Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 23.10.1989, Blaðsíða 40
40 MÁNUDAGUR 23. OKTÓBER 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Mick Jagger hefur hingað til ekki verið álitínn besti pabbi í heimi. Um daginn sýndi hann þó ótrúlega gjafmildi og gaf hinni 17 ára gömlu dóttur sinni, Jade, glæsilega íbúð á besta stað í London. Ekki var nóg með að Jade fengi íbúðina að gjöf held- ur fyllti Mick hana af dýrmætum húsgögnum og málverkum. Gjöf- inni fylgdi þó eitt skilyrði, það er að Jade héldi sig frá strák nokkr- um sem hún hefur verið að dingla með og hefur verið orðaður við eitulyfjaneyslu. Ætli sá gamli sé að reyna að gleyma hvernig hann hagaði sér hér á árum áður. Michael J. Fox sannaði ekki alls fyrir löngu að hann er besta skinn. Foreldrar hans áttu 37 ára brúðkaupsaf- mæli og í tilefni af því gaf Mic- hael þeim peninga svo þau gætu farið í aðra brúðkaupsferð til Evrópu. Það var ekkert verið að spara því sá stutti gaf foreldrum sínum nær 2 milljónir íslenskra króna tíl að skvetta úr klaufun- um fyrir. Ólyginn vildi óska að ailir foreldrar ættu slíkan son. Tiffany hefur nú vingast við móður sína á nýjan leik. Dömunni líkaði ekki að móðir hennar væri eitthvað að skipta sér af einkamálum hennar. Hún dró hana því fyrir rétt og rétturinn skipaði móður- inni að vera ekki í augsýn dóttur- innar. En allt í einu fór Tiffany að sakna þeirrar gömlu og sló á þráðinn til hennar og bað hana að sættast við sig. Mamman sagði já og nú er hún daglegur gestur hjá dótturinni. Vonandi að það vari sem lengst, því stelpan er enn á skólaaldri og veitir ekki af móðurlegum ráðleggingum. Kringlukráin: Skiptir nm eigendur Þegar bjórinn var leyfður 1. mars síðastliðinn var Kringlukráin ein þeirra kráa sem opnuð var í Reykjavík af þessu tilefni. Kringlukráin er 1 Kringl- unni 4. Nýlega urðu eigendaskipti. Fyrrverandi eigendur, sem aldrei ætluðu sér að reka staðinn lengi, seldu krána þeim Áma Gunnarssyni .og Sigþóri Sigmjónssyni. í tilefni eigendaskiptanna var haldið mikið hóf fyrir vini og velunnara nýju eigendanna og voru myndimar teknar í því tílefni. Gestirnir skemmtu sér konunglega og hér taka þeir lagið við undirleik Ólafs B. Ólafssonar harmóníkuleikara. Það er ekki annað að sjá en þeim Árna Gunnarssyni og Sigþóri Sigurjón- syni, hinum nýju eigendum, farist barstörfin vel úr hendi. DV-myndir GVA liza Minnelli: Það er erfitt að finna góðan mann, meira að segja fyrir hæfi- leikamikla og ríka konu á borð við Lizu MinneUi. Að sögn tókst henni þó loks í þriðju tilraun að finna rétta manninn, Mark Gero. „Hann er enginn draumaprins ungrar og framagjamrar stúlku eins og ég var þegar ég var ung en hann er réttí maðurinn fyrir mig í dag. I bytjun er hugsunin á þá leið að draumaprinsinn verði aö vera klár, ríkur, skemmtílegur, fallegur og danselskur," segir MinnelM. „Nokkrum árum síðar hugsar maður að þaö sé nú ekki nauðsyn- legt aö hann kunni að dansa. Enn síðar að hann þurfi ekki að vera fallegur. Að lokum er svo hugsunin sú aö það sem máli skipti sé að til- vonandi mannsefhi sé góður mað- ur. Það tók mig þrjú hiónabönd að I dag er Uza Minnelli hamlngjusöm fjörutfu og þrlggja ára gömul kona. Á innfelldu myndinni er hún með eiginmanninum Mark Gero. uppgötva þessa staðreynd en að lokum fann ég manninn sem ég ætla mér að eyöa ævinni með.