Alþýðublaðið - 07.05.1968, Síða 3

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Síða 3
Enn hægt að koma upp heildarsafni myntar Rætt við Magna R. Magnúss®n um söfnun íslenzkrar myntar og seSIa Myntsöfnun er ung hér á landi. Má segja, að til skamms tíma hafi aðeins fáir sérvitringar stundað i þessa iðju. Nokkur breyting hefur orðið í þessu efni síðustu ár og er myntsöfnun nú orðin mun algengari en áður. Seðlabanki íslands hefur tilkynnt, að innan tíð ar verði öll mynt eins-, tveggja- og fimmeyringa inn kölluð. Hverfa þá þessar myntir úr umferð og verða sjaldséðar í buddum borgaranna. Ekki er vafi á, að að þá vaknar fljótlega áhugi safnara til að komast yfir þessar gerðir myntar. Sú mynt, sem ekki kemst í hendur bankanna, öðlast með tíð og tíma marg- falt upprunalegt verðmæti. Fréttamaður átti viðtal við Magna R. Magnússon í Frí- merkjamiðstöðinni í gær og ræddi við hann um myntsöfnun íslendinga og íslenzka mynt og seðla. Frímerkjamiðstöðin er ekki aðeins miðstöð frímerkja- safnara heldur einnig myntsafn ara. Sagði Magni, að myntsöfnun hafi aukizt mjög, síðustu ár, hins vegar væri miklu minna um ÓNÁTTÚRA Hverskonar spellvirki eru að verða alltof tíð hér í höfuð- borginni. Eiít nýjasta dæmið um sjúklegt hugarfar birtist s. 1. föstudag er einhver réðist gegn sjálfsölusíma á Ægisgarði, stal tækinu og reyndi að brjóta upp hylkið er geymir pening- ana. Svo virðist sem símar við höfnina fái aldrei að vera í friði, en það skal t. d. sagt íbú- um Árbæjarhverfis til hróss að þar hafa símarnir fengið að vera óáreittir. Það þarf ekki að fjölyrða um hve hættulegt ;r að hafa ekki sjálfsölusíma við höfnina, en bæjarsíminn getur að sjálfsögðu ekki haldið þessari þjónustu uppi til lengdar nema tækin fái að vera í friði. seðlasöfnun, enda væri það eðli legt, þar sem alla jafna væru svo miklir fjármunir fólgnir í seðlunum til að nefna fimm hundruð og1 þúsund króna seðl- inum. Um sögu íslenzkrar myntar sagði Magni, að Danir hafi sleg- ið 3 peninga með nafni íslands árin 1771-1777 og 1836. Þetta hafi verið fyrstu peningarnir, sem nafn íslands birtist á. Á árunum 1885-1901 hafi allmargir kaup- menn hér á landi látið slá svo nefnda vöru- og brauðpeninga. Þessir peningar hafi verið gild ir i viðkomandi verzlunum. Menn hafi fengið þessa peninga, er þeir lögðu inn í verzluina, en fengu síðan útekt fyrir andvirð ið síðar. Þessi peningaslátta var bönnuð með lögum árið 1901. Allt til ársins 1922 var dönsk mynt í umferð á íslandi en það ár var fyrsta íslenzka myntin slegin. Það voru tíu- og tuttugu og fimmeyringar. Fyrsti íslenzki peningaseðill- inn var gefinn út árið 1885, sam kvæmt lögum 18. sept. það ár, fyrir landssjóð íslands. Þetta voru bæði tíukrónu- og fimm- krónuseðlar. Magni kvað flestar af rúmlega níutíu íegundum íslenzkrar mynt ar frá upphafi enn vera í um ferð og ætti því að vera tiltölu lega auðvelt að komast yfir heildarsafn íslenzkrar myntar ennþá. íslenzka myntin var slegin í FLOKKSSTARFIÐ ■■ *Á*v*I' •> ■ Kvennfélag AlþýSuflokksins. Síöasti fundur vetrarins veröur á fimmtudagskvöld í Ingólfskaffi, niðri, og hefst klukkan 20,30- , r _ / Spilað verður Bingó. Félagskonur fjölmennið og takið með ykkur gesti. STJÓRNIN Danmörku allt til ársins 1940, en síðan hefur liún verið slegin í Englandi. Árið 1942 var hætt að slá -myntina með danska skjaldar- merkinu og árið 1946 birtist ís- lenzka .lýðveldismerkið á mynt inni. Magni kvað Frímerkjamið stöðina hafa starfað í fjögur ár og hafi hún frá upphafi verið eina sérverzlunin, sem verzlaði með frímerki og allt það, sem viðkemur frímerkjasöfnun ein- göngu. Fyrir stuttu síðan hafi eigendur fýrirtækisins ákveðið að uppfylla óskir fjölmargra myntsafnara og hafa á boðstól- um ýmislegt, sem myntsafnarar þarfnast, svo sem myntalbúm, verðlista og fleira, sem mynt- söfnurum er nauðsynlegt. Sagði Magni, að þetta væri af ar eðlilegt, þar sem stutt bil væri á rnilli frímerkja- og mynt söfnunar. Um svipað leyti og eigendur Frímerkjamiðstöðvarinnar á- kváðu að fara að verzla með mynt og gögn til myntsöfnunar, tilkynnti Seðlabankinn, að hann ætlaði að innkalla alla