Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Utlönd Eltefu fonist Að minnsta kosti ellefu manns fórust og ekki er vitað hversu margir meiddust þegar eldur kom upp í stóru hóteli í Bangkok, höfuð- borg ThaUands, snemma á nýárs- dag. Eldurinn iæsti sig um nokkrar af niu hæðum hótelsins og þótt flestir gestir þess kæmust út fórust að minnsta kosti ellefu, flestir þeirra erlendir feröamena Slökkvistarf í hótelinu gekk greiðlega en ekki er vitað hvað olli eldsvoðanum. Stjómarerínd- reki myrtur Jóhannes Páll pðfi II. heilsar einum fátæklinganna sem hann snæddi með í gærkvöldi í páfagarði. Simamynd Reuter Ufðu á hnetum og einu rúnnsfykki Tvær stúlkur, sem sátu í tíu daga fastar í bíl sínum umkringdum snjó í austurhluta Arizona í Bandaríkj- unum, lifðu á einu rúnnstykki og hnetum þar til hjálp barst. Stúlkumar, sem voru átján og nítján ára gamlar, fundust á laug- ardaginn og var þá flogið með þær á sjúkrahús þar sem þær era í meðferð vegna kals. Síðast sást til stúlknanna á Þor- láksmessu og voru þær þá á leið heim úr skíðafer ð. Þær villtust hins vegar og festust í snjó á fjallvegi sem lokaður er að vetrarlagi. Talsvert frost var á þessum slóð- um en stúlkumar komust lifs af með því að halda kyrru fyrir í bíln- um. Þær voru klæddar í skíðagalla og meðferðis höfðu þær hnetupoka og eitt rúnnstykki sem þær skiptu Faðir annarrar stúlknanna, sem komust lífs af eftir að hafa setið fastar í á milli sin. bíl sínum á fjallvegi í tíu daga, fagnar dóttur sinni. simamynd Reuter Wielsputz til bana og skildi lík hans eftir á Avenue de New York, götu í íbúðarhverfi á bökkum Signu. Vegforandi, sem fann líkið, gerði lögreglu viðvart. Var Wielsputz flutt- ur á hersjúkrahús í grennd við tilræðisstaðinn og þar var hann lýst- ur látinn. Haft er eftir heimildum í sjúkra- húsinu að nokkrar byssukúlur hafi fundist í líki hans en ekki hefur reynst unnt að staðfesta hverrar gerðar morðvopnið var. Aö sögn talsmanns lögreglunnar fannst umslag með nafni samtaka Kúrda á líki stjómarerindrekans. Ekki fékkst hins vegar staðfest að Kúrdar bæm ábyrgð á morðinu. Lengst við völd V-þýskur stjórnarerindreki var í morgun skotinn til bana á götu úti í París. Að sögn frönsku lögreglunnar er talið að Siegfried Wielsputz, liðlega þrítugur sendiráðsritari við sendiráð V-Þýskalands í París, hafi orðið fyrir árás eins eða tveggja vopnaðra manna um klukkan þrjú í nótt. Skaut tilræðismaðurinn, eða mennimir, Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, hefur nú setið lengur í þessu æðsta embætti breskra stjómmála en nokkur annar sfjómmála- maöur í sögunni. Thatcher hefur verið við völd í átta ár og tvö hundrað flörutiu og fimrn daga. Um helgina kvaðst Thatcher vera stolt af þessu afreki sínu en vildi hins vegar ekki tjá sig um gagnrýni sem hún mætti viö þessi tímamót. Páfi snæddi með fátækum Fyrsta ávés ársins íraskar herflugvélar gerðu fyrstu árás nýja ársins á skip á Persaöóa á laugardagþegar þær skutu flug- skeyti á fiutningaskip frá Móltu. Skipiö var að flytja varning frá Kuwait Talið er að árásin hafi ve- rið gerö fyrir mistök. { fréttum frá Persaflóa segir að flugskeyti hafi hitt flutningaskipið Alga, sem er liðlega tuttugu og sex þúsund tonna vöruflutningaskip, á stjórnborða. Skeytið skildi eftir sig gat á skrokk skipsins, uin 1,3 metra í þvermál. frakar hafa til þessa því aðeins skotið á önnur skip en þau sem flytja oliu frá íran að um mistök hafi verið að ræða og talið er að svo hafi verið í þetta sinn. Níu fórust í bílslysi Nfu manns fórast í slysi sem varð á hraðbraut skammt frá borginni Chartres í Frakklandi á gamlárs- dag. í slysinu rákust ellefu bifreið- ar saman á þjóðveginum, í reykjarmekki sem lagði yfir veginn frá biluðum bll. Viö áreksturinn kviknaði í nokkram bifreiðanna og brunnu ökumenn og farþegar í þeim til bana. Jóhannes Páll páfi II. snæddi í gær kvöldverð með rúmlega hundrað fá- tæklingum og heimilislausum. Er það í fyrsta sinn í nútímasögu sem páfi snæöir með fátækum innan páfagarðs. Að sögn heimildarmanna innan páfagarðs var páfa fagnað með lófa- taki.er hann sté inn í matsalinn þar sem borið var fram pasta, kjöt, ávext- ir og vín. Áður en sest var að borðum hafði páfi rætt við hvem og einn matargestanna um vandræði þeirra. Páfi er sagður hafa lýst yfir þeirri löngun sinni að fá að eyða kvöldi með þeim fjölmörgu sem þiggja ókeypis máltíðir kirkjunnar í Róm. Meðal þeirra hundrað og þrjátíu sem þátt tóku í máltíðinni vora þijú böm, tveir blindir menn frá Zaire og ungur guðfræðistúdent frá Fíla- beinsströndinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.