Alþýðublaðið - 07.05.1968, Síða 5

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Síða 5
AMUR OG JAFN Knut Hamsun; PAN. Blöð úr fórum Tómasar Glahns liðsforingja. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi þýddi. Reykjavík, Mál og menning 1968. 230 bls. r Þyki mikið við liggja að lýsa \ hrifningu sinni af listaverki segjast menn gjarnan ekki vera „samir“ eftir og áður. Maður er ekki samur og jafn eftir að hafa lesið bókina, horft á leikinn, hlýtt á óper- una. Eflaust er þetta að jafn- aði einlæglega mælt: menn grípa til sinna sterkustu orða til að lýsa sterkri hrifningu sinni — og geta ekki gert sér í hugarlund öflugri áhrif lista- verks en að það ,,breyti“ sjálf um þeim verulega og varan- lega, En eru slíkar fullyrðing- ar sannar? Og verða þær sann reyndar þó þær séu sannar? Torvelt kann að reynast að sýna fram á í hverju nákvæmlega breytingin sé fólg in þó menn finni og viti með fullkominni vissu að þessi til- tekna saga, kvæði, leikrit hafi haft óafmáanleg og mótandi áhrif á hugarfar, tilfinningalíf, sjálfa lífskoðun og heimsmynd þeirra, Hvað var öðruvísi en áður í fari, atferli þeirra eftir að þeir opnuðu hin örlagaríku bók? Hver lesandi bóka á sér sjálf- sagt sínar ógleymanlegu bæk- ur, höfunda sem af einhverj- um áslæðum hafa orðið honum nákomnari en aðrir. Fyrir mitt leyti gleymi ég seint vorinu og sumrinu sem ég las skáld- sögur Knut Mamsuns í fyrsta skipti og seinast þó þeirri ein- kennilegu vornótt sem ég átti yfir Pan. Þýðingar Jóns Sig- urðssonar frá Kaldaðarnesi urðu til að vísa mér á veg til Hamsuns Sultur og Að haust nóttum, ekki Pan og Viktoría, sem þá voru löngu ófáanlegar; og Pan hef ég ekki lesið á íslenzku fyrr en nú að Mál og menning gefur bókina út í ahnarri útgáfu. Jón frá Kald- aðarnesi hefur verið „sannar- legur doktor og meistari ís- lenzkrar tungu“, eins og haft er eftir Halldóri Laxness í for mála bókarinnar, — en það sagði Halldór raunar í grein sem skrifuð var til að mót- mæla því að Sultur kæmi út í stórri, alþýðlegri útgáfu á íslenzku. „Sultur hefur meðal bóka Hamsuns sérstöðu að því leyti að hún er illa fallin til lesturs fyrir heilbrigt sveita- fólk, fólk með almennt og upp- runalegt tilfinningalíf, börn, unglinga, gamalmenni“, segir Halldór, og ennfremur: „Ýmis helztu snilldarverk heimsins eru eitur í beinum óbókvanra manna og verka á ómenntaða tækifærislesara sem hneyksli og andleg meiðing“. Þetta þyk- ir mér heldur .vond kenning sem las Sult fyrsta Hamsuns- bóka, ómenntaður tækifæris- lesari, barn að aldri, og -hafði náttúrlega ekki minnsta pata af svo aristókratískum sjónar- miðum. En þau fyrslu kynni urðu, fyrir mig, til þess meðal annars að gæða dönskunám í skóla slcynsamlegum tilgangi: að verða læs á norsku til að geta lesið Hamsun. Er þá Pan Hamsuns hentug bók fyrir „heilbrigt svéita- fólk, fólk með almennt og upprunalegt tilfinningalíf, börn, unglinga, gamalmenni?