Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Qupperneq 24
24 MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. Fréttir Alvarieg slys af völd- um tívolíbomba Á augnlækningadeild Landa- kotsspítala liggja nú eftir áramótin sex menn sem skaðast hafa af völd- ’*<um flugelda. Þrír þessara manna hlutu skaða af völdum tívolíbomba eins og þær eru kallaðar. Aö sögn Guðmundar Viggóssonar augnlæknis, sem vár á vakt á gaml- árskvöld, eru þetta mjög alvarleg slys og hafa menn ekki einungis skaðast á augum heldur bein brotnað í andliti. Svo virðist sem þrýstingur af völdum bombanna hafi nægt til þess að valda þessum mikla skaða. Allir eru þessir menn skaddaðir á hægra auga, það er því auga sem nær er þegar bomban hefur sprungið. Einn þessara þriggja kveikti í bombunni og ætlaði sér að setja hana logandi niður í hólkinn. Guðmundur segir að þessar tí- vobbombur séu kröftugri en menn eigi að venjast og þess vegna sé sér- stakrar aðgæslu þörf. Ef leiöbeining- ar væru í lagi ætti að vera hægt að umgangast þessar sprengjur án þess að þær valdi slysum. En svo virðist sem kveikurinn brenni mishratt, sem sé ákaflega varasamt, og gæti því komið á óvart hvenær sprengjan færi af stað. Guðmundur kvaðst ekki kannast við að sprengjurnar, sem oUu slysunum, hafi verið gallaðar. Blaðamaður náði sambandi við Björn Hermannsson, framkvæmda- stjóra Landssambands hjálparsveita skáta, og sagði hann að þeir hefðu verið að kanna þetta mál vegna slys- anna. Þeir hefðu komist aö því að ein þeirra tívólíbomba, sem slysunum ollu, heföi verið keypt hjá þeim en rækilega merkt leiðbeiningum. Hin- ar tvær, sem ollu slysum, voru seldar án nokkurra leiðbeininga, sem væri óveijandi og hefði hjálparsveitin oft bent á nauösyn þess að láta nákvæm- ar leiðbeiningar fylgja á íslensku. í tveimur þessara tilvika var notað- ur pappahólkur til þess að skjóta bombunni upp og væru þeir nú að kanna hvort hugsanlegt væri að pappahólkarnir væru varasamari en járnhólkarnir. Þriðji maðurinn, sem slasaðist, var sá sem kveikti á kveiknum áður en hann setti bomb- una í hólkinn. Björn sagði að þetta væri áttunda árið síðan tívolíbomb- umar komu á markað og því ætti fólk að vera búið að læra á þær. En þó væri ekki hægt að ætlast til þess af þeim sem prófuðu þær í fyrsta sinn ef leiðbeiningar vantaði. -ÍS Alþingi: Söluskattur í dag Tekið verður til við þriðju umræðu um söluskatt í neðri deild Alþingis í dag en söluskattsfrumvarpið er eitt þeirra mála ríkisstjómarinnar sem ekki urðu að lögum fyrir áramót. Áhrif þess em þau að um áramótin lækkaði söluskattsprósentan úr 25% í 24%, en mun hækka á ný eftir sam- þykkt frumvarpsins. Ekki er búist viö því að lækkun skattprósentunnar ^um eitt stig komi fram í vöruverði en hefur aftur á móti þau áhrif aö verslunarmenn þurfa að reikna út söluskatt janúarmánaðar í tvennu lagi. Fundir á Alþingi hefjast klukkan 14 í dag með fundi í sameinuðu Al- þingi. Að þeim fundi loknum hefjast fundir í báðum deildum og er sölu- skatturinn á dagskrá neðri deiidar til þriðju umræðu. -ój Bankaráð Landsbankans: Bankastjóraráðn- ingu var frestað vegna ágreinings x A gamlársdag stóð til að ganga frá ráðningu nýs bankastjóra Lands- banka Islands og átti að ráða Sverri Hermannsson alþingismann í stað Jónasar Haralz. En þegar til kom reyndist ekki meirihluti í bankaráð- inu fyrir ráðningu Sverris og þá ákvað Pétur Sigurðsson, formaður ráðsins, að fresta afgreiðslu málsins fram í febrúar. Þeir Pétur og Kristinn Finnboga- son studdu Sverri Hermannsson en Árni Vilhjálmsson, annar fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, studdi Tryggva Pálsson og það gerði Lúðvík Jóseps- son, fulltrúi Alþýðubandalagsins, líka. Eyjólfur Sigurjónsson, fulltrúi Alþýðuflokksins, studdi ekki Sverri eins og samið hafði verið um milli stjórnarflokkanna. Ástæða þess að Eyjólfur breytti út af samkomulaginu er sú að til stóð að Kjartan Jóhannsson alþingismað- ur fengi bankastjórastöðu við Búnaðarbankann en Stefán Hilmars- son bankastjóri hefur hætt við að hætta, þannig að það mun dragast að Kjartan fái stööuna. Mikið hefur gengið á hjá stjórnar- flokkunum um áramótin vegna þessa máls og þeirrar óvæntu stefnu sem það tók á fundi bankaráðs á gamlársdag. -S.dór Fólksbifreið valt