Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1988, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 4. JANÚAR 1988. 13 Hamingjuríkt nýár „Barátta landlæknisembættisins gegn slysum hefur vakið athygli og einnig ábending um hættuáhrif mikillar vinnu á fjölskyldur og ungdóminn.“ Trúlega veröur þessa árs, sem nú er aö kveðja, helst minnst á al- þjóöavettvangi fyrir merkar til- raunir risaveldanna til þess að snúa ofan af þeim gífurlegu kjam- orkuvopnabirgöum sem til eru. Óttajafnvægið, sem kjamorku- vopnin eiga aö byggja upp, er hræðilegt í sjáifu sér en auðvitað má ekki gleyma þvi að þessi vopn og þetta jafnvægi hefur átt sinn þátt í að stuðla að þeim friöi sem við Norðurálfubúar höfum notið síðan í heimsstyijöldinni síðari. , t Áhyggjur Evrópuþjóða Ýmsar Evrópuþjóðir hafa áhyggj- ur af hvert kjamorkuafvopnunin leiðir fyrir öryggi álfunnar og hvort Bandaríkjamenn séu að undirbúa brottfór sína frá Evrópu. „Kalda- stríðskjaftæði", segja sumir en aðrir benda á gífurlega yfirburði Austur-Evrópuþjóðanna í hefð- bundnum vopnum og herafla. Líka hversu dýrt það er að skapa jafn- vægi eför hefðbundnum vopnaleið- um. Kjarnorkuvopnin em tiltölu- lega ódýr miðað við þá ógn sem af þeim stafar. í rauninni rennur manni kalt vatn milli skinns og hörunds þegar þessi ógnaijafn- vægishugsunarháttur er brotinn til mergjar en með tvær heimsstyij- aldir á herðum sér þessa öldina geta Evrópuþjóðir ekki annað en reynt að hugsa hveija hugsun til enda í þessum efnum. Heimurinn, stór fjölskylda Vissulega er það gleðilegt að risa- veldin tali saman og hefji afvopn- un. Óttinn og svartsýnin mega ekki byrgja svo hugann að ekki sé fagn- að öllu því sem jákvætt er. Verði raunveruleg afvopnun ofan á og virkt alþjóðlegt eftirht með vopn- um þá er það líka skref í átt til eflingar alþjóðalaga og alþjóðalög- gæslu byggðrar á þeim. Þrátt fyrir ailt það sem greinir þjóðimar í sundur og ekki er hagsmunatog- streitan lítil þá hefur tæknin og samgöngu- og upplýsingabyltingin sérstaklega stuðlað að því að gera veröldina minni í vitund þjóðanna. Þess vegna þarf „heimurinn" núna KjaUarinn Guðlaugur Tryggvi Karlsson hagfræðingur að hugsa í heild eins og þjóðríki fyrir nokkrum öldum. Þótt það sé auðvitað froðusnakk líka þá er ver- öldin ekkert annað en ein stór flölskylda og verður í síauknum mæh að taka beint tilht til þess. Vandræði einnar þjóðar em vand- ræði okkar allra. Gleðin ratar líka sem betur fer inn á hvert heimili heimsbyggðarinriar. Færri vopn - bætt fram- færsla VopnakapphlaUpið hefur sogað gífurleg verðmæti til sín og á eftir aö gera enda metur hver og einn öryggi sitt og sinna næst lífinu. Mannkyninu - stóm flölskyldunni - er nú einu sinni áskapað að lifa af takmörkuðum náttúruauðlind- um. Shkt kahar á samkeppni mihi okkar sem einstakhnga og þjóða. Forfeður okkar fóm vopnaðir út á tún í heyskapinn. Takist okkur að minnka vantraustið milh þjóðanna og þannig vopnaframleiðsluna tekst okkur að þoka meiri nýtingu náttúruauðlinda jarðar th beinna framfærsluverkefna fyrir mann- kynið. Framleiðsla á fæðu eykst og sérstaklega eflist flutningastarf- semi þannig að hægt verður að koma fæðu th þeirra sem þarfnast hennar mest á viðráðanlegu verði. Alþjóðalög -framkvæmda- vald Menntun þarf einnig að auka, sérstaklega þurfa læknavísindin á auknu fé að halda alþjóðlega því þar brennur eldurinn heitastur gegn hamingju okkar þegar hehsan er horfin. Ekki þarf aö fiölyrða frekar um það hversu veröldina sárvantar það fé sem nú fer í vopnakapphlaupið. Að þessu leyti er þó hálfkarað verk verra en ekk- ert því ekki þarf að sökum að spyrja bijótist út stríð í miðri af- vopnuninni. Þessa slóð þarf því að feta skref fyrir skref og troða vel brautina. í kjölfar alþjóðaeftirhts með fækkun vopnanna þarf síðan að koma stóraukin áhersla á al- þjóðalög með styrkingu alþjóða framkvæmdavalds t.d. th beitingar lögregluaðgerða eftir