Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augtýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 Frjálst,óháð dagblað MÁNUDAGUR 14. MAi 1990. Guðjón B. Ólafsson: Tel mig ekki í andstöðu við stjórn Sambandsins Guðjón B. Ólafsson, forstjóri Sam- bandsins, segir að það sé rangt aö komið sé fram gap á milli hans og stjórnar Sambandsins þó hann sé á þeirri skoðun að Sambandið verði eitt hlutafélag en stjórnin hafl hins vegar samþykkt að láta kanna hvort sú leið sé fær aö skipta Sambandinu í sex sjálfstæð hlutafélög. „Ég tel mig ekki í andstöðu við stjórn Sambands- ins. Ég sagöi á stjórnarfundinum að ef þaö ætti aö breyta þá teldi ég best að gera það þannig að Sambandiö yrði eitt hlutafélag," segir Guðjón og kveðst jafnframt hafa tekið fram að hann setti sig að sjálfsögöu ekki á móti því sém stjórnin samþykkti. Þá segir Guðjón að mikill munur sé á þeim skipulagshugmyndum sem nú séu ræddar og þeim sem voru upp á teningnum fyrir um tveimur árum. Um það að heimildarmenn DV telji komið upp mikið gap á milli hans og stjórnarinnar og að stjórnarfundur- inn um helgina þýði upphaflð að því að hann hætti, segir Guðjón aö DV eigi einfaldlega að segja hverjar þess- ar heimildir séu, slíkt sé betri frétta- mennska. - En engu að síður er það svo að Sambandið hefur tapað hátt í tveim- ur milljörðum á síöustu tveimur árum. Má ekki skilja það sem svo að þér hafi ekki tekist sem skyldi í starfi? „Ég vil segja það að Sambandið hefur tapað síðastliðin tvö ár. Stað- reyndin er sú að Sambandið var gíf- urlega skuldsett þegar ég tók við því og erlendar skuldir þess voru mikl- ar. Það eru staðreyndir málsins. Árið 1986 var gengistap Sambandsins alls um 800 milljónir króna og um 900 , milljónir króna í fyrra.“ Þá segir Guðjón að Sambandið hafi tapað miklu vegna tapaðra útistand- andi skulda sem rekja megi til þeirra vandræða sem verið hafa í íslensku efnahagslífi undanfarin ár. „Ég held aö stjórnarmönnum Sambandsins sé fyllilega ljóst hver vandinn er.“ -JGH Grindavík: Harður árekstur Harður árekstur varð á mótum Hafnargötu og Ránargötu í Grinda- vík á laugardag. Farþegi, sem sat í aftursæti annarrar bifreiðarinnar, ■ slasaðist mikið og var fluttur á sjúkrahús í Reykjavík. -J.Mar Stórmótið í bridge: Aðalsteinn og Jón í öðru sæti Þeir Aðalsteinn Jörgensen og Jón Baldursson urðu í öðru sæti á hinu fræga Cavendish-móti, einu frægasta bridgemóti heims, sem lauk í New York í nótt. Sigurvegarar urðu Pól- verji og ísraeli. Þetta var tvímenningskeppni og þátttökupör 52, nær allir frægustu bridgespilarar heims, svo að árangur þeirra félaga er hreint frábær. Vegna hans var þeim boðin þátttaka í sveitakeppni mótsins, sem hefst í dag. Verðlaun á mótinu námu 355 þús- und dollurum eða um 21 milljón króna. Ágóði af mótinu rennur til styrktarmála og fyrir þáð var „upp- boð“ í spilara. Boðið var 5400 dollara í íslendingana - hæsta boð í spilara, Bandaríkjamennina Cohen og Berg- en, var 12.500 dollarar. Jón og Aðal- steinn fá 40% af upphæðinni, sem boðið var í þá, auk mjög góðra verð- launa fyrir 2. sætið. I einmennings- keppni mótsins sigraði Zia Mah- mood, Pakistan, og hlaut 2 milljónir króna í verðlaun. ÍS/hsím Akureyri: í söluferðum með stolna tjaldvagna Gylfi Kristjánsson, DV, Aknreyri: Akureyringur um fimmtugt situr nú í varðhaldi á lögreglustöðinni á Akureyri vegna þjófnaðar á tjald- vögnum sem maðurinn hefur stund- að um nokkurn tíma. Maðurinn stal tjaldvagni á Akur- eyri í síðustu viku. Hann hélt með vagninn til Reykjavíkur þar sem son- ur hans hjálpaði honum að koma vagninum i verð, en