Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 18.09.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 18. SEPTEMBER 1990. 5 Fréttir Fjárlagagerð: 6 til 8 milljarða gat á fjárlögum næsta árs Miöað við óskir ráðherra um aukin útgjöld til ráðuneyta sinna og fyrir- séðar skattabreytingar um næstu áramót vantar um 6 til 8 milljarða á að endar náist saman á ríkisbú- skapnum á næsta ári. Markmið stjómarinnar hafa verið sú að hab- inn á næsta ári verði um 1 prósent af landsframleiðslu eða um 3 til 4 milljarðar. Til að ná þessu markmiði þarf ríkisstjómin því að skera óska- listana niður um sem nemur 3 til 4 milljörðum eða hækka skatta að öðr- um kosti. Það er hins vegar enginn vilji innan ríkisstjómarinnar fyrir - stefntaðum3til4milliarðahalla skattahækkunum enda verður geng- ið til þingkosninga í vor. Það má því búast við harðri baráttu milli ráðherranna um hvar niður- skurðurinn lendir. Einn stjórnarliða orðaði það svo að allir ráðherrarnir héldu fast um sitt en væru hins veg- ar óvenju hugmyndaríkir um niður- skurð í öðrum ráðuneytum. Miðað við óbreytt skattalög verða tekjur ríkissjóðs um 2 milljörðum minni á næsta ári en í ár. Sú tekju- lækkun stafar af afnámi virðisauka- skatts á bókum og viðhaldi húsa og niðurfellingar jöfnunargjalds auk lækkunar vegna upptöku virðis- aukaskatts sem nú kemur að fullu inn. Reyndar em deildar meiningar um afnám jöfnunargjalds á innflutn- ing innan ríkisstjórnarinnar. Sömu sögu er að segja um marg- boðaðan skatt á fjármagnstekjur. Þrátt fyrir að fyrsta yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar sem fjármála- ráðherra hafi verið sú að nú skyldu fjármagnseigendur fá að greiða eðh- legan hlut til samfélagsins er alls ekki víst að honum takist að koma þessum skatti á. • Að undanfornu hefur Ólafur einnig boðað húsaleigubætur en enn sem komið er allt óljóst um hversu miklar þær verða. Meðal stórra ákvarðana sem bíða á gjaldhlið fjárlagafrumvarpsins er hvað gera skuli við almenna hús- næðiskerfið. Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra hefur lýst því yfir að hún sé fylgjandi því að loka þessu kerfi en auka við húsbréfa- kerfið á móti. Mikil andstaða er við þessar hugmyndir bæði innan Al- þýðubandalagsins og Framsóknar. Þeirri hugmynd hefur verið varpað fram að skilja þetta mál eftir í lausu lofti og fela nýrri ríkisstjórn úrlausn þess. Svipaðar hugmyndir hafa kom- ið fram varðandi landbúnaðarmálin. Þó aðeins séu um 25 dagar þangað til fjárlagafrumvarpið verður lagt fram á Alþingi eru ennþá nær allir endar lausir við fjárlagageröina. Eina ákvörðunin sem tekin hefur verið er að halli skuh verða um 1 prósent af landsframleiðslu eða um 3 til 4 milljarðar. -gse Egilsstaðir: Spænskur greifi á hreindýraveiðum - á mikið safn uppstoppaðra dýra að fá að vera hér óáreittir fyrir for- vitnu fólki. Arregui hefur þegar ákveðið að koma aftur hingað á næsta ári. Hyggst hann þá bæta fleiri dýrum í safn sitt. Fylgdarmaður þeirra héðan að austan var Aðalsteinn Aðalsteins- son, bóndi á Vaðbrekku. Hákon Aðal- steinsson lánaði fjallabíl sinn, Weap- on módel ’53, th fararinnar. Sagði Hákon að greifinn hefði verið sérlega ánægður með bílinn. Jón Ármann Héðinsson skipulagði ferðina og var með veiðimönnunum. Spánverjarnir dvöldu hér lengur en þeir höfðu upphaílega ráðgert. Fóru þeir meðal annars á Borgar- fjörð þar sem þeir leigðu bát. Ætlun- in var að veiða sel sem svo lét ekki sjá sig. Þess í stað drógu þeir þorsk úr sjó sem svo var fnatreiddur fyrir þá á hótehnu. Hákon taldi ekki ólíklegt að fleiri auðjöfrar og tignarmenn ættu eftir að koma hingað á næstu árum að veiða hreindýr. „Þetta eru ferða- mennimir sem okkur vantar. Þeir víla ekki fyrir sér að hafa aðstoðar- menn í marga daga og eyða hér þó nokkrum upphæðum," sagði Hákon. Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstööum; Nýlega var spænskur greifi, Juan Arregui, á ferð um hreindýraslóðir á Austurlandi. Þessi spænski herramaður, sem er atvinnurekandi með yfir 2000 manns í vinnu, á eitthvert stærsta safn upp- stoppaðra dýra sem til er í heimin- um. Kom hann hingað th að bæta hreindýri í það safn. Hann fékk sér- fræðing frá Reykjavík í fláningu og uppstoppun dýranna en aðstoðar- mann og hflækni var hann með frá Spáni. Sjálfur er hann orðinn 83 ára. Sá gamh skaut einn tarf af 150 metra færi fríhendis og má það kah- ast gott hjá svo gömlum manni. Leyfi fékkst fyrir fjórum dýrum hjá bænd- um á Vaðbrekku á Jökuldal. Fehdu veiðimennimir tvo tarfa og tvær kýr sem öh fara í uppstoppun en bændur fengu kjötið th ráðstöfunar. Dýrin veiddu þeir inni á Brúaröræfum. Arregui og fylgdarmenn hans gistu í Hótel Valaskjálf og á Vaðbrekku. Voru þeir mjög ánægðir með að- húnaö og viðurgjöming ahan. Sér- staklega vom þeir ánægðir með mót- tökur hjónanna Sigríðar og Aðal- steins á Vaðbrekku. Hrifust hinir tignu gestir mjög af landinu og því Hreindýraveiðar voru ekki einu veiðarnar sem Arregui reyndi hér á landi. Einnig var rennt fyrir fisk. Juan Arregui við dýrið sem hann skaut af 150 metra færi. DV-myndir Jón Ármann Héðinsson Húnaþlng: Sláturfé fækkar - slátrun að heflast ÞórhaUur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki; Enn verður mikh fækkun á sláturfé í sláturhúsinu á Blönduósi í haust. Sláturloforð nema rnn 31 þúsund dilkum. Er það samdráttur um 12,5 % frá þvi í fyrra. Haustið 1979 var 72 þúsund dilkum slátrað á Blöndu- ósi að sögn Ragnars Inga Tómasson- ar hjá sölufélaginu. Hann efast um að nokkurs staðar á landinu hafi samdráttur í sauðfjárrækt orðið jafn- geigvænlegur og í Húnaþingi á síð- ustu árum. Slátrun hefst á Blönduósi í vikunni og reiknað er með að henni ljúki þann 19. október. í sláturhúsi Kaupfélags Vestur- Húnvetninga á Hvammstanga fækk- ar sláturfé einnig. Sláturloforð nema 35.600 dhkum en í fyrra var þar slátr- að 38.100 dilkum. Slátrun er í þann mund að hefjast og lýkur um 20. október. í sláturhúsi KS á Sauðárkróki verðirn í haust slátrað um 30 þúsund fjár og er það nokkur fækkun frá síðasta hausti. Slátrun er hafin þar og er reiknað með að henni ljúki 16. október. Ólíkt því sem gerist á neðra húsinu er allur innmatur í KS hirtur að sögn Árna Eghssonar sláturhús- stjóra. í haust hefur víðast hvar gengið vel að fá fólk th vinnu í sláturhúsin. Flugvélin sem fórst á Grænlandi: Hrapaði logandi Flak dönsku flugvélarinnar sem veiðimennimir komust th byggða en hvorugur var notaður. Hefur hvarf viö Grænland í síðustu viku og gátu thkynnt lögi-eglunni um það vakið furðu rannsakenda og fannst á íöstudaginn, eins og DV slysið og staðsetningu flaksins. Illa eigenda vélarinnar. greindi frá á laugardag. Fannst fært er að ftakinu og að sögn lög- I vélinni, sem var af gerðimii flakið og sjö lík i 800 metra hæð reglustjórans í Nuuk fannst það á Cessna Conquest og í eigu leigu- um 60 khómetra austur af fjallinu síðustu stundu þar sem farið var flugfélagisns Nuna Air, voru sex Sykurtoppnum á vesturströnd að snjóa verulega á þessum slóð- kanadiskir sjóraenn auk tveggja Grænlands. Brak úr vélinni og lík- um. danskra flugmanna með mikla in lágu dreifö á um 600 hektara Orsakir slyssins er ekki kunnar reynslu að baki. Vélinvaráleiðfrá svæði. Eitt lik er enn ófundið. og óvíst hvað gerðist eftir að fjar- Syðri Straumfxrði í Grænalandi th Það voru hreindýraveiöimenn skiptasamband við véhna rofnaöi á Gæsahóa í Kanada en veriö var að sem sáu vélina hrapa logandi i þriöjudag. Enginn svartur kassi - skipta um áhöfh á togara sjómann- fjallshlíðarnar rétt fyrir klukkan var í vélinni og gerir þaö frekari annasemláíSisimiutáGræihandi. tíu á þriöjudagskvöld. Það var ekki rannsóknir á slysinu enn erflðari. -RB/hlh fyrr en tveimur dögum síðar að Tveir neyðarsendar voru um horð

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.