þeim leik- reglum sem veröldin hefur sett sálfri sér. Gjöfult ár - slysaalda Innanlands mun þessa árs senni- lega minnst sem eins þess gjöful- asta sem þjóðin hefur hfað fyrr og síðar. Bæði th lands og sjávar hefur veriö metgóðæri samfara einmuna tíðarfari. Hræðileg slysaalda hefur þó skyggt á þetta og ætti nú öh þjóð- in aö taka höndum saman í þessari gjöfulu tíð og reyna af öhum mætti að vinna gegn slysum. Margoft hef- ur verið bent á aö bhaumferðin á íslandi sé algjör frumskógur. Menn virða ekki akreinareglur né hraða- mörk og bhum bara fiölgar og flölgar án þess að neins sérstaks vegagerðarátaks gæti th samræm- is. Ofan á aht þetta eru svo settir mörg þúsund talsímar í bhana sem menn mega mala í á fuhri ferð um götur íbúðahverfa. Slysavarnir - vísindaafrek Slys í heimahúsum eru fleiri á íslandi en annars staðar á Norður- löndunum og sjóslysin eru hræði- legri en orð fá lýst. Slysavamafé- lagið dreymir um að koma upp auknum flota björgunarbáta um landið. Þjóðin ætti svo sannarlega aö styðja slíkt átak. Barátta land- læknisembættisins gegn slysum hefur vakiö athygh og einnig ábending um hættuáhrif mikhlar vinnu á fiölskyldur og ungdóminn. Þjóðin samgleðst þeim dehdum Háskólans sem fá bætt húsakynni th baráttunnar gegn sjúkdómum. Merkhegt thlegg smáþjóðarinnar í norðri í vísindarannsóknir hefur vakið alþjóöaathygh. Hugrökk ríkisstjórn Ríkissfióm lýðveldisins stendur 1 ströngu og lýsir því yfir aö hún æth að framkvæma nánast hið ómögulega. í 20-30% verðbólgu ætlar hún ekki að feha gengið held- ur halda fast við fastgengisstefn- una og tryggja þannig mesta kaupmátt fyrr og síðar í þessu landi hvað sem á dynur. Hagvöxturinn stendur þó með henni því að aht bendir th að við höfum sett algjört hagvaxtarmet á árinu og þjóðar- tekjur sigh í 220 milljarða króna sem er um 22.000 $ á marin og er með því hæsta í veröldinni. Líklega verður doharinn einnig th að styrkja ríkissfiómina í ásetningi sínum þvi að flest bendir nú th að hann hafi náð botninum í niður- lægingu sinni og framleiðslutölur frá Bandaríkjunum gefa th kynna aö hann fari að styrkjast. Mikill kaupmáttur-sann- gjarnar kröfur Fastgengisstefna í svona verð- Greinarhöfundur ræöir m.a. um áhyggjur Evrópuþjóða af afvopn- unarmálum og hvort Bandaríkja- menn undirbúi brottför frá Evrópu. Myndin sýnir vopnabúnaö i V- Þýskalandi. bólgu reynir auðvitað gifurlega á þanþol útflutningsatviimuveganna sem sannarlega hafa staöið undir velmeguninni en þeir menn sem þar ráöa vita hka að þetta er leiðin út úr verðbólgunni sem gagnast þeim sjálfum þótt síðar verði. Enn einu sinni ætlast lýðveldið unga einfaldlega th þess að sérhver út- flytjandi geri skyldu sína og æðrist ekki þótt sjóamir gangi yfir meðan kippt er á lygnari sjó. Nákvæmlega það sama ghdir um verkalýðs- hreyfmguna. Þeir menn, sem þar ráða, vita upp á hár að fastgengis- stefna í veröbólgu er ekkert annað en niðurgreiðsla á framfærslu ahra launþega. Einnig stóraukinn kaup- máttur samfara því að vera augljós og fær leið út úr veröbólgunni. Ákvörðun verkalýðshreyfingar- innar, sem einungis er byggð á faglegu mati með tihiti th hags- muna launþega, getur því ekki verið önnur en sú að gefa ríkis-' sfiórninni eftir „sprettfærið" með hóflegum launakröfum. Meðan sfiómin stendur sig og „hggur" á góðganginum dáist þjóðin og aðhar vinnumarkaöarins að henni og hvetur hana í hjarta sínu th þess aö enda sprettinn - og það fahega. Ahra hagsmunir eru að henni tak- ist það. Megi þjóðin, sem og veröld- in öh, ifióta hamingju á nýju ári. Guðlaugur Tryggvi Karlsson Enn um stórkaprtalista og valdatöku nasista ______________ „Heillastjarna Þýskalands hækkar ört,“ sagði i myndatexta þessarar myndar i janúar áriö 1933. Hannes Hólmsteinn Gissurarson virðist hafa lagt rangan skhning í ýmsa þætti í grein minni í Dag- blaðinu/Vísi 15. desember síðasthð- inn. í sama blaði, 21. desember, átelur hann mig