“ Það er vísast, og vonandi, en BÆKUR raunar held ég að slík spurn- ing sé marklaus, heilbrigðis- sjónarmið af þessu tagi verði yfirleitt ekki lagt á bókmennt ir, hvorki verk Hamsuns*, Halldórs Laxness né annarra og vafasamt tiltæki að dæma lesendur „niður fyrir sig“ og sinn eigin góða smekk. Hamsun varð allra karla elztur og lifði það meðal annars að andleg heilbrigði sjálfs hahs væru vé- fengd með dómi; sjaldan bafa sál- og siðspekingar fengið greypilegri útreið en í bók hans Paa gjengrodde stier sem hann skrifaði háaldraður, heyrnarlaus, hálfblindur, saka- maður með „varigt svækkede sjælsevner“. En Hamsun var líka ,,ungur“ höfundur fram eftir öllum aldri, æskuverk sín var hann að skrifa fram um fimmtugt. Það er trúlegt að ungt fólk laðist enn í dag að þessum bókum, einnig bók- hneigðir unglingar, og njóti þeirra öðrum betur. Andrúm þeirrá allra, sjálf rómantíska þeirra er einmitt unglingsár- anna. hinn órólegi, síbreytti hugur sem þær spegla og sem mófar alla heimsmynd þeirra, munúðlega náttúrulýsinguna í Pan, til dæmis, þar sem hald- Knut Hamsun. ast fast í hendur lostakennd- ar brími og hrein andleg upp- hafning. Órökleg geðbrigði, duttlungar, uppátæki sögu- fólksins í Pan, öll ástarsaga Glahns og Edvördu, er einnig af heimi unglingsáranna, til- finningakvika þeirra heimfærð og bókfest í skáldlegum veru- leika, sannari lífinu__sjálfu; en engu að síður af þess anda og holdi. Það er freistandi að segja að sá sem eitt sinn hafi ánetjazt þessum heimi verði ekki „samur og jafn“ síðan. Og ekki þarf nema opna sögur Hamsuns að nýju, þótt langt sé liðið síðan síðast, til að kynngimáttur stílsins hrífi Framhald á. 14. síðu. Aiskýlos á íslenzku AGAMENNON Harmlekur eftir Aiskýlos. Þýðinguna gerði Jón Gísla son. Bókaútgáfa Menningarsjóðs Reykjavík 1967, 129 bls. Ein bók og aðeins ein bætt- ist við smábókaflokk Menning- arsjóðs í haust, og hefur verið furðu hljótt um hana síðan; fyr ir mitt leyti lenti í löngum undandrætti að lesa liana. Hér er þó um að ræða bók sem mætavel sómir sér í flokknum, ný þýðing á klassísku skáld- verki, einu upphafsriti evrópskr ar leikritunar. Agamemnon Ai- skýlosar er rit sem sjálfsagt mál ætti að vera að til sé á íslenzku, og framtak þýðand- ands er að sínu leyti jafn-virð ingarvert og það er fátítt að menn leggi hér á landi stund á klassísk fræði. „Ef einhver spyrði mig, hvers vegna ég hefði verið að þýða Agamemnon, myndi ég svara að það hefði ég gert í beirri trú að með því væri ég, þó af veikum mætti væri, að efla sjálfstæði þjóðar vorrar“, segir Jón Gíslason í eftirmála. „Hið menningarlega sjúlfstæði er í rauninni undirstaða og forsenda sjálfstæðis á öllum öðrum svið um. Það er því engin firra að halda því fram, að það sé einn þáttur í sjálfstæðisbaráttunni — og hún mun standa jafn- lengi og íslenzk þjóð er til — að þýða hin merkustu rit heims bókmenntanna á vora tungu. Er í þessum efnum mikið verk ó- unnið á landi hér, sem stærri þjóðir hafa fyrir löngu gert góð skil, enda má jafnvel svo að orði kveða, að meðal stórþjóð anna þýði hver kynslóð snilldar verk 'heimsbókmenntanna af nýju og leitist við að kryfja þau til mergjar". Fljótt á litið virðast einkum tvær leiðir koma til greina við þýðingu verks eins og Aga- memnons. Önnur leiðin, sem nefna mætti fræðilega, væri að reyna að veita sem fullkomn- asta hugmynd um frumtextann, bragarhætti hans og skáldlegt tungutak, vitaskuld með fullri rækt við skáldlega verðleika þýðingarinnar sjtjlfrar á ís- lenzku. Hin leiðin væri að miða að því fyrst og fremst að gera skáldlegan, leikhæfan texta á ís lenzku, nútímalegan texta sem vitaskuld reyndi eftir föngum að bregðast ekki trúnaði við frumgerð leiksins. Báðar þessar leiðir eru að sjálfsögðu vand- farnar og ekki á færi nema snjallra rithöfunda með stað- góðri klassískri menntun. Jón Gíslason fer hvoruga þeirra þó hans aðferð sé að