Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 29
MÁNUÐAGUR 23. OKTÓBER 1989; , 29 Iþróttir Heimsmeistaramótið í júdó: Bjarni í fremstu röð „ippon“ og tapaði naumlega gegn verðlaunahöfum - lagði þrjá á Bjami Friðriksson sýndi og sann- aði að hann er enn í hópi bestu júdó- manna heims í -95 kg flokki þegar hann hafnaði í 7. sæti á heimsmeist- aramótinu sem fram fór í Júgóslavíu dagana 10. til 15. október. Bjarni vgnn fullnaðarsigur, „ipp- on“, á þremur andstæðingum sínum, og sá fjórði, Sugai frá Japan, gaf glím- una gegn honum um 7. sætið. Það tók Bjarna aðeins 48 sekúndur að sigra Bastos frá Portúgal með fallegu bragði, „curikomi goshi“. Áður hafði hann lagt Tripp frá Bandaríkjunum á „wazari“ í glímu sem stóð yfir í 3 mínútur og 45 sekúndur. í þriðju glímu mætti hann Evrópu- meistaranum Kurtanidze frá Sovét- ríkjunum og var þeim sovéska dæmdur sigur eftir harða fimm mín- útna baráttu. Þá fór Bjarni beint í 2. umferð uppreisnarglimu og vann þá einn þann besta í heimi í þessum þyngdarflokki, Tae-Kyi frá Suður- Kóreu. Bjami náði undirtökum smám saman og neyddi þann kór- eska til að gefast upp með armlás þegar aðeins níu sekúndur voru eftir af glímunni. í næstu glímu mætti Bjarni silfur- verðlaunahafanum frá síðustu ólympíuleikum, Meihng frá Banda- ríkjunum. Það var hörð keppni en Meiling fékk færri refsistig og var því dæmdur sigur að fimm mínútum liðnum. Meihng hlaut síðan brons- verðlaun. Michal Vachun, hinn tékkneski landsliðsþjálfari Islands, sendi frá sér greinargerð um frammistöðu Bjarna og hrósaði honum fyrir frammistöðuna. Vachun segir þar að Bjami hafi komið sér á óvart í báðum tapglímunum með því að hafa góða stjórn á hraðanum og í báðum tilfell- um hafi hann þreytt andstæðinginn mjög. Það hafi ekki síst verið vegna þess að Bjarni hafi verið búinn að gera sér grein fyrir því að hann væri ekkert síðri en þeir bestu. í Belgrad var í fyrsta skipti keppt eftir nýjum keppnisreglum Alþjóða júdósambandsins. í þeim er tvöfalt uppreisnarform, eins og á Evrópu- meistaramóti, og auk þess keppni um sjöundasætið. -VS • Þróttur varð fyrir skömmu Reykjavíkurmeistari í blaki kvenna eins og áður hefur komið fram. Þróttarstúlkurnar eru hér með verðlaun sín - aft- ari röð frá vinstri: Steina Ólafsdóttir, Huld Aðalbjarnardóttir, Sólveig Kjart- ansdóttir, Linda Jónsdóttir, Jia Changwen þjálfari. Fremri röð: Edda Njáls- dóttir, Metta Helgadóttir og Aðalheiður Sigurðardóttir. Á myndina vantar Snjólaugu G. Bjarnadóttur fyrirliða, Unni Gígju Gunnarsdóttur, Elínu Krist- mundsdóttur og Guðrúnu Kristmundsdóttur. DV-mynd S • Sigurvegarar á Aloha-mótunum ásamt aðstandendum. Frá vinstri: Jón Pétursson, sigurvegari með forgjöf, Friðrik Brekkan, markaðsstjóri Evrópu- ferða, Ágúst Húbertsson, framkvæmdarstjóri Keilis, og Sveinbjörn Björns- son, iiðsstjóri A-sveitar Keilis. Björgvin og Jón fara til Portúgal - urðu efstir í Aloha-mótunum Nýlega fór fram 5. og síðasta Alo- ha-styrktargolfmótið á