Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 15
Framhaldssaga eltir RGö jGN-SDGTTyR Teikningar eftir RAGNAR LAR. ar hún í raun og veru gerir ekk- ert annað en að bera út. kjafta- sögur. Hin drekkur brennivín, þegar hún nær í það og segist vera bolsi og það er agalegt. En eitthvað verða greyin að fá í staðinn fyrir mann. Önnur hefur kjaftasögurnar og hin brennivín og bolsévisma.' En ég hélt svo vel á spilunum, að ég var farin að halda, að ég væri álíka gáfuð og presturinn og læknirinn sögðu, að ég væri. Gvendur giftist mér nefnilega og þá komst ég að því, að ég var ekki gáfuð. Gvendur var bara heimskari en ég. Ég giftist hönum Gvendi ekki bara til að giftast einhverjum og einhverjum og komast frá þorp- inu. Mig langaði að vísu til að búa í Reykjavík, en hitt verð ég að taka fram, að hann Gvendur var stórmyndarlegur eins og all- ir rannsóknarlögreglumenn. Ég gæti bezt trúað því, að þeir séu valdir eftir hæðinni og útlitinu. FYRSTI KAFU ÉG GIFTIST HONUM GVENDI ÉG ÓLST UPP úti á landi eins og gengur og gerist um svo márga Reykvíkinga. Ég átti heima í litlu þorpi, sem var bæöi til lands og sjávar eins og menn segja. Þar kynntist ég lionum Gvendi. Satt að segja var heldur fá- tæklegt um að litast í þorpinu minu og það sem við vorum fá- tækust af, voru einmitt ungir menn á giftingaraldri. Við neyddumst flestar til að fara suður og sækja okkur mann, en ég hafði ekki fundið neinn við mitt hæfi og þó hafði ég ver- RCO BELTI og BELTAH LUTIR áBELTAVÉLAR BERCO Keðjur Spyrnur Framhjól Botnrúllur Topprúllur Drifhjól Boltar og Rær jafnan fyrirliggjandi BERCO er úrvals gæðavara á hagstæðu verði EINKAUMBOÐ ALMENNA VERZLUNARFÉLAGIÐf [SKIPHOLT 15 -SIMI 10199 ið á Húsmæðraskólanum fyrir sunnan. Svo fór ég heim eins og geng- ur og þá kom hann Gvendur. Hann vann þá hjá rannsókn- arlögreglunni eins og hann gerir raunar enn, og hann var sendur í þorpið mitt til að rannsaka merkismál, sem kom í blöðunum fyrir sunnan. Ég ætla ekki að segja ykkur, hvaða mál það var, því að rannsóknarlögreglumenn eiga að heita bundnir þagnar- heiti, þó að það spyrjist oft út um allan bæ, hvað þeir eru að fást við. En ég ætla að segja ykkur, að hann Gvendur minn upplýsti þetta mál og var afar stoltur af því. Hann er að vísu ekki stórgáf- aður hann Gvendur minn, en það er ekki allt fengið með gáf- unum heldur. Presturinn og læknirinn sögðu, að ég væri gáfuð, og þeim skjátlaðíst. En hann Gvendur er heldur heimsk- ari en ég, það skiptir hins veg- ar engu máli. Karlmenn þurfa alltaf að halda, að þeir viti allt betur en konur og mér hefur hingað til tekizt að láta hann Gvend' halda að hann sé gáf- aðri en ég. Hann hefur svo mikið álit á sér sem rannsóknarlög- reglumanni. Það er að vísu erfitt að eiga við hann stundum, en mér tekst samt alltaf að telja honum trú um, að hann viti allt betur en ég. Karlmenn þurfa að halda það og það eru bara héimskar konur, sem láta manninn sinn komast að þvl að þær vita eitt- hvað meira en hann. Ég veit að visu, að það var ekki rétt hjá prestinum og lækninum, að ég væri gáfuð, en ég er allavega nægilega gáfuð til að láta Gvend halda, að ég sé heimsk- ari en hann. Þess vegna var það, að Gvendur komst aldrei að því, að það var í raun og veru ég sem upplýsti glæpinn, sem liann var svo stoltur af að hafa upp- lýst. : j_.ll Ég lét hann fá fullt af gervi- sönnunargögnum og alls konar hlutum, sem sannfærðu hann um það, hver hefði framið glæp- inn. Orð hér og orð þar geta gert kraftaverk. Ég er alveg viss um, að hefði Gvendur vitað það, hvernig ég stjórnaði honum í þessu máli, hefði hann aldrei kvænzt mér og ég hefði aldrei eignazt eiginmann. 