Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Fréttir________________________________________ Sögulegur stjómarfundur Sambandsins um helgina: Andstaða við Guðjón að magnast innan SÍS - forstjóraembættið lagt niður í sinni núverandi mynd Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sambandsins, og Ólafur Sverrisson, stjórnar- formaður Sambandsins, á stjórnarfundinum um helgina. Á fundinum var Guðjón ofurliði borinn af stjórninni varðandi skipulagsbreytingarnar á Sam- bandinu. Andstaða við Guðjón B. Ólafsson, forstjóra Sambandsins, hefur magn- ast verulega að undanfornu innan stjórnar Sambandsins og segja heim- ildir DV aö stjórnarfundurinn um helgina þar sem Guðjón lenti í and- stöðu við stjórnina vegna skipulags- mála, sýni best að þessi skil eru kom- in upp á yfirborðið. Hugmynd Guð- jóns var ofurliði borin af stjóm Sam- bandsins. Þá segja heimildir DV að á meðal framkvæmdastjóra Sam- bandsins sé vaxandi óánægja með störf forstjórans. Tapiö 700 milljónir Þessi sögulegi stjórnarfundur hófst á föstudagsmorgun og endaði sem maraþonfundur seinni partinn á laugardaginn. Fyrri daginn var mjög þungt hljóð í stjórnarmönnum Sam- bandsins þegar rætt var um afkom- una á síðasta ári en tap félagsins á síðasta ári nam um 700 milljónum krónum. Inni í þessari tölu mun vera búið að taka tilht til hagnaðar af söiu Samvinnubankans þannig að ef sal- an á Samvinnubankanum hefði ekki komið til hefði tapið verið um og yfir einum milljarði króna. Síðastliðin tvö ár hefur Sambandið því tapað hátt í tveim milljörðum króna. Á stjórnarfundinum kom fram að málið væri einfalt, ef félagiö héldi áfram að tapa svona biði þess ekkert annað en gjaldþrot. Guðjón I andstöðu við stjórn Sambandsins Þegar stjómarfundinum var fram- haldið á laugardaginn var rætt um skipulagsmálin. Fyrir fundinn var ljós að Guðjón hefur verið mjög á móti þeim hugmyndum að breyta Sambandinu í sex sjálfstæð hlutafé- lög. Guðjón lýsti enn yfir andstöðu við þessa hugmynd á fundium sjálf- um og sagðist telja að Sambandið ætti að vera eitt hlutafélag. Samkvæmt heimildum DV var Guðjón beðinn um að segja beint út á fundinum hver afstaða hans til að breyta Sambandinu í nokkur hluta- félög. Hann svaraði því til að hann Fréttaljós Jón G. Hauksson teldi að Sambandið ætti að vera eitt hlutafélag. Starf forstjóra lagt niður I núverandi mynd Það breytti því hins vegar ekki aö öll stjórn Sambandsins samþykkti samhljóða, með níu atkvæðum gegn engu, að kannað yrði hvort sú leið væri fær að skipta Sambandinu í sex hlutafélög. Það er athyglisvert að nái þessar skipulagsbreytingar fram að ganga verður starf forstjóra Sam- bandsins í núverandi mynd lagt nið- ur. Stjórn Sambandsins telur að það hafi vantað illilega lausnir við að rétta Sambandsskútuna af. Einn heimildarmanna DV bætir raunar við að það hafi kólnað á milli Guð- jóns og Ólafs Sverrissonar stjórnar- formanns að undanförnu. Aandstaðan við Guðjón hefur veriö að magnast hægt og sígandi innan samvinnuhreyfingarinnar. Skemmst er að minnast orða Vilhjálms Jóns- sonar, forstjóra Olíufélagsins hf., á aðalfundi Samvinnubarikans á dög- unum þegar hann sagði að sumum yðri allt úr engu en hjá öðrum yrði allt að engu. Guðjón ofurliði borinn af stjórn Sambandsins Það er athyglisvert að fyrrum stjórnarformaður Sambandsins, Val- ur Arnþórsson, lagði til fyrir um tveimur árum aö skipta Sambandinu í nokkrar smærri einingar. Valur náði ekki fram þessum hugmyndum. Sá sem snerist harðast gegn þeim var forstjórinn sjálfur, Guðjón B. Ólafs- son. Núna, tveimur árum síðar, hef- ur stjórnin dustaö rykið af hugmynd- um Vals og gengið lengra með því að skilja verslunardeildina ekki eftir inni í Sambandinu, eins og fyrri hug- myndir gerðu ráð fyrir. Guðjón hefur þess vegna tapað þessari orrustu. Stjórn Sambandsins samþykkir að fara skipulagsleið sem forstjórinn er andvígur. Og meira kemur til. Ef þessar skipulagsbreytingar, að skipta Sambandinu niður í sex hluta- félög og leggja starf forstjórans niður í sinni núverandi mynd, kemur það í hlut