sínu leyti tæplega vandaminni ef vel á að takast til. Hann þýðir leik inn allan í laust mál, einræð- ur, samtöl og kórljóð, og þýð- ing hans er þessleg að hún sé gerð af mikilli nákvæmni, þó ég sé auðvitað ekki fær að dæma um það; hún virðist mér lærdómsleg skólaþýðing, vertio, fremur en sjálfstæð, skáldleg íslenzku hans. „Eigi má því gleyma að grísk leiklist var sprottin upp úr guðsþjónust- unni — eða var öllu heldur einn þáttur hennar," segir í eft irmálanum. „Málið er því há- tíðlegt, einkum á kórljóðunum, sem oft fjalla líka um hin há- leitustu vandamál lífs og breytni, — eru þá með öðrum orðum sannkclluð trúarljóð. Slíku efni hæfa ekki hversdags klæði“. Viðleitni þýðandans er hvarvetna ,að vanda málfar sitt, hafa það viðhafnar og hátíðlegt, en fyrir bragðið er það víða uppskrúfað og þvingað, einkum þar sem þýðandi leitast við að sína breyttan bragarhátt með stuðlasetningu og hrynj- andi í kórljóðunum; hvergi er það gætt þokka né þrorti skáldlegrar nýsköpunar og tor- velt að hugsa sér þennan texta fluttan af munni fram. Bezt þyk ist mér aðferð þýðandans lán ast við dramatísk eintöl, t. a. m. Klýtemnestru í lokaþættin- um, en sízt í kórljóðum og spá ljóðum Kassöndru, þar sem hann fyrnir málfar sitt mest og reynir til að koma á það einhverskonar sögustíl. En hér eru af liandahófi tvö dæmi um þýðinguna, úr kórljóði begar Agamemnon er senn væntanleg ur á sviðið, fyrst upphaf þess hjá Jóni Gíslasyni: „Hver gaf henni réttnefni slíkt? Hafa máttarvöld, mönn- um hulin, framsýn og forspá, tungu stýrt svo að í mark hæfði. Herfang grárra geira, Helena, hildi vaktir þú. Hel varstu fleyjum. hel varstu mönn um, hel heilum borgum, er gekkstu fram úr dyngju og dýr um tjöldum og skip þitt leið löndum fjarri í blásanda vestan bvr. Skunduðu skjöldungar í kjölfar snekkju sem veiðimenn renni með hundafjöld í slóð bráðar. Lagðist öldujór við laufskrúðugan bakka Símóis- flióts. Stóð styrjargjörn við stýri Gunnur.“ Hjá Grími Thomsen, sem þýddi brot úr Agamemnon, er sama erindi á þessa leið: Sá. var niður nærgætinn sem nafn þér gaf eða ramman risti hann staf, Helena, þú sem hel og elin hjörva vaktir stríð skæða skötnum hríð; sigldir heiman borgar brjótur! brott um haf, fyllti vindur viggjar traf, en þín röktu rekkar spor um Ránar villa slóð, skjöldum þakin þjóð. Símois er loks þeir lentu á laufgri strönd, mörg varð fegin höggi hönd, margur halur hné í valinn. hetjan traust og góð, flaut um foldu blóð, Síðar í sama kórljóði er líking tekin af Ijónsunga, annað erindi og gangenrindi: „Ljónsunga, er villzt hafði undan móður sinni, ól hjarð- maður í húsi sínu á mjólk. Á morgni lífsins var hið unga ljón gæft og meinlaust, eftir- læti barna og yndi öldunga. Marga stund hampaði þvi hjarð maðurinn í faðmi sér eins og nvfæddu barni. Og ljómandi aug um mændi það á hönd hans og flaðraði upp á hann, þegar þarf ir magans gerðu vart við sig. — En eðli ljónsins var sem fal- inn eldur, sem skyndilega brauzt út í ljósum loga. Fósturlaunin galt hið unga ljón með því að strádrena sauðina og búa sér óbeðið hroðalega veizlu. Á með an blóðinu íágndi um allt hús- ið, ráku þrælar upp angistar- vein, en máttu engum vornum við koma gegn bessum trvlHn morðum. Einhver pnð hafði glapið þetta heimili tU a* -'i upp prest geigvænlcgra blóð- fórna.“ Framhald á bls. 14. 7. maí 1968 ALÞÝ0UBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.