Alþýðublaðið - 07.05.1968, Side 11

Alþýðublaðið - 07.05.1968, Side 11
Mikil þátttaka / Innan- félagsskíðamóti Armanns Telpur 12 ára og yngri, frá vinstri: Guðrún Harðardóttir, Margrét Ásgeirsdóttir, Guðbjörg Árnadóttir og Sigurbjörg Þórmundsdóttir. Innanfélagsmót skíðadeildar Glímufélagsins Ármanns, var haldið í Jósepsdal 1. maí síð- astliðinn. Keppni fór fram í Suður- gili og var skíðafæri og veð- ur eins gott og bezt verður á kosið. Keppt var í svigi karla, kvenna, unglinga og barna- flokka. ÚRSLIT: Telpnaflokkur 12 ára og yngri: sek. 1. Margrét Ásgeirsd. 51,6 2. Sigurbjörg Þórmundsd. 54,4 3. Guðrún Harðardóttir 56,4 4. Guðbjörg Árnadóttir 59 3 Stúlknaflokkur 13—14 ára: sek. 1. Áslaug Sigurðard. 129,5 kve'nnaflokkur: sek. 1. Hrafnhildur Helgad. 97,5 2. Guðrún Björnsd. 113,0 3. Jóna Bjarnad. 126,5 4. Hrafnhildur Jónsd. 164,8 Drengir 12 ára og yngri sek. 1. Hannes Ríkarðss. 52,9 2. Árni Þór Árnas. 59,2 3. Kristinn Þorsteinss'. 60,2 4. Sigurbjarni Þórmundss. 77,0 5. Guðni Þór 81,6 6. Gísli Sæmundss. 84,7 Drengir 13—14 ára: sek. 1. Magnús Árnas. 98,2 2. Eyjólfur Bragas. 139,4 Drengir 15—16 ára: sek. í.' Þorvaldur Þorsteinss. 96,3 2. Einar Guðbjartss. 111,8 Karlaflokkur: sek. 1. Arnór Guðbjartss. 112,4 2. Bjarni Einarss. 114,3 3. Georg Guðjónss. 118,9 4. Sigurður R. Guðjónss. 119,4 5. Sigmundur Ríkarðss. 135,6 6. Bjarni Sveinbjörnss. 139 4 Fleiri keppendur luku ekki keppni en skráðir voru til leiks þrjátíu og þrír. Brautarlagningar annaðist Ásgeir Eyjólfsson og voru brautir hans að vanda mjög skemmtilegar. Glímumót Sunnlendinga Glímumót Sunnlendingafjórð ungs er ákveðið að fram fari í íþróttahúsinu í Kópavogi, sunnudaginn 19. maí n.k. og hefst kl. 3 e.h. Ungmennasamband Kjalar- nesþings sér um framkvæmd mótsins, og ber að tilkynna þátttöku til Pálma Gíslasonar Hraunbæ 36 Reykjavík, sími 82790, fyrir 14. þ.m. Dreng'ir 12 ára og yngri, frá vinstri, Kristinn Þor steínsson, Árni Þór Arnason, Sigurbjarni Þór- mundsson, Arnar Gíslason, Guðni Þór, Hannes Ríkharðsson og GísU Sæmundsson. Góður árangur Framhald af 10. síðu . hefðu ekki áhuga á málinu. Stjórn Judofélags Reykjavíkur ákvað því að senda tvo þátttakendur, Sigurð H. Jóhannsson til keppni í léttmillivigt og Sigurjón Krist jánsson í millivigt. Fóru þeir ut an 25. apríl. Keppni hófst kl. 10 f. h. 27. apríl og fór þá fram sveita keppni, fimm frá hverju landi. Þessa keppni unnu Danir, en Finnar urðu í öðru sæti. Einnig fór fram undankeppni í opnum flokki. Skilyrði til þátttöku i sveitakeppni er 5 keppendur frá hverju landi. Við tilkynntum ekki þátttöku í opna flokkinum. Sunnudaginn 28. apríl fór svo fram flokka keppni, Svíar sigr- uðu í léttvigt eftir mjög skemmti lega keppni. í léttmillivigt vann Sigurður H. Jóhannsson norska keppand- ann, en tapaði svo fyrir þeim danska og finnska. Danir og Finnar unnu alla sína leiki og kepptu til úrslita. Skildu þeir jafnr eftir mjög harða keppni, en Finnanum var dæmdur sigur. Sigurjón Kristjánsson keppti í millivigt og glímdi fyrst við Norðmann og vann eftir ágæta og snarpa keppni. Þar næst keppti hann við Finna, sem var einn bezti Judomaður mótsins, og vakti það undrun viðstaddra, að þrívegis losaði Sigurjón sig úr fastatökum, en svo fór þó, að Finninn vann, og keppti til úrs- lita við landa sinn, sem var að lokum dæmdur sigur. Sigurjón keppti einnig við Dana og tap- aði naumlega á stigum, en sá komst í undanúrslit. Þar tapaði Daninn fyrir