Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 17
16 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Iþróttir England - önnur deild Aston Villa trónir eitt á toppnum - markaregn í Leicester Tottenham vann Watford 2-1 og skoraði Clive Allen fyrra markið en hinn ungi leikmaður Paul Moran síð- ara markið. Mark Morris skoraði fyrir Watford. Terry Fenwick, sem Tottenham keypti frá QPR í vikunni, stóð sig mjög vel í vörn Tottenham. Tottenham lék einnig gegn Cheisea og náði einu stigi í markalausum leik. Clive Allen fékk besta færi leiks- ins en skoti hans var bjargað á línu. • Þá er einungis ógetið leiks New- castle og Sheffield Wednesday sem þótti nokkuð góður. Newcastle tók tvisvar forystu og var Paul Goddard, besti maður leiksins, að verki í bæði skiptin en Brian Marwood og Lee Chapman jöfnuöu samstundis. • Aston Villa, sem hefur ekki tap- að nema einum leik af síðustu tuttugu og tveimur, hefur nú komið sér makindalega fyrir á toppi 2. deild- ar og er með 52 stig. Crystal Palace er í öðru sæti með 49 stig, jafnmörg og Middlesbro og Millwall. Það hefur því orðið breyting á toppnum frá því fyrir tveimur mánuðum er Bradford og Hull voru efst. Blackbum, sem hefur ekki tapað í síðustu 17 leikjum sínum, er á hraðri uppleið og er með 48 stig ásamt Bradford. • Mikið hefur verið skorað í síð- ustu fjómm leikjum Crystal Palace. Palace hefur unnið tvisvar 3-2 en einnig tapað 3-2 og gert 4-4 jafntefli í Leicester. Sá leikur var sýndur beint í íslenska sjónvarpinu. Aston Viila hefur nú unnið tíu af fimmtán leikjum sínum á útivelli en árangur- inn heima fyrir er ekki eins sannfær- andi. Leeds, sem vann sex leiki í röð, tapaði gegn Hull í gær. Manchester City hefur tapað fjórum síðustu leikj- um sínum á heimavelli og Stoke hefur tapað tveimur síðustu leikjum sínum á heimavelli en unnið tvo síð- ustu útileiki sína stórt. -EJ Erfið keppnisför að baki Knattspyrnulandslið íslendinga, U-18, lenti í 6.-7. sæti á fjölþjóðlegu knattspyrnumóti sem háð var í ísrael milh jóla og nýárs. Úrslit urðu þessi í leikjum íslendinga: ísland-ísrael...................0-1 Ísland-Pólland..................0-3 jsland-Sviss....................3-2 Ísland-Kýpur....................2-1 Ísland-Ungveijaland............0-1 í spjalli við DV kvaðst Sveinn Sveins- son, formaður unglinganefndar KSÍ, mjög ánægður með frammistöðuna. Kvaö hann árangur liðsins framar öllum vonum. Sagði hann strákana hafa spilað mjög vel þrátt fyrir að keppnistímabilið væri löngu afstaðiö hér heima. -JÖG Enska knattspyman Fyrsta deild - úrslit Önnur deild - úrslrt A nýársdag Liverpool-Coventry......4-0 Luton-Chelsea...........3-0 Man. United-Charlton....0-0 Norwich-West Ham........4-1 Noth. Forest-Newcastle..0-2 Portsmouth-Arsenal......l-l QPR-Southampton.........3-0 Shef. Wed.