1 Og það er alveg hræðilegt að pipra. Tvær systur hans pabba pipruðu og þær voru óþolandi. Önnur heldur, að hún skilji allt og alla án þess að gera það. Hún heldur, að hún sé afskaplega góð og vilji allt fyrir alla gera, þeg- Ég hef enn ekki séð neinn ljót- an og lítinn rannsóknarlögreglu- mann. Og hann Gvendur var ekki að- eins stórmyndarlegur. Hann var líka vel stæður. Hann gat keypt handa okkur íbúð í fjölbýlishúsi. Hann var líka í lífeyrissjóði og húsið var í austurbænum. Það var ódýrara að kaupa íbúðir þar en í vesturbænum, ég skil ekki hvers vegna. Kannski vesturbæingarnir viti það. Fyrst kunni ég afskaplega vel við mig í íbúðinni. Mér fannst gaman að setja upp gluggatjöld og mér fannst gaman að velja teppi á íbúðina. Hún er öll teppalögð nema eldhúsið. Gvend- ur lét setja teppi bæðf á bað og svefnherbergið okkar. Það eru nælonteppi, sem má þvo. Svo fór mér að leiðast. Ég hafði ekkert að gera. Ég átti að þrífa skít eftir einn mann, sem gengur afar vel um, enda Friðrikka bauð méí í kaffi hefur hann lært bæði heima hjá sér og svo í rannsóknarlögregl- unni að líta á smámunina. Ég skít enn minna út en Gvendur. Ég var alltaf að vona, að ég yrði ólétt, en það gerðist e.kki. Ég hafði heldur ekki neinn að tala við. Ég þekkti ekki neinn í hús- inu, sem ég bjó í og þó voru þar álíka margir og í þorpinu heima. Héima hjá mér þekktu allir alla og allir vóru góðir við alla. Svona í hófi. Kannski það hafi verið það, að heima þekktu allir mig, en enginn þekkti mig í fjölbýlis- húsinu. Heima hjá mér reifst fólk stundum, en ekki allan tímann eins og hérna. En þar höfðu líka allir einhvern blett út af fyrir sig. Hérna er bletturinn, sem er út af fyrir sig, almenningseign. Stigarnir og lyfturnar. Konan á neðstu hæðinni, segir að krakk- arnir á næstefstu hæðinni beri inn meiri skít en önnur börn í húsinu og því' ætti mamma þeirra að þrífa lyftuna og úti- ganginn oftar en aðrar. Mér finnst þetta ósanngjarnt. Það bera allir inn skít. Ég geri það Hka. Hvernig væri annað; hægt? Það er stórt moldarflag fyrir framan húsið okkar. Ég geri ráð fyrir þv£, að konan sem býr á móti, hafi kennt í brjósti um mig. Hún bauð mér í kaffi. Konan heitir Friðrikka og hún kynnti mig fyrir hinum konunum í húsinu. Það er að segja fyrir þéim konum, sem ,hún þekkti. Ég er búin að búa hér í heilan máhuð og ég þekki nú orðið alla að minnsta kosti í sjón, nema konuna á tólfu hæð. Sú kona er spákonan. Friðrikka segir, að hún sé stórkostleg. Hún hefur oft spáð fyirr Friðrikku og ég bað Frið- rikku um að biðja hana um að spá fyrir mér. Ég hlakka til, að hún segi mér, hvað ég á í vændum. í morgun hvolfdi ég bolla á ofninn í eldhúsinu. Ég gerði það ekki fyrr en Gvendur var farinn. Ég vil ekki láta hann vita neitt mega ekki vamm sitt vita. Þeir um Þetta. Hann er í rannsóknar- lögreglunni og svoleiðis menn eiga að vera fyrirmynd annarra. Það er nefnilega bannað að vera með töfra og galdra á land- inu og enginn veit nema spádóm- ar og svoleiðis teljist til töfra- bragða. Ég ætla að hafa vaðið fyrir neðan mig og tala ekki um þetta við hann Gvend. Friðrikka rétt leit inn áðan. Hún skoðaði bollan minn og sagði að þar væri allt mögulegt eins og partí og svoleiðis. Hún sagði, að það væri barn á botn- inum. Mikið yrði ég fengin, ef svo væri. Mig langar til að eignast marga krakka. Núna á eftír ætlar hún með mér upp til spákonunnar, af því að það var hún sem fékk hana til að spá fyrir mér. Spákonan verður heima klukkan ellefu. - ALÞÝOUBLAÐIÐ 7. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.