Alþýðublaðið - 07.05.1968, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Qupperneq 2
 Ritstjórar: Kristján Bersi Ólafsson (áb.) og BenediKt Gröndal. Símar: 14900 14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavfk. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 120,00. - I Iausasölu kr. 7,00 eintakið. — Útgefandi: Nýja útgáfufélagið tof. NÝJA MYNTIN 'í gær voru settir í umferð nýir tíu krónu peningar og fimm hundruð krónu seðlar. Er þetta upphaf á víðtækri endurskipu- lagriingu peningaútgáfunnar, þánnig að mynt í umferð verði í rneira samræmi við verðgildi og þar með nótagildi. Tekur nú Seðla bankinn við framkvæmd mynt- sláttu og dreifingar myntar úr höndum ríkissjóðs. Ekki þarf að efast um, að þær breytingar, sem er verið að gera, muni reynast vel og greiða fyrir allri meðferð fjár. Ef til vill veld ur tíu krónu peningurinn aukinni virðingu fyrir hinni slegnu mynt, gem hefur staðið höllum fæti sök um minnkandi verðgildis. Kann svo að fara, að eftirspum iverði á nýjan leik eftir gamaldags, traustum buddum. Ýmsir hafa átt von á því, að næsta meiriháttar breyting á ís- lenzkri mynt mundi verða ný króna, tíu sinnum verðmeiri en sú gamla. Ýms ríki, sem lengi hafa búið við verðbólgu, hafa gripið til slíkra ráðstafana til að auka verðgildi gjaldmiðils síns og virðingu fyrir honum. ( Alþýðublaðinu er kunnugt úm, að undanfarin ár hefur verið mik ið hugsað um „stóra krónu“ i 'Seðlabankanum og öðrum stofnun um, sem hafa með efnahagsmál að gera. Hefur niðurstaða ávallt orðið sú, að ný króna og þar með almenn peningaskipti séu mikl- um erfiðleikum bundin á íslandi, og hefur mönnum ekki litizt á þá framkvæmd. Sérstaklega eru lánaviðskipti landsmanna talin vera svo flókin, að það yrði erf- itt verk að færa þar allar upphæð ir niður og gera aðrar ráðstafan ir, sem þeirri aðgerð þyrftu að fyigja. Sú breyting á peningaútgáf- unni, sem nú er framkvæmd, kost ar að sjálfsögðu allmikið fé. Verð ur því að gera ráð fyrir, að hin nýja mynt verði notuð í nokkurn tíma. Er raunar ætlunin að gera fleiri breytingar, sem hafa í för með sér, >að hætt yrði að slá pen inga undir tíu aurum að verð- gildi og iverður þá hægt að sleppa núlli aftan af öllum peningaút- reikningum. Samt sem áður verður ekki sagt, að breytingarnar útiloki á nokkurn hátt, að tekin verði upp „stór króna“. En slík 'aðgerð mundi krefjast mjög ítarlegs und irbúnings, sem mundi taka lang- an tíma, eftir að ákvörðun hefði verið tekin — ef inn á þá braut verður farið. Það skiptir miklu máli, að þjóð in hafi hentuga mynt og borin sé nokkur virðing fyrir henni. Breytingin, sem Seðlabankinn er að gera, er þýðingarmikið skref í þá átt. Ný stjómarskrá - til hvers? Framsóknarmenn hafa síðan í- fyrrahaust látið sig dreyma um, að efnahagserfiðleikarnir miklu yrðu til þess að opna þeim leið inn í ríkisstjórn. Þykir þeim nú tími til kom- inn að binda endi á þá einangr- un, sem flokkurinn hefur bú- ið við utan ríkisstjórnar í tsep lega áratug. í fyrstu var talað um þjóð stjórn, en Eysteinn og Lúðvík eyðilögðu þá hugmynd með þeirri furðulegu kröfu, að ekki mætti minnast á málefna lega samninga, fyrr en menn væru setztir í stólana. Þvílík vinnubrögð voru ekki líkleg til að leysa neinn vanda, og tilraunin rann út í sandinn. Eins fór æ ofan í æ allan vet- urinn, þegar gengislækkunin dundi yfir, um áramótin og í verkfallinu. Framsóknarmenn sitja enn utan stjórnar með sárt enni og skilja ekki, hvernig það sé hugsanlegt, að þeir ekki fari með völd svo lengi. Virðast þeir nú helzt komnir að þeirri niðurstöðu, að stjórnarskránni sé um að kenna. Ef lýðveldið aðeins hefði betri stjórnarskrá, mundi allt komast í lag og Framsóknarflokkurinn endur- heimta fyrri valdaaðstöðu sína. Þetta er freistandi hugsun, en hún er röng. Reynsla í öðr- um löndum sýnir, að stjómar far á því miður lítið skylt við stjórnarskrá. í Bretlandi er engin stjórnarskrá til — en samt þykja stjórnmál þar í sæmilegu lagi. Weimarlýðveld ið þýzka hafði eina beztu stjórnarskrá, sem sögur fara af, en lenti samt í klóm naz- ista. Framsóknarmenn