kopar mynt, sem í úmferð væri. Ekki er því ósennilegt, að bæði mynt söfnun og viðskipti þau varð- andi aukizt í náinni framtíð. Þá er og þess að geta, að allir gömlu seðlarnir, sem enn eru í umferð, verða einnig innkallað ir. Það eru gömlu 5, 10, 50, 100 og 500 króna seðlarnir. Söfunarsjónarmið vegna inn- kallaðs penings fer að kiwna í Ijós strax að ári liðnu eftir að hann hefur verið innkallaður, sagði Magni. Það er venjulegt viðskiptalögmál, að um leið og eftirspurn eftir einhverjum hlut eykst eða framboð minnkar, hlýtur að koma fram verðhækk- un. Þetta á bæði við um mynt og peningaseðla. Stundum válda mistök því, að ERLENDAR FRÉTTIR ; □ ÓVÆNT HEIMSÓKN Hinn nýji utanríkisráðherra Tékkóslóvakíu, Jiri Hajek, kom í gær í óvæiita heimsókn til /Moskv.u, en: Dubeck,' Ifeiðtogi tékkneskra kommúnista fór frá Moskvu á sunnudaginn, þar sem Þessi þróttmikli hundrað krónu seðill var gefinn út árið 1904 og stendur á honum að ,,íslandsbanki greiði handhafa gegn seðil bess um 100 krónur í gulli“. Seðillinn upp’i í horninu var gefinn úf „samkvæmt lögum 18. september 1885. Fyrir landsstjórn íslands”. mynt eða seðlar öðlast miklu meira gildi eða verðmæti en ella. Dæmi um þetta er fimm- krónu seðlar frá 1928. Á ein- staka þeirra vantar undirskrift og eru þeir miklu verðmætari frá sjónarhóli safnara fyrir bragð ið. Misritun varð á sumum tíu- króna seðlunum, sem nú eru í gildi. í prentun fyrsta upplags hans urðu þau mistök, að á bak hlið hans stendur Reykjarvíkur hofn í stað Reykjavíkurhöfn. Þessir seðlar verða vafalaust verðmætir með tímanum. Árið 1936 var sleginn nýr tveggja krónu peningur. Vegna mistaka varð hann of þykkur. Hann er þegar orðinn sjaldgæf- ur, enda hefur Seðlabankinn tekið hann úr notkun jafnóðum -og hann hefur borizt í bankana. Nú mun þessi sjaldgæfi tveggja krónu peningur ekki vera minna en fimm hundruð króna virði. Magni kvað seðlasöfnun vera miklu fátíðari en mynísöfnun. Sömu sögu er að segja varðandi seðlasöfnun og myntsöfnun, að þeir öðlast margfalt verðgildi, er þeir hafa verið innkallaðir og hverfa úr venjulegri umferð. Þannig væri grænn fimm hundr- uð króna seðill, sem gefinn var út í stríðslokin^ og innkallaður var við eignakönnun árið 1949, nú ekki minna en þúsund .króna virði. Magni taldi, að afar lítið væri til i dag af eldri peningaseðlum íslenzkum. Sagðst hann álíta að tiltölulega meira væri af íslenzk um eldri peningaseðlum í hönd um danskra seðlasafnara er. ís- lendinga. Þetta stafaði af því, að seðlasöfnun hófst þar miklu fyrr en hér á landi. Til þessa hafi alls ekki verið nein aðstaða til seðla- og myntsöfnunar hér. Nú væri aðstaðan hins vegar gerbreytt, þar sem Frímerkja- miðstöðin hefði nú á boðstólum albúm fyrir íslenzka mynt. Reyndar væru þessi albúm upp haflega útgefin fyrir danskan markað. Er sami aðili, sem gef- ur út myntalbúm fyrir danska, grænlenzka og íslenzka rnynt. hann lýsti því m. a. yfir að horn steinn tékkneskrar utanríkis- stefnu væri náið samband við Sovétríkin. Er látið uppi að til- gangur heimsóknar utanríkisráð herrans að kynnast Gromyko, ut anríkisráðherra Sovétríkjanna og ræða utanríkismál við hann. i □ LJÓSMYNDARI DREPINN. í gær var 23 ára gamall ljós- myndari bandarísku fréttastof- unnar UP skotinn til bana í götu bardögum í Saigon. Hafa þá alls 5 fréttamenn verið skotnir til bana af skæruliðum síðustu tvo daga, en alls hafa 17 erlendir fréttamenn verið drepnir frá þyí styrjöldin hófst 1961. □ 3 OIÍUSKIP BRENNA. í gær urðu miklir skipsbrunar í hafnarborginni Ensnada skammt frá Buenes Aires í Arg entinu, er brennandi skipahlut ar olíuskipsins Islas Orcadas silgdu á 2 nálæg olíuskip, sem stóðu þegar í björtu báli. A. m. k. 5 manns höfðu látið lífið í gær, en óvíst er um hversu margir hafa orðið eldin- um að bráð, sem breiddist um hafnarmannvirki og vöruhús m. a. til mannvirkja argentíska flotans. Er blaðið fór í prentun í gær voru 500 brunaliðsmenn enn að reyna að ráða niðurlög um eldsins, seni er sá mesti hing áð til í Argentínu. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 7. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.