Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1986, Blaðsíða 37
MIÐVIKUDAGUR 26. NÓVEMBER 1986. 37«.. Sviðsljós Sveittur og loðinn eins og konungur rokksins - Liberty Mounten í Broadway á föstudagskvöldið. Tilburðirnir minntu á hreyfingar Elvis og söngurinn lika. Elvis í Las Vegas hét sýningin sem Liberty Mounten hélt í Broadway um helgina. Aðdáendum rokkkóngsins sáluga til óblandinnar ánægju flutti Liberty flest vinsælustu og þekktustu lögin hans og spannaði sýningin aðallega tímabil það er Elvis Presley kom fram í Las Vegas. Undirleik annaðist átta manna hljómsveit hans, DE SOTO. Konurnar í lífi Dons Johnson: Flókinn en æsandi Don Johnson (Miami Vice) hefur skotið Tom Selleck (Magnum) ref fyrir rass og er nú orðinn mesta aðdráttaraflið á skjánum. Konurn- ar í lífi Dons kunna skýringu á því. Móðir sonar hans og fyrrver- andi sambýliskona, Patti D’arban- ville, segir hann alltaf hafa verið gæddan þeim eiginleikum sem þarf til þess að verða stjama. Það hafi bara tekið Hollywood langan tíma að gera sér grein fyrir því. Að sögn Patti er Don dásamlegur faðir, hann sé reyndar mjög flókin mann- gerð en óneitanlega spennandi. Don var fyrsta ástin hennar Donyu Fiorentini sem nú er í slag- togi með Andrew Ridgeley í Wham. Donya hefur verið ástkona Dons af og til og segir hún hann hafa sérstakt lag á því að láta henni líða eins og hún sé alveg sérstök. Undir það tekur Olivia Brown sem leikur með Don í Miami Vice. „Það skiptir engu máli hvort kon- an er stór, feit, hvít eða svört, hann kemur eins fram við þær allar. Don er fæddur daðrari," segir hún. „Hann horfir á mann á alveg sér- stakan hátt og bara það hvernig hann snertir olnbogann á manni er æsandi.“ Don Johnson var fyrsta ástin hennar Donyu Fiorentini og enn þá laetur hann henni líða eins og hún sé alveg sérstök, að því er hún fullyrðir. segir Olivia Brown (Miami Vice) um kvennagullið Don Johnson. Patti D'arbanville, barnsmóöir Dons, segir hann vera umhyggjusaman föður og spennandi manngerð. Ólyginn sagði... Timothy Dalton leikur James Bond í fimmtándu Bondmyndinni sem fengið hef- ur heitið „The Living Daylight". í heimalandi sínu, Englandi, hefur Timothy getið sér góðan orðstír sem Shakespeareleikari svo að honum virðist flest til lista lagt. Timothy er sagður mjög hlédrægur, hann reykir ekki, drekkur ekki og hann ku hafa óbeit á samkvæmum. Það kemur greinilega til með að reyna á leikhæfileikana í James Bond myndinni. Ilona Grubel man varla hvernig Sascha Hehn, hann sem leikur eigin- manninn Udo í Svartaskógi, lítur út, hvað þá hvernig það var að kyssa hann. Hún lítur engan annan en eiginmanninn hýrum augum nema ef vera skyldi son þeirra hjóna. Ilona er menntaður sálfræðingur þannig að um- hverfið í Svartaskógi var henni ekki með öllu ókunnugt. Reyndar hefur hún langan leik- feril að baki, var aðeins fimm ára þegar fyrsta kvikmyndahlut- verkið bauðst, fjórtán ára var hún komin með eigin umboðs- mann og átján ára hlaut hún eftirsótt verðlaun. Stacy Keach er fyrrverandi fangi og við upp- töku á einum þætti í Mike Hammer sjónvarpsseríunni var Mike kastað I steininn. Óljúfar endurminningar hrjáðu þá Stacy en hann sat sjálfur nokkra mánuði í fangelsi I Bretlandi þar sem hann var sekur fundinn um eiturlyfjasmygl. Heimtaði sjón- varpsstjarnan að allar senur innan veggja fangelsins yrðu teknar með dyrnar opnar upp á gátt. Vonandi er Stacy jafn- hræddur við eiturlyf eins og lokaðar dyr eftir þessa lífs- reynslu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.