Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 18
18 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Menning_______________ dv Leikstjórar svara Alexa Visarion um íslenska leikstjóm: Yfirnáttúrulegt ef Oliver er stæling - segir Benedikt Ámason, leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu „Ef sýningin á Oliver er stæling þá hefur eitthvað yfirnáttúrulegt gerst. Ég sá þessa sýningu í Lundún- um árið 1961 og finnst ólíklegt að ég geti munað hana í smáatriðum," seg- ir Benedikt Árnason, leikstjóri hjá Þjóðleikhúsinu. í viðtali við DV fyrir helgi hélt rúmenski leikstjórinn, Alexa Visarion, því fram að sýning Þjóðleikhússins á söngleiknum Oli- ver væri ekki annað en ófrumleg stæling á enskri sýningu á verkinu. „Ingibjörg Björnsdóttir, sem sá um söngatriðin í Oliver, hafði aldrei séð sýninguna áður og getur þvi ekki verið að stæla það sem aðrir hafa gert. Það er samt ekki ólíklegt að Visari- on muni eftir leikmyndinni því hún hefur verið notuð í 30 ár. Menn geta ekki hugsað sér betri lausn enda hefur leikmyndin verið notuð víða um lönd og ekki annað sjáanlegt en hún verði notuð framvegis." í viðtalinu hélt Visarion því einnig fram að það stæði leikhúslífi á ís- landi fyrir þrifum að hér vantaði at- vinnuleikstjóra og alla hefð í leik- stjórn. „Ég veit ekki hvaða ástæðu þessi maður hefur til að breiða úr sér eftir að hafa séð eitt verk eða í besta falli tvö,“ sagði Benedikt Amason. „Auk Ohvers gæti hann hafa séð eitthvað hjá frjálsu leikhópunum en það dug- ar ekki til að fella dóma um alla ís- lenska leikstjóra. Það gæti hka vel verið að maðurinn væri að leita eftir meiri vinnu hér á landi. Hann segir að leikararnir séu góðir en leikstjórarnir vondir. Það er ágætlega fallið til að fá meira að leikstýra hér. Svo má ekki gleyma að Visarion er líka að fella dóm yfir áhorfendum. Það hefur tíl þessa verið uppselt á ahar sýningar á Ohver. Eru áhorf- endur svo vitlausir að þeir vhji bara sjá lélegar sýningar?" María Kristjánsdóttir, formaður félags leikstjóra á íslandi, tekur í sama streng og Benedikt. „Það er firra að halda því fram að ekkert sé th sem heitir íslensk leikstjórn en hitt er svo annað mál á hvaða stigi hún er,“ sagði María í samtali við DV. „Það er rétt hjá Visarion að hefð í leikstjóm á íslandi er ung en hann getur ekki dæmt alla leikstjóra hér eftir að hafa séð eina sýningu," sagði María Kristjánsdóttir. -GK Yngsta skáldið, sem á bók á markaönum fyrir þessi jól, er Sól Hrafnsdóttir. Hún er átta ára en hefúr fengiö Forlagiö th að gefa út sögu sem hún kallar Feita strákinn. Myndir í bókina hefur hún teiknað sjálf. Sagan segir frá stórum feitum strák sem á litla mömmu og lítinn pabba. Stákurinn er sísvangur - og þannig spinnst ævintýriö áfram. Sól á ekki langt að sækja skáldskapargáíuna því að hún er dóttir Hrafhs Gunlaugssonar sem er skáld bæði í máli og myndum. Ólafur Ragnar í dæmisögu Úlfar Þormóðsson, áður útgef- andi Speghsins og nú gallerí- stjóri, hefur skrifað bók þar sem rakin eru átökin um útgáfu Þjóð- viljans á síðustu árum. Bókin heitir Útgangan og er að hálfu úttekt á raálinu en á eftir fylgir dæmisaga um sama efni. Sagt er að í dæmisögunni sé Ólafur Ragnar Grímsson fjár- málaráðherra aðalpersónan. Sjálfur vhl Úlfar ekkert láta hafa eftir sér um túlkun á sögunni. „Ég hef skrifað sögu um mann sem gekk út úr sjálfum sér. Ann- að hef ég ekki að segja,“ sagði Úlfar í samtali viö DV. Það er Frjálst framtak sem gefur út. Útfar Þormóðsson lætur til sln heyra um innanflokksátðkin I Al- þýðubandalaginu fyrir jólin. Það verða ekki bara Náttvíg, sem aödáendur Thors Vilhjálms- sonar geta haft fyrir jólalesningu að þessu sinni, því þijár af eldri bókum hans koraa einnig út. Það eru Folda, Fljótt, fljótt sagði fúgl- inn og Grámosinn glóir. Thor mátti lengi þola það aö landsmenn sýndu bókum hans nokkurt tómlæti og haft var á orði að ekkert seldist sem hann skrifaði, Þó eru allar eldri útgáfur hans uppseldar og síöustu bækur hans hafa orðið metsölubækur. Mál og menning gefur út. Bara ein Regína - segir Jón Kr. Gunnarsson, höfundur bókar um Regínu á Gjögri „Regína er skemmtilegur og hreinskhinn