Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 15 Námsgreinaskipting í skólum er úrelt Skipting skólastarfs í námsgreinar hefur um langan aldur verið ríg- bundin. Námsgreinaskiptingin er framar öðru byggð á háskólagrein- um: saga, landafræði, eðlisfræði, stærðfræði, náttúrufræði o.s.frv. Sú skipting er byggð á hefð um hvað fengist er við í þessari eða hinni háskóladeildinni en tekur ekkert til- lit til þarfa bamaskóla. Háskóla- skiptingin er að auki úrelt því að engin háskólagrein er „eyland". íslenski almenningsskólinn varð ekki til fyrr en um aldamót og mót- aðist þá skólastarfið að meðtalinni námsgreinaskiptingu að danskri fyr- irmynd. Hefðir eru lífseigar, en skyldi ekkert vera athugavert við þessa skiptingu? Náttúrufræðin er ekki bara það sem segir í einni skruddu eða sögubókin samin 1915 algildur sannleikur. Viðfangsefni er heppilegri afmörkun Hugtakið samþætting kemur hjá mörgum fyrst upp í hugann þegar verið er að ræða um fráhvarf frá hinni hefðbundnu námsgreinaskipt- ingu. Með því hugtaki er átt við eins konar samfléttun námsgreinanna, tveggja eða fleiri, í eins konar heild. Sé þetta hugtak notað er þó enn gengið út frá háskójagreinunum sem viðmiðun. Miklu heppilegra er að afmarka viðfangsefni og leita efnis og aðferða á þau mið sem fengsæl eru í þeim efnum. Lífinu fyrir utan skólann er ekki skipt upp í hólf á sama hátt og á stundatöflunni þar sem eru 40 mínútna hólf fyrir móður- mál, 80 mínútna fyrir stærðfræði, 20 mínútna fyrir dönsku o.s.frv. Sem dæmi mætti nefna viðfangs- efnið umhverfi sem sækir aðferðir til margra greina náttúrufræði, sögu, ömefnafræði, landafræði, o.s.frv. Margs konar undirviðfangsefni KjaUarínn Virðingarröð námsgreina Námsgreinaskiptingin hefur átt stóran þátt í því að raða skólastarfi í virðingarröð. Sú virðingarröð er raunar nátengd þeirri fyrirlitningu sem margir hafa á öðrum aðferðum en hefðbundnum ítroðsluaðferðum. Það lýsir lítilli framsýni að telja sumt skólastarf vera hagnýtt og annað ekki, þó ekki væri fyrir aðra sök en þá að þjóðfélagsbreytingar em svo hraðar að ekki er auðvelt að segja til um hvað kann að verða gagnlegt eftir 10-15 ár. Verk- og listgreinar hafa orðið hvað verst úti í þessari röðun, m.a. af skipulagsástæðum. Þær kefjast sérstakrar aðstöðu en meiru veldur að þær em oft kenndar utan hefð- bundinnar stundatöflu og nemendur þurfa að koma sérstaka ferð í skól- ann, eða jafhvel í annan skóla. Ingólfur A. Jóhannesson, sagnfræðingur ----------------------------! mætti nefria, svo sem náttúmvemd, fomminjar og fuglalíf. Annað viðfangsefrii er útivist. Þar leitum við fanga til umhverfisfræð- anna og ýmiss konar samfélagsfræða og íþrótta. í þessum tilvikum þjóna náttúrufræðin og sagan ákveðnum tilgangi og koma til nemandans í samhengi við vemleikann. Þriðja viðfangsefnið gæti verið þróunarlönd. Þá yrði að styðjast við efhivið og aðferðir margra greina landafræðinnar auk þess sem saga og stjómmálaþróun væm undirvið- fangsefiii. Næringarfræði yrði ofar- lega á baugi. Með þessu móti fær nemandinn yfirsýn yfir efiiið en lær- ir ekki staðreyndir á stangli eins og t.d. að læra utan að öll lönd í Afr- íku. (Ég veit ekki hvort nemendur hafa einhvers staðar verið látnir gera það en algengt er að nemendm' hafi verið prófaðir í að þylja upp rússnesku ámar og firðina á Aust- fjörðum í réttri röð). „Fordómar eða vanþekking ráða of miklu um mat á námsgreinum og einstökum bók- um.