Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 13 Sippað til að fa orku í kroppinn Komið er á markaðinn nýtt Power Tone orkusippuband. Orkusippu- bandið, sem er rétt um 1 kg ó þyngd, líkist helst gúmmíslöngu en innan í er kaðall (polyethylene). I hvoru handfangi eru þrjú hólf fyrir jafn mörg lóð (227 g hvert) sem hægt er að setja í eitt af öðru og þyngja þann- ig bandið smám saman. Það virkar óþjált en galdurinn felst í því að hreyfa hendumar í stóra hringi þeg- ar sippað er í stað þess að snúa Sippað heima i stofu með orku- sippubandinu. úlnliðunum. Árangurinn verður sá að efri hluti líkamans þjálfast sér- staklega vel (axlir, bijóstvöðvar o.s.frv.). Með því að stjóma hraðan- um, tímalengdinni og þyngd bands- ins getur jafnt óvant fólk sem vant íþróttafólk náð góðum árangri. Hjartað og lungun þjálfast einnig og samkvæmt prófunum, sem fram- kvæmdar hafa verið í Kanada, er fátt sem gefur jafn alhliða áreynslu og orkusipp. Æfingatíminn er frá S'A mín. fyrir byijendur, þá er miðað við 30 sek. sipp og 30 sek. hvíld til skiptis, allt upp í 12-15 mín. hjá íþróttafólki - annan hvem dag. Orkusippubandið var fundið upp í Kanada 1985 og hefur það náð mikl- um vinsældum í heimalandinu. Það ó einnig vaxandi vinsældum að fagna víðs vegar í heiminum. Einar Thoroddsen læknir var feng- inn til að segja álit sitt á orkusippu- bandinu eftir að hafa notað það í sex vikur. „Ég er búinn að sippa með orkusippubandinu í sex vikur og er enn sem komið er mjög ánægður með það. Að mínu mati verður þolið betra og þetta styrkir likamann að flestu leyti. Sérstaklega á það við efri hluta líkamans sem stælist vel fró úlnliðum upp i háls. Hjartsláttur- inn örvast mikið við æfingamar án þess að þær séu mjög erfiðar. Það hefur aldrei verið leiðinlegt að sippa, hins vegar er oft leiðinlegt að gera margar aðrar æfingar eins og t.d. að erfiða ó þrekhjóli og bíða eftir að kílómetramælirinn hreyfist, auk þess sem orkusippið veitir líkaman- um betri alhliða þjálfun. Sem upphitun fyrir keppni er þetta gott og fljótlegt ef fólk þorir að láta sjá sig á almannafæri með svo þykkt sippuband. Að lokum mætti nefria að ég hef ekki þurft að leggja mig eins mikið eftir vinnu á kvöldin síð- an ég byrjaði að sippa. Það sýnir vissa aukningu andlegs og líkamlegs þreks, eða hvað?“ Vegna þess að sippað er með orku- sippubandinu á annan hótt en gert er venjulega má nota sama bandið fyrir alla sem em 137-208 cm á hæð. Power Tone orkusippubandinu fylg- ir handbók ásamt íslenskum leiðar- vísi. Verð á bandinu ásamt sex lóðum er á bilinu 2900-2990. BB Einar Thoroddsen hafði ýmislegt til málana að ieggja um orkusippu- bandið. Jólabjöllur Jólabjöllur, annaðhvort hvítar á rauðu eíhi eða rauðar á hvítu eða bláu efni. Getur verið hvort sem er á dúk, renning, bamasmekk eða framan á póstpoka. Neytendur Svava Ingóltsdóttir skammtar kartöflusalat á diskinn. í eldhúsinu með DV: Léttreyktur lundi Á dögunum var boðið upp á reyktan lunda i eldhúsi DV. Þetta var mjög góður matur, óvenjulegur á bragðið. Leit út eins og rjúpa en var ekkert líkur henni á bragðið. Lundinn var léttreyktur, ættaður frá Vestmanna- eyjum, en hann verður seldur í Kaupstað í Mjóddinni og kostar um 50 kr. stykkið. Þriggja tíma suða Það er ekki hægt að matreiða lund- ann í grænum hvelli því það þarf að sjóða hann í um 3 klst. Það má ýmist gera í ósöltu vatni eða blöndu af vatni og maltöli, einn á móti einum. Við höfðum kartöflusalat með soðn- um lundanum, grænar baunir, flat- brauð með smjöri og hrátt grænmeti eftir smekk hvers og eins. Kartöf- lusalatið átti vel við reykta lunda- bragðið. Einnig er hægt að matreiða lunda eins og rjúpu, það er sjóða hann eins og fyrr segir og búa til brúna sósu úr soðinu, bæta í hana svolitlum rjóma og bera fram rauðkól og sykurbrúnað- ar kartöflur, sultu og rauðrófur. Loks er enn hægt að bera lundann fram með soðnum kartöflum og gul- rótum eða með hvítri sósu, grænum baunum og rófustöppu. -A.BJ. Með lundanum var borið fram kartöf- lusalat, grænar baunir, flatbrauð með smjöri, hrátt hvitkál, gulrætur, agurk- ur, tómatar og appelsínur. DV-myndir Bjarnleifur Bjarnieifsson MYNDUSTARTILBQÐ Listunnendur -r ssssasMt-’ «• *— 2200 krónur. númeruöum og óntuðiuu T« s^fofsoiu í smáauglýslngadeild, þverholti 11, sími 27022, w. 9-17 alla virka daga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.