forstjórans aö vera lykilmaður- inn í því að framkvæma þessar breytingar. Og þá má spyrja sig hvort stjórn Sambandsins geti falið manni sem er í hjarta sínu á móti breyting- unum að sjá um að hrinda þeim í framkvæmd? Kaupir fólk hlutabréf í Sambandinu hf.? Skoðum hugmynd Guðjóns, um að breyta Sambandinu í eitt stórt hluta- félag, aðeins betur. Aðalástæðan fyr- ir því að fara út í hlutafélagaformið er sú aö þannig sé hægt að fá inn nýtt fjármagn. Stóra spurningin hlýtur þá að vera sú hvort kaupend- ur hlutabréfa séu tilbúnir að kaupa hlutafé í Sambandinu hf. frekar en einhverju hlutafélaganna sex, til dæmis skipafélaginu eða sjávarút- vegsfyrirtækinu. Stjórn Sambands- ins telur að eins og fjárhagsstaöa fyr- irtækisins sé núna kaupi enginn hlutabréf í Sambandinu hf. en væn- legra sé að fá hlutabréfakaupendur að einhverju hlutafélaganna. Aðalfundur Sambandsins verður dagana 8. og 9. júní næstkomandi. Fundurinn verður haldinn í nýja Sambandshúsinu. Þessi aðalfundur verður tvímælalaust sögulegur í meira lagi. Mun hann leggja til að Sambandinu verði breytt í sex sjálf- stæð hlutafélög og starf forstjórans verði lagt niður í sinni núveverandi mynd? Og mun Guðjóni verða falið að framkvæmda breytinguna? -JGH Sambandinu skipt í sex hlutafélög: Rætt við erlenda banka um að gefa grænt Ijós Stjórn Sambandsins ákvað á mara- þon stjórnarfundi sínum, sem lauk síðdegis á laugardaginn, að kanna hvort sú leið sé fær að skipta Sam- bandinu niður í sex sjálfstæð hlutafé- lög. Þegar eiga að hefjast viðræður við erlenda lánardrottna Sambands- ins um það hvort þeir samþykki þessa breytingu á fyrirtækinu en lán þeirra eru til Sambandsins sem stórs fyrirtækis en ekki sex hlutafélaga. Stjórn Sambandsins vill að niöur- staða hggi fyrir í lok næstu viku. Ef hlutafélagaleiðin reynist fær verður lagt fyrir aðalfund Sambandsins dag- ana 8. og 9. júní aö breyta félaginu úr samvinnufélagi í sex hlutafélög. Ætlunin er að hlutafélögin sex taki við þeim verkefnum sem hafa verið á sviði sjávarafurðadeildar, búvöru- deildar, verslunardeildar, skipa- deildar, bíladeildar og skinnadeildar. Hlutafélagaformið til að ná í áhættufjármagn „Með því að breyta Sambandinu í sex sjálfstæð hlutafélög viljum við opna félagið meira. Hlutafélagaform- ið gerir okkur kleift að fá inn áhættufjármagn,“ segir Ólafur Sverrisson, stjómarformaður Sam- bandsins. „Þaö leggja fáir peninga í sam- vinnufélög í dag en vegna skattafríð- inda er fólk farið að leggja fé sitt í hlutafélög. Þá teljum við í stjórn Sambandsins að stjórnunin verði skilvirkari og betri með smærri fyr- irtækjum." Ólafur segir að rökin á móti því að breyta Sambandinu í sex hlutafélög sé að hans mati að hagkvæmni stór- reksturs njóti þá ekki eins við. „Það er styrkur að vera stór og geta bent á fjölþættan atvinnurekstur. Engu að síður teljum við að kostirnir séu fleiri en veikleikarnir við að breyta Sambandinu í hlutafélög." - Var það samhljóða ákvörðun stjórnar Sambandsins að láta kanna hlutafélagaleiðina? „Já, þetta var samhljóða.“ - Nú eru ekki liðin nema um tvö ár síöan að þáverandi stjórnarfor- maður, Valur Arnþórsson, barðist hart fyrir því að sú skipulagsbreyt- ing yrði gerð á Sambandiiiu þannig að því yrði skipt upp í nokkur smærri fyrirtæki. Þá náðist ekki samþykki fyrir því í stjórn Sambandsins og sérstaklega var rætt um að forstjór- inn, Guðjón B. Ólafsson, væri á móti því. Hvað hefur gerst á þessum tveimur árum sem hafa breytt svo afstöðu stjórnarinnar? „Þær skipulagsbreytingar sem liggja fyrir ganga lengra en fyrri hugmyndir um að skipta fyrirtækinu upp því nú er gert ráð fyrir hlutafé- lagaforminu. Það sem hefur gerst í millitíðinni er að frádráttarreglan gagnvart skatti hefur rýmkast mikiö. Þeir sem leggja fé sitt í hlutafélag núna fá mun meiri skattaafslátt en áður.