Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 16
16 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Stjómmál Spurt á Seyðisfirði: Hverju spáir þú um úrslit kosninganna Davíð Gunnarsson: Það er erfitt að segja til um það. Ég vona að Sjálf- stæöisflokkur bæti við sig manni á kostnað Framsóknarflokks. Þorkell Helgason: Það er erfitt að spá um það. Ég vona að Tindar verði sig- urvegarar þessara kosninga. Ingunn Sigurðardóttir: Það verður eins og það er. Guðjón Sigurðsson: Ég vil engu spá. Guðrún Kjartansdóttir: Ég hef ekk- ert hugsað út í það. Jón Magnússon: Ég hef ekki spáð í það. Ég á helst von á því að þetta verði svipað. Seyðisfjörður: í skugga at- vinnuleysis Kosningarnar á Seyðisfirði munu bera mikinn keim af at- vinnuástandinu í bænum. Tugir manna eru á atvinnuleysisskrá og hafa verið í nokkurn tíma. At- vinnuleysið er tilkomið vegna gjaldþrots tveggja stærstu fyrir- tækja bæjarins, Fiskvinnslunnar og Norðursíldar, á síðasta ári. Svo ótrúlegt sem það nú er þá er engin fiskvinnsla á Seyðisfirði um þessar mundir. Framsóknarflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa verið í meirihluta saman í 16 ár. Við kosningarnar 1986 voru fimm listar í framboði. Nú eru þeir aðeins þrír. Minnihlu- taflokkarnir hafa sameinast í félag- inu Tindum. Á Seyðisfirði, sem og öðrum sam- bærilegum sveitafélögum, eru mörg verkefni sem bíða. Heilsu- gæslustöð, skólabygging og um- hverfismál - svo fátt eitt sé nefnt. -sme Magnús Guðmundsson, T-lista: Ætlum að ffella meirihlutann „Framboð T-listans, lista jafnaðar- og vinstrimanna á Seyðisfirði, má rekja til samvinnu núverandi minni- hlutaflokka í bæjarstjóm Seyðis- fjarðar. Minnihlutann skipa tveir fulltrúar frá A-lista, einn frá G-lista og einn frá S-lista Alþýðubandalags og óháðra. Að sjálfsögðu hefur póli- tísk þróun í landinu og heiminum hjálpað til. Sú von er tengd þessu framboði að nú takist að fella sextán ára gamlan meirihluta Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks," sagði Magnús Guðmundsson sem skipar efsta sæti á framboðslista T-listans. „Helsta mál kosninganna er at- vinnumál enda hátt í eitt hundrað manns á atvinnuleysisskrá. T-listinn vill að allir heimamenn sameinist í uppbyggingu fiskverkunar í bænum. Það er bæjarfélagið, fyrirtæki og ein- staklingar. Um þetta hefur ekki náðst full samstaða enn sem komið er. Önnur helstu áhugamál T-lsitans em að ganga frá nýju aðalskipulagi, einkum með tilliti til undirbúnings 100 ára afmælis 1995. í framhaldi af því er svo stórátak í umhverfismál- um og fegrun bæjarins, bæði opinna svæða, húsa, gatna og gangstíga. Annars er að nægu að taka. Eftir er að ganga frá skólpi út fyrir stór- straum, klára sjúkrahúsbyggingu og íþróttahús og skólabygging stendur fyrir dyrum. Svo mætti lengi telja. Að endingu skal ítrekað að megin- markmið okkar er að fella meirihlut- ann og hleypa þannig nýju lífi í bæj- arkerfið." -sme Magnús Guðmundsson skipar efsta sæti á T-lista. Theódór Blöndal, D-lista: Sameiginlegt átak í atvinnumálum Theódór Blöndal skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks. „Helstu málin í þessum kosning- um eru atvinnumálin. Bæjarbúar og bæjarstjórn þurfa sameiginlega að taka til hendinni og koma þeim mál- um í það horf sem okkur ber. Nú er enginn fiskur unninn á Seyðisfirði og að sjálfsögðu er það ófremdar- ástand. Marga vantar vinnu. Það er afleiðing af gjaldþrotum hér á síðasta ári. Að mati okkar sjálfstæðismanna er þetta stærsta málið,“ sagði Theód- ór Blöndal sem skipar efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokks. „Við erum aö setja í gang síðasta áfanga heilsugæslustöðvar. Við væntum þess að þaö klárist á næstu tveimur árum. í skólamálum er staðan sú að við erum búin að taka í notkun einn þriðja af nýjum grunnskóla. Það er kappsmál að ljúka þeirri byggingu á næstu árum. Árið 1995 verður Seyð- isfjaröarkaupstaður 100 ára og það er Stefnt að því að taka gamla skóla- húsið, sem var reist 1907, undir ráð- hús. Alla