-Everton......1-0 Tottenham-Watford.......2-1 Wimbledon-Derby.........2-1 Á laugardag Arsenal-QPR.............0-0 Chelsea-Tottenham.......0-0 Newcastle-Shef. Wed.....2-2 Oxford-Wimbledon........2-5 Watford-Man. United.....0-1 West Ham-Luton..........1-1 Á sunnudag Everton-Noth. Forest....1-0 Southampton-Portsmouth...0~2 Staðan l.deild Liverpool N. Forest Arsenal Man. Utd. Wimbled. QPR Everton Luton Tottenham S. Wed. Chelsea Newcastle Southam. West Ham Norwich Derby Coventry Portsm. Oxford Charlton Watford 22 17 22 13 24 12 23 11 24 11 24 11 24 11 5 0 55 4 5 44 ■ 6 6 36- 9 3 36 7 6 38 ■ 7 6 30 - 7 6 33- 5 9 31 - 5 10 24 - 4 11 28 - 6 10 31 - 8 8 28 - 7 9 31 - 9 9 27 3 13 23 - 6 10 20 - 6 10 22 - 9 10 22 - 4 13 26 - 7 12 21 - 6 13 15 - 11 56 19 43 21 42 22 42 28 40 27 40 16 40 26 32 27 32 38 31 39 30 35 29 36 28 34 27 30 24 27 24 36 24 40 24 44 22 34 19 31 18 Á nýársdag Aston Villa-Hull........5-0 Blackbum-Shef. United...4-1 Boumemouth-Birmingham 4-2 Crystal Palace-Bamsley..3-2 Leeds-Bradford...........2-0 Millwall-Leicester......1-0 Oldham-Middlesbro.......3-1 Plymouth-Reading.........1-3 Shrewsbury-Huddersfield ...3-1 Stoke-Ipswich...........1-2 Swindon-WBA..............2-0 Á laugardag Bamsley-Aston Villa.....1-3 Birmingham-Swindon......1-1 Bradford-Stoke..........1-4 Huddersfield-Blackbura...1-2 Ipswich-Millwall........1-1 Leicester-Crystal Palace.4-4 Man. City- Shrewsbury...1-3 Shef. United-Oldham.....0-5 WBA-Plymouth............1-0 Á sunnudag Hull-Leeds..............3-1 Staðan A. Villa C. Palace Middlesbr. Millwall Blackbum Bradford Ipswich Hull Leeds Man. City Swindon Bamsley Plymouth Stoke Birmingh. Oldham Boumem. Sheff. Utd. W. Brom. Shrewsb. Leicester Reading Huddersf. 2. deifd 28 14 10 4 45 ■ 27 15 4 7 4 9 27 14 28 15 27 13 28 14 27 13 27 13 28 12 27 12 26 12 26 10 28 10 28 10 8 60 6 37 9 47 5 38 6 8 42 7 7 40 9 5 40 8 8 38 6 9 55 5 9 48 6 10 40 6 12 43 6 12 33 8 11 29 7 12 32 7 12 36 6 15 30 5 16 32 • 10 13 26 6 14 33 6 15 28 8 16 30 24 52 43 49 20 49 35 49 26 48 35 48 26 46 32 48 35 44 38 42 36 41 36 36 43 36 38 36 42 35 37 31 43 31 50 27 48 26 40 25 41 24 48 21 66 20 Urhelli var mikið í Englandi um áramótin og þurfti að fresta leikjum af þeim sökum. Vellir voru blautir og þungir og bar knattspyrnan þess merki. Á mýndinni má sjá tvo leikmenn etja kappi um boltann í einum vatnselgnum. Hátiðaknattspyrna hjá Liverpool - liðið höf nýtt Liverpool hóf nýtt ár með 4-0 sigri á heimavelli. Newcastle var lagt, 4-0, í síðasta leik ársins 1987 og Coventry með sömu markatölu í fyrsta leik ársins 1988. Liverpool hefur nú 56 stig og er með 13 stiga forystu á næsta liö, Nottingham Forest, sem náði engu stigi um áramótin úr tveimur leikjum. Arsenal er í þriðja sæti með 42 stig, fékk tvö stig úr sínum leikj- um, en Manchester United er í fjórða sæti meö 42 stig og fékk fjögur stig um áramótin. Aston Villa hefur skot- ist upp í efsta sæti 2. deildar með góðum sigrum undanfarið, er með 52 stig, en Crystal Palace er með 49 stig í öðm sæti ásamt Middlesbro og Millwall. Liverpool eykur enn forystuna Nú era veðmangarar í Englandi hættir að gefa út spár meö Liverpool- liðinu því yfirburðir þess eru slíkir að ekkert hð er tahð geta nálgast það að stigum. Liverpool