“ Máltækið um að bókvit yrði ekki í aska látið ætti að vera fyrir löngu útdautt. Samt raða þó margir bók- legum greinum í röð frá hagnýtum greinum til óhagnýtra, einmitt á þessari forsendu. Ætli margir telji ekki stærðfræði gagnlegri en sögu svo dæmi sé nefht? Fordómar eða vanþekking ráða of miklu um mat á námsgreinum og einstökum bókum. Margir telja t.d. próf vera algildan mælikvarða á ár- angur skólastarfe. Ef skólastarf yrði meira skipulagt út frá viðfangsefn- um en nú er yrði að meta hvort hvert og eitt viðfangsefni hefði skilað ár- angri. - Það verður þó aldrei auðvelt að meta árangur skólastarfe á líð- andi stund. Ingólfur Á. Jóhannesson. „Lífinu fyrir utan skólann er ekki skipt upp i hóif á sama hátt og á stundatöflunni þar sem eru 40 mínútna hóif fyrir móðurmál, 80 mínútna fyrir stærðfræði, 20 minútna fyrir dönsku o.s.frv." 36 þúsund króna lágmarkslaun Kjarasamningar síðustu ára hafa verið heildarkjarasamningar sem öll verkalýðshreyfingin hefur staðið að. Ár eftir ár hefur verið lagt af stað í samninga án þess að ræða fyrst kröf- ur í einstökum verkalýðsfélögum til þess að fylkja liði í baráttunni. Kjarasamningar síðustu ára eru því fyrst og fremst á ábyrgð forystu heildarsamtaka launafólks. Foryst- an hefur æ ofan í æ hafið viðræður við atvinnurekendur án þess að hafa nokkurt formlegt umboð til þess, hvað þá að hafa í höndum mótaðar kröfur frá umbjóðendum sínum. Forystusveit verkalýðshreyfingar- innar ber ekki aðeins ábyrgð á síðustu kjarasamningum heldur ber hún einnig ábyrgð á því að knýja samningana í gegn í verkalýðsfélög- unum. Rökin hafa verið margvísleg og misjafnlega slóttug en ætíð hefur úrslitum ráðið að samningamir séu hinir bestu sem unnt hafi verið að ná fram á hverjum tíma. Síðustu árin hefur aldrei verið rétti tíminn til að berjast í kjarabaráttu, að sögn forystu heildarsamtakanna. Fyrir jólin er staðan afleit - allir í jólaundirbúningi. Eftir jól er staðan enn verri - allir skítblankir. Á vorin er ómögulegt að fara í verkfall eða aðra baráttu vegna fermingartil- stands. Á sumrin er liðið í sumarfríi og hirðir ekki um kjarabaráttu. Og á haustin eru allir eftir sig. Þannig hafa viðbárumar verið síð- ustu árin. Aldrei réttur tími til aðgerða. Raunvemleg ástæða er hins vegar sú að forystusveit hreyf- ingarinnar hefur hvorki vilja né þor til að nýta þann kraft sem býr í fjöld- anum. Forystan hefur sett sjálfa sig í stað hreyfingarinnar, síðan líta for- ystumennimir í eigin barm og segja: Það vill enginn berjast, þegar ástæð- an er sú að þeir sjálfír em ekki tilbúnir í baráttu. Prósentuhækkanir duga ekki Vegna þessa þýðir ekkert fyrir for- seta Alþýðusambandsins að koma KjáHaiiim sig umkomna að greiða. Þeir hafa aldrei átt aur þegar laun verkafólks em annars vegar. Á síðasta vetri settu Samtök kvenna á vinnumarkaði fram kröfu um 30 þúsund króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu. Miðað við hækkanir á þingmannslaunum samsvarar það 36 þúsund krónum núna. Samtök kvenna á vinnumarkaði hafa einnig lagt áherslu á fulla og hefur verkalýðshreyfingin afekrifað hluta launafólks - þann hluta sem vinnur á lægstu töxtunum - og töxt- unum einum. Án þess að hafa nákvæmar tölur giska ég á að þama sé um að ræða 15-20% af launa- fólki, mestmegnis em þetta konur en einnig em karlar í þeim hópi. Afkomumöguleikar þessa launa- fólks koma hvergi fram í meðaltals- útreikningum og línuritum. Birna Þórðardóttir skrifstofumaður „Við skulum taka höndum saman þvert yfir öll verkalýðsfélög og krefjast 36 þús- und króna lágmarkslauna fyrir dagvinnu - og fullrar vísitölutryggingar launa.