Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 13 Og nú er það Leikfélag Reykjavikur: Konu í stöðuna Hjörtur Hjartarson skrifar: Þaö virðist hafa tekist nokkuð vel, valið á nýjum þjóðleikhússtjóra. Maður með menntun, og það meira aö segja tilskilda menntun, tekur við starfmu. Ég verð að lýsa ánægju minni með það og óska honum til hamingju. Ég hefði ekki viljað sjá konu í þessu starfi. Það hæfir ekki að kona sé þjóðleikhússtjóri, það verður að vera karlkyns reisn yfir þessu embætti. - Raunar hefur eng- inn gegnt þessu starfi betur en Guð- laugur heitinn Rósinkranz. Ég held þó að flestir geti verið ánægðir með endanlegt val í stöðuna núna. Og nú vantar Leikfélag Reykjavík- ur leikhússtjóra. Þar er allt annað uppi á teningnum, fmnst mér. Hjá þeirri stofnun finnst mér kona vel geta tekið að sér starf leikhússtjóra. Fyrir því eru líka fordæmi, svo það verður ekki um neina byltingu að ræða. Mér finnst að þær konur sem sóttu um starf þjóðleikhússtjóra heíðu ekki átt að flytja umsóknir sín- ar á milli stofnana, þ.e. frá Þjóðleik- húsi til Leikfélags Reykjavíkur. Þær áttu einfaldlega að hætta við. Og nú bregður svo við að áður en stjórn Leikfélagsins tekur ákvörðun um næsta leikhússtjóra verður við- höfð skoðanakönnun meðal félaga í Leikfélagi Reykjavíkur. - Nú þykir allt í einu afskaplega gott að fá í hendur lista með fyrirfram fengnum úrslitum hjá starfsfólkinu svo að stjórn Leikfélagsins geti farið í hár saman út af því hvort fara eigi eftir vilja fólksins „sem vinnur verkin" eða hvort kjósa eigi innbyrðis um niðurstöðuna. Þetta er orðið yfirmáta lýðræðis- legt allt saman og alveg sjálfsagt að í þetta sinn fái nú allir að ráða niður- stöðinni, a.m.k. að einhverju leyti. En ég ætla vara að vona að niöur- staðan verði samt sú að kona verði ráðin sem leikhússtjóri í þetta sinn en ekki karlmaður. Mér finnst það vel við hæfi að Borgarleikhúsið státi af konu sem leikhússtjóra og það geti orðið hefð héðan í frá. Það er hægt að velja úr hópi úrvals kvenna að þessu sinni, sem allar eru tengdar leiklistargyðjunni að einhverju leyti, sviðsleik, leikstjórn, ballett og jafn- vel stjórnmálum. Umvaxtaokur: Þjóf ar og þjófsnautar Farangur ungbarna íflug- vélum Kona i Hafnarfirði skrifar: Dóttir mín og fjölskylda hennar er að flytja á næstunni og er ferðinni heitið til Svíþjóðar. Hún er með 5 ára gamalt barn með sér og einnig eins og hálfs árs gamalt. Þar sem þau greiða 10% fyrir yngra barnið fær það ekki að hafa neinn farangur meðferðis. Maður skyldi ætla að það þyrfti jafnvel meiri far- angur fyrir svo lítil börn. Ég tala nú ekki um þegar fólk er að flytja búferl- um úr landi. En þótt svo væri ekki þarf oft meiri fatnað á þessi minnstu böm heldur en þau eldri svo að ég er mjög undr- andi á þeim reglum sem gilda um farangur ungbarna í flugvélum. - Ég vona bara að Flugleiðir breyti nú þessum reglum sem mér finnast vera allt að því fáránlegar. Lúðvíg Eggertsson skrifar: Vaxtaokur hefur ævinlega verið álitið mun verra en annað okur. Þaö stafar af því að vaxtaokrarinn notfærir sér neyð annarra. Þetta viðhorf gildir um allan heim. - Þannig kalla Englendingar vaxta- okrarann nafninu ,,usurer“ sem er fyrirlitlegt skammaryrði. í löggjöf flestra landa, ef ekki aUra (nema íslands), era ströng refsiákvæði gegn vaxtaokri. Er ekki tekið vægara á okrurum en hverjum öðrum þjófum. Nú kemur bóndakarl úr Öræfa- sveit fram á sjónarsviðið í Morgun- blaðinu, Guðjón nokkur Jónsson, nýorðinn skrifari í Seðlabankan- um. Hann heldur því fram að vaxtaokur sé ekki þjófnaður. Sá er hins vegar „þjófsnautur", segir hann, sem þiggur lán án þess að greiða verðbætur á það - auk raun- vaxta og affalla aö sjálfsögðu. - Aö mati Guðjóns á ekki að verðtryggja vinnulaun, ekki einu sinni lág- markslaun, ekki heldur búvöru- verð, bara peningana sem hinir ríku eiga. Guðjón segist hafa komið láns- kjaravísitölunni á og einn staðið fast með henni. „Miklir menn erum við, Hrólfur minn“. Þetta stærilæti Guðjóns minnir á annan skriffinn í Seðlabankanum, þrepi ofar Guð- jóni. Ég legg til að Guðjón hverfi til heimahaganna. - Sumir veröa svo undarlega áttavilltir þegar þeir koma á höfuðborgarsvæðið. HAUSTTILBOÐ A HLJOMTÆKJUM KENWOOD Æ ÁRMÚLA 17 Wharfedale SÍMI 685149 - 688840 s IKi RIKISSPITALAR STARFSMANNAHAUD KOPAVOGSHÆLI Starfsmenn óskasttil starfa við umönnun vistmanna. Starfið felur í sér þátttöku í þjálfun, útiveru og al- mennum heimilisstörfum þ.m.t. þrif og ræsting. Æski- legt er að umsækjendur hafi starfsreynslu með þroskaheftum. Starfsmenn óskast til starfa við ræstingar. Allar nánari upplýsingar gefa Hulda Harðardóttir yfir- þroskaþjálfi og Sigríður Harðardóttir hjúkrunarfor- stjóri í síma 602700 frá kl. 08-16 virka daga. Reykjavík, 18 september. KONUR KOMIÐ OG TAKIÐ ÞÁTT í SPENNANDI STARFI Efnahagsbandalagið - Starfshópur Kvennalistans um EB hittist í kvöld þriðjudaginn 18. september kl. 20 á Laugavegi 17. Gestur kvöldsins verður Hannes Jónsson, fyrrver- andi sendiherra. LAUNAMAL - KJARAMAL Launamálahópur Kvennalistans hittist miðviku- daginn 19. september kl. 20.30 á Laugavegi 17. AROÐUR - IMYND KVENNALISTANS Áróðurshópur Kvennalistans hittist miðvikudag- inn 19. september kl. 20 á Laugavegi 17. simi 91-13725 J MYNDBÖND ÚTGÁFUDAGUR 18. SEPT. He's crude. Hc's cxass, Hcs family. BUCK FRÆNDI Hann er grófur. Hann er grallari. Hann er frændi. John Candy fer á kostum í þessari sprenghlægilegu grínmynd. LÁTTU EKKI OF MIKINN HRAÐA VALDA ÞÉR SKAÐA! A

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.