hafa end- urvakfð hugmyndir um ein- menningskjördæmi, en þó virð ast þeir hika við að mæla með þeim fyrir Reykjavík. í sann leika sagt væri hið mesta óráð fyrir íslendinga að taka upp þelta kosningakerfi. Hvert kjördæmi mundi hafa um eða innan við 2.000 kjósendur, en það er alltof lítið. Mundu hefj ast stórfelld hrossakaup milli flokkanna, er þeir verzluðu með stuðning til að reyna að tryggja sér menn kosna. Mundi annað eins aldrei hafa sézt í íslenzkum stjórnmálum til þessa, og er furðulegt að nokk ur geti hugsað sér, að upp úr slíku kæmi eðlileg fíokkaskipt ing eða betri en verið hefur. Það er hugsanlegt, að flokk ar með 30—40% af fylgi bjóð arinnar geti fengið yfir 50% þingsæta’ En kemur nokkrum heilvita manni til hugar, að af því mundi leiða sterka eða heilbrigða stjórn? Nei, íslend ingar mundú aldrei sætta sig við slíkt kerfi til lengdar og krefjast þess, sem er nú að verða réttarregla í æ fleiri löndum, að atkvæði allra lands manna skuli vera jafngild og áhrif þeirra nokkurn veginn hin sömu. Það verður ekki sagt, ef 40% þjóðárinnar er meirihluti — en 60% minni- hluti! Það er ekki raunhæft að hugsa sér, að algerlega nýir flokkar kæmu upp úr slíkri breytingu, einn til vinstri og annar til hægri. Þessi orð þýða svo margt — eða réttar sagt svo lítið — nú á dögum. Inn- an slíkra flokka yrði margvís leg skipting og barátta um á- hrif og völd, svo að það yrði aðeins nafnið eitt að tala um tvo flokka í landinu. Margt þarf að bæta í stjórn- arskrá íslendinga. En rétt er að gera sér raunhæfar hug- myndir um það, hverju breyt ingarnar muni áorka. Kjörskrá forseta- kosninganna HAGSTOFA ÍSLANDS gerir ráð fyrir að við forsetakosning- anrar í vor verði á kjörskrá1 á öllu landinu 114.957 kjósendur, en við alþingiskosningarnar í fyrra voru kjósendur á kjörskrá alls 107.101. Þessar tölur eru þó ekki endanlegar og kunna eitt- hvað að breytast. í þessari áætlun er gert ráð fyrir að kjósendur í kaupstöðum verði alls 79.046, en þeir voru í fyrra 73.726. í skýrslum er gert Franihald á bls. 14 £ 7. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ VIÐ HÓT— MÆLDM Búskapur og kennimennska! RÉTT fyrir slit Alþingis nú á dögunum var m.a. ákveðið að selja prestsetrið og kirkju jörðina Velli í Svarfaðardal — enda er nú að ljúka bygg- ingu nýs og vistlegs prestset- urs í kauptúninu á Dalvík. Það er prófaslurinn í Eyja- fjarðarprófastsdæmi, sr. Stef án Snævarr, sem setið hefur höfuðbýlið Velli í rúmlega aldarfjórðungsskeið, en flyt- ur nú á mölina. Vellir er gam alt og virðulegt prestsetur og mun vera mikil og góð jörð að fornu og nýju. Ekki mun saknaðarlaust fyrir prófast að skiljast við sitt gamla býli og heldur ekki sársaukalaust fyrir Svarfdæli að sjá honum á bak — en hvað um það: nýir tímar krefjast víst breyttra þjóðfélagshátta. □ í gamla daga þótti sjálfsagt að sveitaprestarnir værú jafnframt • bændur — og byggju helzt góðu búi. Þeir voru ekki einasta andlegir leiðtogar heldur einnig ver- aldlegir — gjarna forgöngu- menn um búskap og verkleg- ar framkvæmdir hver í símt byggðarlagi. Var og jafnaii fjölmennt á prestsetrunum o^ risna mikil — saga þeirra er raunverulega óritaður og vanræktur þáttur íslands- sögunnar svo gífurleg áhrif sem þessi hefðarsetur höfðu á umhverfi sitt og fólkið sem þar bjó. Það er því með nokkr um trega að maður sér þess- um kafla ljúka, — sér síð- ustu prestana hverfa af jörð inni á grjótið! □ En það er gamall og hýr sanri leikur að ekki þýðir að hamla gegn rás tímans. íslenzkir sveitaprestar munu flestir löngu hættir að stunda bú- skap svo nokkru nemi — að- eins fáeinir dunda við hann í smáum stíl frekar til gam- ans en ef nauðsyn. Því er sjálfl sagt ekki annað fyrir hendi en að selja prestsetrin ein- staklingum — og flytja prest ana í þéttbýlið þar sem kraft ar þeirra og hæfileikar nýt- ast betur en í einangrun og fámenni sveitanna. En sárs- aukalaus er þessi þróun ekki — og sé um forn hefðarbýli að ræða er sem söguhelgin setji nokkuð ofan — og æski- Framhálð á bls. 14. I * f«

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.