Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 26
34 MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. Afmæli Baldur Hólmgeirsson Baldur Hólmgeirsson, Bragagötu 38, Reykjavík, er sextugur í dag. Baldur er fæddur í Kálfagerði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði. Hann lauk stúdentsprófi í MA1950, var í leiklistamámi hjá Jóni Noröfjörð meðfram skólagöngu og stundaði nám í íslenskum fræðum í HÍ. Bald- ur var í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins og stundaði nám í prentiðn (setningu) í Prentsmiðju Jóns Helgasonar og Prentsmiðj u Tímans. Hann lauk sveinsprófi í prentiðn 1964, fékk meistarabréf 1970 og var diploma í grafiskum fræðum í Borás í Sviþjóð 1977. Baldur var fréttamaður og gæslu- maður hjá vamarliðinu á Keflavík- urflugvelli. Hann var kennari í barnaskólanum á Suðureyri í Súg- andafirði og var yélsetjari í Prent- smiðju Tímans, Ásrúnu í Reykjavík, Grágás í Keflavík, Prentsmiðju Al- þýðublaðsins, Blaðaprenti í Reykja- vík og hjá Eskii Johansons Tryckeri í Borás í Svíþjóð. Baldur hefur verið útgefandi og ritstjóri fjölda blaða og tímarita en þar má m.a. nefna mán- aðarritin Best og vinsælast og Nýtt úrval, vikublöðin Gestur, Ásinn, Heimilispósturinn, Ný vikutíðindi í Reykjavík, Suðurnesjatíðindi og Öm í Keflavík og nokkur skemmti- rit á Akureyri. Baldur var blaöa- maður á Tímanum um skeið og ann- aðist jafnframt erlendar bréfaskrift- ir fyrir innflutningsfyrirtæki. Und- anfarin ár hefur hann þýtt texta á myndbönd fyrir sjónvarp og'mynd- bandaútgáfu. Meðal bóka sem Baldur hefur þýtt eru Æ vi mín og ástir, eftir Frank Harris, 1954; Hersveit hinna for- dæmdu, eftir Sven Hazel, og jafn- framt eftir Hazel: Dauðinn á skrið- beltum (að hluta) og Tortímiö París (að hluta); Rússamir koma, Rúss- arnir koma, eftir Nathaniel Bench- ley, og Eltingaleikur á Atlantshafi, eftir D.A. Rayner, auk fjölmargra skemmtisagna sem út hafa komið í bóka- og kiljuformi. Baldur tók þátt í öllum sýningum leikfélags MÁ á skólaárunum og var formaður félagsins síðasta námsár- ið sitt þar. Hann hefur komið fram í leiksýningum hjá Leikfélagi Akur- eyrar, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Grímu, Leikfélagi Keflavíkur, Leikfélagi Kópavogs, Ferðaleikhúsinu og hjá Bláu stjörn- unni, auk þess sem hann hefur kom- iö fram á kabarettsýningum, m.a. hjá íslenskum tónum og fleirum. Fyrri kona Baldurs var Valgerður Bára Guðmundsdóttir en þau skildu. Sonur þeirra er Guðmundur lögreglumaður, kvæntur Bonnie LaufeyjuDupuis. Seinni kona Baldurs er Þuriður Vilhelmsdóttir, kaupmaður í Reykjavík, en synir þeirra eru Hólmgeir framkvæmdastjóri og Birgir Ragnar verkstjóri. Foreldrar Baldurs: Hólmgeir Pálmason, f. 16. desember 1903, d. 1. september 1956, b. í Kálfagerði í Saurbæjarhreppi í Eyjafirði, og kona hans, Freygerður Júlíusdóttir, f. 14. júní 1909, d. 21. mars 1933. Hólmgeir er sonur Pálma, b. í Kálfa- gerði og verkmanns á Akureyri, Jóhannessonar, b. í Skriðu, Olafs- sonar, b. á Gilsá, Einarssonar, b. og hreppstjóra á Völlum, Ólafssonar. Móðir Pálma var Hólmfríður Jóns- dóttir, b. í