“ Fjármagnskostnaður lék okkar grátt í fyrra - Nú var tap Sambandins miklu meira á síðasta ári en gert hafði ver- ið ráð fyrir. Hverjar eru helstu or- sakirnar fyrir þessu tapi? „Rekstur síðasta árs gekk mun verr en stjórn Sambandsins hafði gert ráð fyrir. Eins og áður var það fyrst og fremst mjög mikill fjár- magnskostnaður sem lék okkur grátt. Jafnframt hefur Sambandið tapað miklu í þeirri gjaldþrotahrinu sem riðið hefur yfir þjóðfélagið. Úti- standandi skuldir hafa þess vegna tapast og verið afskrifaðar. í þessu uppgjöri var raunar mjög mikið hreinsað til í þessum efnum.“ - Lagði stjóm Sambandsins fram tilmæli við forstjórann að hann gripi þegar í stað til einhverra ákveðinna aðgerða til að rétta fyrirtækið við? „Við lögum ekki fram tilmæli á fundinum um einstakar skyndiað- gerðir. Við viljum láta skoða hug- myndirnar um hlutafélagaformið á næstu dögum og að það hafi for- gang.“ - Nú var Guðjón B. Ólafsson ráðinn forstjóri Sambandsins vorið 1985 og hann tók viö því starfi 1. september 1986. Helsta verkefni hans átti að vera að rétta við fjárhag fyrirtækis- ins og koma skútunni á gott skrið aftur. Ekki hefur það tekist og félag- ið hefur raunar tapað milljörðum frá því hann tók við. Er ekki farið að hitna undir Guðjóni B. Ólafssyni í forstjórastól fyrirtækisins? „Það hefur ekki komið til tals að Guðjón hætti.“ - Á síðasta ári var mikið um það rætt að erlendir lánardrottnar væru orðnir órólegir vegna fjárhagsstöðu Sambandsins. Hafa þeir veriö óróleg- ir að undanförnu? „í heildina séð get ég sagt aö staða okkar gagnvart erlendum bönkum er í góðu lagi. Þó get ég ekki neitað því aö fáeinir hafa sýnt óþohnmæði vegna versnandi fjárhagsstöðu okk- arundanfarinár." -JGH Sandkom dv Slagurinn hafinn Segjamáaö kosningabar- altaná Akur- eyrihafihafist : formlegasi. flmmtudags- kvölderút- varpsstöðin Bylgjanút- varpaði ko'-n- ingafundi frá HótelKEAþar semforsvars- mennflokk- anna6,sem bjóða fram á Akureyri, iluttu stutt framsöguerindi og sátu síöan fyrir svörum. Frekar þótti fundurinn bragðdaufur ogframsöguraíðurnar gætu sumar hverj ar hafa verið notað- ar í kosningabaráttunni fyrix Sórum árum. Ekki tók betra við þegar fyrir- spurnirnar hófust því þá kom í ljós að flestar fyrirspurnir voru fyrirfram ákveðnar og leiðandi í umræðunni. Það kom m.a. fram að fyrsta spurn- ingin úr salnum kom frá „kvenna- listaborðinu" og síöan komu fyrir- spurnir sem greinilegt var að áttu að vera ákyeðnum flokkum í hag. Viljið þið skipta? Þaðvarekki fyrren„ungur maður"ísaln- umhófupp raustsínaog spurðifulltrúa allra flokkanna iivort jjeir vildu skiptaviðSuö* urnesjamenn á álveriogfiskí- kvóta þcirra að úörfærðistí leikinn. Spurn- inginvarað vísu hæfilega gáfuleg en fyrirspyrj- andandum greinilega mikið kapps- mál að fá svör og gekk eftir þvi meö framíköllum að spurningunni væri svarað. En niðurstaða þessa fundar hlýtur að vera sú að kosningafundir með þessu fyrirkomulagi séu lítt spennandi og ekki til þess failnir að auka áhuga fólks á hinni pólitisku umræðu. Vestur, austur ; Bylgjumenn: voruíþessan ferðsinninorð- urmeðmikla útsendingufrá Akureyriog „tókupúlsinri' ámannlifinu. Eittafþvísem jjeirgerðuað umræðuefni varhvemig Akureyríngar talaþegarþeir segjastveraað tara eitt eoa annað. Þeir segja „upp á Brekku", „út í Þorp“, „niður á Eyri“ og flcira í þeira dur og þetta fapnst höfuðborgarbúunum skondið. Annars eru Akureyríngar fremur þekktir fyrir að „tala i áttum“. Þekkt er sagan um Reykvikinginn sem kom í stórt fyrirtæki á Akureyri og var að leita að ákveönum manni. Honum var sagt að fara „austur ganginn", beygja síðan í suður og mamtinn myndi hann þá flnna í öðrtun dyrum ívestur. Vestast á diskinn Kjartan L. Pálssonfarar- stjóri, blaða- maðuroggolf- leikari með meiruereinn þcirraReyk- víkinga sem undraöistþetta „áttatal“ogí einniafferðum sínum norður hlóhann mikiö að þessiieinsog . honumeinum er lagiö, Kjartan var að koma af golf- vellinum og að setjast að snæðingi þegar þj ónninn á Hótel KE A kom með matinn og fór að skammta á diskana. Kjartan hallaði sér þá sposk- ur aftur í sætinu og sagði við þjóninn svo vel heyrðist: „Viltu gjöra svo vel og setja kjötið vestasí á diskinn og kartöilurnar að norðanverðu." Umsjón: Gylf! Krlstjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.