fyrir að halda því fram að hann hafi einungis sagt hálfa söguna um þátt stórkapítal- ista í valdatöku þýskra nasista. Hannes kveðst aldrei hafa ætlað að segja sögu þýskra stórkapítal- ista lengur en fram að áramótum 1932/33 og telur það jafngilda því að segja söguna þangað til nasistar komust til valda. Hér verð ég að minna Hannes á það sem ég sagði í grein minni: Nefnhega það sem í rauninni gerð- ist 30. janúar 1933. Þá tók við völdum í Þýskalandi lýðræðislega kjörin samsteypustjórn Nasista- flokksins og borgaralegs smá- flokks, DNVP, sem meðal annars naut stuðnings meirihluta stórkap- ítahsta. Ráðherrar í þessari sfióm komu úr báðum þessum flokkum en auk þess sátu í henni ráðherrar sem ekki höfðu verið kosnir heldur vom embættismenn. Hannes virð- ist leggja að jöfnu valdatöku þessarar sfiómar og valdatöku nasista. Nasistar komust ekki tll valda á einni nóttu Það aö tala um valdatöku nasista 30. janúar 1933 ber vitni um óná- kvæmni (rétt eins og það gæti tæpast tahst nákvæmt að tala um að Sjálfstæðisflokkurinn hefði einn komist th valda á íslandi þegar t.d. Alþýðuflokkurinn væri líka í sfióminni). Nasistar komust nefiii- lega ekki til valda á einni nóttu. Það er ekki rétt - og kemur engum þýskum sagnfræðingi th hugar - að leggja að jöfhu valdatöku sam- steypusfiómarinnar 30. janúar annars vegar og hins vegar valda- töku nasista; það að alræðisvald nasismans komist á. Alræðisvald Kjallariim Einar Heimisson sagnfræðinemi, Frelburg, Vestur-Þýskalandl nasismans komst á smám saman á útmánuðum 1933; og í rauninni er ekki hægt að tala um að nasistar séu komnir til valda fyrr en í mars eða apríl það ár. Fyrst þurftu þeir nefnhega aö brjóta niður lýöræði í landinu og hreiðra um sig í öhu sfiómkerfmu. Þáttur í valdatökunni var einnig það að sölsa undir sig völd í nánast öhum samtökum og stofnunum, til dæmis í verkalýösfélögum og í samtökum iðnrekenda en fuhtrúi nasista tók við forystu í sfióm þeirra í aprhbyijun 1933. Heiti greinar Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar í grein minni, 15. desember, lýsti ég hlut stórkapítalista í valdatöku nasista á útmánuðum 1933, og skal það ekki endurtekið hér. En ég verð aftur að minna Hannes Hólmstein Gissurarson á heiti greinar hans, 23. nóvember síðasthöinn: Komu stórkapitalistar þýskum nasistum til valda? Þetta heiti gefur engan veginn th kynna að Hannes hyggist ein- skorða sig við tímabihð fram að 30. janúar 1933. Með öörum orðum: Hann gefur í skyn að það sem hann segir í grein sinni sé öh sagan um þátt stórkapítahsta í valdatöku nasista. Þetta er gagnrýnivert, líkt og ég benti á í fyrri gréin minni og endur- tek hér. Að auki verð ég að taka fram að grein mín var ekki hugsuð sem vantraust á bókina Mannkynssögu eftir Einar Má Jónsson, Loft Gutt- ormsson og Skúla Þórðarson og ég tek ahs ekki undir þaö að þar sé beitt sögufólsun, Ukt og Hannes Hólmsteinn Gissurarson gefur í skyn í grein sinni 21. desember aö ég geri. Hyggst ég síðan ekki ræða þetta mál frekar en verð þó aö nefna eitt nákvæmnisatriði að lokum. í grein sinni, 21. desember, talar Hannes Hólmsteinn Gissurarson um „út- rýmingarbúðimar" í Dachau. Nú er það svo að búðimar 1 Dachau við Miinchen í Þýskalandi vora ekki það sem kallað er á þýsku „Vemichtungslager“ eða útrým- ingarbúðir heldur „Konzentration- slager“, skammstafað „KZ“, sem þýtt hefur verið á íslensku með orðinu fangabúðir. í útrýmingar- búöir var það fólk flutt sem nasist- ar hugðust útrýma og það sem snarlegast. Þetta vom aöahega gyðingar, slavar og sígaunar, karl- ar jafnt sem konur, böm jafht sem gamalmenni, sem líflátin vom í gasklefum. í Dachau vora fyrst og fremst póhtískir fangar og þar vom ekki gasklefar; þótt búöimar væm að öhu leyti hinar hroðalegustu. Einar Heimisson ,,Það að tala um valdatöku nasista 30. janúar 1933 ber vitni um óná- kvæmni...“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.