Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.05.1990, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 14. MAÍ 1990. 13 dv Lesendur Jóhann Sigurðsson skrifar: í einhveiju dagblaði mátti lesa viðtöl við vegfarendur um við- brögð þeirra við nýrri sjónvarps- stöð og hvort þeir gætu hugsað sér að gerast áskrifendur að henni. Þarna voru einir flmm eða sex spurðir, þ.á m. útvarpsstjóri, Markús Örn Antonsson. í svari hans fannst mér gæta talsverðs oflætis er hann svaraði sem svo að hann væri vantrúaöur á að það yrði nokkur þriðja rás á boðstólum yfirleitt og þess vegna yrði hann að svara þessari spum- ingu neitandi. Hann sagðist liins vegar hafa myndlykil og hefði haft frá því Stöð 2 hóf göngu sina. En þegar kom að þvi í svari hans að dregist hefði hjá honum að greiða mánaðargjaldið fyrir myndlykilinn og því hefði hann ekki komið að miklum notum fannst mér kasta tólfununi í svari útvarpsstjóra. - Ég veit ekki bet- ur en Ríkisútvarpiö hvetji menn til að standa skil á afnotagjöldum þess! Og hvað gerir Ríkisútvarpið þegar fólk greiðir ekki afnota- gjöldin? Þetta viðhorf útvarps- stjóra til greiðslu á myndlykli til Stöðvar 2 er væntanlega ekki það sem hann vill að við skyldugreiö- endur afnotagjalds til RÚV höf- um! - Eða hvað? Lyktarlaus hvítlaukur Eina lyktarlausa hvítlauksafurðin með allicini. Varist eftirlíkingar ISLENSKA VÖRUSALAN BORGARTÚNI28-104 REYKJAVÍK SÍMI: 624522 ___________[~LAUNAGREIÐENDUR ____ GÍRÓ - NÝLEIÐ VIÐ SKIL Á STAÐGREIÐSLUFÉ GÍRÓ-SEÐW- S 2 Fiumrt' iMttt'líra „ 1. twe's 14 rtögum sío T~5ioíöu^^L-i—- 010126> ÍUuHuS*mr*ml’ aö swytsva X>ess' ' un(jim<atiu>' W ^ Lyfo/isKnU_______________ ---- o910W311900> 99Z0090+ Oagsetn'OO Staðgreiðsla með gíróseðli Um mánaðamótin apríl/ maí 1990 var tekin í notkun sérstök gíróþjónusta fyrir skil á staðgreiðslufé. Þetta nýja fyrirkomulag er til hagsbóta fyrir launagreiðendur þar sem greiðslustöðum fjölgar til muna. Tvœrtegundir gíróseðla Um tvenns konar gíróseðla er að ræða vegna skila á stað- greiðslufé: • Gíróseðiil S1: „Skila- grein vegna launa- greiðslna.“ Þennan gíró- seðil nota launagreiðendur þegar skilað er stað- greiðslufé sem haldið hefur verið eftir af launagreiðsl- um til starfsmanna. • Gíróseðill S2: „Skila- grein vegna reiknaðs endurgjalds.“ Þessi gíró- seðill er eingöngu notaður þegar skilað er stað- greiðslufé vegna reiknaðra launa launagreiðandans sjálfs. Fyrirfram áritaðir gíróseðlar Launagreiðendum berast fyrirfram áritaðir gíróseðlar með upplýsingum um greið- anda og greiðslutímabil. Ef áritaðir gíróseðlar berast ekki má nálgast skilagreinar hjá innheimtumönnum stað- greiðslu og greiða þar. Hvarmágreiða? Með gírókerfi staðgreiðslu er launagreiðendum gert kleift að standa skil á greiðslu í öll- um bönkum, sparisjóðum og pósthúsum. Þessar greiðslu- stofnanir taka þó aðeins við gíróseðlum sem eru fyrirfram áritaðir af skattyfirvöldum en að öðrum kosti verður að inna greiðslu af hendi hjá inn- heimtumönnum staðgreiðslu. Gírókerfi staðgreiðslu nýtist ekki þegar misræmi er á milli greiðslu og þeirrar upphæðar sem tilgreind er á gíróseðlinum og það sama gildir ef gera þarf upp eldri skuld. í slíkum tilvik- um ber að snúa sér til inn- heimtumanna staðgreiðslu. Skilá sundurliðunum Auk innheimtumanna stað- greiðslu taka bankar, spari- sjóðir og pósthús á móti fylgi- gögnum með gíróskilagrein- um, þ.e. sundurliðun á stað- greiðslu launamanna. Launa- greiðendur eru jafnframt hvattir til að kynna sér kosti þess að skila þessum upplýs- ingum í tölvulæsu formi, þ.e. á gagnamiðli. Gjalddagi - eindagi Gjalddagi staðgreiðslufjár er 1. hvers mánaðar og ein- dagi 15. hvers mánaðar. Munið að gera skil tímanlega! ---—-—- \ _ isjtw í»“' i£k_____________ i^Vennitala \ cr.uvrt-U'9 (tvoA^ 3Ö-VU 900 £V*3A'A* lll.w 04 1990 if . . .6st5«6l lll r ' as s guouaugsson 5s| \ 30NAS s. O tft skOLAGÖTU T00 11! 109 fÆVlOAVlK 0000 mw RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.