Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 9
. »:< i ÍA.ÍÍ M ííllOAO’J/.Ay. MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. 9 dv Útlönd Filippseyjar: Ræða framtíð bandarísku herstöðvanna Bandaríkin hvöttu í morgun til nýs hernaðarbandalags við Filippseyjar er undirbúningsvið- ræður um framtíð bandarisku herstöðvanna á eyjunum hófust. Morð á tveimur bandarískum flugliðum á FLUppseyjum í gær- kvöldi setti svip sinn á viðræð- urnar áður en þær hófust en talið er að skærulíðar kommúnista hafi staðið að morðunum. Alls hafa átta Bandaríkjamenn falliö fyrir hendi skæruliða kommún- ista á Filippseyjum siðustu tvö ár. Fulltrúi Bandaríkjanna í við- ræðunum sagði í gær aö her- stöðvamar væm mikilvægar til aö tryggja fríð og öryggi í Asíu. Hann sagði jafnframt að Banda- ríkin væru reiðubúin að draga herlið sitt til baka frá Filippseyj- um strax og núgildandi samning- ur bandarisku og filippseysku stjómanna rynni út væri það vilji stjómvalda á Filippseyjum. Bandaríkjastjóm vill endumýjun samningsins um herstöðvarnar, alla vega fram til aldamóta. Utanríkisráðherra Filippseyja sagöi í gær að Bandaríkjastjórn hefði ekki staðið við sinn hluta samningsins um herstöövamar. Hann sagði að bandarísk stjóm- völd hefðu ekki enn borgað alla þá upphæð sem hún hefði sam- þykkt að greíða í leigu fyrir her- stöðvamar. Herstöðvamar á Filippseyjum eru stærstu herstöðvar Banda- ríkjanna utan eigin landamæra. Samningurhm um þær rennur út í september áriö 1991. Reuter Kasparov myndar stjórn- málaflokk Sovéski skáksnillingurmn og heimsmeistari Garry Kasparov hefur sagt sig úr sovéska komm- únistaflokknum og hyggst setja á laggirnar stjórnarandstöðuflokk i Moskvu þann 27. maí. í viðtali við breska dagblaðiö The Obser- ver segist Kasparov liafa misst trúna á forseta Sovétríkjanna, Mikhail Gorbatsjov, og getu hans til að innleiða umbætur í landinu. Kasparov sagði aö markmið með stofnun hins nýja stjórn- málaflokks væri aö sameina ýmsa hópa sem eru andvígir kommúnismanum í kosninga- bandalag, þar á meðal hóp þing- manna á sovéska þinginu. Banda- lagið myndi síðan berjast fyrir því að breyta núverandi kerfi, koma á markaðshagkerfi og lýð- ræði. Reuter Teclinics HLJÓÐFÆRAK YNMNG í HASKÓLABÍÓI á miðvikudag 16. maí kl. 21.00 KYNNTAR VERÐA NÝJUSTU GERÐIR AF PÍANÓUM OG ORGELUM FRÁ Technics Fram koma hljóðfæraleíkararnír Tony Pegler, sérfræðingur Technícs Guðmundur Ingólfsson Magnús Kjartansson AÐGANGUR Á TÓNLEIKANA ER ÓKEYPIS Sýning á Technícs-hljóðfærum verður í Hljóðfæraverslun Pálmars Arna 17. maí frá kl. 13-18. JAPIS - TECHNICS - HLJÓÐFÆRAVERSLUN PÁLMARS ÁRNA ^ 17. mai til Bemdorm 15 dagar 32.000 kr.* Ódýi íbúðagistingu í nýjum íbúðum á besta stað. Athugið strax verð og greiðslu- kjör. Nú seljum við síðustu sætin. * 17. maí 32.000 kr. pr. mann: Tveir fullorðnir og tvö börn í íbúð. FERDASKRIFSTOFA REYKJAVÍKUR AÐALSTRÆTI 16 SÍMI 91-621490

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.