stjómmál Gunntaugur A. Jcnsaan, DV, Lundi Eftir ládeyðuna í sænskum stjóm- málum undanfama mánuði virðist nú sem Bengt Westerberg, formaður Þjóðarflokksins, sé búinn að fa nóg af kyrrstöðunni og vilji hleypa nýju lífi í tuskumar. Skoraði hann á dögunum á Ingvar Carlsson til kappræðueinvígis. Ekk- ert svar hefur ennþá borist frá Carlsson forsætisráðherra, enda hef- ur hann góðan tíma til þess að hugsa sig um. Westerberg lagði til að ein- vígi þeirra færi fram í marsmánuði næstkcfmandi. Viss viðiirkenningarvottur að ganga á hólm við formann jafnaóarmanna Vafalítið er Westerberg minnugur þess að forveri Carlssons, Olof heit- inn Palme, bar tvívegis fyrir sig tímaskorti og kom sér hjá kappræð- um við Westerberg, sem hafði manað Palme til slíkra einvíga. Það þykir mjög mikilvægt fyrir Carl Bildt, nýlega valinn formaður íhaldsflokksins, hefur verið meira í sviðsljósinu en hinir og þess ann Westerberg honum ekki. leiðtoga borgaralegu flokkanna að komast í kappræður við formann jafnaðarmanna, sem jafriframt er forsætisráðherra, vegna þess að það þykir gefa visbendingu um, hvem jafhaðarmenn telja skæðastan meðal keppinauta sinna, ef formaður þeirra hefiir svo mikið við að ganga á hólm- inn með einum þeirra. Þannig var það Ulf Adelsohn, formaður íhalds- flokksins, sem hafði heiðurinn af einvígi við Olof Palme fyrir síðustu kosningar. Áður hafði Torbjöm Falldin, formaður Miðflokksins, ver- ið álitinn hættulegasti keppinautur jafnaðarmanna. Borgaralegu leiðtogarnir keppa um sviðsljósið Samkvæmt skoðanakönnunum síðustu mánaða hefur Þjóðarflokk- urinn yfirleitt haft mest fylgi borg- aralegu flokkanna, en fhaldsflokk- urinn yfirleitt fylgt fast á eftir með litlu minna fylgi. Nú þegar íhalds- menn hafa fengið nýjan formann, nefnilega Carl Bildt, þá ríður West- erberg á því að halda sér í sviðsljós- inu. Vafalaust er það ástæða þess að hvað harðastar árásir á ríkis- stjóm jafiiaðarmanna upp á síðkast- ið hafa komið frá Bengt Westerberg. Nýjum skattaáformum líkt við eignaupptöku A dögunum hélt Westerberg því til dæmis fram að innihald ræðu, sem forsætisráðherrann flutti á lands- þingi launþegasamtakanna fyrir skömmu, hefði verið kommúniskt. - Sagði Westerberg að ræðu Carlssons væri ekki unnt að skilja á annan veg en þann að kosningarétturinn vreri hafinn yfir eignaréttinn. Það er að segja að ríkisstjóm, sem hefði yfir 50% fylgi kjósenda að baki sér, væri ekki skuldbundin til að virða eigna- réttinn. Ný skattaáform jafhaðar- mannastjómarinnar sænsku (sem Carl Bildt, formaður íhaldsflokksins, hefur líkt við einberan þjófnað) sýndu þetta sama hugarfar að sögn Westerbergs. Kalla hvor annan ýmsum nöfnum „Þetta er eimmitt það sama, sem við könnumst við úr málflutningi vinstriflokksins, kommúnistanna,, og enginn dregur í efa, að sá mál- flutningur er kommúniskur," sagði Westerberg. „En ég hef aldrei áður heyrt forystumann jafhaðarmanna- flokksins halda honum á lofti. Þar með er ég ekki að segja að Ingvar Carlsson sé kommúnisti en ég verð að fá að kalla hlutina sínu rétta nafhi þegar forsætisráðherrann tek- ur undir málflutning kommúnista.“ Ingvar Carlsson, sem fram að þessu hefur virst friðsamari í opinberri umræðu en fyrirrennari hans Olof Palme þótti, tók þessa gagnrýni mjög óstinnt upp. Sagði hann árásina mjög grófa og dró hann í efa hæfi- leika Bengt Westerbergs til þess að gegna formennsku í sænskum stjómmálaflokki. - „Ef hann kallar mig kommúnista, get ég kallað hann vanhæfan," sagði forsætisráðherr- ann. Eftir er síðan að sjá hvort Ingvar Carlsson forsætisráðherra treystir sér til þess að ganga til kappræðu- einvígis við vanhæfan flokksfor- mann. Hreðu-húsið í Ryesgade endur- skipulagt Gerð hefur verið áætlun um að breyta húseigninni að Ryesgade 58 á Austurbrú í Kaupmannahöfii þar sem styrinn stóð í haust milli hús- tökufólks og borgaryfirvalda. Ætlunin að rífa hluta hússins niður en innrétta annan hluta að nýju og gera fjörutíu íbúðir fyrir ungmenni, auk nokkurra eins herbergja ein- staklingsíbúða á jarðhæð. Flestar íbúðimar þurfa að hafa sambýli um eldhús með fleiri en einni annarri íbúð og sömuleiðis sameiginlegt bað og snyrtiherbergi. - Ætlunin er að þetta verði tilbúið til íbúðar með vorinu og þá strax byrjað að flytja inn. Það em landssamtökin Ungbo (sem kannski mætti þýða sem Bygg- ung á íslensku) sem hafa látið gera skipulag og teikningar að nýsmíð- inni þannig að löglegt verði að búa í húsinu að nýju. Þáttur í þessu skipulagi er niðurrif á hluta af álm- unum til þess að skapa meira garðrými og meiri birtu fyrir næstu hús. Það verða innréttaðar um 40 íbúð- ir auk sameigna um vaskahús, sameiginlega setustofu, skrifstofu og líkamsræktarsal. 34 íbúðir verða innréttaðar sem fimm sambýli á hverri hæð en einstaklingsíbúðir verða á jarðhæð. í annarri álmurmi verða fimm tveggja herbergja íbúðir (tveggja manna íbúðir). Húsaleigan hefur verið ákveðin 1400-1500 d. krónur á mánuði fyrir eins herbergja íbúðimar en tvöfalt það fyrir tveggja herbergja íbúðimar. Hefur verið áætlað að þessar breytingar á húseigninni muni kosta rúmlega tíu milljónir danskra króna. Byggung-samtök þeirra í Danmörku vilja rifa niður hluta af húseigninni Ryesgade 58 til þess að rýmka fyrir garði og skapa meiri birtu fyrir nábúana.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.