lék gegn Cov- entry á fyrsta degi ársins og sigraði, 4-0. John Aldridge skoraði 19. mark sitt á þessu keppnistímabili, Peter Beardsley skoraði tvö mörk og Ray Houghton skoraði eitt mark. Leik hðsins gegn Derby var frestað vegna veðurs en miklar rigningar voru á Bretlandseyjum um helgina og varð að fresta nokkrum leikjum. • Leikmönnum Arsenal gengur illa að skora mörk um þessar mund- ir. Liðið fór til Portsmouth til þess að spila gegn Alan Bail og leikmönn- um hans. Arsenal var heppið að tapa ekki leiknum. Terry Connors skoraði fyrir Portsmouth á 8. mínútu eftir mikil mistök Tony Adams sem gaf misheppnaða sendingu á mark- manninn Lukic, sem síðar átti eftir að koma við sögu, því hann varði slælega tekna vítaspymu frá Kevin Dihon rétt fyrir lok leiksins. Þá var staðan jöfn því Alan Smith, sem kom inn á sem varamaður, jafnaði fyrir ar meðfræknum sigri Arsenal á 80. mínútu. Jafntefh og. einnig jafntefh daginn eftir á heima- velh gegn Q.P.R. Ekkert mark var skorað í þeim leik. Arsenal var betra hðið og fékk tvö tækifæri á móti hveiju einu hjá Q.P.R. Arsenal hefur því gefið eftir í baráttunni um Eng- landsmeistaratitihnn undanfarið. Barg Hrói höttur Newcastle? Þeir era margir íbúamir í borginni Nottingham sem trúa því að Hrói höttur hafi gengið aftur á nýársdag og rænt Nottinghamliðið öllum stig- unum þremur til að gefa fátæka liðinu Newcastle. Úrshtin og leikur- inn gáfu það fyllilega til kynna því Nottinghamliðið átti leikinn alveg og gerði aht nema skora mark. Paul Gascoigne og Mirandinha tókst það hins vegar og sigraði því Newcastle. Nottingham Forest lék einnig gegn Everton og tapaði, 1-0. Leikurinn var mjög fjöragur og áttu bæði hðin fjölda markfæra. Wayne Clarke skoraði eina mark leiksins á 14. mín- útu með kollspyrnu og átti síðar skot í stöng. Everton lék gegn Sheffield Wednesday á nýársdag og tapaði, 1-0, og skoraði Mark Proctor eina mark leiksins. Liðin leika aftur á laugardaginn í bikarkeppninni og verður leikurinn sýndur beint í ís- lenska sjónvarpinu. • Manchester United skoraði ein- ungis eitt mark í leikjum sínum en fékk fjögur stig. Liðið gerði marka- laust jafntefli gegn Charlton og voru yfirburðir liðsins mikhr. í leiknum gegn Watford skoraði Brian McClair 17. mark sitt frá þvi í haust. Watford var mjög óheppið að tapa þessum leik og er nú í neðsta sæti deildarinn- ar. Wimbledon-bomban stígur ofar Wimbledonliðið kemur enn á óvart. Liðið er eins og tívohbomba á Coventry, 4-0 sem stígur ofar og ofar og springur með glæsilegum geislum, því liðið hefur unnið fimm síðustu leiki sína og er komið í fimmta sæti. í leiknum gegn Derby á nýársdag skoraði Nigel Cahaghan mark fyrir Derby en Alan Cork og John Fashanu skoruðu fyrir Wimbledon. Liðið vann svo sannfær- andi útisigur á Oxford daginn eftir. Alan Cork, sem skoraði tvö mörk, John Fashanu, Carlton Fairewather og Laurie Sanzes sáu um mörkin fyr- ir Wimbledon en Dean Saunders (vítaspyrna) og Martin Foyle skor- uðu fyrir Oxford sem er komið í fallhættu og hefur tapað sex