að því búnu stal maðurinn öðrum tjaldvagni í höfuð- borginni og hélt með hann norður. Lögreglumaður á Akureyri, sem var á suðurleið, mætti manninum á leið- inni og vöknuðu þá grunsemdir. Maðurinn var handtekinn og mun við yfirheyrslur hafa játað stuld á fimm tjaldvögnum sem hann hefur selt. Reykjavík: Mikil ölvun Mikil ölvun var í Reykjavík um helgina. Aðfaranótt laugardags gistu 32 fangageymslur lögreglunnar og sami fjöldi var þar aðfaranótt sunnu- Það var heldur betur handagangur í öskjunni í Borgartúni 7 á laugardaginn var þegar borgartógeti hélt þar uppboð dags. Að sögn lögreglunnar er það á óskilamunum sem legið hafa í vörslu lögreglunnar. Uppboðin, sem eru árviss viðburður í maímánuði, eru oft mánaðarviss atburður að margir séu býsna vel sótt enda hafa margir gert þar góð kaup. Þar er yfirleitt fjöldi reiðhjóla á boðstólum, oft nýleg og vel á ferli drukknir í borginni. Það gerist með farin, og ógrynni af fatnaði ýmiskonar sem oftast hefur verið skilinn eftir í strætisvögnum eða á veitingahús- alltaf í kringum 10. hvers mánaðar um. Þá má nefna útvarpstæki, skartgripi, jafnvel tanngóma og ýmislegt fleira sem fólk týnir og hirðir síðan ekki um þegar borgað er út úr tryggingunum. að hafa upp á. Persónulegir munir á borð við giftingarhringi eru þó ekki boðnir upp. -KGK/DV-mynd BG -J.Mar Guömundur Helgi Svavarsson við yfirheyrslur um helgina vegna morðmálsins: Játar nú að hafa verið með Snorra á bensínstöðinni - segir félaga sinn hafa borið vopnið og notað við ódæðisverkið SamkvæmtheimildumDVliggur heitin Guðnason stöðvarstjóra fyr- Heimildir DV herma einnig að játning nú fyrir hjá Guðmundi ir utan bensinstöðina þegar hann Guömundur segi Snorra hafa feng- Helga Svavarssyni, öðrum tveggja var að koma til vinnu morguninn ið sér poka meö peningum sem semgrunaðirvoruumaðhafaban- sem morðið var framið. Fljótlega Snorri tók úr peningaskápnum að bensínafgreiðslumanni við eftir að ínn var komið brá Snorri niðri. Við svo búið fór Guðmundur Stóragerði þann 25. apríl. Hann melspíru á loft og veitti Þorsteini upp stigann. Snorri varð eftir niðri hefur játað að hafa verið á morö- höfuðáverka án þess þó að hann en kom ekki upp fyrr en eftir staðnum og að hafa tekið þátt i missti meðvitund. Guðmundur nokkra stund. Guðmundur segist skipulögðu ráninu. Guðmundur segist ekki hafa reiknað með þessu síðan hafa keyrt bilinn niður á segir félaga sinn, Snorra Snorra- ofbeldi af hálfu Snorra. Eftir þetta Smiðjustíg, farið út þar með pen- son, hafa framið morðið en segist segist Guðmundur hafa farið niður ingana en Snorri hélt áfram á bíln- sjálfúr hins vegar hafa tekiö þátt í stigann á bensínstöðinni en hinir um niður á Vesturgötu þar sem ráninu. Miðað við framburð komu á eftir. Á leiðinni niður myrti hannskildihanneftir.Einsogfram Snorra, sem áður hefur komið Snorri Þorstein heitinn með því að hefur komið henti Snorri síðan fram, greinir hann á við frásögn slá til hans aftan frá, að sögn Guð- morðvopninu í Reykjavikurhöfn. Guömundar. mundar. Snoni hafði oft borið -ÓTT •í framburði Guðmundar segir að vopnið á sér áður og þá notað það hann og Snorri hafi hitt Þorsteinn víð innbrot. LOKI Þeir eru með allt á þurru í Akureyrarslipp! Veörið á morgun: Léttskýjað víða á landinu Á morgun verður hæg, breyti- leg átt eða norðaustangola og létt- skýjað víða um land, þó sumstað- ar þokuloft við norður- og aust- urrströndina. Hitinn verður 4-10 stig. SAFARlKAR GRILLSTEIKUR uu/ Jarlinn TRYGGVACÖTU SPRENGISANDI BÍLALEIGA v/Flugvallarveg 91-61-44-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.