Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 20
STRIK 20 MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. Iþróttir Fjallið fært úr stað Hin ævafoma og geysivinsæla íþrótt í Japan, sumo, gengur ekki aðeins út á kíló og meiri kíló eins og halda mætti þegar maður sér mynd af sumoglímumönnum. Menij þurfa líka að vera snöggir og útsjónarsamir. Það 9ást best í hinu árlega sumomóti í Fukuóka í Japan á dögunum en það stóð yfir í heila 15 daga. Þar áttust við í einni glímunni Davíð og Golíat, eða hinn 115 kílóa þungi Kirishima og sumomaðurinn Ósi- grandi, hinn 225 kílóa þungi Atisanoe. Sá „litli“ náði öllum að óvörum - og þó líklega mest Atisanoe sjálfum - að koma hon- um út úr hringnum. Sést það hér á þessari mynd og eftir henni að dæma hefur „sá litli“ þurft að taka heilmikið á til að koma þessu fjall' af stað, hvað þá alla leið úr úr hringnum. -klp Víkingar gegn Gdansk Víkingar eiga að leika gegn pólska liðinu Wybrzeze Gdansk í 8 liða úrslitum Evrópukeppni meistaraliða í handknattleik en dregið var í Basel í Sviss í gær- morgun. Það er álit margra að Víkingar hafi verið nokkuð heppnir og að Gdansk hafi á að skipa slakasta liðinu af þeim sem Víkingur gat hugsanlega dregist gegn. Hinir þrír leikimir í 8 liða úrslitunum verða Tusem Essen, V-Þýska- landi-Dukla Prag, Tékkóslóvakíu, Empor Rostock, A-Þýskalandi- Metaloplastika Sabac, Júgóslavíu, og SKA Minsk, Sovétríkjunum Rauða Stjaman, Júgóslavíu. Fyrri leikimir fara fram 5.-11. janúar og síðari leikimir viku síð- ar. -SK Atli mætir Hughes og Gary - í Krefeld í kvöld „Það er mikill hugur í mönnum fyrir leikinn gegn Barcelona og ef við náum upp góðri stemmningu þá getum við vel lagt spánska liðið að velli," sagði Atli Eðvaldsson, sem mun leika með Bayer Uerdingen gegn Barcelona í 16-liða úrslitum UEFA bikarkeppn- innar í kvöld. „Það er nú þegar uppselt á leikinn. 35 þús. áhorfendur verða hér í Krefeld. Þá kom til greina að leika i Dússeldorf þar sem 70 þús. áhorfendur geta mætt. Hætt var við það þar sem við vildum frekar leika á hinum litla heimavelli okkar,“ sagði Ath. Það er óvíst að Herget geti leikið •Baldvináfram hjá Þór Baldvin Guðmundsson, mark- vörður Þórsliðsins í knattspymu, sem var ákveðinn í að hætta að leika með Þór, er hættur við að hætta. Baldvin mun því verja mark Þórsliðsins í 1. deildar keppninni næsta sumar. -sos Lineker í UEFA keppninni í vöminni hjá Uerdingen þar sem hann meiddist aftur í leiknum gegn Bayem - tognaði. Barcelona kom með alla sína sterkustu leikmenn til V-Þýska- lands i gær. Tíu landsliðsmenn leika með spánska félaginu og þar í hópi em Gary Lineker og Mark Hughes. „Við munum gera allt til að fá ekki á okkur mark en skora eitt til tvö mörk sjálfir. Ef það tekst þá eigum við möguleika á að komast áfram," sagði Atli. Atli og félagar hans hjá Uerdingen kvöddu eiginkonur sínar upp úr há- degi í gær. Þeir gistu saman á hóteli í Krefeld í nótt. -SOS •Per Skánip í Noregi Per Skámp, þjálfari Framliðsins, er nú staddur í Noregi. Hann er í danska landsliðshópnum sem tek- ur þar þátt í sterku sex þjóða móti. Leif Mikkaelsen, landsliösþjálfari Dana, valdi Skámp í landsliðshóp sinn þar sem hann frétti að Skámp væri í mjög góðri æfingu sem leik- maður og þjálfari Fram. -SOS GR-svemn vakti mikla athygli á Evrópumótinu í golfi á Spáni - GR-sveitín hafnaði í 6. sæti og Hannes á 12. besta skorinu „Það má segja að þetta hafi gengið mjög vel og strákamir spiluðu gott golf. Þeir slógu yfirleitt betur en keppinautar þeirra en þegar kom á flatimar (grínin) gekk ekki eins vel, einfaldlega vegna þess að strákamir vom þá að leika á mjög ólíkum flötum og þeir eiga að venjast hér heima,“ sagði Björgúlfur Lúðvíksson, fyrirliði GR-sveitarinnar í golfi sem hafiiaði í 6. sæti á Evrópukeppni klúbbliða í golfi sem lauk á Spáni um síðustu helgi. Vestur-Þjóðverjar urðu Evróumeist- arar, léku á 585 höggum sem er nýtt mótsmet. Frakkar urðu í 2. sæti á 593 höggum og Englendingar þriðju á 596 höggum. Walesbúar léku á 599 högg- 'v um og urðu í fjórða sæti og Svíar höfriuðu í 5. sæti á 614 höggum. GR- •Sveit GoHklúbbs Reykjavíkur sem náði 6. sætinu á Spáni. Frá vinstri: Hann- sveitin lék á 615 höggum í 6. sæti og es Eyvindsson, Ragnar Ólafsson, Sigurður Pétursson og Björgúlfur Lúðvíksson, er það einu höggi betri frammistaða fyrirliði sveitarinnar. en í fyrra þegar GR-sveitin lék á 616 höggum og hafnaði í 4. sæti. Hannes í 12. sæti Hannes Eyvindsson náði bestum árangri strákanna en hann lék 72 hol- umar á 308 höggum og hafhaði í 12. sæti yfir besta skor 60 einstaklinga á mótinu. Ragnar lék á 311 höggum og varð í 16. sæti og Sigurður Pétursson lék á 313 höggum og varð í 20. sæti. Þetta er mjög góð frammistaða þegar á allt er litið og GR til mikils sóma. • Þess má geta að fjöldi manns kom að máli við Björgúlf fyrirliða Lúðvíks- son á meðan keppnin stóð og að henni lokinni og fékk GR-sveitin mikið lof fyrir einstaklega snyrtilegan og nít- ískulegan klæðaburð og einstaka framkomu á golfvellinum. -SK ' Sanitas h.f. hefur nú fyrst íslenskra fyrirtækja hafið framleiðslu á gosdrykkjum í handhægum 3i Diet Pepsi og á næstunni munu fleiri vinsælar tegundir fylgja í kjöifarið s.s, 7UP, Diet 7UP, Mix,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.