Finnanum. Létt- þungavigt unnu Svíar og Finn- ar þungavigt. í opna flokknum var mjög hörð keppni milli Dana og Finna, og sigraði Dan- inn éftir að hafa beitt mjög skemmtilega svokölluðum fórn- arbrögðum, sem komu Finnan- um jafnan úr jafnvægi. í heild fór mót þetta mjög vel fram og var Dönum til sóma. „Standardinn" í Judó á Norður- löndum er orðinn hár, einkum voru hárðar og skemmtilegar glimur í léttari flokknunum, en allir keppendur voru vel þjálfað ir og ýmsir þeirra þrautreyndir í mörgum alþjóðamótum. Stjórnarfundur Judosambands Norðurlanda var haldinn annan mótsdaginn. Sat Sigurður H. Jó hannsson fundinn skv. sérstöku boði sambandsins. Gerði hann grein fyrir gangi judomála á ís- landi. Ákveðið var að halda næsta meistaramót í Svíþjóð ár ið 1970 og að íslandi skuli boðin þátttaka. Auðvitað var þess vænzt, að ísland yrði þá orðinn formlegur a§ili að Judosambandi Norðurlanda. OFURLÍTIÐ MINNISBLAÐ til Hull og Kvikur. Rcykjafoss kom til Rvíkur 3/5 frá Hamborg. Selfoss kom til Rvíkur 3/5 frá New York. Skógafoss fer frá Gautaborg 7/5 til Tönsberg, Antwerpen og Rotterdam. Tungufoss fór frá Vcntspils 5/5 'til Kotka og Rvíkur. Askja kom til R- víkur 6/5 frá Leith. Kronprins Frede rik fór frá Kaupmannahöfn 4. 5. til Færcyja og Rvíkur. Utan skrifstofu- tíma cru skipafréttir lcsnar í sjálf- virkum símsvara 2-1466. i i ir Skipadeild SÍS. Arnarfcll fcr í dag frá Hull til Akur eyrar. Jökulfell fór 1, þ.m. frá Kef)a vík til Gloucester. Dísarfell fór í gær frá Bremen til Sas Van Ghent og Antwerpen. Litlafell cr á AustfjörO um. Helgafell cr í Dunkirk fer þatfan til Odda. Stapafell er á Raufarhöfn. Mælifcll fer í dag frá Rotterdam til Gufuness. Utstein átti að fara í gær frá Kaupmannahöfn til Reykjavikur. ir Skipaútgerð ríkisins. Esja fór frá Rvik kl. 22.00 í gærkvöldi vcstur um land til ísafjarðar. Herj- ólfur fer frá Vestmannaeyjum kl. 21.00 i kvöld til Rvíkur. Blikur cr á Austfjörðum. Herðubrcið er á leið frá Vestfjrðum til Reykjavíkur. Skip ★ H.f. Eimskipafélag íslands. Bakkafoss fór frá Odda 6/5 til Kristi ansand, Gautaborgar og Kaupmanna hafnar. Brúarfohs fór frá ísafirði 28/4 til Gloucester, New York, Cain- bridge og Norfolk. Dettifoss fór frá Kotka 2/5 til Reyðarfjarðar, Iiúsavík ur, Akureyrar og Rvíkur Fjallfoss fór frá Keflavík 2/5 til Hamborgar. Goða foss fór frá ísafirði 6/5 til Hólma- víkur, Akureyrar, Húsavíkur og Siglufjarðar. Gullfoss fer frá Kaup- mannahöfn 11/5 til Leith og Rvíkur. Lagarfoss kom til Rvíkur 4/5 frá Ham borg. Mánafoss fór frá London 6/5 i) l — ALÞÝÐUBLAÐIÐ JX Ýmislegt ic Kvenfélagið Aldan. Fundur verður miðvikudaginn 8. maí kl. 8 að Bárugötu 11. Ölafur B. Guðmundsson talar um blóma rækt og sýnir litkvikmyndir. Kvenfélag Asprestakalls. Heldur fyrsta fund sinn í nýja safnaðarheimilinu Holltsvegi 17 fimmtudaginn 9. maí kl. 8 e. h. Dagskráin: Húsið víkt. Ýmis félags mál, kaffidrykkja. Stjórnin. Ungur piltur frá Englandi vill gjarn- an eignast pennavini á íslandi, pilta og stúlkur á aldrinum 14-15 ára. Áhugamál: íþróttir, frímerkjasöfnun og fleira. Skrifið til: Mr. GRAHAME M. JONES 6, Kensons Court St. Georges Road Forty Hill Enfield, Middlesex England. ★ Kvennadeild Flugbjörgunarsveitar- innar. Síðasti fundur starfsársins verður úti í sveit miðvikudaginn 8. maí kl. 9. Pétur Sveinbjarnarson ræð ir hægri umferð, og snyrtidama ræðir andlitssnyrtingu. 7. maí 1968

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.