Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 27 Eftir 1. nóvember fást 6 krónur fyrir dósina. Endurvinnslan hf.: Skilagjald- ið hækkar Endurvdnnslunni hf. þykir rétt aö vekja athygli á nýrri reglugerð frá umhverfisráðuheytinu um söfnun og endurvinnslu einnota umbúða fyrir drykkjarvörur og skilagjald á drykkjarvörur í einnota umbúðum, nr. 358 frá 31. ágúst 1990. Samkvæmt reglugerðinni hækkar skilagjald á einnota öl- og gos- drykkjaumbúðir úr 5 krónum í 6 krónur frá og með 15. september 1990. Skilagjaldið er lagt á umbúðir sem hér segir: 1. Við innflutning tilbúinna öl- og gosdrykkja. 2. Við sölu innlendra gosdrykkja- framleiðenda á gosdrykkjum framleiddum hér á landi til versl- ana og annarra söluaðila innan- lands. 3. Við sölu ÁTVR á innlendu öh. Hækkun skilagjaldsins mun því koma fram í verði öl- og gosdrykkja tfi neytenda á næstu vikum eða eftir því sem söluuaðfiar endurnýja birgð- ir sínar. Samkvæmt 8. gr. reglugerðarinnar skulu líða 45 dagar frá hækkun álagðs skilagjalds úr 5 krónum í 6 krónur þar tfi Endurvinnslan hf. hækkar endurgreiðslu tfi neytenda fyrir hvert stykki af umbúðum sem skilað verður, úr 5 krónum í 6 krón- ur. Hækkun endurgreiðslu kemur því tfi framkvæmda 1. nóvember. Ástæðan fyrir þessum fresti er að á þeim tímapunkti sem skilagjald er hækkað er mikið af óinnleystum umbúðum hjá neytendum og söluað- ilum sem hafa greitt 5 krónur í skila- gjald fyrir þær umbúðir. Búist er við að þessar umbúðir skili sér tfi Endur- vinnslunnar hf. á næstu sex vikum. Lambakjötið: Mikil sala í kjölfar söluátaks Endanlegar tölur um sölu lamba- kjöts sýna að söluátak sumarsins gekk mun betur en nýlegar bráða- birgðatölur gáfu tfi kynna. Alls seld- ust á landinu 1.133 tonn af lamba- kjöti í ágústmánuði. Á undanförnum þremur árum hefur aldrei selst svo mikið magn í einum mánuði. í ágúst 1989 seldust 1.107 tonn af lambakjöti en annars hefur salan ekki farið yfir eitt þúsund tonn í ein- um mánuði undanfarin þijú verð- lagsár. Sala lambakjöts undanfama fimm mánuöi hefur verið sem hér segir: Apríl 492 tonn. Maí 645 tonn. Júní 694 tonn (Söluátak hefst). Júlí 797 tonn. Ágúst 1.133 tonn. Á nýliðnu verðlagsári (sept, 1989- ágúst 1990) seldust alls 8.083 tonn af lambakjöti en árið áður 8.600 tonn. Samdrátturinn nemur um 6 prósent- um. Birgðir lambakjöts í landinu hafa samt sem áður minnkaó um 28,4% á milli ára. Þær eru nú 1.468 tonn en voru í lok síðasta verðlags- árs 2.050 tonn. Það er í samræmi við fyrirætlanir stjórnvalda um að minnka birgðir lambakjöts á árinu um 600 tonn. Heildarsamdráttur í sölu á kjöti (lamba-, svína-, nauta- og fuglakjöti) undanfarin tvö verðlagsár er um 7% Markaðshlutdeild lambakjöts virðist ætla að verða svipuð og verið hefur undanfarin tvö ár eða um 53 til 55% af heildarsölu helstu kjöttegunda í landinu. LífsstQl Hótunarbréf frá Stöð 2: Þetta er smekkleysa Kona, sem búsett er í fjölbýlishúsi í Reykjavík, kom til neytendasíðu DV með bréfkorn sem henni hafði nýverið borist frá Stöð 2. í bréfinu stóð m.a. að nú stæði Neytendur yfir herferð á vegum Stöðvarinnar tfi að fylgja því eftir að farið væri aö gerðum samningsreglum not- enda við íslenska sjónvarpsfélagið og voru áskrifendur sérstaklega minntir á 2. grein samningsins þar sem þeir skuldbinda sig til að tengja myndlykilinn einungis við eitt sjónvarpstæki í senn og enn- fremur að brot á samningnum varðaði við tiltekna grein hegning- arlaga. Síðan stóð m.a.: „Við vfijum fara þess á leit við áskrifendur sem ekki hafa uppfyllt þessi skfiyrði samn- ingsins að þeir falli frá þessu at- hæfi þegar í stað. Verði áskrifendur ekki við þeim tfimælum neyðist Stöð 2 tfi að kæra þetta athæfi til Rannsóknarlögreglu ríkisins..." DV hafði samband við Birnu Ein- arsdóttur hjá markaðsdeild Stöðv- ar 2 og innti hana eftir ástæðu þess- arar sendingar. Hún kvað Stöö 2 hafa sent öllum áskrifendum á Reykjavíkursvæð- inu, sem grunaðir eru um misnotk- un á myndlyklinum, svona bréf og það væri aðeins byrjunin því ætl- unin væri að fara einnig herferð á landsbygðinni. Aðspurð hvort ekki væri einfald- ara að útsendarar Stöðvarinnar færu á þá staði sem „lægju undir grun“ varðandi misnotkun svaraði hún því til að það væri gert en frið- helgi heimilisins bannaði þeim að ryðjast inn á heimili til að athuga hvort hinir grunuðu væru sekir. Móttakandi bréfsins, sem kvaðst alsaklaus af allri misnotkun á myndlykli sínum, sagði að sér þætti þetta bréf afar ósmekklegt og ef Stöð 2 hefur grun um misnotkun hlytu menn þar að geta fundið heppfiegri leið til að komast að hinu sanna heldur en með þessum hætti. Hún hefði ekki einu sinni notað myndlykil sinn síðan í vor. -hge Meðal efnis: Urval FYRIR BLAÐSIÐUR KRONUR Nýtt hefti á næsta blaðsölu stað Áskriftarsíminn er 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.