Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 9 Lögreglumenn í Manila á Filippseyjum berja námsmann sem fallið hefur til jarðar. Hann var einn af tvö þúsund sem í gær kröfðust brottflutnings bandarískra hermanna frá landinu. Til óeirða kom er mótmælendur köst- uðu heimatilbúnum sprengjum eftir að þeim hafði verið meinað að ganga að bandaríska sendiráðinu. Símamynd Reuter Bandarísk yfirvöld: Hermenn frá Filipps- eyjum í áföngum Bandarísk yfirvöld tilkynntu í morgun að þau væru reiðubúin að ræða brottflutning bandarískra her- manna í áfongum frá Filippseyjum eftir að Corazon Aquino, forseti Filippseyja, hafði hvatt tfi þess að hermennirnir yrðu kallaðir heim. Aðalsamningamaður Bandaríkj- anna, Richard Armitage, sagði við upphaf viðræðnanna í morgun um framtíð bandarískra herstöðva á Filippseyjum að hann gerði sér grein fyrir því að vera bandarískra her- manna í landinu myndi brátt á enda. Ákveða þyrfti hversu hratt brott- flutningur þeirra ætti að eiga sér stað og hvemig samskipti stjórna beggja ríkjanna ættu að vera framvegis. Alls eru um sautján þúsund banda- rískir hermenn á Filippseyjum. Nær áttatíu Fihppseyingar starfa á vegum bandaríska hersins á Filippseyjum. Nokkrum klukkustundum áður en viðræðumar hófust í morgun sprakk sprengja í banka í Manila. Að sögn lögreglunnar slasaðist enginn í til- ræðinu sem var það tuttugasta og sjöunda á fimm vikum. Heryfirvöld saka uppreisnarmenn innan hersins um sprengjutilræðin og segja þá vera að reyna að steypa Aquino forseta af stóli. í gær særðust tíu manns og um tuttugu voru handteknir þegar vinstri sinnaðir mótmælendur vopn- aðir heimatilbúnum sprengjum lentu í átökum við óeirðalögreglu nálægt bandaríska sendiráðinu í Manila. Kröfðust mótmælendurnir brottflutnings bandarískra her- manna frá Filippseyjum. Reuter Walesa í framboð Lech Walesa, léiðtogi Samstöðu í Póllandi, tilkynnti í gær að hann ætlaði að bjóða sig fram í forseta- kosningunum sem gert er ráð fyrir að verði fljótlega. Þar með hefur Walesa gert lýðum ljóst að hann ætli sér að stefna hátt og meira að segja andstæðingar hans telja að ekkert Lech Walesa, leiðtogi Samstöðu í Póllandi. Símamynd Reuter geti komið í veg fyrir sigur hans. Með yfirlýsingu sinni í gær batt Walesa enda á þá óvissu sem ríkt hefur í Póllandi mánuðum saman vegna ýmiss ágreinings innan Sam- stöðu. Þrátt fyrir að Walesa gegni engu öðru embætti en embætti leiðtoga verkalýðssamtakanna Samstöðu hefur hann gegnt mikilvægu póht- ísku hlutverki í Póhandi. Það var hann sem í ágúst 1989 stakk upp á myndun stjómar undir forystu Sam- stöðu og útnefndi hann Mazowiecki, ráðgjafa sinn, sem leiðtoga hennar. Innan Samstöðu hefur hins vegar ríkt ágreiningur og hafa menn skipað sér í nýjar fylkingar, annars vegar þá sem styðja Walesa og hins vegar þá sem hhðholhr em Mazowiecki. Walesa er hlynntur skjótum breyt- ingum en Mazowiecki leggur áherslu á stöðugleika og vih fara hægar í sakimar. Walesa bendir á að fyrmrn kommúnistar og bandamenn þeirra haldi enn 65 prósent sætanna í neðri deild þingsins. Hvetur Walesa til skjótrar afsagnar Jaruzelskis forseta þar sem hann sem fyrrum kommún- isti sé í engri aðstöðu dl að standa fyrir lýðræðislegum breytingum svo gagn verði að. í dag munu stjómmálaleiðtogar í Póllandi koma saman og ræða hven- ær hepphegt sé að kosningar fari fram og hvenær Jaruzelski eigi að segja af sér. Reuter _________________________Útlönd NelsonMandela: Friðarvraræoum ef Hl vfll hætt Nelson Mandela, forseti Afríska þjóðarráðsins, sagði í gær að verið gæti að ráðið myndi hætta friðarvið- ræðum við de Klerk forseta. Sagði Mandela að framkvæmdanefnd ráðs- ins myndi koma saman til skyndi- fundar í dag vegna hertra aögerða lögreglunnar til að bæla niður róstur meðal blökkumanna sem kostað hafa sjö hundrað mannslíf undanfarnar sex vikur. Aðgerðirnar eru kahaðar „Jám- hnefinn“ og er lögreglumönnum heimht að búa bifreiðar sínar með vélbyssum, girða af svæði blökku- manna og setja á útgöngubann. Mandela segir „Járnhnefann" heim- ila morö á blökkumönnum. Réttlæt- anlegar aðgerðir telur hann beitingu vatnsþrýstibyssa og táragass. Mandela, sem leitt hefur friðarvið- ræður við de Klerk forseta frá því að honum var sleppt úr fangelsi í febrúar síðasthðnum, segir að ef það verði niðurstaða skyndifundarins að enginn vilji sé hjá stjómvöldum til að grípa th ákveðinna aðgerða til að bæla niður oíbeldið, geti verið að taka verði ákvörðun sem geri að engu ahar thraunir th að koma á friði. Lögreglan tilkynnti í gær að að- gerðir hennar bæm þegar árangur þar sem minna hefði verið thkynnt um ofbeldi í gær en áður. Reuter Blökkumannaleiðtoginn Nelson Mandela gagnrýnir hertar aðgerðir lögregl- unnar til að bæla niður ofbeldi meðal stríðandi fylkinga blökkumanna. Simamynd Reuter Syse ætlar ekki að segja af sér „Hægri menn í Noregi bera fullt traust th Jan P. Syse forsætisráð- herra og það er ekki tímabært að hann segi af sér embætti flokks- formanns eftir uppljóstranirnar að hann hafi brotið hlutábréfalög." Þetta sagði varaformaður Hægri flokksins, Svein Ludvigsen, í viðtali við norsku fréttastofuna NTB í gær eftir fund með framámönnum í flokknum stuttu áður. Komið hefur í ljóst að Syse veitti sér og mági sínum lán úr fyrirtæki sínu en vegna þess að hahi var á rekstrinum og skuldir voru umfram eignir var lánveitingin ólögleg. Syse varði sig í gær og kvaðst ekki hafa vitað að um lögbrot hefði verið að ræða. Hann hefur sætt mikilli gagnrýni vegna málsins en hyggst ekki verða við kröfum manna um að hann segi af sér vegna málsins. Hann kvaðst ætla að láta viöurkenndan aðha kanna efnahagsmál sín og er gert ráð fyrir að þeirri rannsókn ljúki í vikunni. NTB NISSAN EKKI BARA FALLEGUR OG ÞÆGILEGUR HELDUR EINNFG NÍÐSTERKUR OG ÖRUGGUR Rúmgóður og bjartur og auðvelt að leggja í stæðí. Fjögurra strokka vél, sparneYtín, hljóðlát og aflgóð. Þríggja ára ábyrgð. Ingvar Helgasonhf. Sævarhöfða 2 sími 91-674000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.