síðustu leikjum sínum. •, Norwich vann aha þijá leiki sína yfir jól og áramót og lagði West Ham á heimavehi á nýársdag, 4-1. Tony Cottee tók forystima fyrir gestina en Kevin Drinkeh, Dale Gordon, Mark Bowen og Robert Rosario skoraðu fyrir Norwich. • Luton fékk fjögur stig úr tveim- ur leikjum sínum gegn Lundúnahð- unum Chelsea og West Ham. Chelsea var lagt, 3-0, og skoruðu. Stein- bræðurnir sitt markiö hvor og Mick Harford hið þriðja. Mark Stein skor- aði svo jöfnunarmark gegn West Ham eftir að Tony Cottee hafði skor- aði fyrir West Ham. • Q.P.R. vann góðan sigur á South- ampton, 3-0, og skoruðu þeir Gary Bannister, Mark Falco og Wayne Fereday mörkin á 11 mínútna kafla í síðari hálfleik. Hvorki gekk né rak þar til Fereday var skipt inn á og gerði hann miltinn usla í vöm South- ampton. Southampton tapaði einnig gegn Portsmouth á heimavelh. Terry Connor skoraði þriðja mark sitt í jafnmörgum leikjum og Barry Horne skoraði hitt markið. Danny Wahace misnotaði fjölda færa og félagar hans einnig. -EJ MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. 17 fþróttir Sögulegt tap á Selfossi - íslendingar lágu fyrir Færeyingum Sveinn Helgascm, DV, Selfossi: íslenska landsliðið í handknattieik, svonefnt b-hð, lék, um helgina tvo lands- leiki við Færeyinga, þann fyrri að Hhða- renda en þann síðari á Selfossi. Það er skemmst frá því að segja að ís- land vann fyrri leikinn með stórum mun en tapaði síðan þeim síðari. Leikurinn á Hhðarenda, sem var raimar sá fyrsti í því húsi, endaði 36-20, eftir að staðan hafði verið 18-6 í hléi. Segja tölum- ar sitt og gefa einna besta mynd af gangi mála. Færeyingar náðu iha saman en lið þeirra er ungt og óreynt. í leiknum á Selfossi tapaði ísland eins og áður sagði, 22-23, eftir að staðan haíði verið 14-13 í leikhléi. Færeyingar vora yfir lengst af í fyrri hálfleik en daemið snerist við í þeim síð- ari. Þá höíðu íslendingar ráðin framan af en í lokin hrökk allt í baklás. Steinn stóð þá ekki yfir steíni í leik íslendinga og sárt tap varö aö veraleika. • Markahæstur í hði íslands á Hhðar- enda var Birgir Sigurðsson, gerði 15 mörk. Atkvæðamestir í hði Færeyinga á Hlíða- renda voru þeir Sverrir Juliussen og Jon Leif Solsker, gerði hvor um sig 5 mörk. • Markahæstur í liði íslands á Selfossi var Birgir Sigurðsson með 7 mörk en Hans Guðmundsson kom honum næstur með 6. Hjá Færeyingum skoraði Hannes Ward- un mest, gerði 6 mörk. Jokup Dan var á hælum hans, gerði 5 mörk, þar á meðal sigurmark leiksins. ' j ■ ' , : _ Birgir Sigurðsson átti ágæta leiki gegn Færeyingum, skoraði samtals 22 mörk en það dugði ekki til að vinna í bæði skiptin. DV-mynd S Kjðrbókin brást ekki lesendum sinum frekar en fyrri daginn: Ávöxtun í hæsta þrepi 1987 jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársvöxtum Áriö .1987 var hagstætt ár fyrir þá sem áttu sparifé sitt á Kjörbók í Landsbankanum Það kom reyndar ekki á óvart því Kjörbókin ber háa grunnvexti, sem hækka í tveimur afturvirkum þrepum eftir 16 og 24 mánuði, auk þess sem ávöxtunin