Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 6
e; MÁNtJDAGUR 23. OKTÓBER 1980. Fréttir________________________________________________________ Fjármálaiáöuneyti Ólafs Ragnars gagnrýnt fyrir blekkingar: Skattahækkun kynnt sem skattalækkun Ólafur Ragnar Grímsson er miklll áróðursmaöur. Hann hefur nú verið gagn- rýndur fyrir að beita fjármálaráðuneytinu á þann hátt að frá þvi komi mis- vísandi upplýsingar. DV-mynd KAE Frá því Ólafur Ragnar Grímsson settist í stól fjármálaráöherra hefur ráðuneytið þrásinnis verið gagnrýnt fyrir vUlandi framsetningu þegar skatta- og útgjaldabreytingar ríkis- sjóðs eru kynntar. Nú síðast sendi hagdeild Vinnuveitendasambands- ins frá sér greinargerð þar. sem ráðu- neytið var gagnrýnt fyrir kynningu á fjárlagafrumvarpi fyrir 1990, eink- um varðandi virðisaukaskatt og lækkun á útgjöldum ríkissjóðs að raungildi. Áður hefur ráðuneytið verið gagnrýnt fyrir kynningu á tekjuskattshækkuninni á síðastliðnu ári, tilkynningar um skattalækkun vegna hækkunar persónuafsláttar síðastliðið sumar og fleira. „Mér finnst ráðuneytið verið farið aö beita hagfræðinni á vafasaman hátt þegar menn reikna og reikna þar til þeir frnna eitthvaö sem þeim hentar til að setja hlutina fram með ákveðnum hætti,“ sagði hagfræöing- ur í stjómsýslunni í samtali við DV. Við skulum líta nánar á nokkur dæmi um villandi framsetningu fjár- málaráðuneytisins í tíð Ólafs Ragn- ars. Tekjusamdrátturinn ýktur Þegar Ólafur Ragnar kynnti fjárlaga- frumvarpið um daginn sagði hann að útgjöld ríkisins á næsta ári myndu lækka um 4 prósent eða um 4 millj- arða. Þessi tala er fengin með þvi að framreikna ríkisútgjöld í ár með hækkun á verðlagi. Hagdeild Vinnuveitendasam- bandsins benti á að ekkert fordæmi væri fyrir slíkum útreikningi. Vana- lega væru ríkisútgjöld milli ára borin saman á vísitölu samneyslu. í þeirri vísitölu vega laun hátt í 70 prósent en almennt verölag afganginn. Þar sem reiknað er með umtalsverðri kjaraskerðingu í forsendum fjárlaga hækkar þessi vísitala því ekki nema um 13 prósent á meðan verðlag hækkar um 16 prósent. Samkvæmt vanalegri framsetn- ingu ætti Ólafur Ragnar því að kynna útgjaldasamdráttinn sem 2,8 prósent eða um 2,7 milljaröa. Hann ýkti þvi samdráttinn um 1,7 milljarða. Tekjulækkun án skattalækkana Hagdeild Vinnuveitendasam- bandsins féll reyndar í þá gryfju að nota vísitölu samneyslu á tekjumar einnig og fékk út að fullyrðing Ólafs Ragnars um að tekjur drægjust sam- an um 1,5 milfjarða væri röng. Síðar leiðrétti hagdeildin sig og sagði tekju- samdráttinn vera 1,3 miUjarða. En þetta leiöir eftir sem áður hug- ann að hvernig staðið var að útskýr- ingum á minni rauntekjum á næsta ári. Eins og Qármálaráðuneytiö kynnti frumvarpið mætti ætla að í því fæl- ust skattalækkanir. Svo er ekki. Einu skattamir sem lækka eru eignar- skattar og bensíngjald. Á móti kemur að álagning fjármagnsskatta vegur upp lækkun eignarskatta og gott bet- ur og bifreiðagjald vegur upp lækkun bensíngjalds. Þrátt fyrir minni rauntekjur ríkis- sjóðs á næsta ári felur fjárlagafrum- varpið í sér skattahækkanir frá því sem nú er. Skýringin á tekjusamdrættinum er fyrst og fremst sú að vegna skatta- lækkana, sem ákveðnar vom í tengslum við kjarasamninga í vor, em tekjur ríkissjóðs af vörugjaldi og lántökugjaldi hærri í ár en núgild- andi skattprósenta gefur tilefni til. Þegar tekjur áranna 1989 og 1990 em bomar saman er í raun um 750 milfj- ónum of mikið á tekjuhliðinni 1989 miðað við núgildandi skattalög. Önnur skýring á tekjusamdrættin- um felst í því að á næsta ári er gert ráð fyrir um 1 tii 2 prósenta sam- drætti. Hann hefur áhrif á skatt- stofná ríkissjóðs. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu er því gert ráð fyrir þyngri skatt- byrði frá því sem nú er. 3.1 milljarðs skatta- hækkun óbreyttar tekjur? Ein slík skattahækkun felst í því að í stað 25 prósenta söluskatts kem- ur 26 prósenta virðisaukaskattur. Fjármálaráðuneytiö hefur verið gagnrýnt fyrir kynningu á honum. í fyrsta lagi sagði ráðuneytið að framreiknaðar heildartekjur af sölu- skatti á þessu ári og teKjur af virðis- aukaskattinum á næsta ári væra jafnháar. Þetta er í sjálfu sér rétt en segir í raun lítiö sem ekkert um þær breytingar sem felast í upptöku virð- isaukaskattsins. Þegar tillit hefur verið tekið til að um 1,4 milljarðar vora greiddir út úr söluskattskerfmu í ár, að á næsta ári veröa einungis innheimtir tíu og hálfur mánuður af virðisaukaskatti og einn af söluskatti og að búist er við um 1,8 prósenta samdrætti í skáttstofnunum þá kemur í Ijós að skattahækkun virðisaukans er um 2.2 milljarðar og er þá búiö að taka tillit til lækkunar á jöfnunargjaldi. Annað sem gagnrýnt hefur verið við kynningu á viröisaukanum snertir niðurgreiðslu á nokkrum vörategundum í gegnum skattkerfiö til jafiis við að þær bæra 13 prósenta Fréttaljós Gunnar Smári Egilsson virðisauka. Þegar ráðuneytið kynnir vörulækkun af þessum sökum slepp- ir það þeirri staðreynd að hefð- bundnar niðurgreiðslur munu verða skertar um 700 milljónir að raun- virði. 1 raun er því ekki verið aö greiða niður matvörar um 1 milljarö, eins og ráöuneytið heldur fram, held- ur er verið að auka þær um 300 millj- ónir. Þegar allar þessar breytingar, sem fylgja upptöku virðisaukaskattsins, era vegnar saman kemur í fjós að tekjur ríkissjóös munu aukast um 3,1 milljarð. Eins og áður sagði kaus ráöuneytið að kynna þessar breytingar með því að heildartekjur af söluskatti á þessu ári væra þær sömu og af virðisauk- anum á næsta ári. Er skattahækkun skattalækkun? Þegar tekjuskatturinn var hækk- aöur í fyrra kynnti ráðuneytiö hann sem lækkun skatta á lægstu tekjur. DV reiknaði þessar breytingar hins vegar þannig að miðað við óbreytt tekjuskattslög fælust töluveröar skattahækkanir á lægstu laun í frumvarpi Ólafs Ragnars. Síöar tóku hagdeildir bæði Alþýðusambandsins og Vinnuveitendasambandsins und- ir niðurstöður DV. Sem dæmi má nefna að ráðuneytið sagöi aö skattar á hjón með tvö börn með 130 þúsund krónur á mánuði eða minna mundu lækka eða standa í stað. Reyndin var sú að í frumvarp- inu fólst engin skattalækkun. Ástæð- an var sú að persónuafsláttur, bama- bætur og húsnæðisbætur lækkuðu aö raungildi á sama tíma og skatt- hlutfallið var hækkað. Síðar breytti Ólafur Ragnar fram- varpi sínu í samræmi við þessa gagn- rýni. Skerðing persónu- afsláttar kjarabót? Eitt af því kostulegasta, sem ráðu- neytið hefur sent frá sér, er kynning á hækkun persónuafsláttar, bama- og húsnæðisbóta síðastliðið sumar. Þessi hækkun var samkvæmt lögum en þessar bætur eiga að hækka tvisvar á ári í samræmi við hækkun lánskjaravísitölu. Ólafur Ragnar kynnti þetta hins vegar sem lið í aðgerðum ríkisstjóm- arinnar til að bæta hag hinna lægst launuðu þar sem hækkunin hefði orðið meiri en menn bjuggust við. Ástæðan fyrir því var að verðbólga hafði orðið meiri en sfjómin bjóst við. Afleiðingar þess urðu að þessar bætur skertust meira að raungildi en búist var við. Það að bæturnar hækkuðu meira en stjórnin hafði reiknað með lýsti því ekki bættum hag launþega held- ur þvert á móti. Sem dæmi má nefna að í 13 prósenta verðbólgu fá laun- þegar að jafnaði um 2,5 prósent skerðingu á persónuafslætti. Ef verð- bólgan verður hins vegar um 42 pró- sent verður skerðingin um 7,2 pró- sent að meðaltali. Aukin verðbólga þýðir því aukna skattbyrði fyrir launþegann. Reyndar minntist Ólafur Ragnar ekki á að ríkisstjómin hafði skert persónuafslátt og bamabætur fyrr á árinu með útgáfu reglugerðar um nýja lánskjaravísitölu. Ef sú gamla hefði gilt í júní síöastliðnum hefði persónuafsláttur hækkað úr 17.842 krónum í 19.906 krónur en ekki 19.419 eins og hann gerði. Mismunurinn er 487 krónur. Launþegar hafa þvi greitt um 2.922 krónum meira í skatta á síðustu sex mánuði ársins en þeir hefðu