Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 11
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. 11 Utlönd Maðurvonar Þaö kom líklega fáum á óvart þegar bandaríska tímaritið Time valdi Mikhail Gorbatsjov, aðalritara so- véska kommúnistaflokksins, mann ársins 1987. Enginn annar hefur vak- ið jafnmikla athygh, áhuga, umræð- ur og aðdáun jafnvíða um heim og þessi nýi leiðtogi Sovétmanna gerði á hðnu ári. í hugum stjómmálaleiðtoga ann- arra ríkja, jafnt sem almennings og jafnvel efagjömustu fjölmiðla- ihanna, hefur Mikhail Gorbatsjov skapað sér sess sem tákn nýrra strauma og vinda í stjómmálum, jafnt í alþjóðastjómmálum sem inn- ánríkismálum Sovétríkjanna. Nýjar íéiöir, nýjar úrlausnir og ný hugsun hafa verið kjörorð hans og heims- byggðin hefur gripið þau á lofti, hrifíst með í eins konar Gorbatsjov- æði. Það kæmi því verulega á óvart ef Sovétleiðtoginn verður ekki útnefnd- ur maður ársins mun víðar en á síðum Time. Vonin heima í raun byggjast vinsældir Gor- batsjovs þó ekki á árangri. Þær grundvallast á voninni einni saman. Mikhail Gorbatsjov hefur tekist að skapa vonir um að gagngerra breyt- inga sé að vænta í hagkerfi og réttar- farskerfi Sovétríkjanna. Hann er leiðtogi hóps sovéskra ráðamanna sem segjast ætla að byggja upp sov- éskt efnahagshf, gera það virkt og samkeppnishæft, gera því kleift að sjá sovésku þjóðunum farborða. í þeirri fyrirætlan felast óyfirlýst fyrirheit um aukið réttlæti og frelsi til handa sovéskum borgumm, auk þeirrar efnahagslegu velmegunar sem virðist stefnt að. Th þessa hefur hins vegar ekki bólað á úrbótunum að marki. Sov- éskir gyðingar kvarta að minnsta kosti jafnmikið og þeir hafa gert um langt árabil. Andófsmenn þurfa enn að sa-ta ströngu eftirhti með athöfn- um sínum, hahdtökum og fangelsis- vist ef þeir fara yfir strikið. Alþjóðleg von Svipaða sögu er af athöfnum Gor- batsjovs á alþjóðavetvangi að segja th þessa. Svo virðist sem hann og stuðnings- menn hans hyggist gera Sovétríkin samvinnu- og sáttafúsari en þau hafa verið. Hefur Sovétleiðtoginn gengið fram fyrir skjöldu í afvopnunarmál- um og þakka margir honum þann 'áfanga er náðist í Washington í síð- asta mánuði þegar undirritaður var samningurinn um eyðingu meðal- drægra kjamorkuvopna. Þessi samningur er þó aðeins fyrsta skrefið í átt th afvopnunar og raun- verulegra bóta á sambúð stórveld- anna tveggja, Bandaríkjanna og Sovétríkjanna. Verði honum ekki fylgt eftir með samningum um lang- dræg kjarnorkuvopn og reynist Sovétmenn ekki reiðubúnir th samn- inga um annan vígbúnað sinn mun þessi áfangi reynast hjóm eitt. Mikhail Gorbatsjov lofar góðu. Á grundvelli þess hefur hann verið kjörinn maður ársins og vegna þess nýtur hann mikhlar hylli og athygli. Nú er aðeins eftir að sjá hversu vel sovéski leiðtoginn stendur við lof- orðin, hvort stjarna hans verður eitthvað annað og meira en vonar- blik. Time valdi Mikhail Gorbatsjov, aðalritara sovéska kommúnistaflokksins, mann ársins 1987. Simamynd Reuter VlLTU D\N8á Tveir nýir kennslustaðir: Dansstúdíó Sóleyjar, Engjateigi 1 og „Hallarsel“ Þarabakka 3 í Mjóddinni. Ennfremur sem fyrr í Auðbrekku 17, Kópavogi. Kennum alla samkvæmisdansa: suðurameríska, standard og gömlu dansana. Einnig bamadansa fyrir yngstu kynslóðina Nemendur skólans unnu 12 af 18 íslandsmeistaratitlum í samkvæmisdönsum 1987. Innritun og upplýsingar dagana 4. - 9. janúar kl. 13-23 í síma 641111. Kennsluönnin er 20 vikur og lýkur með lokaballi. / FID Betri kennsla - betri árangur. Dansskóli Sigurðar Hákonarsonar Munið að ný filma fylgir framköllun. Nýir móttökustaðir: Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti. Veiðihúsið, Nóatúni Sportbúðin, Völvufelli Bóka- og ritfangahúsið, Gerðubergi Gleraugnadeildin, Austurstræti Gleðilegt nýtt ár! Sími 77755. yndsýn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.