“ Minnelli og Mark Gero hafa nú verið gift í tíu ár. „í skemmlana- bransanum er það sama sem sjötíu og fimm ár. Auövitað höfum viö átt okkar slæmu stundir eins og öll önnur hjón, sérstaklega þegar hann vann einnig við skemmtana- iðnaðinn en eftir aö hann hætti því og gerðist myndhöggvari hefur samband okkar orðiö betra meö hverju árinu.“ Lífiö fer vel með Lizu Minnelli þessa dagana. Hun hefur nýlokiö viö að feröast um heiminn meö Frank Sinatra og Sámmy Davis yngri. Þetta var mikil sigurfór fýrir þau, alls staðar uppselt. Þá söng hún inn á plötu með Pet Shop Boys sem fór inn á breska vinsældalist- ann. Hún getur samt ekki gleymt gömlu villtu dögunum þegar hún treysti á vín og pillur: „Ég tók ekki minn fyrsta valíum- skammt með það í huga að ánetjast þvf. Ég hef aidrei verið haldin neinni sjálfseyðingarhvöt en marg- ir héldu það. Þótt mér fyndist allt vera á móti mér og lífið tilgangs- laus langaöi mig aldrei til að deyja. Pilluátið fór fijótt út í öfgar, ég þurfti að taka pOlu til að geta sofn- að og ég þurftí að taka pillu til aö geta haldið mér vakandi og þessu skolaöi ég niður með vini. f byrjun leið mér mjög vel en meö tímanum fóru piUumar að hafa öfúg áhrif og þá var of seint að hætta. Ástand mitt varð verra og verra. Ég gat ekki komið mér út úr rúmi í fleiri daga og afsakaði þaö fyrir sjálfri mér með aö telja mér trú um að ég væri með lungnabólgu. Þegar það svo rann upp fyrir mér að ég væri orðin fikniefiianeytandi og áfengissjúklingur lá viö að ég yrði fegin. Ég hlaut að hafa þetta í blóðinu. Móðir mín var áfengis- sjúklingur, ég var aðeins haldin sömu veiki og hún. Þessi blekking mín varaði í nokkum tima enda var það 1 tísku í mínu umhverfi á áttunda áratugnum að taka inn fíkniefni. Ekkert sem ég gerði þótti skrýtið. Það gerðu þetta allir aör- ir.“ Þaö tók Lizu Minnelh langan tíma að komast yfir piUu- og áfeng- isfiknina og segir hún aö eigin- maöurinn hafi verið sá sem hún treysti á. „Enginn getur gengið i gegnum slík án þessa að treysta á aðra manneskju sem er alltaf tU staðar þegar mest á ríður." Uza Minnelli er dóttir frægra for- eldra. Móðir hennar var Judy Gar- land, stjaraa sem varð áfengi og pfilum að bráð. Faðir hennar var svo hinn þekkti leikstjóri, Vincent Minnelli „Faðir minn var dásam- legasti maður sem ég hef kynnst, hann gaf mér drauma og það var hann sem sagði mér að giftast Mark Gero. Síöustu orðin, sem hann sagði viö mig, voru: „Liza, þú hefúr ekki ennþá komist undir yfirborðið á sjálfri þér." Hann hafði rétt fyrir sér, það á mikiö eför að koma upp á yfirboröið af sjálfti mér.“ Bob Hope krýnir ungfrú Kína Bob Hope gerði sér ferð til Taiwan fyrir helgi til að krýna ungfrú Kína. Ekki er víst að stjómvöld á megin- landi Kína samþykki Anitu Wang sem fuUtrúa sinn en Taiwan er að- skfiið frá meginlandinu og er búiö að vera það lengi. Kínveijar, sem þar búa, halda sína fegurðarsamkeppni árlega og krýna ungfrú Kína hvað svo sem meginlandsbúar segja. Á myndinni sést Bob Hope taka í hönd Anitu Wang. Á mfili þeirra stendur sú sem varð í öðm sætí. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.