Hólum, Jónassonar, b. í Ytra-Dalsgerði, Jónssonar. Móðir Jónasar var Helga, systir Jónasar, afa Jónasar Hallgrímssonar skálds. Helga var dóttir Tómasar, b. á Hvassafelli, Tómassonar og konu hans, Rannveigar Gamalíelsdóttur, ættforeldra Hvassafellsættarinnar. Móðir Hólmgeirs var Kristín skáld, Sigfúsdóttir, b. á Helgastöðum, Hanssonar. Móðir Sigfúsar var Guð- rún Einarsdóttir, systir Ólafs á Gilsá. Móðir Kristínar var Guðrún Jónsdóttir, b. á Helgastöðum, Páls- sonar. Móðir Jóns á Helgastöðum var Rannveig Davíðsdóttir, b. á Völlum, Tómassonar, bróður Helgu, móður Jónasar í Ytra-Dalsgerði. Móðir Guðrúnar Jónsdóttur var Kristín Tómasdóttir, b. í Skriöu, Jónassonar, bróður Jóns í Hólum. Móðir Kristínar var Kristín Gunn- Baldur Hólmgeirsson. laugsdóttir, b. á Þormóðsstöðum í Sölvadal, Halldórssonar og konu hans, Kristínar Sigurðardóttur. Freygerður er dóttir Júlíusar, b. í Hvassafelli, Gunnlaugssonar, b. á Draflastöðum í Sölvadal, Sigurðs- sonar, b. á Þormóðsstööum, Jónas- sonar, bróður Jóns í Hólum. Móðir Gunnlaugs var Guðrún Gunnlaugs- dóttir, systir Kristínar, konu Tóm- asar Jónassonar í Skriðu. Móðir Freygerðar var Hólmfríður Árna- dóttir, b. á Hvassafelli, Guðnasonar og konu hans, Kristbjargar Bene- diktsdóttur. Ford Econoline 150 Club Wagon m., extra langur, 6,9 dísil, 15 ’87, ek. 50.000 m., 8 cyl. 302, m. manna. beinni innsp. Ford 250 pickup ’88, ek. 50.000 m., Chevrolet Van ’85, m. Starcreft inn- með 11/2 húsi, 7,3 disil 4x4. réttingu. Bílasala Matthíasar v/Miklatorg - sími 24540 Ford Econoline 150 ’85, ek. 64.000 m., 8 cyl. 302, 6 dyra. Ford Econoline 150, stuttur, ’85, ek. 7.000 m., 6 cyl., 6 dyra. Ford Econoline 4x4 250 ’81, extra langur, ek. 55.000 m., 6,2 dísil, 6 dyra. Ford Econoline 350 ’88, ek. 34.000 m., 7,3 dísil, 6 dyra, 12 manna. Ford Econoline E 350 ’86, ek. 60.000 m., extra langur, m/upph. toppi, 6 dyra. Ford Econoline 150 ’87, ek. 50.000 m., 6 cyl., með beinni innspýtingu. Baldur Ólafsson Baldur Ólafsson, starfsmaður Landsbanka íslands, Njörvasundi 21, Reykjavík, er fimmtugur í dag. Baldur er fæddur á Bíldudal og ólst upp í Stykkishólmi. Hann lauk námi í Menntaskólanum á Laugarvatni 1961 og hefur verið starfsmaður í Landsbanka íslands síðan. Baldur var fyrst féhirðir í fjórtán ár og síð- an starfsmaður á alþjóðasviðinu í fimmtán ár. Baldur kvæntist 8. sept- ember 1962 Mörtu Frímannsdóttur, f. 22. júní 1940, skrifstofumanni hjá ÍSAGA hf. Foreldrar Mörtu eru: Frímann Jónsson, framkvæmda- stjóri ÍSAGA, og kona hans, Rósa Ágústa Vigfúsdóttir. Börn Baldurs og Mörtú eru: Rósa Kristín, f. 28. janúar 1963, kennari, gift Hjörleifi Hjartarsyni, b. og kennara í Þela- merkurskóla í Eyjafirði, synir henn- ar eru frá fyrra hjónabandi: Andri Bjarnason og Baldur Hjörleifsson; og Ólafur Björn, f. 30. júlí 1965, starfsmaður hjá FRUM, kvæntur Evu Sigurðardóttur. Systkini Bald- urs eru: Steinunn, f. 27. janúar 1935, gift Þorleifi Einarssyni prófessor; Björn, f. 30. nóvember 1936, skóla- stióri í Hafnarfirði, kvæntur Sigr- únu Pétursdóttur ljósmóður; Berg- ljót, f. 2. desember 1938, kennari