Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 26. NÖVEMBER 1986. Andlát Ásta Sigurjónsdóttir, sem lést 17. nóvember sl., fæddist 9. janúar 1897. Hún ólst upp á Homafirði en bjó lengst af á Ákureyri með manni sín- um, Karli Ásgeirssyni símritara. Síðustu árin bjuggu þau í Reykjavík. Ásta eignaðist þrjú böm, þau Ragn- ar, Ástu og Ásgeir. Aðalbjörn Kristbjarnarson er lát- inn. Jarðarförin fer fram frá Foss- vogskirkju föstudaginn 28. nóvember kl. 10.30. Ólafur Albertsson frá Hesteyri, síð- ast til heimilis á Hrafnistu, Hafnar- firði verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 27. nóvember kl. 15.00. Tilkyimingar Dúfnaræktarsamband íslands Ársþing DÍ var haldið að Fríkirkjuvegi 11, 29. september sl. Fundarstjóri var Sig- urður H. Ricther. Fyrir þinginu lágu mörg mál, voru þau öll afgreidd. Brýnasta málið var þó að kjósa nýja stjóm, margir voru nefndir í því sambandi, en annir og fleira háði mörgum. Niðurstaðan varð sú að Guðjón Már Jónsson var kosin formaður Dl. Hin nýja stjóm er því þannig: formað- ur: Guðjón Már Jónsson, BFA, Gíli Rúnar Marísson BFR, Þór Ólafur Ólafsson, BFA, Hannes Jónsson, BFR, og Jón Hreinsson, BFR. Varamenn: Stefán Jónsson, BFR, og Ingimar Garðarsson, BFA. Hin nýja stjóm Dúfnaræktarsambands Islands hefur þeg- ar haldið nokkra fundi, á fyrsta fundinum var lögum samkvæmt skipt niður verkum á stjómarmenn. Þess má að lokum geta að ákveðið hefur verið að halda fund að Fríkirkjuvegi 11 laugardaginn 6. des. kl. 14. Em allir félagar innan Dl, hvattir til að mæta. Danstími í íþróttafélagi fatlaðra Síðasti danstími fyrir böm í íþróttafélagi fatlaðra verður laugardaginn 29. nóvemb- er kl. 14.30. kennsla fer fram í Hátúni 12. Kennari Dagný Björk Pjetursdóttir. Heimsfrægur fiðluleikari með Sinfóníuhljómsveit íslands Gyorgy Pauk, hinn heimsfrægi ungverski fiðluleikari, leikur einleik með Sinfóníu- hljómsveit íslands á tónleikum sveitarinn- ar í háskólabíói á fimmtudagskvöld. Pauk leikur einleik í Fiðlukonsert í e-moll op. 64 eftir Mendelssohn. Önnur verk, sem flutt verða á tónleikunum, eru forleikur óperunnar Obeon eftir Weber og tónaljóð- ið Svo mælti Zaraþústra eftir Richard Strauss. Stjómandi verður grísk-þýski hljómsveitarstjórinn Miltiades Caridis. Tónleikamir á fimmtudagskvöld verða fimmtu tónleikamir af átta áskriftartón- leikum á fyrra misseri þessa starfsárs Sinfóníuhljómsveitar íslands. Jólakort Landssamtaka hjartasjúklinga Landssamtök hjartasjúklinga hafa gefíð út jólakort það sem myndin er af, en kort- ið er verk Áma Elfars listmálara og er umslagið sem fylgir merkt jólunum, sem mun vera nýmæii hér. Allur ágóði af sölu kortanna rennur til líknarmála, en svo sem kunnugt er hafa Landssamtök hjarta- sjúklinga beitt sér fyrir kaupum á rann- sókna- og lækningatækjum fyrir Landspítalann og raunar fleiri sjúkrabús. Styrkt fólk til aukinnar sérmenntunar á sviði hjartalækninga og haldið uppi fræðslu og upplýsingaþjónustu fyrir hjartasjúklinga. Skrifstofa samtakanna er í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu í Reyka- vík og er hún opin daglega kl. 13-17 og þar er aðalútsala jólakortanna. Síminn er 25744. Hallgrímskirkja Starf aldraðra í Hailgrímssókn hefur opið hús í safnaðarsal kirkjunnar á morgun, fimmtudag, kl. 14.30. Þorsteinn Matthías flytur erindi um mannlíf á Ströndum og sýndar verða litskyggnur úr Strandasýslu. Kaffíveitingar. Börn og foreldrar Bamabókadagskrá Islandsdeildar IBBY og Gerðubergs verður sunnudaginn 30. nóv. kl. 16 í Gerðubergi. Efni: Sigrún Eld- járn les upp úr bók sinni Bétveir. Þorvald- ur Þorsteinsson les úr bók sinni Skilaboðaskjóðan. Iðunn Steinsdóttir les hallsson. Hann rak áður stofu að Ny