er.reglulega borin saman við ávöxtun verðtryggðra reikninga. Reynist ávöxtun verðtryggðu reikninganna hærri er greidd uppbót sem því nemur. Eftir uppbót á fjórða ársfjórðung var grunnávöxtun á Kjörbók 1987 26,6%, 16 mánaða þrepið gaf 28,0% og hæsta þrepið 28,6%, sem jafngilti verðtryggðum reikningi með 6,1% ársvöxtum. Þrátt fyrir þessa háu ávöxtun er innstæða Kjörbókar algjörlega óbundin. Þetta var Kjörbókarsagan á síðasta ári. Núgildandi grunnvextir eru 33,0%, 34,4% eftir 16 mánuði og 35,0% eftir 24 mánuði. f maí n.k. hefst svo nýr og spennandi kafli þegar fyrsta vaxtaþrepið kemur til útreiknings. Þá munu Kjörbókareigendur kætast. Tryggðu þér eintak sem fyrst. Graham Souness , sera er einhver mestur kaupahéðinn í knattspymu- heiminum í dag, hóf nýtt ár á sama hátt og hann lauk því gamla, með því að láta glamra í buddunni. Rétt eftir áramótin keypti Souness Englendinginn Mark Walters frá As- ton Vhla fyrir 500 þúsund sterlings- pund og hyggst enn fjölga í nýlendu sinni á Ibrox í Glasgow. Félagaskiptin gengu það seint að Walters verður ekki löglegur með sínu nýja félagi í Evrópukeppni, getur því ekki sphað með Glasgow Rangers gegn Steaua Búkarest í marsmánuði. Terry Fenwick var seldur frá QPR rétt fyrir ára- mótin. Maðurinn, sem lagði fram kaupféð, var enginn annar en Terry Venables, nýlega ráðinn kafteinn á skútu Tottenham Hotspur. Tottenham hefur átt fremur litlu láni að fagna á síðustu vikum og hyggst stjórinn styrkja lið sitt rækhega með kaupunum á Fenwick. Hann er nefni- lega snjah leikmaöur sem getur sinnt öllum stöðum á vellinum, og það af stakri prýði, ef markið er frátalið. Landslið Islands í handknattleik æfir nú af kappi fyrir heimsbikarmótið, World Cup, sem fram fer í Svíþjóö nú seinna í þessum mánuði. Þár munu mætast átta bestu hand- knattleiksþjóðir heims en keppnin er án efa sú stærsta á árinu, ef frá eru taldir ólympíuleikar. íslenska hðið heldur utan á sunnu- dag. San Antonio Spurs, liö Péture Guömunds- sonar, tapaöi loks á heimavelli um helgina og það fyrir Dallas Mavericks, 109-116. Pétur Guðmundsson lék ekki með í leiknum og það gerði hann ekki heldur er lið hans vann Sacramento meö miklum mun rétt fy rir áramótin. Real Madrid vann Barcelona í „tröllaslag" spænsku fyrstu dehdarinnar um helgina, 2-1. Hugo Sanhcez, gulldrengurinn frá Mexíkó, gerði bæði mörk Real Madrid. Bernd Shuster skoraði hins vegar eina mark Börsunga úr víti. Barcelona er nú í ehefta sæti, tólf stigum á eftír Real Madrid sem situr eitt á toppnum. Bessi Jóhannesson, ÍR, varð hlutskarpastur í gamlársdagshlaupi ÍR. Ytri skilyrði voru frábær þegar hlaupið fór fram, andvari, þurrt og hiti yfir frostmarki. Bessi hljóp vega- lengdina, um 10 km, á 30,09 mínútum en Sigurður P. Sigmundsson, FH, sem kom á hæla Bessa í markiö, hljóp á 30,28 mínútum. Sigurður var einnig undir eldra meti Águsts Þorsteinsson- ar, sem var 30,39 mínútur. Þriöji varð Jóhann Ingibergsson, FH, fór á 30,59 mlnútum. -JÖG L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.