í Hafnarfirði; Ragnheiður, f. 8. októb- er 1942, gift Sölva Pálssyni skip- stjóra, Háholtsvör 3, Bessastaða- hreppi; Jón, f. 23. mars 1945, húsa- smíðameistari í Hafnarfirði, kvænt- ur Ingibjörgu Guðmundsdóttur bókbindara og Sverrir, f. 13. maí 1948, myndlistarmaður í Hafnar- firði, kvæntur Camille Rainer Ólafs- sonkennara. Foreldrar Baldurs eru: Ólafur Páll Jónsson læknir, síðast í Rvík, og kona hans, Ásta Guðmundsdóttir. Ólafur er sonur Jóns, b. á Ósi, Guð- mundssonar, b. í Hrafnseyrarhús- um, Jónssonar, prests á Hrafnseyri, Ásgeirssonar. Móðir Jóns á Ósi var Lovísa Jónsdóttir, b. á Sandeyri, Magnússonar, b. í bæ í Súganda- firði; Guðmundssonar, b. í Neðri- Amardal, Bárðarsonar, b. í Amard- al, Illugasonar, ættfóður Arnardals- ættarinnar. Móðir Ólafs var Björn- fríSur ljósmóðir, Benjamínsdóttir, Baldur Olafsson. b. í Litla-Múla í Saurbæ, sem talinn var sonur Hjálmars, skálds á Bólu, Jónssonar. Ásta var dóttir Guð- mundar, nuddlæknis á Eskifirði, Péturssonar landfógetaskrifara, Jónassonar. Móðir Ástu var Stein- unn Sverrisdóttir, b. á Ytri-Sól- heimum í Mýrdal, Magnússonar og konu hans, Elsu Einarsdóttur. Leiðréttingar Hörður Kristgeirsson Hörður Kristgeirsson, varð sex- tugur 23. apríl. Sonur Harðar er: Bjarni, f. 11. júní 1960, vélvirki, kvæntur Eygló Arnardóttur, f. 8. desember 1964, dóttir þeirra er: Kristín Sveina, f. 24. mars,1988. Fyr- ir hjónaband átti Eygló Birgi Öm Smárason, f. 26. ágúst 1984. Gísli Gíslason Gísli Gislason varö áttræður 9. maí. Marta Þóröardóttir, f. 1. maí 1918. Foreldrar Mörtu em: Þórður Marteinsson, b. á Fit á Barðaströnd, og kona hans, Ingibjörg Elíasdóttir. Guðrún Gísladóttir er fædd 17. júlí 1940. Guðmundur Gíslason, b. á Siglunesi, erálífi. Biluðum bílum N á að koma út fyrir vegarbrun! ^ ll^FERÐAR } Til hamingju afmælið 14. maí Steingerður Halldórsdóttir, 85 ára Aðalheiður Tómasdóttir, Blöndubakka 18, Reykjavík. GunnlaugCh. Eggertsdóttir, Huldubraut 21, Kópavogi. Guðrún Sigurðardóttir, Hringbarut 50, Reykjavík. 75 ára Guðrún Jónína Ólafsdóttir, Þverholti 12, Akureyri. 70 ára Guðmundur Sæmundsson, Gíslastöðum, Vallahreppi. Auður Sólmundsdóttir, Túngötu 7, Stöðvarhreppi. 60 ára Anna Pálína Magnúsdóttir, Aðalstræti 126, Patreksfiröi. Sólveig Pálsdóttir, Grænumýri 11, Akureyri. 50 ára Snj ólaug Benediktsdóttir, Hraunkotil, Aðaldælahreppi. Haöarlandt 16, Reykjavik. 40ára Margrét Ólafsdóttir, Noröurvangi 16, Hafnarfirði. Gunnar G. Sigurðsson, Ketilseyri, Þingeyri. Jörundur Traustáson, Grundargerði 61, Akureyri. Ásmundur Bergmann Sveinsson, Steinaseli 3, Reykjavík. Vilhjálmur Vilhjálmsson, Bogaslóð 17, Hofshreppi. Helgi Grétar Magnússon, Selvogsgötu 6, Hafnarfirði. Jóhann O. Bjarnason, Svarfaðarbraut 26, Dalvik. Óskar Hrafn Ólafsson, Brekkubraut 13, Akranesi. . IngibjörgSólmundardóttir, Sunnubraut l, Gerðahreppi. Sonja Gestsdóttir, Hamrabergi 10, Reykjavík. Magnús G. Gunnarsson, Kambaseh 20, Reykjavík. Guðrún Jóhannesdóttir, Hvammstangabraut 14, Hvamms- tanga. Sigurjón Garðar Óskarsson, Heiðarbraut 3, Hofshreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.