rakarastofa í Störholtl Laugamesvegi 74, þar sem Verðlistinn er Nýlega var opnuð rakarastofa að Stór- til húsa. Jón tók sér hvfld frá rakstrinum holti 1. Eigandi stofúnnar er Jón Þór- í nokkum tímaj j.i.r.u t 4 > t. > 1 , > 1 ? í gærkvöldi Helgi Daníelsson yfiriögregluþjónn „Jaðraði við skandal" I gærkvöldi horföi ég á fréttir, sem ég geri alltaf, svo og á Heiminn fyr- ir hálfri öld. Það var margt athyglis- vert í þeim þætti. Ég missti þvi miður af Návígi. En það er nú bara orðið svo að maður hefur ekki nema eitt sjónvarp og getur því miður ekki horft á allt sem í boði er á báðum stöðvum. Breytingamar á fréttatímanum var óttalegt fljótræði. Tillögumar sem liggja fyrir nú, að hafa frétta- tímana kl. 18.00-21.00-23.00, hef ég lengi haldið að væri rétta leiðin og vona nú að þær nái fram að ganga. Þeir verða einnig að vera í aðstöðu til þess að skjóta inn fréttum þegar svo ber við. Ég er mjög ánægður með ríkisút- varpið, það ber höfuð og herðar yfir allt hvað varðar fréttaflutning en ég geri mér grein fyrir því að sjónvarps- fréttimar em þyngri í vöfúm þannig að þær geta aldrei orðið eins góðar og útvarpsfréttir. Annars finnst mér ríkisfjölmiðlamir standa sig mjög vel. Stöð 2 fór heldur rólega af stað, það hafa eflaust verið byijunarörð- ugleikar. Páll boðaði harða frétta- mennsku í byrjun, ég get ekki séð almennilega hvað hann meinar með því, ætli hann viti það sjálfúr. íþróttir horfi ég alltaf á, einnig mikið á innlenda þætti. Þeir hafa verið mjög góðir að undanfömu, þá Kastljós og umræðuþætti ýmiss kon- ar en það versta við þá er að þeir skilja eftir sig fleiri spumingar en þeir svara. Því miður fannst mér í takt við tímann jaðra við skandal þegar þeir tóku hann upp á Hrafri- istu í Hafharfirði. Af hverju þarf að setja sig í stellingar og tala við gam- alt fólk eins og smáböm? Þetta em gamlir, lífsreyndir sjómenn og hafa frá mörgu skemmtilegu að segja öðm en kvenfólki og brennivíni. úr bók sinni Jólasveinarnir. Leikarar Al- þýðuleikhússins úr leikritinu Kötturinn fer sínar eigin leiðir, eftir Ólaf Hauk Sím- onarson, koma og flytja söngva. Húsið opnað kl. 15. Tónleikar Aðventutónleikar í Langholtskirkju Barnauppeldissjóður Thorvalasensfélagsins VAvv Jól ísland 1986 Jólamerki Thorvaldsensfélagsins Jólamerki Barnauppeldissjóðs Thorvalds- ensfélagsins 1986 er komið í sölu. Merkið er hannað af Ásrúnu Kristjánsdóttur myndlistarkonu. Allur ágóði af sölu merk- isins rennur til líknarmála, eins og verið hefur öll undanfarin ár, síðan fyrsta merki sjóðsins kom út árið 1913. Thorvaldsens- konur þakka af alhug öllum þeim mörgu, sem styrkt hafa starfsemi félagsins með kaupum á jólamerkinu og margvíslegum öðrum stuðningi fjárhagslega eða á annan hátt. Merkið er eins og áður til sölu hjá félagskonum og á Thorvaldsensbasar, Austurstræti 4, Reykjavflt. Einnig hefur frímerkjavarsla Pósts og síma verið svo vinsamleg að dreifa merkjum á pósthúsin og eru þau til sölu þar. Verð á merkinu er kr. 6, hvert merki og ein örk með 12 merkjum kostar því kr. 72. Lúðrasveitin Svanur heldur sína árlegu aðventutónleika nk. sunnudag 30. nóv- ember kl. 17 í Langholtskirkju. Stjómandi tónleikanna verður Kjartan Óskarsson. Efnisskráin er að venju fjölbreytt og verða flutt verk eftir W.A. Mozart, Joh. Seb. Bach, Gustaf Holst, Tomaso Albinoni og fleiri. Einnig verður flutt á tónleikunum Adagio fyrir tvö klarínett og hljómsveit eftir Franz Krommer og konsert fyrir sópr- an saxófón og hljómsveit eftir Marcello. Háskólatónleikar Sjöttu háskólatónleikar á haustmisseri verða haldnir í Norræna húsinu miðviku- daginn 26. nóvember. Ágústa Ágústsdóttir sópransöngkona og Vilhelmína Ólafsdótt- ir píanóleikari flytja þar sígaunaljóð eftir Jóhannes Brahms og þrjú lög eftir Richard Wagner. Tónleikamir hefjast kl. 12.30 og standa í u.