Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Blaðsíða 16
A SpegiHinn Spegillinn sýnist mér fremstur í flokki blaðanna, frjáls og óháður pólitík byggðanna og staðanna, í útlendum jafnt sem innlendum málum vakandi og eina stjórnmálablaðið, sem mark er á takandi. Hann .hefur jafnan ótal ú.rræði á takteinum, innblásnar hugmyndir.. líkt og þekkist í Staksteinum, og ræðir hvert mál af rökfestu, skilningi og alvöru, þótt rifrildið magnist á þjóðfélagsins hvalfjöru. í þágu listanna ódeigur blæs hann til orrustu, í íþróttaskrifum hefur hann tekið forustu, og ekkert, ekkert blað er jafn brennandi í andanum í baráttunni gegn kreppunni og gjaldeyrisvandanum. Og þegar í sóffann þú leggst í lúinna stellingu, en laugardagsæðið er runnið á þína kellingu og ryksugan ólmast sem trylltust um teppið og dregilinn, þá troddu rólega í pípuna og líttu í Spegilinrr. Ég hef verið að velta því fyrir mér nú um helgina, hvaff það líði mörg ár þar til þurfi að fara að greiða nýju myntina nið ur, eins og mér skilst að gert hafi verið við gömlu myntina. Það er gleðilegt að landinn skuli nú hafa sigrað skotann í keppni. Hingaff til höfum v'iff yfirleitt falliff fyrír skotanum. Nú held ég aff ég sé farin að átta mig á því hvað H-merkir, sem stendur á skiltum og spjöld um út um allt og á víst að koma 26. maí. Það er látið svo mikið út af þessu, að það hlýt ur að vera Heimsendir. STÚLKUR. Mig vantar góðan fé laga. Ný íbúð teppalögð með öll um þægindum, húsgögnum og heimllistækjum. Er einn og þarf húshjálp eftir kl. 6. Önnur hús hjálp ekki. Tilboð meff símanúm eri sendist augld, Vísís sem fyrst merkt „Góð kjör. daglegi IIAlístur Landsprófið nrsitt Ég segi nú bara fyrir mína parta um mitt álit á landspróf- inu að um það má auðvitað deila. Ég man t. d. svo langt að ég og hann pabbi minn gamli áttum í hörðum deilum hér áð- ur fyrr um landsprófið sem ég náði ekki, eða sem ég féll á. Mitt álit á því landsprófi hefur ekki breytzt hætishót síðan. Það var ranglátt próf og ranglátt landspróf stenzt maður ekld með góðri samvizku. Pabbi hafði um þetta mörg orð og ekki öll falleg. Hann sagði að ég væri latur lýginn, lubbi, drullu- sokkur ættarskömm og ég man ekki hvað. Og þegar hann biður mig eins og Guð sér til hjálpar að borga nú fyrir sig . næstu afborgun af húsnæðismálastjórnarláninu,. þá minni ég_ hann á að ég sé latur, lýginn, lubbi, drullusokkur og ættar- skömm og læt hann ekki hafa grænan túskilding með gati fyrr en hann er búinn að biðja mig afsökunar á hverju einasta fjöl. mæli sem hann viðhafði í minn garð vorið sem ég féll á lands- prófinu og viðurkennir þar að auki og leggur við sáluhjálp sína og drengskaparheit, að það hafi verið ranglátt landspróf. Svo bölvum við í sameiningu landsprófsnefnd og öllu heila gillinu og svo læt ég hann hafa peningana. Svo segi ég ævinlega þegar hann fer: Heltyir þú nú faðir minn góður, að ég væri þess umkominn í dag að hjálpa þér um þetta smáræði, ef ég hefði brotið odd af oflæti mínu, náð prófinu og væri fyrir bragðið blók á bæjarkontómum? Þá segir hann: Nei væni minn og ég sný ekki aftur meff það að þetta var fjarska ranglátt próf og mikið var gott að þú skyldi ekki falla fyrir freistingunni að ná því heldur falla eins og heiðursmanni sæmir. Svona hef ég komizt langt án þess að hafa landt/iróf og án þess að kunna algebm og allt um þennan ívitnunarviðtenging arsagnhátt, eða hvað það er kallað, Sama er mér. Ég sagði við sjálfan mig: Jæja lagsmaður hviss. Þú átt ekki bót fyrir boruna á þér. Karlinn er snar og kerlingin er eins og þokuslæðingur á heimilinu og lætur kallinn fara með sig eins og honum sýnist. Svo hélt ég áfram að spgja við sjálfan mig: Jæja vinurinn snari. Ekki kannt þú algebru og ekki kannt þú baun í ívitunarviðtengingarsagnnafn hætti. Það sem þú veizt það veiztúj eins og t.d. að Abraham Lincoln myrti Shakespeare og Grundar — Helga Jón biskup góða. Svo fór ég að íína saman brotajárn og flöskur og selja og ég varð efnaður af því ég féll á landsprófinu. Því segi ég við æskulýðinn í dag: Kærið ykkur kollótt um algebru og þetta þarna hitt. En þið skuluð leggja á minnið að forfeður ykkar voru stoltir menn og stæltir og létu hvorki nefndir né ráð kúga sig og þeir sviku allir undan skatti og þykja góðir af. Og þó að íslandssagan sé ljót á köflum, er hún ekki ljótari en margt það sem maður sér í sjónvarpinu. Og það segi ég fyrir mig, að mikið vildi ég gefa til að fá að sjá í sjónvarpi, orr- ustuna miklu, þegar Jón biskup góði hefndi sín á Grundar- kellíngunni með því að drepa fyrir henni Ólaf konung gamla. — GADDUR. <tD VELJUM ÍSLENZKT ISLENZKANIÐNAÐ Fjölbreytt framleiðsla á ktr.i MATARKEX K R E M K E X SÚKKULAÐIHÚÐAÐ KEX Kexverksmiðjan FRÖN h.f. SKÚLAGÖTU 28 — REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.