útiíþróttaaðstöðu þarf að byggja upp'upp á nýtt. Það er áhugi á að gera nýjan íþróttavöli norðan- vert í firðinum. Þar er um mikla framkvæmd að ræða. Samgöngumál eru alltaf mál mál- anna hér á Seyöisfirði. Eins og allir vita þurfum við að fara yfir Fjarðar- heiði í hvert sinn sem viö förum úr bænum. Það þarf að bora í gegnum fjallið." -sme Jónas Hallgrímsson, B-lista: Bærinn ber bess vitni „Við höfum verið við stjórnvölinn frá 1974 - ásamt sjálfstæðismönnum. Bærinn ber þess glöggt vitni í upp- byggingu," sagði Jónas Hallgrímsson sem skipar efsta sæti á framboðslista Framsóknarflokks. „Hér á Seyðisfirði hefur borið skugga á atvinnumálin. Frá áramót- um hafa verið um 70 manns á at- vinnuleysisskrá. Það er okkur hug- tækast að koma atvinnumálunum í fyrra horf. Það þarf að byggja upp traust og gott fyrirtæki með þátttöku margra og þar á meðal bæjarfélags- ins. Fjármál Seyðisfjarðarbæjar standa á traustum grunni þrátt fyrir gríðar- leg áföll á síðastliðnu hausti. Það sýnir best hvað samstaðan er mikil og stjórn kaupstaðarins góö að við skyldum þola þetta gjaldþrot. Það þarf að ljúka við sjúkrahús- bygginguna. Halda áfram þeim fram- kvæmdum, sem þegar eru hafnar, við málefni aldraðra. Við munum halda áfram að byggja íbúðir eftir félagslega kerfmu og heimildir leyfa hverju sinni. Þá ætlum við aö styðja og styrkja íþróttalíf hér í bænum eins og við höfum gert - en því miður af lítilli getu. Það þarf að nýta alla þá möguleika sem felast í höfninni. En hún er ein sú besta sem fyrirfinnst í heimin- um,“ sagði Jónas Hallgrímsson. -sme Jónas Hallgrímsson skipar efsta sæti á framboðslista Framsóknar- flokks. KOSNINGAR 1990 Haukur L Hauksson og Slgurjón Egilsson SEYÐISFJÖRÐUR Úrslitin 1986 Við kosningarnar 1986 fékk Al- þýðuflokkur 119 atkvæði og tvo menn. Hafði tvo áður. Framsóknar- flokkur fékk 183 atkvæöi og þrjá menn. Haföi þrjá áður. Sjálfstæðis- flokkur fékk 147 atkvæði og tvo menn. Hafði þrjá áöur. Alþýðu- bandalag fékk 69 atkvæði og einn mann. Haföi einn áður. Alþýðu- bandalagsmenn og óháðir fengu 86 atkvæði og einn mann. Þeir höfðu ekki boðið fram áður. Þessi voru kjörin í bæjarstjóm 1986: Af A-lista; Magnús Guðmundsson og Hallsteinn Friðþjófsson. Af B- lista; Jónas Hallgrímsson, Birgir Hallvarðsson og Valgerður Pálsdótt- ir. Af D-lista; Guðmundur Ingvi Sverrisson og Arnbjörg Sveinsdóttir. Af G-lista; Hermann V. Guðmunds- son. Af S-lista; Þóra Guðmundsdótt- ir. Framboðslisti Framsóknarflokks; 1. Jónas Hallgrímsson. 2. Sigurður Jónsson. 3. KristjanaBergþórsdóttir. 4. JóhannP.Hansson. 5. Bjarghildur Einarsdóttir. 6. Anna Karlsdóttir. 7. IngibjörgSvanbergsdóttir. 8. Jóhann Stefánsson. 9. PállÁgústsson. 10. Steinar Ó. Gunnarsson. 11. Snorri Jónsson. 12. IngibjörgH.Friðriksdóttir. 13. BorgþórJóhannsson. 14. Jóhanna Sigurjónsdóttir. 15. Gunnlaugur Friðjónsson. 16. Birgir Hallvarðsson. 17. Þórdís Bergsdóttir. 18. Hörður Hjartarson. Framboðslisti Sjálfstæðisflokks: 1. TheódórBlöndal. 2. Arnbjörg Sveinsdóttir. 3. Sigfinnur Mikaelsson. 4. DavíðÓmarGunnarsson. 5. María Ólafsdóttir. 6. SveinbjörnOrriJóhannsson. 7. Sveinn Valgeirsson. 8. ÓlafurÞórLeifsson. 9. Haraldur Sigmarsson. 10. NíelsEgillDanielsson. 11. Sigurbjörg Jónsdóttir. 12. Guðjón Harðarson. 13. Guðrún Vilborg Borgþórs- dóttir. 14. HrafnhildurSigurðardóttir. 15. HilmarBjarnason. 16. IngunnÁstvaldsdóttir. 17. Þórbergur Þórarinsson. 18. Filippus Sigurðsson. Framboðslisti Tinda, félags jafnaðar- og vinstri manna: 1. Magnús Guðmundsson. 2. SigrúnÓlafsdóttir. 3. Margrét Gunnlaugsdóttir. 4. Hallsteinn Friðþjófsson. 5. PéturBöðvarsson. 6. HermannVestríGuðmunds- son. 7. Jóhanna Gísladóttir. 8. ÞuríðurEinarsdóttir. 9. ÞorkellHelgason. 10. Jón Halldór Guðmundsson. 11. ÞóraBergnýGuðmundsdótt- ir. 12. Egill Sölvason. 13. Stefán Smári Magnússon. 14. Hilmar Eyjólfsson. 15. RagnhildurBillaÁrnadóttir. 16. EinarJensHiImarsson. 17. IngibjörgHallgrímsdóttir. 18. Emil B. Emilsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.