Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. Fréttir Nákvæmlega allt að hér - segir slökkviliðsstjórinn á Akureyri um húsnæði, tækjakost og allan aðbúnað slökkviliðsins „Það er eins gott að vera ekki feitur hérna,“ sagði Tómas Búi þegar hann tróð sér inn á milli slökkvibifreiðanna i salnum. Skrifstofa Víkings Björnssonar eldvarnaeftirlitsmanns er varla nema 5-6 fermetrar, enda ekki pláss þar inni fyrir nauðsynlega skjalaskápa og þess háttar. DV-myndir gk Gyffi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Málið er ákaílega einfalt, það má segja að hér sé allt að,“ segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, en Vinnueftirlit ríkisins hefur nýlega gert athugasemdir til bæjaryfirvalda um aðbúnað á stöð- inni. „Öll aðstaða starfsmanna er óvið- unandi, við búum viö hávaðameng- un vegna loftpressu hér inni sem á að vera í sérrými en hvergi er pláss fyrir nema í salnum. Það er reyk- mengun frá bílunum sem ætti að leiðast í loftræstikerfi, vinnuaðstað- an öll er óviðunandi, sömuleiðis snyrtiaðstaða og ég gæti haldið upp- tahúngunni áfram. Stöðin var tekin í notkun árið 1953 og er því aö verða 40 ára og aðstaðan er nánast óbreytt. Bílasalurinn hefur að vísu stækkað en alls ekki í takt viö tækjakostinn. Kennsluaðstaða er engin, æfingaað- staða ekki heldur.“ Tómas Búi gekk um stöðina með DV og þrengslin þar eru með óhkind- um. „Það er ekki gott að vera feitur hér,“ sagði Tómas Búi þegar hann tróð sér á milli slökkvibílanna í saln- um, en bílunum er raðað þar inn og eru eins og síldar í tunnu. M.a. þurftu slökkvihðsmenn að grípa til þess ráðs að höggva úr útvegg á húsinu Slökkviliösmennirnir hafa örlítinn eldhúskrók til umráða og þurfa aö sitja nánast „inni i eldhúsinnrétting- unni“ ööru megin borðsins. fyrir dráttarkrók á einum bOnum svo hann kæmist þar inn. Hlífðarföt starfsmanna hanga á súlum í miðj- um salnum, sjúkrakörfur eru hengd- ar upp undir loft þar sem seinlegt er að komast að þeim, starfsmenn hafa eitt salerni, eina sturtu, einn htinn eldhúskrók sem er allt of lítill og eld- varnaeftirhtsmaður er í örlitlu her- bergi þar sem ekkert pláss er fyrir skjalaskápa o.þ.h. Tækjakostur slökkviliösins er of htih og t.d. hefur áralöng barátta slökkvistjóra fyrir því að fá keyptan körfubU engan árangur borið. Slökkvistjóri situr í bygginganefnd bæjarins og gerir sífeUt athugasemd- ir þegar samþykktar eru byggingar og hús sem eru það há að tæki slökkviliðsins ná ekki upp á þau. „Ég get í sjálfu sér ekki sagt mikið um þetta mál á því stigi sem það er núna,“ segir HaUdór Jónsson, bæjar- stjóri, en bæjarráð fól honum að svara VinnueftirUtinu og gera því grein fyrir fyrirhuguðum úrbótum á stöðinni. HaUdór sagði að málefni stöðvar- innar væru í athugun, fyrirhugað væri að flytja stöðina og kæmu víst fjórir staðir til greina í því sam- bandi. Hann sagðist eiga effir að ræða við slökkvistjóra um aðfinnslur Vinnueftirhtsins. Vonandi væri hægt að gera þar einhveija bragar- bót, en það væri líka ljóst að menn vUdu frekar halda að sér höndum með endurbætur á húsnæðinu þar sem verið væri að huga að flutningi stöðvarinnar. Deila íslendinga og Bandaríkjamanna á Keflavikurflugvelli: Tvær konur f ærðar til í starfi hjá Navy Exchange - höföu borið þjófnað á íslendinga við yfirheyrslur Tvær erlendar konur hafa verið færðar tíl í starfi hjá Navy Exc- hange eftir að þær höfðu borið ís- lenska starfsmenn sökum í yfir- heyrslum hjá herlögreglunni vegna þjófnaðar í versluninni í síð- ustu viku. Yfirheyrslur yfir íslendingum vegna þessa máls hófust fyrir helgi hjá lögreglunni á Keflavíkurflug- veUi. Herlögreglan hefur lokið yfir- heyrslum vegna bandarískra starfsmanna. Tvær erlendar konur höfðu áður verið reknar úr starfi effir að þær voru nýlega staðnar að verki við undirstimplun í versluninni. í kjöl- farið hófust ásakanir tveggja ann- arra bandarískra kvenna á hendur íslendingunum sem urðu mjög ósáttir við þennan áburð. Starfsandinn var orðinn mjög slæmur á milh íslendinga annars vegar og bandarískra og erlendra borgara hins vegar. íslendingarnir neituðu að vinna með ofangreind- um tveimur konum á föstudag. Yfirmaður Navy Exchange tók því ákvörðun í samráði viö trúnaðar- mann og verslunarstjóra um að færa konumar til í starfi. Ekki var unnið í versluninni í gær og mun því væntanlega reyna á það í dag hvort unnt verði að stUla tíl friðar á mUli starfsmanna. Að sögn Óskars Þórmundssonar, hjá lögreglunni á Keflavíkurflug- velli, eru yfirheyrslur í fuUum gangi. Hann sagðist ekki geta tjáð sig frekar um málið að svo stöddu. Magnús Gíslason, formaður verslunarfélags Suðumesja, sagði við DV að erfitt væri að aðhafast nokkuð vegna málsins þar sem hér væri um lögreglumál að ræða. „Trúnaðarmaðurinn á vinnustaðn- um hefur haft eins mikU afskipti af þessu og frekast er kostur," sagði Magnús. -ÓTT Björn Halldórsson. Lögreglan í Reykjavlk: Björn Halldórsson settur yf irmaður f íknief nadeildar Dómsmálaráðherra hefur sett Björn Halldórsson í stöðu yfirmanns fíkniefnadeildar Lögreglunnar í Reykjavík. Arnar Jensson, sem gegnt hafði stöðunni, hefur hafið störf hjá forvamadeUd Lögreglunnar í sama málaflokki. Fimm umsækjendur sóttu um stöð- una en lögreglustjóri hafði mælt með Birni í starfið. Björn hefur starfaö í lögreglunni í samtals eUefu ár - á Seltjamamesi, EgUsstöðum og hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeUdinni í Reykjavík síðan í maí 1988. Bjöm varð stúdent frá öldungadeUd Menntaskólans við Hamrahlíð árið 1981. Hann tók við nýju stöðunni þann 15. september. -ÓTT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.