þ.b. hálfa klukkustund. Fundir Félagsfundur SPOEX verður haldinn fimmtudagskvöldið 27. nóvember kl. 20.30 að Hótel Esju, II. hæð. Fundarefni: Baðhús við Bláa lónið. Á fundinn kemur Gunnar Gunnarsson sál- fræðingur og flytur ávarp og svarar fyrir- spumum. Félagsfundur Torfusamtakanna Fimmtudaginn 27. nóvember halda Torfu- samtökin almennan félagsfund að Litlu Tónleikar á Hvolsvelli Kristinn Sigmundsson söngvari og Jónas Ingimundarson píanóleikari munu halda tónleika í félagsheimilinu Hvoli, Hvols- velli, næstkomandi fimmtudagskvöld og hefjast þeir kl. 21. Tónleikamir era á veg- um tónlistarskóla Rangájyallsýslu en á þessu hausti era tíu ár frá stofnun hans. Af því tilefni hélt Jónas píanótónleika að Hvoli nú í október sl. Þeir Kristinn og Jónas hafa farið víða undanfarin ár en þetta mun vera í fyrsta skipti sem þeir koma fram saman í Rangárvallasýslu. Nú fyrir helgina kom út ný hljómplata með söng Kristins við undirleik Jónasar og munu þeir flytja hluta þess efnis sem þar er að finna á fimmtudagskvöldið. Á efnis- skránni verða ísl. lög, ný og gömul, erlend lög af ýmsu tagi og atriði úr óperum, m.a. Garmen og-Faust. Brekku (í veitingahúsinu Lækjarbrekku) um hið nýja deiliskipulag Miðbæjarkvos- arinnar í Reykjavík. Skipulagstillögur þeirra Dagnýjar Helgadóttur og Guðna Pálssonar verða kynntar og umræður verða á eftir. Fundarstjóri er Sigurður Líndal prófessor. Fundurinn hefst kl. 20.30 og era allir velkomnir. Núverandi stjórn Torfusamtakanna skipa Hjörleifur Stef- ánsson arkitekt, formaður, Hörður Ágústsson listmálari, Guðmundur Ingólfs- son ljósmyndari,' Jóhannes S. Kjarval arkitekt og Guðjón Friðriksson sagnfræð- ingur. Aöalfundur Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis Bifreiðastjórafélagið Sleipnir hélt aðal- fund sinn á Hótel Esju fimmtudaginn 30. október sl. Fundarsókn var góð. Fundar- menn lýstu yfir óánægju sinni með úrskurð gerðadóms sem kom seint og síðar meir við síðustu kjarasamninga. Fannst þeim ekki vera lagt mat á störf þeirra bif- reiðastjóra er annast fólksflutninga við ýmsar aðstæður. Ákváðu þeir að beita sér af alefli við að ná fram betri kjöram við gerð komandi kjarasamninga. Formaður var endurkjörinn Daníel Oskarsson og Hilmar Jónasson kosinn varaformaður. Ferðalög Útivistarferðir Helgarferð 28.-30. nóv. Aðventuferð í Þórsmörk. Það verður sankölluð aðventu- stemmning í Mörkinni. Gist í Útivistar- skálunum góðu í Básum. Gönguferðir við allra hæfi. Aðventukvöldvaka. Uppl. og farm. á skrifst. Grófinni 1, símar 14606 og 23743. Sjáumst. Basarar Kökubasar Kársnessóknar Verður í safnaðarheimilinu Borgum sunnudaginn 30. nóvember kl. Í5. Tekið á móti kökum í safnaðarheimilinu á laugar- dagskvöld frá kl. 19-22 og sunnudags- morgun milli kl. 10 og 11. Spilakvöld Spilavist Húnvetningafélagsins verður spiluð laugardaginn 29. nóvember kl. 14 í félagsheimiiinu, Skeifunni 17, 3. hæð. Þriggja daga keppnin hefst. Allir velkomnir. Tapað-fundið Gullfesti tapaðist Finnandi vinsamlegast hringi í síma 31762 eftir kl. 18. Fundarlaun. Köttur týndur frá Hraunbæ Grábröndótt fress með hvítt trýni og bringu týndist frá Hraunbæ 156 sl. mið- vikudag. Þeir sem geta gefið upplýsingar vinsamlegast hringi í síma 672714 eftir kl. 18. Afmæli Konráð Auðunsson frá Dalsseli, bóndi á Búðarhóli í A-Landeyjum, er sjötugur í dag, 26. nóvember. Hann hóf búskap á Búðarhóli 1954 ásamt eiginkonu sinni, Sigríði Haralds- dóttur frá Tjörnum í sömu sveit. Þeim varð 9 bama auðið og eru þau öll álífi. Konráð verður að heiman.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.