Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. 5 Fréttir Isafjörður: Rækjuverksmiðj- urnar sameinaðar Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafiröi: Rækjuver á Bíldudal er nýfarið í gang með skelfiskvinnslu og Sigmjón J. Sgurðssan, DV, ísafirði: --------■ ...... „Það hafa verið viðræður í gangi undanfarin 2 ár um ýmsa samvinnu í rækjuvinnslunni, ekki bara á milli Bakka hf og Niðursuðuverksmiðj- unnar hf heldur á milh allra aðila í þessari atvinnugrein á svæðinu. Það hefur ennþá ekkert annað gerst en það að við höfum verið að kanna hvort grundvöhur væri fyrir samein- ingu,“ sagði Kristján K. Jónasson, stjómarformaður í Bakka, er DV spurðist fyrir um sameiningu Bakka og Niðursuðuverksmiðjunnar. „Verið er að skoða ýmsa fleti á málinu. Við geram okkur ljóst að vegna erfiðleika við hráefnisöflun á svæðið, sem eru tilkomnir að mestu leyti vegna þess hve fáir bátar á því hafa einhvem kvóta og vegna fiölg- unar rækjuverksmiðja um land allt, mundi stærra fyrirtæki hafa miklu meiri möguleika á því sviði en mörg lítil. “ - Er nauðsyn á sameiningu? „Ég vil nú ekki segja að það sé nauðsynlegt en ef menn sjá að sú sameining styrki alla aðila finnst mér hún sjálfsögð. Ef af sameiningu yrði þyrftu menn ekki að keppa inn- Leitum vegna veiðimanna hef ur fækkað Um þessar mundir standa yfir námskeið hjá Hjálparsveit skáta í Reykjavík í notkun áttavita og korta til að tryggja öryggi veiðimanna og þeirra sem ferðast um landið. Halldór Hreinsson hjá HSSR segir að leitum hafi stórlega fækkað á und- anfömum ámm í kjölfar aukinnar fræðslu vegna öryggismála. Góð þátttaka er á námskeiðunum þar sem farið er í bóklega þætti. Einnig er haldin æfing sem fer fram utanhúss. Hahdór segir að þátttakendur séu bæði byrjendur og aðrir sem vilja rifia upp kunnáttu í meðferð áttavita. Hann bendir á að þegar menn eru uppteknir við spennandi villibráðar- veiðar líði tíminn hratt. Myrkur skehur á án þess að menn geri sér grein fyrir því og ahtaf er von á skjót- um veðrabreytingum. Næstu námskeið verða haldin dag- ana 25. og 26. október og eiga þátttak- endur að koma með eigin áttavita. Námskeiðin fara fram að Snorra- braut 60 og er verðið 1.500 krónur - kennslubókerinnifahn. -ÓTT Patreksf]öröur: Sjósókn og sauðfjárslátrun Lúðvíg Thorberg, DV, Tálknafirði: Á Patreksfirði hófst línuvertíðin um síðustu mánaðamót og róa nú 4 bátar með hnu þaðan. Afli þeirra var sæmilegur til að byrja með og hefur farið batnandi. Þessir sömu bátar voru á dragnót í sumar og öfluðu vel. Rúmlega 30 handfærabátar stunduðu veiðar þaðan í sumar en afli þeirra var yfirleitt í slöku meðal- lagi. Stórgripa- og sauðfiárslátrun hófst á Patreksfirði í byrjun þessa mánað- ar og lýkur væntanlega nú um helg- in. Við slátrunina hafa starfað ná- lægt 40 manns. byrðis um verð á hráefni og öðru sem að þessari atvinnugrein snýr. Það er margt í þessu dæmi.“ - Er verðstríð í dag? „Þaö er í ekkert stríð en mikil sam- keppni um allt land. Menn bjóða upp verð á hráefni, ekki bara innan Is- lands heldur eru mörg önnur lönd í spilinu. Samkeppnin hér í bænum er lítil sem engin nú. Hún var miklu meiri hér áður fyrr. í dag kaupa verksmiðjumar oft hráefni saman þannig að það er komið á visst sam- starf á því sviði.