Hvaleyrar- velli í Hafnarfirði. Þessi mót hafa verið til styrktar A-sveit golfklúbbs- ins Keihs sem tekur þátt í Evrópu- keppni meistarahða í golfi á Spáni í nóvember. Sigurvegarar eftir þetta 5. mót, þar sem 3 bestu skorin voru látin gilda, voru þeir Björgvin Sigurbergsson, GK, sem sigraði án forgjafar og Jón Pétursson, GG, sem sigraði með for- gjöf. Glæsileg verölaun voru í boði eða þátttaka í opnu golfmóti áhuga- manna sem fram fer í Portúgal dag- anna 25. nóvember til 2. desember og fara þeir Björgvin og Jón á þetta mót. A-sveit Keilis, sem tekur j)átt í Evr- ópukeppninni, skipa þeir Ulfar Jóns- son, Sveinn Sigurbergsson og Tryggvd Traustason. Liðsstjóri sveit- arinnar er Sveinbjöm Bjömsson. GH Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ: Tæpur hálfur milljarður - er áætlaður byggingarkostnaður við flölnota vörusýningahöll Jón Hjaltalín Magnússon, for- maður Handknattleikssambands íslands, hefur sent frá sér eftirfar- andi fréttatilkynningu: Nú er rúmt ár síðan þing Alþjóða handknattleikssambandsins, hald- iö í Seoul, fól íslandi að halda 14. Alheimsmeistarakeppnina í hand- knattleik árið 1995. Forsenda fyrir þessari ákvörðun þingsins í Seoul var að fyrir lá yfirlýsing frá ríkis- stjórn íslands þess efnis að fyrir- hugaö væri að byggja fjölnota vörusýninga-, ráðstefnu- og íþróttahús fyrir um 7000 áhorfend- ur, sem yrði tilbúið í tæka tíð fyrir keppnina. Sérstök undirbúningsnefnd hef- ur starfað á vegum HSÍ að skipu- lagningu keppninnar árið 1995 og er m.a. ráðgert að hefja opinbera samkeppni um merki heimsmeist- arakeppninar núna í nóvember. Því markmiðið er að nýta þessa keppni hér á íslandi sem best til landkynningar fram yfir sjálfa keppnina, um þjóð okkar og land, menningu og atvdnnulíf, útflutn- ingsvörur og ferðaþjónustu. Nokkrar umræður hafa verið í fjölmiðlum um byggingu fyrir- hugaðrar íjölnota vörusýninga- hallar, sem háttvdrtur mennta- málaráðherra staðfesti vdð heim- komu landshðsins frá heimsmeist- arakeppninni í Frakklandi í vor að hann myndi beita sér fyrir að byggð yrði, og staðfest loforð fyrri ríkis- stjórna Steingríms Hermannsson- ar og Þorsteins Pálssonar um stuðning vdð að halda keppnina á íslandi og eflingu ferðaþjónustunn- ar. Einhvers misskilnings vdrðist gæta í umfjöllun um fyrirhugaða byggingu þessarar fjölnota vöru- sýningarhahar þegar talað er um „einhveija handboltahöh fyrir þessa einu heimsmeistarakeppni sem muni kosta um einn mihjarð króna.“ Stjórn HSÍ vdh því upplýsa að í ársbyijun 1988 var gerð lausleg kostnaðaráætlun um byggingu á hagkvæmu 8000 fermetra fjölnota sýningarhúsi, sem tæki um 7000 manns í sæti. Kostnaðaráætlun þessi var miðuð vdð „staðlaöan byggingarkostnað menntamála- ráðuneytisins um byggingu skóla- íþróttahúsa", sem þá var um 40 þúsund krónur á fermetra, eða um 320 milljónir fyrir 8000 fermetra hús. Framreiknað til dagsins í dag, er þessi byggingarkostnaður um 460 milljónir króna. HSÍ hefur nýlega verið kynnt kostnaðaráætlun