Alþýðublaðið - 07.05.1968, Side 9

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Side 9
Aftari röð frá vinstri: Ársæll Jóhannesson lengi to iraskipstjóri, Jón Sigurðsson, Gísli heitinn Sigurðs son bróðr Jóns, Hergeir heitinn Ólafsson lengi tog 'raskipstjóri, Karl heitinn Karlsson lengi vatns- maður við Reykjavíkurhöfn, Þórarinn lieitinn Bjöö msson skipherra. Fremrl röð: Marinó Jónsson bif- reiffastjóri, S'igurður heitinn Ólafsson Iengi gjaldkcri og starfsmaður Sjóm.fél Reykjavíkur, Grím- ur heitinn Jónsson var lestarstjóri og Brynjólfur Þorsteinsson síðar skipstjóri. vakt frá' kl. 12—4, stuttavakt frá kl. 4—7, morgunvakt frá kl. 7—12 og langavakt frá kl. 12— 7. Sú vaktin sem skipstjóri var fyrir var kölluð stjórnborðs- vakt, en hin bakborðsvakt sem stýrimaður var fyrir. — Þið hafið þá haft sæmi- Iega hvíld. — Já, þelmingurino var uppi og helmingurinn niðri, nema ef einhver var fiskur, þá voru all- ir uppi. Sumir karlarnir stóðu mikið frívakt sem kallað var. — Og alltaf verið að. — Já, svona þegar veður var til þess. — Á hvaða slóðum voruð þið mest? — Við vorum mikið á Selvogs- bankanum á vertíðinni, en á vorin, þ. e. í vortúmum, var far- ið vestur í Jökuldjúp og mikið verið út af Vestfjörðum líka. — Voru menn ekki misfiskn- ir? — Feikilega. Það var svo magn- að, að þótt sumir hefðu .eigin- lega beran krók, þá var eins og þeir væru alltaf í fiski, þó aðrir sem stóðu kannski við hliðina á þeim yrðu varla varir, þetta gilti auðvitað líka fyrir vertíð- ina. Þá var fiskur oft uppi í sjó, vandi að finna hann. — Og þið stóðuð við drátt, hvort sem var í björtu eða dimmu. — Já, það var mikið kapp í mön,num. — Hvaða ljós höfðuð þið, bara himintunglin? — Já, og svo karbítlampa við aðgerðina á vertíðinni. — Hundavaktin var talin verst? — Já, maður var stundum svangur og kaldur, og þá var maður að „glása” eins og kallað var.Það var kannski lítið um fisk yfir blánóttina. Þá var maður mikið niðri og bjó til hundsbelg eins og. kallað var. — Hundsbelgur, hvað er það? — Það er eiginlega bara rúg- brauð, eða réttara sagt brauð- grautur, búinn til úr rúgbrauði, púðursykri, margaríni og svo vatni eins og á þurfti að halda, Þetta var svona hálfgerður auka- biti og nefnt hundsbelgur, af því að þetta var aðallega búið til á hundavaktinni. — Var ekki oft fögur útsýn yfir hafið. Ég hef alltaf ímynd- að mér að sjórinn sé miklu fal- legri af seglskipum heldur en af vélskipum. Er þetta kannski rómantík landkrabbans? Mér finnst einhvern veginn að mað- urinn sé í miklu nánara sambandi við umhverfið á seglskipi? — Ég skal ekki segja, það kann að vera. Hins vegar má segja að það sé mjög skemmti- legt í góðu leiði að sigla skipi. Ég man eftir að einu sinni vor- um við að fara hérna inn með Skaganum, og það var togari á undan okkur, og við höfðum svo gott leiði, að við fórum fram úr honum þótt hann væri á fullri ferð. — Er ekki allt öðru vísi til- finning að vera um borð í segl- skipi. — Ojú, það eru náttúrlega engir mótorskellir eða titringur frá vél. Nú er sagt: „Lognið er leiða bezt,” en svo var ekki þá, og ég man eftir því einu sinni að við vorum í viku vestan frá •Jökli og til Hafnarfjarðar. Það var það mikið logn, að það blakti ekki hór á höfði, svo við létum bara reka,eftir því sem straumur bar okkur. í góðu leiði er þetta 11—12 tíma sigling. Ég man líka eftir öðru atviki þessu líku, er við fórum einu sinni inn á Grundarfjörð til að ná í snjó. Síld var höfð til beitu og þá voru ekki frystitæki eins og nú, heldur var salt og snjór settur í kassa til að mynda frost, og þannig geymdum við beituna. Við fórum sem sagt inn á Grundarfjörð til að sækja snjó og vatn, en við ætluðum ekki að komast út úr firðinum, því það var alveg stafalogn, svo við gripum til þess ráðs, að við settum út julluna, mönnuðum hana og slefuðum skútunni út á árunum. — Komust þið ekki líka stund- um í hann krappan? — Og það kom fyrir, já, já. Það munaði einu sinni sára litlu að við værum komnir upp í Hafnarberg. — Hvernig atvikaðist það? — Það var einn maður uppi og við létum slaga, sem kallað er, þó er bara sagað á seglum og stýrið bundið upp. Svo sá vakt- maður allt í einu eitthvað hvítt fram undan og heyrði brimgný. Hann brá auðviíað við skjótt og voru kallaðir upp á dekk þegar. eru kallaðir upp á dekk þegar. Sett var upp fokka og reynt að Framhald á 14. síðu. LISTMUNAUPPBOÐ Sigurðar Benediktssonar TILKYNN I R ALMENNT UPPBOÐ á fágætum og fínum PERSMES¥íMm GÓLFTEPPUM og öðrum austurlenzkum teppum og mottum sem upphaflega voru sýningargripir pantaðir fyrir Bandaríkjamarkað, en beint til íslands vegna skuldalúkningar. Eftirfarandi gæðaflokkar verða seldir: KIRMAN, KESHAN, NAIM, TEHERAN, ISPAHAN, BOKHARA, TABRIZ, DJOSHAGAN. SELJIST UPP Á ALMENNU UPPBOÐI í vörugeymsluhúsi EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS HF. Suðurlandsbraut 2 (kjallara, vesturdyr) föstudaginn 10. maí 1968 kl. 11 f. h. Til sýnis föstudaginn 10. maí 1968 frá kl. 8,30 f.'h. Leikskóli - Mosfellssveit Leikskóli fyrir börn 2-6 ára verður starfrækt ur í Varmárskóla í sumar, ef næg þátttaka fæst. Innritun þarf að hafa borizt fyrir 15. maí n.k. til Salome Þorkelsdóttur í síma 66149, eða skrifstofu Mosfellshrepps í síma 66218. Sveitarstjóri. FÓSTRA Mosfellshreppur vill ráða fóstru til að sjá um leikskóla sem fyrirhugað er að starfrækja í sumar fyrir börn á aldrinum 2-6 ára í Varmár- skóla, frá 1. júní n.k. Upplýsingar veittar hjá Salome Þorkelsdóttur í síma 66149, eða á skrifstofu Mosfellshrépps í síma 66218. í Sveitarstjóri. HéraðslæknisembætHi AUGLÝST LAUS TIL UMSÓKNAR. Héraðslæknisembættið í Djúpavogshéraði er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rík- isins og önnur kjör samkvæmt 6. gr. lækna- skipunarlaga nr. 43/1965. Umsóknarfrestur veitist frá 1. júlí næstkom- <andi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 6. maí 1968. 7. maí 1968 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 9

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.