gert ef lánskjaravísitalan hefði verið látin óhreyfð. Lauslega má áætla að þetta hafi gefið ríkissjóði um 370 milljónir í auknar tekjur. Ef minni hækkun bamabóta, bamabótaauka og hús- næðisbóta er tekin inn í dæmið verð- ur þessi upphæð mun hærri. Halli samkvæmt áætlun? Eins og áður sagði hefur fjármála- ráðuneytið veriö gagnrýnt fyrir vfil- andi upplýsingar á undanfómum misserum. í þeim gögnum, sem það sendir frá sér, er iðulega stillt saman samanburði sem gefur ekki rétta mynd af þeim breytingum sem verið er að kynna. Ýmsum upplýsingum, sem gætu varpað Ijósi á þessar að- gerðir, er hins vegar haldið frá al- menningi. En áhersla ráðuneytisins á að ná fram jákvæðu svipmóti á aðgeröir og frammistöðu sína getur stundum orðið brosleg. Þannig var fyrirsögn ráðuneytisins á fréttatilkynningu þar sem kynnt var afkoma ríkissjóðs fyrstu níu mánuði ársins svona: „Framkvæmd fiárlaga samkvæmt áætlun". Á þeim tíma lá Ijóst fyrir að aUt stefiidi í um 4,7 milfjaröa halla þrátt fyrir um 630 milfjóna króna tekjuaf- gang á fjárlögum. Sandkom n sflinn munuhafabor- iðuppþátil- löguábæjar- stjómarfundi í síðustuvikuað forsvarsmenn Sauðárkróks- bæjar yrðu fengnir til viðræðna sem í sjáJfu sér’er ekkert merkilegt Á fundínum mun eiga að ræöa ýmis samskipti bæjanna og það mun hafa komiö fram á fúndinum á Sigló að nú væri rétt aö íá úr því skorið í eitt skiptifyriröllhvort Sauðárkróks- búar haldi að nafli alheimsins sé virkilega þar. Þessi málflutningur bendir að sjálfsögðu ekki til annars en að kratar á Siglufirði telji Sauðár- króksbúa álita að svo sé. Oft hefur verið talað um ríg á milli þessara bæjarfélaga og því er ekki úr vegi fyrir Siglflíðinga að fá að vita hvar þeir hafa „Krókana“. Nennti ekki Þingeyingar, ogþarmeð taldir Húsvík- ingaraðsjálf- sogöu.eru tilverunaog sjalfasigems ______________ ogallirvita. Víkurblaðið á Húsavík skýrði frá því aö Húsvíkingur nokkur, sem staddur var í höfuðborginni á dögunum, hefði haldiö á Kjarvalsstaöi og séð þar málverkasýningu Steöns Axels Valdimarssonar sem er frá Húsavík. Húsvikingurinn var í skýjunum eftir að bafa skoöaö sýninguna en hann lét þess jafhframt getiö að f næsta sal hefði einhver maöur frá Frakklandi verið að sýna smámyndir en Hús- vikingurinn sagðist ekki hafa nennt þangað inn. - Við þetta erlitlu að bæta öðru en því aö maöurinn meö litlu myndirnar í næsta sal var eng- bin annar en sá heimsfraígi Erro. Péturfrá Grænlandi Bandaríski körfúknatt- leiksþjálfarirm PatRQey.sera hefurstýrtliöi LosAngeles Lakers undan- farinároggert körfuknattleiksbði heims, befur eirmig fengist viö ritstörf og m.a. skrifað bókina „Show-time“ þar sem hann ræðir gang mála hjá Lakers heiltkeppnistímabil. Þettamun ein- mitt hafa verið keppnistímabiUð þeg- ar Pétur Guðmundsson fór til liösin, og eyðir Riley nokkrum línum r aö segja frá Pétri. Hann virðist þó ekki vera mrkið meö hugann við Pétur eða muna mikið um hann þ ví hann segir í bókinni að þessi hávaxni köríu- boltamaður sé frá Grænlandi! Riley segir að Pétur hafi ekki staðið undir þelm vonum sem við hann voru bundnar, hafi kiknaö undan meiösl- um á æflngu og brotnað niður við Margrét Blöndal, út- varpsmaðurá Akureyri.er hessilegshilka oglæturýmis- legtskemmti- legt fhrkkajx'g- __ arþaðávið. Hún vár fýrlr helgina að lesa úr Degi í morgunútvarpinu á rás 2 og sagði þá frá því aö byrjað væri aö vefja jólatrén fyrir Norðlendinga. Starfs- bræöur hennar fýrir sunnan höfðu sem avo að það væri þá vístekki seinna vænna að fara aö óska Norö- lendingum gleöllegra jóla. Margrét lét ekkert vaða ofán í sig og svaraöi samstundis meö því að óska Reykvfk- ingum enn einu sirrnl gleðilegs sum- ars! -Gotthjá þeirri stuttu, a.m,k. finnst okkur á Noröurlandinu þaö vcðurfareiiis þótt við vomrm auð vit- aðvfðafaJhugaðrigningumri,sem ívor.fárinúaðlinna. Um»j6n: Gylfi KrM|ÉI#idl|

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.