orð- hákur en hefur jafnframt gott og hlýtt hjarta- lag. Það eru þessar andstæður sem gera hana eftirminnhega. Það er bara ein Regína og hún er ekkert að sýnast,“ segir Jón Kr. Gunnarsson sem skrifað hefur bók um Regínu Thorarensen, fréttaritara DV á Selfossi, Eskifirði og Gjögri. Bókin kemur út í næsta mánuði hjá Reykholti. Upphaf bókarinnar má rekja til þess að fyrir þremur árum var Jón gerður út af örkinni hjá Vikunni th að taka viðtal við Regínu. Viðtalið kom en þar sem Regína er skrafhreifin kona og hefur frá mörgu að segja varð úr viðræðum þeirra Jóns miklu meira efni en komst í eitt blaðaviðtal. Jón fékk þá hugmynd að setja sam- an viðtalsbók við Regínu. Sérstætt skopskyn „Ég fór í kaffi th Regínu, ræddi máhð við hana og við urðum ásátt um að gera bók,“ segir Jón. „Ég hafði aldrei hitt hana áður en viðtalið var tekið en þekkti auðvitað th pistlanna hennar. Ég fékk einnig að vita það að fólki hkaöi við- tahð í Vikunni vel og það varð síst til að letja mig. Samstarf okkar Regínu var afar skemmthegt og gekk mjög vel. Regína hefur sérstætt skop- skyn sem fehup vel að mínum smekk. Einkenni hennar er hispursleysið og hreinskhnin. Á sama tíma og aðrir eru alltaf að skapa sér ímynd þá kemur Regína alltaf th dyranna eins og hún er klædd. Sumum þykir hún gróf og óþarflega persónu- leg í fréttaskrifum sínum en það má ekki gleyma því að hún ræðst aldrei á minnimáttar. Það eru mennirnir með breiðu bökin sem hún hlífir ekki enda geta þeir svarað fyrir sig. En það er hreinskhnin og þetta einstaka auga fyrir sér- stæðum fréttum sem blaðalesendum fehur svo vel í geð.“ Regína hefur veriö fréttaritari vel á fiórða áratug. Fyrst fyrir Morgunblaðið og þá fyrir Dagblaðið og eftir það fyrir DV frá stofnun þess. „Regína varð fréttaritari á tímum þegar það þótti vera karlmannsverk," segir Jón. „Á sama tíma og karlamir voru aö skrifa fréttir um gæftaleysi og veðurfar sendi hún frá sér fréttir af atvinnuleysi í kaupfélaginu. Hún skrifaði út frá sjónarhóh kvenna en síðan hafa margar konur fetað í fótspor hennar. Ég læt frásögn Regínu halda sér eins og kostur er. Hún er hrjúf og getur skrifað um öh mál þannig að það veki kátínu, jafnvel þótt alvara lifins búi að baki.“ Valdir kaflar úr verkum Regínu Með í bókinni um Regínu fylgja valdar fréttir frá ferh hennar sem fréttaritara. Fyrsta fræga máhö, sem hún' skrifaði um, var þegar þurrð var á salti hjá kaupfélaginu í Norðurfirði á Ströndum. Þá skrifaði hún grein um málið í Tímann en fékk ekki birta. Morgunblaðið tók þá við greininni og Regína hefur ekki tekið fram- sóknarmenn í sátt síðan. „Regína segir á sinn skemmthega hátt frá þessu máh í bókinni," segir Jón. „Hún segist hafa verið alin upp á menningarheimih þótt það hafi verið framsóknarheimih. Hún ólst upp á Reyðarfirði, er af Stuðlaætt, ég fann þaö á henni að hennar bestu ár voru á Ströndum. Hún segir líka að það hafi verið aht annars konar fram- sóknarmenn á Ströndum en á Reyðarfirði. í bókinni eru valdar fréttir frá henni allt th dagsins i dag, þar á meðal sagan úr matarboðinu hjá Alla ríka á Eskifirði í sumar. Alh er einn þeirra manna sem hún dáir. Hún metur athafna- menn mikhs en finnur engar afsakanir fyrir skussa og fer ekki dult meö. Regína er í eðh sínu öfgafull og það kemur fram í afstöðu hennar til manna.“ DV-mynd KAE önnur þjóðsagnapersóna Á sama hátt og Regína er þjóðsagnapersóna er höfundur bókarinnar um hana það líka. Jón Kr. Gunnarsson var kunnur fyrir að reka Sæ- dýrasafnið um árabh og standa fyrir sögulegum veiðum á háhymingum. Hann hefur einnig fengist við skriftir lengi og verið pistlahöfundur í dagblöðum. í þrjú ár skrifaði hann imdir dulnefninu Þrándur í Götu í Vísi og var undanfari Svarthöfða og Dagfara. Áriö 1965 keypti hann Spegilinn af Páh Skúla- syni og gaf hann út th ársins 1968 þegar hann seldi Asa í Bæ og Ragnari Lár blaðið. Fyrir þremur árum gaf hann út bókina Mann- fólkið og hin dýrin, háðsádeilu sem fékk litlar undirtektir og sumir héldu aö væri bamabók. Nú situr Jón í hominu á skrifstofu konu sinnar og skrifar en er hættur aö veiða háhyminga. -GK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.