á Höfðabakka i nótt. Ökumaöurinn var einn í bilnum og slasaðist hann töluvert. Var hann fluttur á slysadeild Borgarspítalans. Slys- ið varð um klukkan hálfeitt í nótt er leið. Talið er að sprungið hafi á einum hjólbarðanna og viö það hafi ökumaðurinn misst stjórn á bilnum með fyrr- ^reindum afleiðingum. DV-mynd S Þóra Bragadóttir með nýársstúlkuna sína. DV-mynd Heiðar Fyrsta bam ársins - átti að fæðast á jóladag Fyrsta barn ársins 1988, sem er stúlka, fæddist á Sjúkrahúsi Kefla- víkur á nýársnótt kl. 5.48. „Hún átti að fæöast á jóladag en hefur greini- lega litist betur á áramótin,“ sagði Þóra Bragadóttir, móðir hennar, í samtali við DV. Litla stúlkan var viö fæðingu 17 /i mörk að þyngd og 55 cm löng. Foreldramir, Þóra Braga- dóttir og Hafsteinn Ólafsson, búa í Vogunum og eiga þau tvær dætur fyrir, þær Hrafnhildi Ýr, 12 ára, og Brynhildi Sesselju, 10 ára. -JBj Strand Hvrtanessins: Heildartjón um 15 milljónir „Heildartjón vegna strands Hvíta- nessins nemur a.m.k. 15 milljónum og eru þar af 7 til 8 milljónir tekjutap sem útgerðarfélagið Nesskip tapar vegna vinnutafa sökum strandsins. Hinn hlutann þurfa tryggingafélög að greiða," sagði Guðmundur Ás- geirsson, forstjóri og útgerðarmaður Hvítcmessins, í samtali viö DV. Hvítanesið losnaöi af strandstað í fyrradag kl. 4.05 árdegis. Nokkrar skemmdir urðu á skipinu og stendur bráðabirgðaviögerð yfir. Búist er við að henni ljúki í kvöld eða á hádegi á morgun. Heldur skipið þá til Portú- gal og Spánar eins og það átti að gera þann 22. desember þegar það strand- aði. Varanleg viðgerð fer fram þegar heim kemur. Lítill hluti farmsins skemmdist þannig að hluta saltfisks- ins þarf að endursalta en ekkert af fiskinum er ónýtt. -JBj Slökkviliðið að störfum við Áburðar- verksmiðjuna. DV-mynd S ElduríÁburðar- verskmiðjunni Slökkviliðið var kallað út að Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi í gærmorgun en þar hafði kviknað eldur í loftstokk í stjórnstöð í sýru- húsi. Allt tiltækt lið fór á staðinn en þegar að kom var búið að slökkva eldinn. Þar fór betur en á horfðist og hefði getað orðið stórskaði. Slökkviliðið var einnig kallað út að Háaleitisbraut 68 í gærmorgun en þar hafði kviknað í út frá feitipotti í brauðstofu. Talsverðar skemmdir urðu þar á tækjum og lofræstibúnaði og vegna reyks og vatns. -ELA Hraðaakstur: TVeir sviptir ökuleyfi Tveir ökumenn voru sviptir öku- leyfi vegna hraðaaksturs í gær. Annar þeirra ók í Ártúnsbrekku á 128 kílómetra hraða klukkan sex í gærkvöld. Hinn ökumaðurinn var tekinn fyr- ir að aka Kringlumýrarbraut á 113 kílómetra hraða klukkan 21.15 í gær- kvöld. Báðir ökumennimir voru sviptir ökuleyfi samstundis. -sme Pólarprjón gjaldþrota Stjórn Pólarprjóns hf. á Blönduósi hefur óskað eftir því að fyrirtækið verði tekið til gjaldþrotaskipta. Fyr- irtækið hefur átt í erfiðleikum með rekstur svipað og önnur fyrirtæki í greininni og þrátt fyrir endurskipu- lagningu á rekstri fyrirtækisins árið 1986 hefur ekki tekist að ná endum saman. Þar munu hafa vegið þungt mála- ferli við Dorette Egilsson og fyrir- tækið Icelander Inc. í Bandaríkjun- um. Þau hafa verið rpjög kostnaðarsöm fyrir Pólarprjón en hafa engu skilað til baka. Unnið er aö undirbúningi stofnun- ar nýs félags sem taki yfir rekstur Pólarpijóns hf. og eru vonir bundnar við að sem flestir starfsmenn Pólar- prjóns fái starf hjá hinu nýja félagj. -ÍS Áramótin: Erilsamt hjá slökkviliðinu Nokkuð annasamt var hjá slökkvi- liðinu í Reykjavík um áramótin. Farið var í tuttugu útköll en ekkert þeirra stórvægilegt. Kveikt var í geymsluskúr við sumarbústað á Vatnsenda. Skúrinn, sem var um 20 fermetrar, varð alelda og var eldur- inn farinn að læsa sig í bústaðinn sjálfan þegar slökkviliðiö kom á vett- vang. Greiðlega gekk að slökkva eldinn. Miklar skemmdir urðu á skúrnum en minni háttar á bústaðn- um. Þá var slökkviliðið kallað út að dvalarheimili aldraðra í Seljahverfi en þar hafði kviknað í út frá kerta- skreytingu. Búið var að slökkva eldinn er slökkviliðið kom á vett- vang. Talsvert var um sinuelda og á nokkrum stöðum kviknaði eldur vegna raketta. Varðstjóri hjá slökkviliðinu sagði að áramótin hefðu verið nokkuð erilsöm en ekki að sama skapi erfið. -ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.