vdrts íslensks verktakafyrirtækis í byggingu 8000 fermetra flölnota sýningarhúss sem tæki um 7000 áhorfendur í sæti. Kostnaðaráætlunin hljóðar upp á 470 milljónir króna. Þess skal getið að af þessum 470 mihjón króna byggingarkostnaði eru um 90 mihjónir greiðslur á söluskatti og tollum í ríkissjóð, fyrir utan launaskatt þeirra sem að bygging- unni starfa. Þessi byggingarkostnaður er einnig í samræmi vdð byggingu 2500 fermetra íþróttahúss í Kaplakrika í Hafnarfirði, sem tekur um 2500 áhorfendur í sæti. Byggingarkostn- aður þessa húss er um 150 mihjón- ir króna, eða um 60 þúsund krónur á fermetra. Miðað vdð þessar tölur myndi 8000 fermetra fjölnota hús kosta um 480 mhljónir. Þá eru þessar kostnaðaráætlanir í fuhu samræmi vdð byggingar- kostnað á samsvarandi ijölnota sýningarhúsum í Finnlandi og Noregi. Undirbúningsnefnd HSÍ hefur verið í sambandi vdð aðha á svdði ferðaþjónustu og áætlar að þetta nýja fjölnota , sýningarhús, sem nota má th alþjóðlegra vörusýn- inga, ráöstefna, popptónleika og íþróttamóta muni draga hingað th lands minnst fimm þúsund erlenda ferðamenn á ári. Aætlaðar gjald- eyristekjur af þeim eru um 400 mhljónir króna á ári. Á tíu árum er því gert ráð fyrir um 4 milljarða króna gjaldeyristekjum af því að reisa þetta fjölnota sýiíingarhús. Þess skal getiö að áætlaðar gjald- eyristekjur af heimsmeistara- keppninni í handknattleik á íslandi árið 1995 eru um 300 milljónir króna. Áætlaðiu- endingartími íjölnota sýningarhúsa er um 100 ár, með hefðbundnu vdðhaldi. Því má leika sér að því að áætla gjaldeyristekjur af þessu húsi á þeim tíma. Jón Hjaltalin Magnússon, formaður HSI Kriutján Bemburg, DV, Belgíu: Öh spænsku dagblöðin kalla hohenska landshðsmanninn Ronald Koeman, sera leikur með spænska stórhöinu Barcelona, „Snjódríftma“. Þessi nafngift hefur valdið hol- lenskum blaðamönnum miklum hehabrotum en nú er loks komin skýring á nafhinu. í stærsta dýra- garðinum í Barcelona er stór og mikih górihuapi og hefur hann um árabh verið nefhdur „Snjó- drífan“. Sjálfur segir Koeman um þessa nýju nafngift „heppinn er égað kunnahtið í spænskunni“. • Preben Elkjær i búningi Lo- keren. Elkjær í sjónvarpið Kristján Bentbuxg, DV. Belgiu: Fyrrverandi landshðsmiöherji Dana í knattspyrnu, Preben Elkj- ær, sem áður fyrr lék með Loker- en hér í Belgíu, er nu oröinn þul- ur hjá danska sjónvarpinu. Hann var á leik Anderlecht og Barce- lona í Evrópukeppninni og lýsti haim leiknum beint th Dan- merkur. Tveir danskir landshðs- menn léku á velhnum, þeir Mic- hael Laudrup sem leikur með Barcelona og Hendrik Andersen sem leikur með Anderlecht. • Höröur Theodórsson. Hörður bestur í hófi sem knattspyrnudehd ÍR hélt nýlega var Hörður Theodórs- son valinn knattspyrnumaður ársins 1989. Hann fékk Esso bik- arinn th varðveislu í eitt ár ásamt eignargrip. Hörður er þriðji leik- maðurinn hjá ÍR sem fær Esso bikarinn, en Olíufélag íslands gaf bikarínn. GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.