“ - Við hvern er þá samkeppnin? „Það eru á milli 40 og 50 rækjuverk- smiðjur í landinu. Við erum að keppa við þær ahar. Svo eru th verksmiðjur sem tengdar eru útlendingum sem eru ekki besti aðilinn að eiga við í þessu tilboðsmarkaðsveseni sem er á hráefni í dag.“ - Hvenær skýrast þessi sameiningar- mál? Kristján K. Jónasson stjórnarformaður Bakka „Á þessu stigi málsins er ekkert bara að koma í fiós,“ sagði Kristján hægt að segja til um það. Það verður K. Jónasson að lokum. stunda aðeins 2 bátar skelfisk- veiðamar enn sem komið er. Hafa þeir fengið 10-15 tonn á rúmri viku. Hafrannsóknaskipiö Dröfn er nú að kanna skelfisk- og rækjumið í Amarfirði. Hjá Rækjuveri koma til með að starfa á milli 15 og 20 manns. Góður afh var hjá dragnótabát- um í sumar. Fáir handfærabátar reru frá Bíidudal, eða innan við 10, og var afli þeirra frekar léleg- ur. Ekki eru línuveiöar hafnar þar enn. Togari BDddæhnga, Sölvi Bjarnason, lanclaði rúmlega 50 tonnum af blönduöum fiski þriðjudaginn 17. október og fór hann til vinnslu í frystihúsi staö- arins. Hjá Fiskvinnslunni á Bíldudal vinna innan við 50 maims. Atvinnuástand á staðn- um er frekar gott. TOYOTA VETRARSKOÐUN Eins og undanfarin ár bjóða öll viðurkennd TOYOTA-verkstæði í landinu upp á vetrarskoðun. Innifalið er: ® Mótorþvottur. ® Ath. viftureim. ® Ath. fjaðrabúnað, stýrisbúnað, ® Skipt um kerti. ® Mæla hleðslu. virkni hemla og pústkerfi. 0 Skipt um platínur ® Hreinsa og smyrja ® Stilla kúplingu. (ekki EFi). rafgeymispóla. ® Smyrja hurðalæsingar og lamir. ® Skipt um loftsíu. ® Ath. þurrkur og rúðu- ® Mæla og jafna loft í dekkjum. ® Skipt um bensínsíu sprautur, setja á ísvara. ® Ath. olíu á vél, gírkassa og drifum. (ekki EFi). ® Ath. öll Ijós. ® Bera silíkon á þéttikanta. ® Ath. blöndung. ® Ljósastilling. ® Reynsluakstur. ® Mótorstilling. ® Mæla frostþol kælivökva. Innifalið: vinna, kerti, platínur, loftsía, bensínsía, ísvari, silíkon og vetrarpakki í bílinn að auki. TILBOÐSVERÐ KR. 8.498. Gildistími: 16.10.-31.12. 1989. Eftirfarandi umboðsmenn sjá um vetrarskoðun T0Y0TA: KÓPAV0GUR Toyota, Nýbýlavegi 8, s. 91-44144. AKRANES Ólafur E. Guðjónsson, s. 93-12218. B0RGARNES Bifreiða- og trésmiöja Borgarness, s. 93-71200. PATREKSFJÖRÐUR Bílaverkstæði Guðjóns, s. 94-1124. ÍSAFJÖRÐUR Vélsmiðjan Þór, s. 94-3711. BLÖNDUÓS Bílaþjónustan, S. 95-24575. SAUÐÁRKRÓKUR Bifreiðaverkstæði Kaupfélags Sauðárkróks, s. 95-35200. SIGLUFJÖRÐUR Bifreiðaverkstæði Ragnars Guðmundssonar, S. 96-71860. AKUREYRI Bifreiðaverkstæðið Bláfell sf„ s. 96-21090. HÚSAVÍK Bilaleiga Húsavíkur, s. 96-41888. EGILSSTAÐIR Bifreiðaþjónusta Borgþórs Gunnarssonar, s. 97-11436. ESKIFJÖRÐUR Bif rei ðaverkstæð i Benna og Svenna, s. 97-61499. NESKAUPSTAÐUR Bifreiðaverkstæði S.V.N., S. 97-71602. HÖFN H0RNAFIRÐI Vélsmiðja Hornafjarðar, s. 97-81340. kirkjubæjarklaustur; Bifreiðaverkstæði Gunnars Valdimarssonar, s. 98-74630. SELF0SS Kaupfélag Árnesinga, s. 98-22000. VESTMANNAEYJAR Fjölverk hf, s. 98-11216. KEFLAVÍK Bifreiðaverkstæði Steinars, TOYOTA s. 92-15499. <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.