“ allt í einu með undrunarsvip og gráta yfir þeim bletti sem lágu taxt- arnir em á verkalýðshreyfingunni, eins og forsetinn gerir í leiðara Vinnunnar 7. tbl. 1986 - hann ber ábyrgð á því að knýja þessa taxta í gegn. Núna þýðir ekkert að koma enn einu sinni með kröfur um „allmikla launahækkun", „talsverðar umbæt- ur“ eða „umtalsverðar úrbætur til handa þeim lægst launuðu". Núna þarf að setja fram skýrar og ákveðn- ar kröfur sem gefa ekki færi á neinum undanslætti eða reiknings- kúnstum til að réttlæta fráleita samninga eftir á. Prósentuhækkanir hafa ekkert að segja fyrir þá sem fá greitt eftir lægstu töxtum í dag. 20% hækkun á lægstu taxta leiðir til þess að þeir verða 22.800 krónur á mánuði. 30% hækkun á fiskvinnslutaxta leiðir til þess að hann verður 141.70 á tím- ann. Hvers konar laun em það? Allir vita að þau nægja ekki til að halda uppi heimili. Núna verður að setja fram kröfur sem taka mið af okkar þörfum - ekki því hvað atvinnurekendur telja óskerta vísitölutryggingu launa - það er eina trygging sem við höfum til að viðhalda umsömdum kaup- mætti út samningstíma. Hluti launafólks hefur verið afskrifaður Við skulum hafa í huga að í raun Það verður að hafna þessu ábyrgð- arleysi sem síðustu kjarasamningar hafa leitt yfir verkalýðshreyfinguna. Það verður að neita þeirri sérhyggju og þeim mannfjandsamlegu sjónar- miðum sem láglaunastefha síðustu ára hefur leitt af sér. Ömurlegir launataxtar hafa leitt „Prósentuhækkanir hafa ekkert að segja fyrir þá sem fá greitt eftir lægstu töxtum i dag. 20% hækkun á lægstu taxta leiðir til þess að þeir verða 22.800 krónur á mánuði. 30% hækkun á fiskvinnsiutaxta leiðir til þess að hann verður 141,70 á tímann. Hvers konar laun eru þaö? Allir vita að þau nægja ekki til að halda uppi heimili." til þess að allir sem vettlingi geta valdið hafa reynt að skríða upp úr töxtunum og áfram, án þess að hirða um náungann sem eftir situr - það er það versta sem launastefna síð- ustu ára hefur haft í för með sér. Þess vegna er lífenauðsyn fyrir verkalýðshreyfinguna að komið verði í veg fyrir að enn einu sinni verði samið um launataxta sem ekki er nokkur leið að lifa af. Við reiknum ekki sigur Hagfræðingar verkalýðshreyfing- arinnar hafa setið í rúm þrjú ár og reiknað heppileg meðaltöl - að und- anfömu hafa þeir reynt að reikna út hvað fólk fær í laun - að meðal- tali - án nokkurs tillits til vinnunnar sem liggur að baki. Reynt er að telja okkur trú um að þetta sé leið hinnar vitrænu verkalýðsbaráttu. En við höfum útkomuna fyrir augunum - blettinn sem forseti Alþýðusam- bandsins talaði um. Kjarabarátta er ekki talnaleikfimi. Kjarabarátta er barátta launafólks við atvinnurekendur og þar vinnast engir sigrar nema sá kraftur sem býr í íjöldanum verði nýttur. Við skulum taka höndum saman þvert yfir öll verkalýðsfélög og krefj- ast 36 þúsund króna lágmarkslauna fyrir dagvinnu - og fullrar vísitölu- tryggingar launa. Við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af launum sem eru þar fyr- ir ofan. Það hefur margoft komið í ljós að þeir sem em í aðstöðu til að semja betur en taxtar segja til um, þeir munu verða í slíkri aðstöðu áfram þótt lægstu laun verði mann- sæmandi. Þessum kröfum ná engir fram fyr- ir okkur. Ekki hagfræðingamir sem halda að styrkur verkalýðsbaráttu felist í fínni tölvusamsteypu. Það þarf ekki nema eitt handtak til að aftengja tölvumar. En, það þarf fleiri en eitt og fleiri en tvö handtök til að stöðva virka verkalýðsbaráttu. Birna Þórðardóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.